Alþýðublaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 2
2 RITSTJÓRNARGREIN’ Þriðjudagur 17. mars 1987 VÍMA OG SÍBROT V-lttar Guðmundsson yfirlæknir á Vogi setur fram athyglisverðar hugmyndir um tengsl sí- brota og vímuefnaneyslu í ítarlegri grein sem birtist í helgarblaði Alþýðublaðsins sl. laugar- dag. í skrifum Óttars kemurfram að aöalvanda- mál refsifanga er alkóhólismi, og því sé eina raunhæfa leiðin til þess að rjúfa vítahring vímu, afbrota og refsivistar að ráðast að fíkn- inni sjálfri, þ.e. neyslu refsifangans á áfengi og öðrum vímugjöfum. A íslandi eru rekin tvö aðalfangelsi fyrir refsi- vistarfanga, Litla-Hraun og Kvíabryggja. Auk þess sitja menn í skemmri eða lengri tíma í gæslu á Skólavörðustígnum eða í Síóumúla- fangelsi og nokkrir fangar eru í fangelsinu á Akureyri. Á þessari stundu gista um 90 manns fangelsin í landinu, sumir í skemmri tíma en nokkrir eiga margra ára vist framundan. Tíðni afbrota og dóma hefur aukist á undanförnum árum og tengjast afbrot æ meira ávana- og flkniefnabrotum. Tilgangur refsivistar er eink- um tvenns konar: annars vegar er fangelsum ætlað að vernda borgara og þjóðfélagið í heild gegn einstaklingum sem aðhafast refsivert at- hæfi og hins vegar er dæmið hugsað þannig að refsivist geri fangana að betri mönnum, og gagnlegri þjóðfélagsþegnum. Á því vill verða mikill misbrestur og hefur það ekki síst komið fram í máli fanganna sjálfra, bæði gegnum fé- lagasamtökin Vernd og á öðrum vettvangi. r I grein Óttars kemurþað berlegafram að meiri- hluti íslenskra refsifanga er háður áfengi og öðrum vímuefnum og margirhafaverið í áfeng- ismeðferðum án þess að ná varanlegum bata frá áfengissýki. Orðrétt segir Óttar: „íslenskir afbrotamenn lendayfirleitt áglapstigum ísam- bandi við neyslu áfengis eðaannarravímuefna, fjármagna neyslu með innbrotum eða ávísana- fölsunum, lendai líkamsmeiðingum eöamorð- um ölvaðir, stela bílum í fylleríum og svona mætti lengi telja. Aðalatriðið er, að harðsvírað- ir glæpamenn sem fremja afbrot sin annað hvort einungis i auðgunarskyni eða af hreinni fúlmennsku eru, sem betur fer, sjaldséðir í þessu landi.“ Óttar rekur einnig vitahring af- brotamanna og bendir á að þegar fangar hafa setið af sérafbrot, komi þeiroft fulliraf góðum áformum út í lífið, en lúta lægra-haldi gegn Bakkusi og séu óðar komnir út í afbrot að nýju. Og þá er stutt í handtöku og refsivist og víta- hringurinn heldur áfram. Það er sama hve mik- ið fanginn er aðstoðaður félagslega, bæði varðandi atvinnu og húsnæði; meðan ekki er gripið inn í aðalvandamál hans, áfengisfíknina, mun sagan alltaf endurtaka sig, að dómi Ótt- ars. í greininni kemur einnig fram neysla fíkni- efna í fangelsum landsins einkum á kannabis- efnum og róandi lyfjum. Vísir að mótvægi er til staðar, t.d. hefur Litla-Hraun starfrækt AA- deildir og undirstrikar Óttar að möguleiki þeirrafangasem hafaverið allsgáðirá refsitím- anum sé mun meiri þegar út í lífið er komið, en þeirra sem neytt hafa fíkniefna meðan þeir af- plánuðu dóminn. Ottar Guðmundsson hefur haldið reglulega fyrirlestra um áfengis- og vímuefni á Litla- Hrauni og vinnur daglega við meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga að Vogi. Hann gerþekkir þau vandamál sem hann skrifar um. Hugmynd- ir hans til lausnar á vandamálum afbrota og vímuefnanotkunar eru mjög athyglisverðar: „Mín tillaga er sú að fangelsin verði deilda- skipt, þannig að komið verði upp deild innan t.d. Litla-Hraunssem rekin verði í samstarfi við meðferðarstofnanir fyrir áfengissjúka. Á slíkri deild yrði mikíl áhersla lögð á AA-fundi sem yrðu á hverjum degi. Fangar yrðu að sækja um að komast á slíka deild en það ætti einnig að verða eftirsóknarvert þar sem frammistaða manna í áfengisprógramminu yrði lögð til grundvallar þegar metið yrði hvort stytta ætti refsivistina. Slík deild yrði auðvitað algjörlega laus við öll vímulyf og mjög hart tekið á brotum í því sambandi." Hugmyndir Óttars á deildaskiptum fangels- um eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem slíkt fyrirkomulag hefur reynst mjög vel. Þeir fangar sem hafa fengið að vera í friði fyrir vímuefnum í fangelsum og unnið að al- vöru að áfengis- og fíkniefnavanda sínum með aðstoð sérhæfðra manna við meðferðarstofn- anir, hafi orðið betri og hæfari einstaklingar þegar fangelsishliðin lokast að baki þeim og lífið tekur við. Það er vonandi að þessar rót- tæku hugmyndir í fangelsismálum nái eyrum ráðamanna sem fara með dóms- og félagsmál á íslandi. Sendill óskast Utanrikisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðanlegan ungling til sendiferða, hálfan eða allan daginn. Nánari upþlýsingar eru veittar i afgreiðslu ráðu- neytisins. Utanrikisráðuneytið Jóhanna Slguröardóttlr Margrét Helnrakadóttlr Gréta Aöalsteinsdóttir Lira V. Júllusdóttlr Rannveig Gudmundsdóttir Guðrún Ólafsdóttlr Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur opinn stjórnmálafund, fimmtudaginn 19. mars í Alþýðuhúsinu v/Strandgötu, með efstu konum á lista flokksins í Reykjavíkur og Reykja- neskjördæmum. Kl. 20.30. Flutt verða stutt ávörp og fyrirspurnum svarað. Fundarstjóri verður Gylfi Ingvarsson. Allir velkomnir Stjórnin Rás 2 útvarpar allan sólarhringinn Rás 2 útvarpar allan sólarhring- inn um land allt frá og með 18. marz n.k. Næturútvarp verður á FM-kerfi Rásar 1 og Rásar 2 auk langbylgju, þannig að næturdag- skráin mun berast til alls landsins og næstu miða. Útvarpsráð sam- þykkti á fundi sínum sl. miðviku- dag tillögur um breytta dagskrá Rásar 2. Starfsemi Rásar 2 hófst 1. desem- ber 1983 og var þá útvarpað í sex klukkustundir virka daga með hlé- um og samtengingu við Rás 1. Til- drögin voru þau að dagskrá Rásar 1 hafði með árunum orðið æ fjöl- breyttari og lengri. Með breyttum þjóðfélagsháttum og sífellt aukn- um kröfum um dagskrárframboð við hæfi sem flestra samfélagshópa þótti einsýnt að skapa þyrfti rými fyrir aukið dagskrárefni á annarri rás. Ríkisútvarpið hefur haft dag- skrárstefnu og rekstur Rásar 2 til endurskoðunar að undanförnu. í tillögum að nýrri dagskrá koma fram margvísleg kröftug og skemmtileg nýmæli. Aðaláherzla verður eftir sem áður Iögð á flutn- ing léttrar tónlistar í fjölbreyttu úr- vali, fréttir og fréttatengda þætti, dægurmálaumræðu og íþróttir. Með hagræðingu í rekstri verður unnt að lengja dagskrána verulega, eða í sólarhringsútsendingu, án mikils aukakostnaðar. Þjónustavið hlustendur í öllum landshlutum verður aukin og ennfremur munu breytingarnar styrkja stöðu Rásar 2 sem auglýsingamiðils í samkeppni við aðrar útvarpsstöðvar. Sérstakur vinnuhópur innan Rík- isútvarpsins hefur gert tillögur að breyttri dagskrá Rásar 2. í honum starfa Jón Örn Marinósson, tónlist- arstjóri, Friðrik Páll Jónsson, vara- fréttastjóri, Ingólfur Hannesson, íþróttafréttamaður og Ólafur Þórð- arson, tónlistarfulltrúi. Bogi Ágústsson, sem nýlega tók við starfi fulltrúa framkvæmdastjóra hljóðvarps, hefur einnig unnið að skipulagsbreytingunum. - Hafn vinn Verk Nýla Verk Yfirl, afhe gegr sam xT'— Hafnarfjarðarbær malbikun arfjarðarbær leitar tilboða í eftirfarandi malbiks- u sumarið 1987: hiuti 1: gnir, malbikun gatna og göngustfga. iluti 2: agnir, viðhald á slitlögum gatna. Útboðsgögn verða nt á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á a stað þriöjudaginn 24. mars kl. 11. Lokað Lokað verður eftir hádegi ( dag þriöjudaginn 17. mars, hjá Rafmagnseftirliti rikisins, Síðumúla 13, vegna jarðarfarar dr. Jakobs Gíslasonar, fyrrver- andi orkumálastjóra. Rafmagnseftirlit ríkisins. t Alúðarþakkir sendum við þeim fjölmörgu, sem sýndu Bjarna Vilhjálmssyni, Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin «I3EB'°AR fyrrverandi þjóðskjalaverði virðingu sfna og okkur samúð og hlýju við andlát hans og jarðarför. Kristín Eiriksdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Halldór S. Magnússon, Elísabet Bjarnadóttir, Jón H. Stefánsson, Eiríkur Bjarnason, Guðrún Hauksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Auður María Aðalsteinsdóttir, barnabörn og systkini hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.