Alþýðublaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 4
alþýðu- blaöið Þriðiudagur 17. mars 1987 Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Utgefandi: Blart hf. Ritstjórar: Arni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf„ Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf„ Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er681866 Reykingar eða — íBandaríkjunum hefur barátta gegn reykingum þegar skilað miklum árangri. Yfirvöld setja reglur um hert viðurlög. Tóbaksframleiðendur eru ugg- andi um sinn hag. vinnuna Reyklaust svœði í bandarískum banka. Starfsfólki eru settir úrslitakostir. Starfsfólk tóbaksframleiðslufyrirtœkjanna þarf bráðlega að leita sér að annarri vinnu. Eða hvað? í 111 ár hefur tóbaksbærinn Winston—Salem í North Carolina- fylki í Bandaríkjunum verið ekta fyrirtækisbær, fyrir tilstilli stærsta skattgreiðandans þar, tóbaksfram- leiðandans R.J. Reynolds. Þekkt- ustu merkin, „Winston“ og „Camel“ voru ekki aðeins sígarett- ur, heldur i og með hluti af banda- rísku goðsögninni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins, 20 hæða skýjakljúf- ur gnæfir við himin og öll vehnegun bæjarins byggist á þeirri starfsemi sem er rekin þar. Án Reynolds-fjöl- skyldunnar væri þar enginn golf- völlur, enginn háskóli, engin symf- óníuhljómsveit. En nú hefur orðið breyting á. Erfingi fjölskyldufyrirtækisins, Patric Reynolds, 37 ára leikari, hef- ur sagt skilið við tóbaksframleiðsl- una og hefur gengið til liðs við þá sem berjast hvað harðast gegn reyk- ingum. I stað tóbaksframleiðslunn- ar hefur verið hafin matvælafram- leiðsla í stórum stíi. Bandarískir tóbaksframleiðend- ur hafa ástæðu til að vera uggandi um framtíðina og þá er af sem áður var. Alls staðar er vaxandi mótstaða gegn þessari einu tegund neyslu- varnings sem er rækilega merkt með viðvörunum unt skaðsemi vör- unnar og hugsanlega sjúkdóma eða jafnvel dauða sem afleiðing neysl- unnar. Heilbrigðisvarðhundar Strax í upphafi þings lágu fyrir fjölmörg frumvörp um takmarkan-- ir á tóbaksreikingum; allt frá tillög- um um hærri skattlagningu og upp í algert bann við tóbaksauglýsing- um. Sú tillaga sem virðist eiga mestu fylgi að fagna er um algert bann við reikingum í flugvélum. Reykingamenn hugsa með skelf- ingu til þess hvernig heilbrigðis- varðhundar fylkja nú liði í löggjaf- arsamkundunni og þrengja kost þeirra meira og meira. í 23 fylkjum Bandaríkjanna bíða lagafrumvörp um bann við reyking- um í opinberum byggingum endan- legrar afgreiðslu. 1450 borgum hef- ur slíkt takmarkað bann þegar komið til framkvæmda. Annars staðar, þ.á.m. í New York og Los Angeles verða atkvæðagreiðslur um málið alveg á næstunni. Nú þegar hafa reykingar sumra ríkisstarfsmanna verið bannaðar, nema á vissum svæðum. Það er nærri þriðjungur ríkisstarfsmanna sem verður að una því. Síðan í fyrra hafa bandarískir hermenn orðið að vera án tóbaks i vinnutímanum. Stöðugt fjölgar þeim fyrirtækj- um sem krefjast þess að starfsfólkið reyki ekki á vinnustað. Fjölþjóða- fyrirtæki eins og t.d. rafeindarisinn Texas Instrument, kerfjast þess að fá reyklaus svæði til afnota í skrif- stofubyggingum erlendis. Refsað fyrir reykingar Þeir sem ekki þola við án tóbaks- ins, verða ósjaldan að sæta refsing- um. í höfuðstöðvum umhverfis- verndaryfirvalda í Fíladelfíu fá starfsmenn munnlegt tiltal við fyrsta brot, skriflegt við það næsta. Verði einhver uppvís að því að brjóta bannið í þriðja sinn er hann sendur í fimm daga launalaust leyfi. Svo eru aðrir atvinnurekend- ur sem ráða alls ekki reykingafólk til starfa. Fyrir mánuði síðan setti fyrir- tækið USG Acoustical Products í Chicago starfsmönnum sínum, 200 að tölu, úrslitakosti. Þeir sem ekki yrðu hættir að reykja með vorinu, yrðu reknir. Til að auðvelda þeim átakið bauðst fyrirtækið til að borga átta vikna dvöl á „afvötnun- arstofnun“. „Það kemur að því að reykleysi verður skilyrði fyrir þvi að fá vinnu,“ segir forstjóri hjólbarða- verksmiðjunnar Good Year. Hert löggjöf varðandi reykingar er mikill sigur fyrir ákveðna hópa borgara, sem hafa árum saman bar- ist fyrir rétti þeirra sem ekki reykja. í Bandaríkjunum eru nálægt því 500 samtök, sem berjast gegn tób- aksneyslu, sem skv. upplýsingum heilbrigðisyfirvalda kostar 300.000 Bandaríkjamenn lífið ár hvert. Andreykingamenn láta töluvert að sér kveða og þeim hópum fjölgar sem marka sér reyklaus svæði víðs vegar. Reykingar andfélagslegar Landssamtök lækna gegn reyk- ingum upplýsa jafnt stjórnvöld sem hinn almenna borgara um tíðni sjúkdóma og dauðsfalla af völdum reykinga. Onnur samtök hafa aðrai baráttuaðferðir, til dæmis það aé breyta áletrunum á auglýsinga- spjöldum meðfram þjóðvegum. Slagorðinu „Winston — America’s best“ er hiklaust breytt í „Winston — America’s Death“ og fleira i sama dúr. 1 Bandaríkjunum er meira að segja hægt að græða peninga á þvi að berjast gegn reykingum. Bar- áttukonan Rita Eddison hefur komið á fót ráðgjafamiðstöð í Bost- on, sem vex og blómstrar. Þar eru gerðar andreykingaáætlanir fyrir fyrirtæki og veitt ráðgjöf um laga- leg atriði. Þótt allt gangi henni í haginn, tel- ur hún ekki að hér sé um lífstíðarat- vinnu að ræða. Svo vel hefur gengið að útrýma reykingum af vinnustöð- um að starfsemi sem þessi hlýtur fyrr eða siðar að verða óþörf. Hún hefur mikla samúð með þvi óláns- ama fólki sem getur ekki losað sig við þennan löst. Fram að þessu hef- ur það þótt karlmannlegt og sexý að reykja. Nú flokkast það undir and- félagslegt athæfi. Ekkert líkt „Ameríkuí6 í Moskvutíðindum (Moscow news) birtast að jafnaði óraiangar ræður eftir flokksleiðtoga Mikhail Gorbatsjov og annað pólitískt efni. En fyrir skemmstu var vakin þar athygli á frétt í sunnudagsblaði „The New York Times“, þar sem sagt var frá sovésku sjónvarpsefni sem hefur vakið mikla athygli vest- an hafs að undanförnu. Þar stóð: „Þið hafið séð þættina „Ameríka" — komið niður á jörðina og sjáið rétta mynd af lífi fólks í Sovétríkj- unum“. í febrúar gátu nálægt því 100 milljónir manna í Bandaríkjunum og Kanada fylgst meij sjónvarpsút- sendingunum, sem útvarpað var um kerfi „Discovery-“ og „Orbita“- sjónvarpsstöðvanna í samvinnu við sjónvarps- og út- varpsnefnd sovéska ríkisins. Leitað var nánari fregna af þessu framtaki hjá Viktor Khrolenko og Jonathan Sanders, sem báðir höfðu hönd í bagga með útsendingunum af hálfu sjónvarpsstöðvanna. Khrolenko vitnaði til orða Gorbatsjov á blaðamannafundi eftir leiðtogafundinn í Genf, þar sem hann sagði það vera hlutverk hins almenna borgara fremur en stjórnmálamanna að leiðrétta staðlaðar og rangsnúnar hugmynd- ir um lönd og þjóðir. Þá var ákveð- ið að láta ekki sitja við orðin tóm, en hefja sýningar á þáttum um líf og störf hins sovéska meðalborgara í Bandaríkjunum. Þættirnir hafa hlotið mikla at- hygli og jákvæðar undirtektir áhorfenda, sem hafa hringt hópum saman tíl sjónvarpsstöðvarinnar, lýst ánægju sinni og óskað eftir meiru af sams konar efni. I kjölfar- ið var skoðanakönnun hrundið.af stað og spurt hvort hugmyndir manna um Sovétríkin hefðu breyst til batnaðar eftir að sýningar hóf- ust. 90% þátttakenda svöruðu því játandi, 10% neitandi. Svo undarlega bregður við að sýning þáttaraðarinnar „Ameríka", sem er bandaríski draumurinn í hnotskurn, hefur ýtt undir hin já- kvæðu viðbrögð við sovésku sjón- varpsefninu, að sögn Jonathan Sanders hjá Harrimanstofnun há- skólans í Colombia. Margar mennta- og rannsóknastofnanir hafa haft samband og beðið um nánari upplýsingar og niðurstöður skoðanakannana sýna að meiri- hluti sjónvarpsáhorfenda óskar eft- ir framhaldi á þáttunum. í ráði er að fleiri sjónvarpsstöðv- ar taki sams konar efni til sýninga á með vorinu, m.a. í New York og ennfremur er ráðgert að borgir í Bandaríkjunum/Sovétríkjunum skiptist á sjónvarpsefni af heima- slóðum. Þegar hefur verið gengið frá samningi um sameiginlega útgáfu á tónlistarefni bandarískra og sovéskra popptónlistarmanna. Þar koma þekktir tónlistarmenn við sögu, sem hafa samþykkt að verja hluta af ágóðanum til stofnunar á Bandarísk-Bresk-Sovéskum sjóði til styrktar ungum tónlistarmönn- um í þessum löndum. Borgarlæknir: Farsóttir Kvef, hálsbólga og lungnakvef eru algengustu farsóttir í Reykja- víkurumdæmi. í öðru sæti er iðra- kvef. Þrifja sætið vermir svo inflú- ensa af ýmsum toga, en hettusótt er í því fjórða. í fimmta sæti er svo Chlamydiae. En hvað er nú það? Jú, sjúkdómur sem smitast við samfar- ir, ekki ósvipaður lekanda. í frétt frá borgarlækni eru taldar upp þær farsóttir sem helst hrjá borgarbúa, en auk þeirra sem að framan eru taldar mætti nefna streptokokkahálsbólgu og skarlat- sótt, lungnabólgu, þvagrásarbólgu, lekanda, lúsasmit (þar með talin flatlús), hlaupabólu og maura- kláða. Ókræsileg upptalning. Kvef, hálsbólga og lungnakvef eru þó langalgengustu farsóttirnar. Þau tilfelli eru 739.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.