Alþýðublaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 1
alþýðu-
lílRT'IM
Miðvikudagur 18. mars 1987 53. tbl. 68. árg.
Skoðanakönnun Hagvangs:
Alþýðuflokkurinn
með 19,9 °/o
Minnkandi fylgi Framsóknar
Frambjóðendur A Iþýðuflokksins eru önnum kafnir þessa dagana í kosningastarfi. Vinnustaðafundir hafa mœlst
mjög velfyrir og fara frambjóðendurnir víða með fundi. Á meðfylgjandi mynd sjáum við Jón Braga Bjarnason
prófessor og fimmta mann á lista Alþýðuflokksins íReykjavík ávarpa starfsmenn ÁTVR ímatsalþeirra að Borg-
artúni 7. Ljósm. AB.
Jón Baldvin um könnun Félagsvísindastofnunar:
Þurfum meiri stuðning
Samkvæmt niöurstöðum skoð-
anakönnunar Hagvangs, sem fram
fór dagana 5.—13. mars, sögðust
19,9% aðspurðra mundu kjósa Al-
þýðuflokkinn ef efnt yrði til kosn-
inga á næstu dögum. 13,9% sögð-
ust mundu kjósa Alþýðubandalag-
ið, 0,6% Bandalag jafnaðarmanna,
12,7% Framsóknarflokkinn, 9,1%
Kvennalistann, 40,5% Sjálfstæðis-
flokkinn, 0,8% Flokk mannsins,
1,2% sérframboð Stefáns Valgeirs-
sonar og 1,4% Þjóðarflokkinn.
Könnun Hagvangs náði til 1000
manns. Brúttó svarprósenta var um
78% og nettó um 82,8%. Þátt-
takendur voru á aldrinum 18—67
ára. Könnunin náði til alls landsins
og var framkvæmd símleiðis. Skoð-
anakönnunin var hluti af spurn-
ingavagni Hagvangs og hnýtt aftan
við aðrar spurningar.
Þegar Hagvangur kynnti niður-
stöður á blaðamannafundi í gær
sagði Gunnar Maack fram-
kvæmdastjóri að könnunin stað-
festi að Alþýðuflokkurinn héldi
flugi, að skoðanakönnunin gæfi
vísbendingu um minnkandi fylgi
Framsóknar og að Samtök um
Kvennalista hefði fest sig í sessi og
aukið fylgi sitt frá síðustu Alþingis-
kosningum. Gunnar taldi þetta
helstu vísbendingar sem lesa mætti
úr þessari könnun.
I könnuninni sögðust um 2,4%
ætla að skila auðu, 6,1% sögðust
ekki ætla að greiða atkvæði 15,4
sögðust ekki vita hvað þeir ætluðu
að kjósa og 9,6% neituðu að svara.
Þetta hlutfall er svipað og í öðrum
skoðanakönnunum að undan-
förnu.
í könnuninni voru kjósendur
einnig spurðir um afstöðu sína til
ríkisstjórnarinnar. 53,7% sögðust
styðja núverandi ríkisstjórn. Það er
nokkuð minna en í könnun Hag-
vangs í desember, þegar 57,2%
sögðust styðja ríkisstjórnina. Hlut-
fall þeirra sem sögðust ekki styðja
stjórnina var svipað og í desember,
eða 29,1% samanborið við 29,5% í
desember. Um 15% tóku ekki af-
stöðu eða neituðu að svara.
„Þessi skoðanakönnun sem aðr-
ar kannanir sem birst hafa að und-
anförnu, staðfesta að Alþýðuflokk-
urinn er næststærsti stjórnmála-
Jón Baldvin Hannibalsson: „Könn-
unin staðfestir að Alþýðuflokkur-
inn er nœststœrsti stjórnmála-
flokkurinn.“
flokkurinn á Islandi“, segir Jón
Baldvin Hannibalsson formaður
Alþýðuflokksins um þjóðmála-
könnun sem Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands hefur gert fyrir
Morgunblaðið og birt var i gær. í
könnuninni fær Sjálfstæðisflokk-
urinn 38.9% fylgi kjósenda, Al-
þýðuflokkurinn 18%, Framsóknar-
flokkurinn 13.8%, Alþýðubanda-
lag 15.8% og Kvennalistinn 7.2%.
„Ef þetta væru kosningaúrslit
væru þau samt ekki nógu hagstæð
fyrir Alþýðuflokkinn;* segir Jón
Baldvin jafnframt. Ef kjósendur
vilja raunverulega nota það tæki-
færi sem nú býðst til að koma fram
breytingum á þjóðmálum, þá verð-
ur það að veita Alþýðuflokknum
meiri stuðning en kemur fram í
þessari könnun. Ella sitjum við í
sama farinu, því könnunin sýnir
ótvírætt líkur á áframhaldandi
óbreyttri ríkisstjórn og ávísun á
áframhaldandi Framsóknarvist og
sérhagsmunavörslu Sjálfstæðis-
flokks“
Alþýðuflokkurinn hlaut 17.8%
fylgi í Reykjavík i könnun Félags-
vísindastofnunar HÍ. Jón Baldvin
var spurður hvort hann óttaðist sem
3. maður á lista Alþýðuflokksins í
Reykjavík, að missa þingsæti sitt.
„Ég segi sem Ingjaldur í Hergilsey í
Gísla sögu Súrssonar: „Ég hef vond
klæði og hryggir mig ekki þó ég slíti
þeim eigi gerr“ Úrslit kosninganna
er ekki spurning um þingsæti mitt
heldur hvort menn vilja einsflokks-
kerfi í Reykjavík eða ekki. Spurn-
ingin er: Vilja menn áfram yfirráð
Sjálfstæðisflokks í höfuðborginni
á Alþingi og eitthvað flokkakraðak
með eða vilja menn kosningaúrslit
sem verða ávísun á breytt flokka-
kerfi og nýja rikisstjórní1
Guðlaugur Þorva/dsson, ríkissáttasemiari:
„Hef í mörg horn
að líta núna“
Fjölmörg félög hafa boðað verkföll alveg á nœstunni
„Ég er síður en svo atvinnulaus
núna og það bendir ýmislegt til að
ég hafi eitthvað við að vera á
næstunni. Það verður að segjast
eins og er að hóparnir eru orðnir
ansi margir sem lagt hafa fram
sínar sérkröfur. Það er rnikil
breyting frá því sem áður var, þeg-
ar þetta var mikið til í tveimur fé-
lögum“, sagði Guðlaugur Þor-
valdsson ríkissáttasemjari i sam-
tali við Alþýðublaðið í gær.
„Það sem er framundan og þar
sem búið er að boða verkfall og
kemur þá sjálfkrafa hingað inn á
borð hjá okkur, er ekki annað en
verkfall Hins íslenska kennarafé-
lags. Sáttafundur í þeirri deilu var
haldinn í fyrradag, en ekki kom
þó það út úr þeim fundi það sem
menn höfðu þó ef til vill vonast
til.
Síðan er búið að vísa til mín
einu máli frá Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja, þ.e.a.s.
Starfsmannafélagi ríkisstofnana,
en þeir eru þó ekki búnir að boða
verkfall og í þeirri deilu verður
ekki haldinn fundur fyrr en séð
verður hvernig atkvæðagreiðslan
fer vegna samninganna við
Reykjavíkurborg.
En það eru ýmsir hópar, t.d. í
sjúkrahúsgeiranum, sem standa í
samningamálum. Þetta eru þó yf-
irleitt frekar Iitlir hópar. En á
miðnætti í nótt þá hefst bæði
verkfall sjúkraþjálfara og há-
skólamenntaðra hjúkrunarfræð-
inga.
Það voru viðræður í gangi í
Borgartúni 6 á sama tíma og
samningafundur stóð yfir hér hjá
okkur vegna kennaradeilunnar,
en mér er ekki enn kunnugt um
niðurstöður fundanna í Borgar-
túninu. Þar stóðu yfir viðræður
við viðskiptafræðinga og kennara
utan H.Í.K. Og þá mun einnig
hafa staðið til að ræða við hjúkr-
unarfræðingana og fleiri aðilar
munu hafa verið með sín mál í
gangi þar einnig.
Það er rétt að það var bjartsýni
ríkjandi fyrir fundinn með kenn-
urunum, en þar kom upp svolítil
sprenging. Kennarar komu þar
fram með nýtt innlegg í málið. Ég
vil hins vegar ekki láta hafa það
eftir mér, þar sem þær tillögur eða
kröfur voru munnlegar og þar af
leiðandi ekki bókaðar formlega
hjá okkur. Því er rétt að þeir svari
því sjálfir sem lögðu málið fram.
En ég get hins vegar sagt það, að
samninganefnd ríkisins taldi að
þarna væri komin fram ný krafa
sem myndi þýða verulega hækk-
un, en hvaða mat kennarar leggja
á þá skoðun samninganefndar
ríkisins, get ég ekki sagt um.
Ég veit einnig að það er bréf á
leiðinni til mín frá Félagi íslenskra
náttúrufræðinga. Og það eru
margir fleiri hópar. Má þar nefna
Iðjuþjálfa, Félag íslenskra fræða,
sálfræðinga og næringafræðinga.
Það er sem sagt fjöldinn allur af
hinum smærri hópum sem búinn
er að boða verkfall. Og þau verk-
föll fara að skella á, það fyrsta í
kvöld og svo eitt og eitt næsta
hálfan mánuðinn.
Það er svo sem í mörg horn að
líta. Fundir eru að hefjast með
múrurum, málurum, pípulagn-
ingamönnum og veggfóðrurum í
Reykjavík, en það eru einu bygg-
ingarmennirnir sem eru eftir.
Hinn svonefndi uppmælingahóp-
ur, eða uppmælingaaðallinn, eins
og hann var einu sinni kallaður.
„Þessi mánuður og sá nœsti verða
sennilega með fjörugra móti hjá.
okkur. En vonandi get ég sofið
eitthvað svolítið í sumar“, sagði
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis-
sáttasemjari.
Þannig að þetta er ansi ströng lota
núna sem er í gangi. Þetta hafa þó
ekki verið neinar óþolandi langar
vökur hjá mér í einu, en stundum
dálítið fram á nóttina, og ég get
ekki betur séð en að svona verði
þetta þennan mánuð og þann
næsta. En svo hugsa ég mér gott
til glóðarinnar og get þá vonandi
sofið eitthvað svolítið í sumar!“
sagði Guðlaugur Þorvaldsson,
ríkissáttasemjari.
• n 1111»
AAUSTURLANDI
í Alþýðublaðinu eru í dag 8 eíður
helgaðar Austurlandi og er blaðinu
dreift inn á hvert heimili á
Austurlandi.