Alþýðublaðið - 20.03.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 20.03.1987, Page 1
alþýðu- m......................... Föstudagur 20. mars 1987 55. tbl. 68. árg. „Ég er á leiðinni tiljapan til að keppa við þessa súmóglímumenn í bleyju- buxunum,“ sagði Jón Páll Sigmarsson, léttur og kátur að vanda, — enda sterkasti maður í heimi um þessar mundir. Jón Páll til Japan Er Arnarflue gjaldþrota? Gísli Maack, fyrrum starfsmaður Arnarflugs, skrifar harðorða grein um félagið í Morgunblaðinu í gærdag, þar sem hann fullyrðir m.a. að rekstur félagsins sé i raun brostinn. Rekstrarmistök — rangar upplýsingar — hluthafar blekktir — stjórnvöld göbbuð, er t.d. það sem Gísli tekur fyrir í grein sinni. „Greinin skrifuð í reiðikasti,“ segir fréttafulltrúi Arnarflugs. „Ég er á leiðinni út til Japan að keppa við þessa súmóglímukappa i bleyjubuxunum. Þetta er keppni í þeim greinum sem ég hef reyndar verið að keppa í áður og einnig í ein- hverjum fornjapönskum íþróttum, sem súmókallarnir eru sérfræðing- ar í. Ég kann reyndar ekkert í því, en ég fer og skoða þetta, set svo allt í gír og tek vel á og reyni að koma djöfsum á óvart“, sagði Jón Páll Sigmarsson, handhafi titilsins „Sterkasti maður í heimi“. Ein greinin sem ég keppi í verður nokkurs konar glíma. Það er tveggja metra löng braut en einn og hálfur á breidd og við verðum með meters langt bambuskefli á milli okkar og svo er kúnstin sú að ýta andstæðingnum út á enda vallarins. Svo er ein grein sem þeir keppa í þessir súmómenn og þá verðum við klæddir í þessa súmóbleyju og kúnstin er að bera 180 kg. sem er borð hlaðið hrísgrjónum og vatni og ofan á öllu saman er svo rískaka. „Ég held að þessi grein Gísla Maack í Morgunblaðinu í gær sé skrifuð af mikilli heift út í Arnar- flug. En þessi maður er enginn sér- fræðingur i því sem hann er að segja og hann hafði einnig lýst því yfir við starfsmenn Arnarflugs að hann myndi gera hvað hann gæti til þess að koma félaginu illa. Þessi grein er einfaldlega skrifuð undir þeirri pressu að ágreiningur varð um launamál hans. Þessar kröfur sínar fór hann með fyrir dómstóla og í félagsdómi féll málið honum í hag, sennilega vegna þess að á því stigi málsins var ekki haldið uppi vörnum af hálfu Arnarflugs. Þegar hins vegar var svo komið fórum við með málið fyrir Hæstarétt“, segir Halldór Sigurðsson, fréttafulltrúi Arnarflugs í samtali við Alþýðu- blaðið í gær um greinarskrif Gísla Maack í Morgunblaðinu í gær. í greininni ræðst Gísli hörðum orð- um á rekstur Arnarflugs og segir fé- lagið vera „ríkisstyrktan ómaga á þegnum þessa lands.“ „Þessi grein Gísla ber þess aug- ljós merki að hún er skrifuð í reiði- kasti. Það er hins vegar rétt að hann sýndi okkur greinina á sínum tíma og við ráðlögðum honum að birta hana ekki, t.d. með tilliti til þess að þarna er verið að flækja ýmsa menn inn í málið persónulega og spurn- ingin er hvort einhver sé bættari með slíkt“, segir Halldór Sigurðs- son. „Hann fullyrðir ásamt öðru að flugvélar félagsins hafi verið gaml- ar, slappar og hreyflar lélegir o.s. frv. Sannleikurinn er að Gísli hafði ekki nokkur tök á að dæma um slík mál. Hann vann ekki á nokkurn hátt í viðhaldi vélanna. Hann sá um verkefnastjórn fyrir okkur í Jedda. Hann er að slá fram fullyrðingum sem eru á sviði sem hann hefur ekk- ert vit á. Þannig virðist mér það vera.í gegnum alla greinina meira eða minna, — sem sagt ýkt. Hann slær fram smáatriðum til þess að koma efasemdum af stað og það er innihald þessarar greinar. Ég held ég megi segja að Arnar- flug muni ekki svara þessari grein. Hún er einfaldlega ekki svaraverð. Hitt er svo annað hvort menn sem þarna eru nafngreindir vilja svara slíku, það er auðvitað þeirra per- sónulega mál. Vissulega er við ýmsan vanda að glíma hjá fyrirtækinu, en það er hins vegar staðreynd sem við höfum aldrei leynt og þau mál eru bæði pólitísk og ópólitísk. Þetta fyrir- tæki átti aldrei að lifa. Þess vegna hefði mátt loka því fyrir þremur ár- um. Flugleiðir áttu hér meirihlut- ann í fyrirtækinu og þeir höfðu aldrei hag af því að Arnarflug blómstraði. Undir það síðasta áttu þeir tvo stjórnarmenn af fimm, eft- ir að þeir misstu meirihlutann í stjórninni og Arnarflug átti aldrei að fá áætlunarréttindi. Það átti að- eins að vera leiguflugfélag. Það hefur að mínu mati ekkert upp á sig að vera að útskýra þessi skrif Gísla, vegna þess að þetta er allt teygt svo úr raunverulegri mynd. Hann talar t.d. um vonda stjórn. Hvað ætli Flugleiðamenn segi við því sem voru í meirihluta í stjórn, alveg frá 1978. Hann talar um að launaskuldir hafi verið alvarlegar. Þær voru það ekki. Fyrirtækið var vissulega í fjárhagslegum erfiðleikum og það er dýrt að vera fátækur, og þegar farið er út í stór verkefni þá þarf til þess fjármagn. Lánastofnanir hér eru hins vegar ekki með opinn faðminn gagnvart Arnarflugi. En launagreiðslur hafa alltaf verið látnar sitja fyrir öðru. Einnig er- lendis. Það hefur kannski dregist að fólk hafi fengið dagpeningana sína, en dagpeningar eru alltaf greiddir eftirá, því að þú veist ekki fyrirfram hvað menn eru lengi á staðnum. Hvað varðar þá útlendinga sem hér voru, þá dróst að greiða þeim dag- peninga í einhverjar vikur, því þetta þarf að fara í gegnum endurskoðun til að fá uppáskrift og það hefur ef til vill fyrir bragðið dregist í 4—6 vikur, en það var búið að hræða þessa menn og segja þeim að þeir mundir aldrei fá þessar greiðslur og tveir eða þrír fóru þá með þetta lög- fræðileiðina. Og á meðan stöðvast mál. Ég veit ekki til þess að Arnar- flug skuldi einum eða neinum laun í dag. Viðskiptabankar Arnarflugs eru bæði innlendir og erlendir. Hér inn- anlands hafa það bæði verið Út- vegsbankinn og Samvinnubankinn. Á sínum tíma var okkur úthlutaður Útvegsbankinn til viðskipta, kannski vegna þess að Flugleiðir skipta við Landsbankann, þá var Útvegsbankinn hinn ríkisbankinn sem þá hafði leyfi til gjaldeyrisvið- skipta. Samvinnubankinn hefur einnig verið sérbanki fyrirtækisins í mörg ár. Og staða Arnarflugs við þessa banka báða er í dag mjög góð. Þeir hafa full veð fyrir skuldum, ef einhverjar eru, en um stórar skuldir er ekki að ræða við almenna sjóði. Hins vegar er um að ræða einhverj- ar skuldir við einstök fyrirtæki, en þær skuldir eru allar umsamdar á ákveðinni greiðsluáætlun. Gísla Maack þekki ég að sjálf- sögðu vel. Hann sagði mér persónu- lega: „Ég er orðinn hatursmaður þessa félags og ég ætla að koma málum þannig fyrir að það komi fyrirtækinu Arnarflugi illa“ Og þegar menn koma með slíkar yfir- lýsingar, þá nota þeir öll vopn. Og þessi ummæli hans komu í kjölfar þess að hann sýndi mér greinina sem nú hefur birst í Morgunblað- inu“, segir Halldór Sigurðsson, fréttafulltrúi Arnarflugs. Gísii Maack segir hins vegar við Alþýðublaðið: „Hið rétta er að einni klukku- stund áður en ég fór með þessa grein^ til Morgunblaðsins, fyrir tveimur vikum síðan nákvæmlega í dag, hringdi ég í Halldór Sigurðs- son og bauð honum að koma og kynna sér innihald greinarinnar. Hann kom og las greinina yfir og sagði síðan: „Þessi grein er uppfull af hatri á félagið". Það er ekki rétt. Meginhvati að þessum skrifum er sá að ég tel að fólk þurfi að vita hina hliðina á þessu máli Arnarflugs. Málflugningur í blöðum hefur ver- ið mjög einhliða. Ég veit fullvel um það að fjöl- margir starfsmenn félagsins eiga inni laun hjá félaginu og sumir hafa beðið í marga mánuði. Ég er t.d. með lista yfir hluta af þeim ef menn vildu skoða hann. Greinin í Morg- unblaðinu er því skrifuð sam- kvæmt bestu vitund“, sagði Gísli Maack. Albert látinn fjúka? ■ Tl'l 1 r n j a ii j r ■ i» r j »i Þorsteinn Pálsson með pólitíska lífdaga Alberts í hendi sér. Frestur til að breyta listanum í Reykjavík rennur ekki út fyrr en í næstu viku. — Ólíklegt að „maðurinn með níu lífin“ nái að bæta við því tíunda með sérframboði í Reykjavík. „Ég hcld að það sé best að leyfa Sjálfstæðisflokknum að eiga þetta mál“, sagði Steingrímur Hermannsson í gær þegar hann var spurður út i afstöðu sína til meintra skattsvika Alberts Guð- mundssonar iðnaðarráðherra. Forsætisráðherra vildi engu svara um hvort hann sæi ástæðu til að losna við Albert úr ríkisstjórn. Helgarpósturinn greinir frá því að Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hafi kallað Albert Guð- mundsson á sinn fund og farið þess á leit að hann segði af sér ráð- herradómi, hyrfi af framboðslista Sjálfstæðisflokksins og hætti jafnvel þingmennsku. Blaðið seg- ir að mál Alberts hafi einnig verið tekinn fyrir á þingflokksfundi sl. föstudag og var þar skýrt frá kröfu flokksformannsins ofe ósk- að svara hjá Albert við ýmsum áleitnum spurningum. „Þessi mál, sem verið hafa í umræðunni lengi, hafa öðru hvoru komið upp á þingflokks- fundum Sjálfstæðismanna. Albert hefur skýrt málið fyrir þingflokknum og það var gert m.a. á föstudaginn var“, sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í samtali við Álþýðublaðið í gær. Ólafur sagði að sér væri ekki kunnugt um þá kröfu formanns- ins að Albert segði af sér embætti ráðherra og hyrfi af lista Sjálf- stæðisflokksins. Alþýðublaðið bar sömu spurningu undir Friðrik Sophusson varaformann flokks- ins og sagðist hann „ekkert vita um tveggja manna tal“ og vísaði eingöngu á fjármálaráðherra. Þorsteinn Pálsson var ekki til- búinn að svara blaðamönnum um Albertsmálið um hádegisbil í gær. Þorsteinn brosti og kvaðst tjá sig um málið þá seinnipartinn. Albert Guðmundsson er erlendis og kemur ekki til landsins fyrr en eftir helgi. Ástæðuna fyrir því að Þor- steinn lét til skarar skríða, segir HP vera, að fyrir einum mánuði lauk rannsókn skattrannsóknar- stjóra á skattamálum iðnaðarráð- herra og varð niðurstaðan sú að Albert hafi vantalið tekjur sínar fyrir 3 ár og þar af í tvö ár meðan hann var fjármálaráðherra og þar með yfirmaður skattamála í land- inu. Greiðslur þær sem Albert er þannig sakaður um að hafa van- talið fram komu, að sögn HP, frá Hafskip. Blaðið segir að greiðsl- urnar nemi að núvirði: árið 1983 kr. 462 þús árið 1984 kr. 209 þús árið 1985 kr. 93 þús En hvers vegna lætur Þorsteinn Pálsson til skarar skríða nú aðeins fimm vikum fyrir kosningar? Auðvitað getur enginn svarað því nema hann sjálfur, en auðvelt er að draga þá ályktun að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi viljað draga málið á langinn til að koma í veg fyrir að „maðurinn með níu lífin", bætti því tiunda við með sérframboði í Reykjavík. Þetta kann sem sagt að vera kænsku- bragð hjá leiðtoganum unga, en ekki beint heiðarlegt, mundi ein- hver segja. Frestur til að breyta listanum i Reykjavík rennur ekki út fyrr en í næstu viku. Þorsteinn Pálsson hefur því pólitíska lífdaga „Ég held það sé best að leyfa Sjálfstœðisflokknum að eiga þetta mál,“ segir Steingrímur Her- mannsson forsœtisráðherra. Alberts Guðmundssonar í hendi sér. — Menn ættu þó aldrei að segja aldrei um Albert Guð- mundsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.