Alþýðublaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 25. mars 1987 Athol Farmer og Katrín Hall á œfingu á danssýningu Þjóðleikhússins Ég dansa við þig. íslenski dansflokkurinn og gestadansarar frumsýna í Þjóðleikhúsinu í kvöld Eg dansa við þig Leikandi fjörug, eggjandi og fyndin danssýning verður frum- sýnd í kvöid, miðvikudag, í Þjóð- leikhúsinu. Þetta er danssýning, sem kemur öllum i gott skap og vek- ur vafalaust Ijúfar endurminningar hjá mörgum, sem kannast við tón- listina. Sýningin samanstendur af 22 mismunandi dansatriðum við tónlist sem byggir á 46 vinsælum dægurlögum i nýrri útsetningu. Höfundur tónlistar er Samuelina Tahija. Egill Ólafsson leikur á píanó, syngur og talar og ásamt honum syngur Jóhanna Linnet en annar hljóðfæraleikur er fluttur af segulbandi frá upprunalegu sýning- unni í Þýskalandi. Það er Islenski dansflokkurinn ásamt gestadönsui um sem bera hit- ann ogþungann af 'ýningunni.Hver dansari fær'að njóta sín í sérstökum atriðum auk glæsilegra hópatriða. Gestadansarar eru tveir aðalkarl- dansarar Kölnaróperunnar, Nýsjá- lendingurinn Athol Farmer og Frakkinn Philip Talard. Einir 6 ís- lenskir karldansarar bætast einnig í hópinn. Listdansstjórinn Jochen Ulrich er bæði höfundur dansa, leikmynd- ar og búninga en Ásmundur Karls- son lýsir sýninguna. Önnur sýning á Ég dansa við þig er sunnudaginn 29. mars. Arshátíð Grikklandsyina Grikklandsvinafélagið Hellas boðar til aðalfundar á Hótel Esju föstudaginn 27. mars kl. 19.30. Fara þar fram hefðbundin aðalfundar- störf. Að aðalfundi loknum verður efnt til árshátíðar félagsins á sama stað og hefst hún kl. 20.30. Boðið verður upp á gríska máltíð, en meðal skemmtiatriða má nefna bráðfynd- ið atriði úr gamanleiknum Friðin- um eftir Aristófanes i þýðingu Kristjáns Árnasonar, sem flutt verður af Róbert Arnfinnssyni og nemendum fjórða bekkjar í Leik- listarskóla íslands, þeim Halldóri Björnssyni, Hjálmari Hjálmars- syni, Ingrid Jónsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Stefáni Sturlu Sigurjónssyni, Valgeiri Skagfjörð, Þórarni Eyfjörð og Þórdísi Arn- ljótsdóttur. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Eins og kunnugt er, var Aristófanes einhver snjallasti ádeilu- og gamanleikahöfundur sem sögur fara af, og er Friðurinn meðal öndvegisverka hans ásamt með Lýsiströtu og Þingkonunum sem mörgum íslendingum eru í fersku minni í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Seinna um kvöldið syngur Sif Ragnhildardóttir nokkur lög eftir • Mikis Þeódórakis við undirleik Hil- mars J. Haukssonar. Textarnir eru á sænsku og ættu því að vera árshá- tíðargestum tiltölulega aðgengileg- ir. Milli skemmtiatriða og undir borðhaldi verður leikin grísk tónlist af snældum og í lokin er ætlunin að sýna kynningarkvikmynd um Grikkland af myndbandi. Á árshá- tíðinni verður að sjálfsögðu vikið að fyrirhugaðri menningarferð til Grikklands 5.—27. júní næstkom- andi. Róbert Arnfinnsson, leikari, er einn þeirra sem skemmta mun á árs- hátíð Grikklandsvinafélagsins. BÖRN í BÍLUM ÞURFA VÖRN - sama hve gömul eru. UMFERÐAR RÁÐ Útboð Innkaupastofnun rlkisins f.h. Vegagerðar rlkisins óskar eftir tilboðum í 5 stk. dráttarvélar ásamt tilheyrandi búnaði, til af- greiðslu árið 1987 og ársbyrjun 1988. Tilboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð kl. 11.00 f.h. 14. aprll 1987. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartuni 7. simi 25844 Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 30. mars kl. 20.301 Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins að Siðumúla 12. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breyting á reglugerð fulltrúaráðs. Fyrri umræða. 3. Jón Sigurðsson efsti maður A-listans flytur ræðu. 4. Önnur mál. Stjórnin da?ar í reyklausa daginn. Tilkynning til kjósenda Athygli kjósenda sem ekki verða heima á kjördag 25. aprfl n.k. ervakin áþvi að utankjörstaðakosningerhafin og fer fram hjá hreppstjórum, sýslumönnum og I Reykjavfk hjá Borgprfógeta. A-listi Alþýðuflokkurinn. Kjósendur — kjörskrá Athugið hvort þið eruð á kjörskrá. Þeir kjósendur sem hafa veriö við nám erlendis eða dvalist erlendis af öðr- um ástæðum eða flutt sig milli kjördæma eru sérstak- lega hvattir til að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins um allt land veita upplýsingarog aðstoð ef með þarf. Utankjörstaðaskrif- stofa Alþýðuflokksins l Reykjavlk Alþýðuhúsinu Hverf- isgötu 8-10 er opin milli kl. 9.30-18. Simar 15020—29282 —623244—623245. A-listi Alþýðuflokkurinn Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins um landið REYKJANES Skrifstofan er að Esjugrund 40, Kjalarnesi. Opin daglega frá kl. 10—11. Sími 666004. Kosningastjóri Hulda Ragnarsdóttir. Skrifstofan er að Hamraborg 14, Kópavogi. Opin daglega frá kl. 13—19, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13— 17. Simi 44700. Kosningastjóri Guðrún Emilsdóttir. Skrifstofan er að Strandgötu 32, Hafnarfirði. Opin daglega frá kl. 17—19 og 20.30—21.30 og laugardaga kl. 14— 17. Sími 50499 — 51506 — 51606. Kosningastjóri Elln Harðardóttir. Skrifstofan er að Hafnargötu 31, Keflavfk. Opin daglega frá kl. 14—19. Simi 92-3030. Kosningastjóri Haukur Guðmundsson. VESTURLAND Skrifstofan er að Vesturgötu 53 (Röst), Akranesi. Opin daglega frá kl. 16—19, fyrst um sinn laugardaga frá kl. 14—19. Sími 93-1716. Kosningastjóri Sigurbjörn Guðmundsson. NORÐURLAND—EYSTRA Skrifstofan er að Strandgötu 9, Akureyri. Opin daglega frá kl. 9—17. Simi 96-24399. Kosningastjóri Jón Ingi Cesarsson. AUSTURLAND Skrifstofan er að Skrúð, Fáskrúðsfirði. Opin daglega frá kl. 20—22 fyrst um sinn. Simi 97-5445. Kosningastjóri Rúnar Stefánsson Skrifstofan er að Bláskógum 9, Egilsstöðum. Opin daglega frá kl. 9—24. Slmi 97-1807. Kosningastjóri Karl Birgisson. SUÐURLAND Skrifstofan er að Heiðarvegi 6, Vestmannaeyjum. Opin daglega frá kl. 17—19 fyrst um sinn. Simi 98-1422. Kosningastjóri Þorbjörn Pálsson. BORGARNES: Svarfhóli v/Gunnlaugsgötu. Kosningastjóri: Sæunn Jonsdóttir. Sfmi: (93) 7412. Opið: kl. 20.30—21.30 virka daga. 14.00—17.00 um helgar. NESKAUPSTAÐUR: Hafnarbraut 22. Sfmi (97) 7801. Opið á kvöldin og um helgar. SEYÐISFJÖRÐUR: Kosnignaskrifstofa Hafnargata 26, kjall- ari. Opið á kvöldin og um helgar. Fleiri kosningaskrifstofur Alþýðufiokksins verða opnaðar á næstu dögum og verður þeirra getið nánar sfðar. Frekari upp- lýsingar um nýjar kosningaskrifstofur veitir kosningamið- stöð Alþýðuflokksins að Sfðumúla 12. Sími 689370. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.