Alþýðublaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 1
Föstudagur 27. mars 1987 60. tbl. 68. árg.
Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda:
Embættismannanefnd-
in náðist í gegn
Samkomulag náðist á fundi ut-
anríkisráðherra Norðurlanda um
að fela forstöðumönnum stjórn-
máladeildanna eða jafnsettum
embættismönnum í ráðuneytum
þeirra að gera greinargerð um for-
sendur fyrir kjarnorkuvopnalausu
svæði á norðurslóðum, er liður í
viðleitni til að draga úr spennu og
vígbúnaði í Evrópu.
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins var útlit fyrir, á fyrra hluta
fundar ráðherranna í Reykjavík, að
ekki næðist samkomulag um þetta
atriði. Var helsti ágreiningur vegna
sjónarmiða íslenska utanríkisráð-
herrans í málinu. Á blaðamanna-
fundi að afloknum ráðherrafund-
inum í gær, kom fram að ráðherr-
arnir væru þó mjög sáttir við þessa
niðurstöðu. Matthías Á. Matthie-
sen sagði að fullt tillit hefði verið
tekið til hans skoðana í málinu, og
endanleg niðurstaða væri sér því að
skapi.
í ályktuninni segir: „Vinnuhóp-
urinn skal í störfum sínum leggja til
grundvallar skuldbindingar þeirra
ríkja, sem eru í varnarbandalagi og
stefnu hinna, sem hlutlaus eru. Þá
skal taka mið af samþykktum nor-
rænu þjóðþinganna varðandi
stefnu í öryggis- og afvopnunar-
málum svo og skýrslum og greinar-
gerðum ríkjanna í því efni.
Niðurstöður af þessari könnun
skal leggja fyrir utanríkisráðherra
Norðurlanda til þess að auðvelda
þeim frekari pólitískt mat í þessum
málaflokki. — Athugunin snertir
forsendur fyrir „kjarnorkuvopna-
lausu svæði á norðurslóðum."
Við höfum rætt hvað hugtakið
„norðurslóðir" merkir — án þess
að binda okkur við nokkra fasta
landfræðilega skilgreiningu.
Utanríkisráðherrarnir fimm eru
samt sammála um að athugunin
geti náð til landsvæða hinna fimm
landa þar með talið Grænlands, að-
liggjandi hafsvæða og landsvæða,
t.d. Kólaskagans. “
Ingi Úlfars Magnússon, gatnamálastjóri:
„Dýrt spaug“
Mikil brögð hafa verið að því,
sem af er árinu, að ýmisskonar
skemmdarverk hafa verið unnin á
eigum borgarinnar. Nokkrum um-
ferðarspeglum hefur verið stolið
eða þeir eyðilagðir. Um 80 stöðu-
mælar hafa verið brotnir við að
reyna að ná úr þeim peningum.
Mesta tjónið er í sambandi við
stöðumælana, en eftir litlu er að
slægjast þar því þeir eru tæmdir
daglega, svo um smáupphæðir er
að ræða. Kostnaður við endurnýj-
un á þeim tækjum sem búið er að
stela og skemma er á bilinu 2.0—2.5
millj. króna.
Borgin hefur í samráði við lög-
regluyfirvöld komið á fót sérstakri
vaktsveit tii að koma í veg fyrir
frekari skemmdarverk af þessu
tagi.
Ingi Úlfars Magnússon, gatna-
málastjóri sagði í samtali við Al-
þýðublaðið að mestu skemmdirnar
væru unnar á kvöldin og á nótt-
unni. Meiningin væri að draga það
fólk til ábyrgðar sem hegðaði sér
svona, í þeirri von að skemmdar-
vargar áttuðu sig á að hér er um
dýrt spaug að ræða, í orðsins fyllstu
merkingu.
SÉRFRAMBOÐ
Albert fram undir merkjum S-listans
Eftir mikil fundahöld og viðræð-
ur hefur Albert Guðmundsson nú
ákveðið að taka áskorunum stuðn-
ingsmanna sinna um sérframboð.
Mun hann bjóða sig fram pndir
merkjum S-listans og hefur dóttir
hans, lielena Albertsdóttir marg-
lýst því yfir að hún sé tilbúin að
stjórna kosningabaráttunni fyrir
föður sinn, Albert Guðmundsson.
Framboðslistar munu vera í
smíðum í öllum kjördæmum lands-
ins og sumir þeirra langt á veg
komnir. Miklar bollaleggingar hafa
staðið um hverjir munu verða á list-
unum, en samkvæmt heimildum
blaðsins verður enginn af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins á
þeim, að Albert frátöldum.
Þegar er búið að útvega kosn-
ingaskrifstofu í Reykjavík og verð-
ur hún opnuð í dag. Þaðan mun
Helena stjórna baráttunni, en talið
Friðrik Sophusson, varaformaður
Sjálfstœðisfiokksins, hefur tekið
efsta sœti flokksins í Reykjavík eft-
ir að Albert ákvað að fara í sér-
framboð.
er að hún hafi verið því mjög með-
mælt að Albert tók þessa ákvörð-
Albert Guðmundsson er ekki af
bakidottinn. Hann hefurnú ákveð-
ið að taka áskorunum stuðnings-
manna sinna um sérframboð.
un, jafnvel að þrýstingur frá henni
hafi gert útslagið.
Helgi Valdimarsson, form. Lœknaráðs Landspítalans:
„Verðum að loka
Landspítalanum“
„Hjúkrunarfræðingar, sálfræð-
ingar, félagsráðgjafar, sjúkraliðar,
sjúkraþjálfarar og líffræðingar á
ríkisspítulunum eru með 20—30%
lægri laun heldur en fólk með sam-
bærilega menntun á öðrum opin-
berum heilbrigðisstofnunum. Þetta
auðvitað getur ekki gengið og það
er þess vegna sem þetta fólk sagði
upp störfum 1. október s.l.
Stjórn ríkisspítalanna hefur ekki
getað leiðrétt þennan mun vegna
þess að það er fjármálaráðuneytið
sem fer með þetta vald og þeir hafa
ekkert viljað sinna þessu,“ sagði
Helgi Valdemarsson, formaður
Læknaráðs Landspítalans, í sam-
tali við Alþýðublaðið í gær.
„Það hefur ekkert gerst í launa-
málum þessa fólks sem það hefur
orðið vart við. Hvað gerist í einka-
samræðum veit maður ekki, nema
að menn hafa farið stöku sinnum
og rætt við einstaka aðila í stjórn
ríkisspítalanna og fengið þau svör
að málið sé ekki í þeirra höndum.
Bæði forstjóri ríkisspítalanna og
formaður stjórnarnefndar hafa
gengið á fund heilbrigðisráðherra
og fjármálaráðherra og skýrt þessi
mál, en lausn er ekki fundin enn.
En það er fjármálaráðuneytið sem
fer með þetta ákvörðunarvald. Mér
er kunnugt um að Ragnhildur
Helgadóttir, heilbrigðisráðherra
hefur mikinn hug á að leysa þetta
mál, en það er ekki nóg ef enginn
vilji er fyrir hendi í fjármálaráðu-
neytinu.
Það er misskilningur hjá Þor-
steini Pálssyni að þetta snerti kjara-
stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og
hann hélt fram á Alþingi um dag-
inn. Hjúkrunarfræðingar t.d. eru í
hæsta lagi í 67. launaflokki hjá
okkur, en hjúkrunarfræðingar hjá
öðrum heilbrigðisstofnunum eru
u.þ.b. 4—6 launaflokkum hærri
fyrir utan fríðindi alls konar. Þetta
fólk er því að fara fram á sömu kjör
og annað sérmenntað starfsfóik í
landinu, en ekkert meira.
Við megum heldur ekki glevma
því að ríkisspítalarnir eru aðal
kennslutæki heilbrigðisstofnana
landsins. Þess vegna er það alveg
fráleitt að bjóða starfsfólki þar upp
á lægri laun en gerist annars staðar.
Ef eitthvað er ættu þau að vera
hærri.
það sem liggur fyrir ef þetta fólk
hættir störfum og gengur út 1.
apríl, er einfaldlega það að þá verð-
ur nánast að loka Landspítalanum
og ekki verður hægt að framkvæma
neinar meiriháttar skurðaðgerðir í
landinu. Blóð yrði hægt að gefa í al-
gerum neyðartilfellum og sú þjón-
usta myndi þá byggjast á tveimur
starfsmönnum. Það sjá allir að hér
er þjóðarvá fyrir dyrum. Þetta mál
verður að leysa straxý sagði Helgi
Valdemarsson.
„Vextir hafa líklega
— segir Jóhann Nordal, seðlabankas
iiitu iiaiiiitmi
— segir Jóhann Nordal, seðlabankastjóri, en hann
telur að raunvextir hér á landi geti ekki talist óeðlilega
háir miðað við verðbólgu undanfarna mánuði
„Okkar skoðun er sú að raun-
vextir hér á landi á almennum lán-
um með tilliti til verðbólgu und-
anfarna mánuði, séu alls ekki
óeðlilegir. Vextir hafa reyndar
hækkað frá því í nóvember, en
það er vegna þess að verðbólga er
heldur meiri þessa mánuði, en var
á seinni hluta síðasta árs,“ sagði
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, í samtali við Alþýðublaðið
í gær.
Frá því nýju bankalögin tóku
gildi 1. nóvember s.l. haust hafa
vextir verið að hækka stig af stigi.
Fyrir 1. nóvember voru t.a.m.
vextir á óverðtryggðum skulda-
bréfum 15,5% en í dag eru hæstu
vextir 21,5% hjá Iðnaðarbankan-
um. Meðalvextir á óverðtryggð-
um bréfum eru 21%. Jóhannes
var spurður hvort menn reiknuðu
með að vextir héldu áfram að
hækka:
„Nei, ég held að það sé ekki
hægt að búast við því. Það er
reiknað með því að aftur hægist á
verðbólgu á næstunni og út árið
og þess vegna hafi vextir líklega
náð hámarki núna og fari því
lækkandi þegar líður á vorið.“
— I samtölum við A Iþýðublað-
ið hafa hagfrœðingar bent á að
bankarnir freistist til að ákveða
vexti með tilliti til verðlagsþróun-
ar á of stuttu tímabili?
„Það er rétt, að það er tilhneig-
ing til þess að vextir séu ákveðnir
með tilliti til verðbólguþróunar á
hverjum tíma, en ekki til langtíma
litið. Það stafar náttúrlega af því
að bönkunum er ákaflega mikil-
vægt að ekki sé mikill munur á
kjörum á verðtryggðum lánum og
óverðtryggðum. “ Jóhannes benti
á að vextir eða kostnaður á verð-
tryggðum Iánum hækkaði strax í
beinu hlutfalli við verðbólgu og
lækkaði síðan með að sama skapi.
Það væri líka mikilvægt fyrir
bankana að óverðtryggði hlut út-
lánanna fylgdi nokkuð fljótt á
eftir. Þetta stafar m.a. að mikið af
innlánum eru með svokölluð
„/ einkaskuldabréfum verða
menn náttúrlega að passa sig á þvi
sjálfir, hvernig samninga þeir eru
að undirrita. Það er dálítið hœttu-
legt eins og sumir hafa gert, að
hafa fasta vexti til langs tíma, sér-
staklega ef þeir eru með einhverju
lágmarki en ekki hámarki,“ segir
Jóhannes Nordal.
skiptikjör, sem eru annaðhvort
verðtryggð eða óverðtryggð, eftir
því hvort gefur betri ávöxtun.
Nú hafa margir áhyggjur af því
hvernig svokallaðir breytilegir
vextir verði meðhöndlaðir ef vext-
ir fara lækkandi aftur. Á skulda-
bréfum í bönkunum er tekið fram
t.d. nú hjá Iðnaðarbankanum, að
vextirnir séu 21,5% „eða þeir vext-
ir sem bankinn ákveður síðar. “ —
Þetta telja margir fullkomlega
óeðlilegt og telja sig ekki hafa
neina tryggingu fyrir því að bank-
inn lækki vextina með tilliti til
vaxtaþróunar. Jóhannes sagði að-
spurður um þetta atriði að bank-
arnir veittu yfirleitt lán með
breytilegum vöxtum, þannig að
þeir færu þá niður ef þróun vaxta
væri í þá átt.
„í einkaskuldabréfum verða
menn náttúrlega að passa sig á því
sjálfir hvernig samninga þeir eru
að undirrita. Það er dálítið hættu-
legt eins og sumir hafa gert, að
hafa fasta vexti til langs tíma, sér-
staklega ef þeir eru með einhverju
lágmarki en ekki hámarki."
— Erþað þáyfirleitt breytilegir
vextir, en við getum ekki sagt um
hvað menn semja um annarsstað-
ar. Það er þó yfirleitt tilhneiging í
þá átt að fara yfir i breytilega
vexti. “
í nýju bankalögunum var sá
fyrirvari gerður á vaxtafrelsinu,
að Seðlabankinn fylgdist með
vaxtamun banka og sparisjóða og
að fengnu samþykki ráðherra
verði hægt að setja takmarkanir
við vaxtatöku innlánsstofnana, ef
raunvextir verði hærri en að jafn-
aði í viðskiptalöndum íslands eða
ef vaxtamunur er óeðlilegur. Ekki
hefur ennþá reynt á þetta laga-
ákvæði og menn velta því fyrir sér
hvort e.t.v. sé ástæða til að beita
því í dag:
„Það er ekkert tilefni til þess.
Raunvextir á óverðtryggðum lán-
um eru lægri hér en í viðskipta-
löndum okkar,“ sagði Jóhannes
Nordal.