Alþýðublaðið - 28.03.1987, Síða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1987, Síða 4
Laugardagur 28. mars 1987 MIÐSTOÐIN SÍMI: 54845 GUFA • POTTUR > UÓS • TÆKI • VEGGJA TENNIS Mánudaga og miöviku- daga kl. 19 er létt og góð Eróbikk fyrir byrj- endur. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 20 er Eróbikk fyrir þá sem eru lengra komnir. Kennari:HREFNA ÍÞRÓTTAKENNARI ERÓBIKK Kennari: ÁRNÝ HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 18.10 er góð leikfími fyrir konur á öllum aldri Hressandi og styrkj- andi auk góðrar tónlist- ar á góðum tíma. Þriðjudaga og fimmtu- daga kl 19 og laugar- daga kl. 13 er Eróbikk fyrir þær sem eru lengra komnar 25-60 ára Hressir karlatímar á mánudögum og miö- vikudögum kl 12 í hádeglnu. Góðar magaæfingar, teygjur og þrekæffngar. Þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 20 eru hress- andi og skemmtilegir tímar. Engin hopp. ÁTAK í MEGRUN Persónuleg ráðgjöf fyr- ir þær sem vllja grenna sig mikið. Engin hopp Kennari: ELLEN HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Breiðholtsbúar athugiðl! Það er aðeins sjö mínútna akstur úr Breið- holtinu í Þrekmiðstöðina Skráning og upplýsingar í síma 54845 Stjórn og varastjórn FLRR. Frá vinstri: Ágúst Einarsson, Jón Grétar Guð- mundsson, varaformaður, Hannes Vigfússon, formaður, Þorbjörn E. Jónsson, Asbjörn R. Jóhannesson, ritari og Böðvar Valtýsson. Á myndina vantar Guðmund Ó. Baldursson. Félag lög- giltra raf- verktaka í Reykjavík 60 ára Það var 29. des. 1927 sem fimm rafvirkjameistarar komu saman í skrifstofu bræðranna Ormsson og stofnuðu með sér félag er þeir nefndu „Fjelag rafvirkjameistara í Reykjavík“, stofnendur voru fimm: Edward Jensen, Eiríkur Hjartar- son, Jón Ormsson, Jón Sigurðsson og Júlíus Björnsson. Á þessum sama fundi voru sam^ þykkt lög í 16 greinum og segir í 2. gr., um tilgang félagsins: „að styrkja samstarf meðal félags- manna og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna, svo og að halda uppi áliti og virðingu stéttarinnar með sam- heldni, framtakssemi og bættum vinnuaðferðumí* Fyrsta verkefni félagsins var að semja við rafvirkjafélagið, sem stofnað hafði verið árið áður. Samningurinn var í 19 greinum og þar var vinnuvikan ákveðin 60 klst. og kaupið 1.70 á klst., en 2,00 í skipum og fyrir þetta kaup tóku rafvirkjarnir ábyrgð á vinnu sinni í 6 mánuði. Árið 1934 var nafni fé- lagsins breytt í: „Félag löggiltra raf- virkjameistara í Reykjavík" og 1937 gerðist félagið aðili að Lands- sambandi iðnaðarmanna. í febrúar 1958 var í fyrsta sinn tekin í notkun sérstök kennslustofa fyrir verklega kennslu rafvirkja í Iðnskólanum í Reykjavík. FLRR tók að sér að safna tækjum og kostaði innrétt- ingar að fyrirsögn prófnefndar, en þessi aðstaða nýttist bæði fyrir kennslu og prótöku. I maí 1959 ritaði stjórn FLRR ýmsum samtökum og stofnunum bréf og benti á að mikilvægt væri að koma betra skipulagi á útboð og tilboð, sem leiddi til þess að ráð- herra skipaði nefnd sem samdi staðal er fjallar um þetta efni. „Landssamband íslenskra raf- virkjameistara" (LÍR) hafði verið stofnað 1949, fyrst og fremst sem félag rafverktaka utan Reykjavíkur og í samvinnu við það hófst útgáfa tímarits, sem fékk nafnið: „Raf- virkjameistarinn". Árið 1962 stofnuðu samtökin litla heildsölu er þau nefndu „Sölu- umboð LÍR“, var þetta gert til að geta haft opna skrifstofu og standa undir kostnaði að hluta. Skömmu seinna festu samtökin kaup á hús- eigninni að Hólatorgi 2, ásamt Vinnuveitendasambandi íslands og sama ár var samið um að taka í notkun ákvæðisvinnutaxta, sem verið hafði 3 ár í smíðum, en við það verk aðstoðaði Iðnaðarmála- stofnun íslands. Um mitt ár 1967 var nafni félagsins breytt í „Félag löggiltra rafverktaka í Reykjavík“. Arið 1971 hófst útgáfa fjölritaðs fréttabréfs, en útgáfu tímaritsins hafði þá verið hætt. Árið eftir var félagssvæðið fært út til Hafnar- fjarðar. Það sama ár var skipulagi LÍR breytt þannig að það hætti að vera félag rafverktaka utan Reykja- víkur og varð að sambandi, en þá höfðu verið stofnuð rafverktakafé- lög í öllum landshlutum, sjö talsins og um svipað leyti var ráðinn fram- kvæmdastjóri í fullu starfi fyrir samtökin. Laugardaginn 28. mars verður haldið upp á afmælið á hinni ár- Iegu árshátíð og mun sá gleðskapur standa fram á afmælisdaginn 29. mars. Hófið fer fram í Þórskaffi, Norðurljósasalnum hinum nýja. FAGMENNIRNIR VERSLA HJA0KKUR Því aö reynslan sannar að hjá okkur er yfirleitt til mesta úrval af vörum til hita- og vatnslagna. BURSTAFELL 0 byggingavöruverslun Bíldshöfða 14 sími38840

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.