Alþýðublaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. mars 1987 15 Fyrsta norræna auglýsinga- hátíðin Dagana 11. og 12. september n.k. verður haldin í Stokkhólmi fyrsta norræna auglýsinga- og kynningar- myndahátíðin — NORDFESTI- VALEN. Auglýsingastofur og kvik- myndagerðir sem framleiða auglýs- ingar eða kynningarmyndir, geta sent myndir til keppni um silfur og gull og auk þess ein aðalverðlaun (Grand Prix), Þórshamarinn úr gulli. Tilgangurinn með hátíðinni er að hvetja framleiðendur og hug- myndasmiði til dáða við gerð aug- lýsinga og kynningarmynda í við- skiptalífinu. Alls kyns kvikmyndir verða sí- fellt mikilvægari við markaðs- færslu vöru og þjónustu. Á íslandi og í Finnlandi hafa auglýsingar lengi tíðkast í sjónvarpi, í Dan-- mörku hefjast þær á hausti kom- anda og vart líður á löngu uns Noregur og Svíþjóð bætast í hóp- inn, ekki síst vegna gervihnatta- og kapalsjónvarps. Verður þá stutt þar til Albanía verður eina landið í Evrópu, sem ekki býður upp á sjón- varpsauglýsingar. Það eru samtök auglýsingastofa og kvikmyndaframleiðenda í Sví- þjóð, Finnlandi, Noregi og á íslandi sem standa að NORDFESTI- VALEN. Fyrir íslands hönd er Samband íslenskra auglýsingastofa — SÍA — aðili að hátiðinni, en frumkvæðið kemur frá Svíþjóð. NORDFESTIVALEN verður haldin árlega til skiptis á Norður- löndunum, fyrst í Svíþjóð. Auk þess að sýna myndir og dæma þær, verða heimsþekktir fyrirlesarar fengnir til þess að halda málþing og stjórna vinnuhópum (workshops). Auglýsingastofur, kvikmyndagerð- ir og almenningstengslafyrirtæki geta tekið þátt í hátíðinni án þess að senda inn myndir. Þau geta tekið þátt í vali auglýsinga til keppni og fengið síður til kynningar á fyrir- tækjum sinum í sýningarskrá auk myndbands með verðlaunamynd- um og lokaathöfninni. Þeir sem vilja taka þátt í NORD- FESTIVALEN 1987 geta fengið upplýsingar um hátíðina á skrif- stofu SIA, Háteigsvegi 3 í síma 29588. ísafoldarprent- smiðja 110 ára: Gefur út matreiðslu- bók handa börnum ísafoldarprentsmiðja hf. hyggst á 110 ára afmæli sínu á þessu ári gefa út matreiðslubók handa börn- um undir nafninu ÁNÆGJU- STUNDIR í ELDHÚSINU. Börnum og unglingum, 10 ára og eldri, gefst kostur á að senda inn uppskriftir til birtingar í bókinni og verða veitt verðlaun fyrir bestu upp- skriftirnar. Uppskriftirnar skulu vera hvort heldur er til daglegra nota eða hátíðabrigða, kökuupp- skriftir og hvers kyns skemmtilegir, frumlegir og fljótlegir réttir. Bók- inni verður skipt í eftirfarandi kafla; auk almennra leiðbeininga um áhöld, matvæli o.fl. Heitir og kaldir drykkir Salöt, brauð og ýmsir kaldir réttir Heitar máltíðir Bakstur Garðveislur, nesti og ferðalög Réttir frá ýmsum löndum. Umsjón með útgáfunni annast matreiðslukennararnir Bryndís Steinþórsdóttir og Anna Gísladótt- ir, en uppskriftirnar skal senda Isa- fold fyrir 12. apríl n.k. merktar: Uppskriftasamkeppni ísafoldar 1987 Pósthólf 455 121 Reykjavík Jón Rúnar Ragnarsson, margfaldur íslandsmeistari í rallakstri: Ef þú hefur ekki góða sjón geturöu gleymt ralldraumnum. Og þaö eru vissulega fleiri draumar háöir sjóninni. Faröu því vel meö augu þín og geföu þeim þá næringu sem þau þarfnast. Heilbrigö augu þurfa daglega A vítamín til þess að geta umbreytt Ijósi í taugaboö, sem senda þau til heilans, þannig að þú getir séö og augun brugðist rétt við aðstæðum. Skorturá A vítamíni veldurfyrst náttblindu, síðan augnþurrki, sem smám saman leiöir til augnkramar og síöan blindu. A vítamín færöu m.a. úr mjólk, sem er reyndar einn allra mikilvægasti bætiefnagjafi í daglegu fæöi okkar, því aö úr henni færöu einnig stærsta hlutann af kalki, mikilvæg B vítamín, magníum, kalíum, zink, steinefni, amínósýrur o.fl. efni sem eru okkur lífsnauðsynleg. Engir sætudrykkir geta komið í stað mjólkurinnar. ÞaÖ er því varhugavert að sleppa mjólk og mjólkurmat án þess að bæta tapið markvisst upp. Sérstaklega mikilvægt er að börn og unglingarfái það mjólkurmagn sem þau þurfa, kvölds, morgnaog um miðjan dag. MJOLKURDAGSNEFND Rúnar Jónsson, rallkappi, hefur valið sér íþróttagrein sem krefst skýrrar hugsunar, áræðis og góðrar sjónar. Hann undirbýr sig m.a. með heilbrigðu mataræði þar sem mjólk, (léttmjólk), er ein aðaluppistaðan í hverri máltíð og reyndar uppáhaldsdrykkur utan máitíðarlíka. Mjólk fyrir alla eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson nrttntt Börn og unglingar ættu að nota allan mjólkurmat eftir því sem smekkur þeirra býður. Fullorðnir ættu á hinn bóginn að halda sig við fituminni mjólkurmat, raunarvið magrafæðu yfirleitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur lágmarksskammtur ævilangt. Mundu að hugtakið mjólk næryfir léttmjólk, undanrennu og nýmjólk. BÍLARYÐVORN BILARYÐVÖRN * (Meö mjólk er átt við nýmjólk, léttmjólk og undanrennu).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.