Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 9. apríl 1987 Fimmtudagur 9. apríl 1987 .7 „Einingin er okkar aðalsmerki í kosn- ingunum sem framundan eru og í þeirri kosningabaráttu sem nú er háð. Við jafn- aðarmenn erum með mjög samstillt lið um allt land. Alþýðuflokkurinn er í sókn vegna þess að þar er á ferðinni samstilltur hópur karla og kvenna með góðan mál- stað, reyndar besta málstaðinn sem í boði er fyrir þessar kosningar. Við álítum að ís- land eigi fyrst og síðast að vera samfélag mannúðar og menningar sem stuðli að meiri velferð“, segir Sveinn G. Hálfdánar- son, annar maður á lista Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi. — spjallað við Svein Hálfdánarson í Borgarnesi um kosn- ingabaráttuna og þau málefni sem hann vill vinna að, verði hann kjörinn á þing. VIÐ ERUM í SÓKN — OG HÖFUM GÓÐAN MÁLSTAÐ Lengst af hefur Eiður Guðnason veríð eini fulltrúi jafnaðarmanna á Vesturíandi á Alþingi, en svo gœti farið að Sveinn G. Hálfdánarson bœttist við eftir kosningarnar í vor. Þeir félagarnir halda um þessar mundir fundi víða um kjördœmið, enda stendur kosningabaráttan nú sem hœst. Sveinn er prentari að mennt og býr nú í Borgarnesi þar sem hann rak prentsmiðjuna Prentborg í 16 ár, en undanfarin fjögur ár hefur hann starfað sem innheimtustjóri Kaupfélags Borgfirðinga. Hann hefur ekki verið í framboði til Al- þingis áður og verður því spennandi að fygljast með nýjum manni svona framarlega á listanum. Hann hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum, og setið í hrepps- nefnd Borgarness tvö kjörtímabil. Hann hefur einnig starfað að íþróttamálum, setið í stjórn Knatt- spyrnuráðsins á Akranesi og tók þátt í stofnun golfklúbbsins þar og var fyrsti formaður hans. Okkur lék forvitni á að vita hvers vegna hann fór í framboð. Það á sér nokkuð langan aðdrag- anda,því það hefur oft verið orðað við mig á liðnum árum að gefa kost á mér til framboðs. Á meðan ég rak eigið fyrirtaeki sá ég mér ekki fært að fara út í slíkt, en hins vegar hefur mig lengi langað til þess og margt ágætt fólk hvatt mig. Ég lét loks til- leiðast eftir að aðstæður mínar breyttust, vegna þess að mig tekur sárt hvernig landsbyggðin er raun- verulega að drabbast niður. Ég hef alla tíð verið í miklum tengslum við allt kjördæmið, hef unnið fyrir það á margvíslegan hátt og haft gott samstarf við sveitarstjórnarmenn, þannig að ég þekki mikið til mála sem varða kjördæmið. En ég geri mér grein fyrir því að þingmanns- starfið er ekki aðeins barátta fyrir eigið kjördæmi, það er barátta fyrir þjóðina í heild sinni. Að þeim mál- um mun ég að sjálfsögðu vinna ef til kemur. Og hvernig hagaróu svo kosn- ingnbaráttunni? Þessar kosningar eru svolítið öðruvísi en undanfarnar kosningar að því leytinu að nú eru átta flokkar í framboði. það gerir það að verk- um að fallið hefur verið frá því að halda sameiginlega framboðsfundi því þeir hefðu orðið mjög langir. Reyndar var haldinn útvarpsfundur í Bióhöllinni á Akranesi og hér í Borgarnesi var fundur sem verka- lýðsfélagið og neytendafélagið höfðu frumkvæði að. Síðar mun verða kynning í sjónvarpinu með stuttum ávörpum frá hverjum lista. Þar af leiðandi höfum við orðið að beina okkur meira að vinnustöð- um, en við höfum stefnt að því að komast á sem flesta vinnustaði í kjördæminu. Við Eiður höfum ver- ið á ferðinni alveg linnulaust und- anfarnar vikur og verðum það fram að kosningum. Þau Hrönn og Guð- mundur sem skipa 3. og 4. sætið hafa einnig verið með okkur á mörgum vinnustöðum. Við ætlum eins og frekast er kostur að komast til bænda og höfum nú farið til margra þeirra. AIls staðar höfum verið til viðtals til að svara spurn- ingum heimamanna. Okkur hefur hvarvetna verið vel tekið, og vel tekið undir málflutn- ing Alþýðuflokksins og það ríkir greinilega mikill áhugi fyrir hon- um. Við lendum vitaskuld á pólit- ískum andstæðingum, það er nokk- uð þjark, en það er líka nauðsyn- legt, því ekki er gott ef allir væru sammála. Það hefur komið mér á óvart hve margt fólk hefur skoðað okkar málflutning og það gefur vís- bendingu um áhuga fyrir flokkn- um. Gjörbreyting í byggða- stefnunni mjög mikilvæg Hvað finnst þér brenna mest á íbúum landsbyggóarinnar? Það er byggðastefnan. Ég tel hana vera mál málanna í dag. Við Alþýðuflokksmenn höfum haldið því fram að snúa þurfi vörn í sókn í þeim efnum svo fólk hverfi ekki til höfuðborgarsvæðisins eins og nú er að gerast. Ég bendi á að við höfum fengið óvæntan stuðning við þessa fullyrðingu okkar frá öðrum þing- manni Framsóknarflokksins á Vesturlandi, en hann notaði þessi orð í fyrirsögn í blaði fyrir fáeinum dögum. Fleiri frambjóðendur Framsóknarflokksins hafa notað þau á framboðsfundum þannig að það sýnir sig að orðin hafa hitt beint í mark. Máltækið segir að bragð sé að þá barnið finni og á það vel við eftir að Framsóknarflokkur- inn hefur setið við völd nær óslitið í 16 ár. Það er varla hægt að hugsa sér dapurlegri dóm yfir stjórnar- stefnu síðustu ára. Ég vil fyrst og fremst beita mér fyrir því að þarna verði snúið vörn í sókn. Misjafn húshitunarkosntað- ur er mál sem er farið að valda tölu- verðri búseturöskun, því að fólk flýr af landsbyggðinni vegna þess að það verður að borga þrisvar til fjórum sinnum hærri hitakostnað en gengur og gerist í Reykjavík. Við viljum leysa vandann með því að ríkið viðurkenni að það eigi tölu- verða sök á þessum óförum. Það verður að taka á sig beint án allra skilyrða ákveðna upphæð af skuld- um Hita- og Rafveitnanna þannig að hægt sé að lækka kostnaðinn verulega. Það mundi skapa fyrir- tækjum betri aðstöðu jafnt sem einstaklingum sem vilja búa á landsbyggðinni. það er staðreynd að engin fyrirtæki hefja rekstur úti á landi undir þeim kringumstæðum sem nú eru. Ríkisvaldið verður að koma þarna inn í og lækka kostn- aðinn. Einnig viljum við jafna út síma- kostnað sem er landsbyggðinni töluvert óhagstæðari en hann er á höfuðborgarsvæðinu. Símaþjón- ustan hér á Vesturlandi öllu er í mjög slæmu ástandi og oft erfitt að ná út af svæðinu. Algengt er að rug- lingur verði í kerfinu þannig að maður fær oft hin ólíklegustu síma- númer hingað og þangað um land- ið. Að þessu leyti erum við ólíkir öðrum flokkum í byggðarmálum, því við viljum taka ákveðið á því sem við teljum vera grunnþætti til þess að þeir sem vilja koma út á Iandsbyggðina geti raunverulega búið þar. Efnahagsmálin Geturðu lýst í stórum dráttum hvernig efnahagsstefna Alþýðu- flokksins lítur út? Það er aðallega þrennt sem við leggjum höfuðáherslu á í þeim efn- um; skattamálin, lífeyrissjóðina og húsnæðismálin. Varðandi skattamálin teljum við að staðgreiðslukerfið sé langt í frá því að vera lausn til hins betra. Raunverulega er hér um að ræða innheimtufyrirkomulag á sköttum launþega, en er þó spor í rétta átt. Alþýðuflokkurinn mun gera heild- arendurskoðun á skattakerfinu og einfalda það og síðast en ekki síst koma í veg fyrir skattsvik ef hann tekur þátt í næstu ríkisstjórn. Kerf- ið verður að afla ríki og sveitarfé- lögum nauðsynlegra tekna á þann hátt að allir einstaklingar og fyrir- tæki leggi sitt af mörkum. Núver- andi kerfi er mjög ranglátt og þjón- ar ekki sínum tilgangi. Lífeyrissjóðakerfið er í ólestri og er þar réttindunum misskipt. Al- þýðuflokkurinn vill koma á einum lífeyrissjóði í stað 97 eins og þeir eru í dag þar sem markmiðið væri að koma á jafnvægi, þannig að allir hafi þau réttindi sem þeir ættu raunverulega að hafa. Þeir yrðu deildaskiptir eftir landshlutum þar sem hver deild starfaði sjálfstætt og réði sjálf ávöxtun fjár og fjárfest- ingum. Við Ieggjum á það mikla áherslu að tillögum Alþýðuflokks- ins verði hrint í framkvæmd og að allir fái ellilífeyri frá almannatrygg- ingum og lífeyri úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna sem saman- lagt verði ekki lægri en lægstu laun innan ASÍ á hverjum tíma. í húsnæðismálum viljum við að- allega þrennt: í fyrsta lagi að skapa húsnæðis- lánakerfi með traustan fjárhags- grundvöll. það hvílir á veikum grunni eins og er og viljum við auka bein framlög úr ríkissjóði til hús- næðismála. í öðru lagi viljum við leiðrétta misréttið gagnvart þeim sem keyptu eða byggðu á árunum 1980 til ’85. Og í þriðja lagi viljum við hrinda í framkvæmd tillögum okkar um kaupleiguíbúðir sem þýðir að fólk geti valið milli þess að kaupa eða leigja. Það er brýnt hagsmunamál unga fólksins. Auka verður jafnrétti í landbúnaði Alþýðuflokkurinn vill stefna að svæðaskipulagi í landbúnaðar- framleiðslunni í stað kvóta á hvert býli. Hvernig ber að leysa þannig mál? Gjörbreyting í landbúnaðinum er orðin nauðsyn og viljum við skapa viðunandi starfsskilyrði fyrir bændastéttina sem fæli í sér þau markmið að tryggja nægjanlega matvælaframleiðslu fyrir þjóðina með sem minnstum tilkostnaði. Við viljum til dæmis breyta fram- leiðsluréttarmálum þannig að í stað kvóta á viðkomandi bónda verði sett upp svæðaskipulag þar sem hver þáttur falli betur að búskapar- háttum. Á meðan núverandi kvóta- kerfi er við lýði viljum við skoða það á þann veg að meira tillit verði tekið til þeirra hlunninda sem marg- ar jarðir búa við, t.d. þær sem lax- veiðijarðir sem fá 3 milljónir króna á einu sumri í veiðitekjur. Þessar jarðir verða að fá einhverja skerð- ingu á framleiðslu, þ.e. að þær eiga ekki að hafa sömu möguleika og jörð í nágrenninu sem engra hlunn- inda nýtur. Samgöngur á Vesturlandi eru lélegar. Eru einhver málefni sem varða Vesturlandskjördæmi sérstaklega? Það eru án efa samgöngumálin. Ég vil að lagt verði varanlegt slitlag á veginn vestur Mýrar og vestur á Snæfellsnes sem allra fyrst. Vega- ástandið sem Snæfellingar og Dala- menn verða að búa við er algjörlega óviðunandi. Einnig er brýnt að þeir fyrrnefndu komi sér saman um á hvern hátt þeir vilja haga framtíð- arsamgöngum á landi um Nesið. Gera þarf góðan vetrarveg yfir fjall- garðinn og ég held að óhætt sé að segja að það sé ekki búið að móta þá stefnu hvernig framtíðarmál Snæfellinga verði leyst. það er grundvallaratriði fyrir þá að geta tengt byggðirnar saman og eins til að komast inn á hringveginn. Þetta er án efa einhverjar verstu vegasam- göngur á landinu og að auki eru þar brýr sem eru komnar til ára sinna og margar þeirra komnar að hruni. Grunnskólamál kjördæmisins vil ég að verði endurskoðuð. Ég hef aldrei verið hrifinn af þessari heimavistarstefnu gagnvart yngstu börnunum og tel það vafasama að- ferð að slíta 6—7 ára börn frá heim- ilunum. Það hefur ekki góð uppeld- isleg áhrif fyrir þau og ég held að með bættum samgöngum verði hægt að sameina skólakerfið þann- ig að skólasvæðin verði stækkuð i stað þess að hafa þau svona mörg og smá. Þó svo að heimavistarskól- arnir hafi verið góðir og gegnir á sínum tíma eru þeir ekki neitt sem er æskilegt um aldur og ævi. Margar skólabyggingar hér eru vannýttar og nefni ég hér Hús- mæðraskólann að Varmalandi sem hefur hætt starfsemi sinni. Við verðum að finna verkefni fyrir þannig byggingar. Sama er að segja um Reykholtsskóla. Ekki liggur enn fyrir hvernig hægt sé að nýta bygg- ingarnar, en það verður að finna þeim ný markmið. Viljum efla rannsóknir í þágu nýrra útflutninga- greina í stefnuskrá flokksins segir m.a. að hann vilji stórefla rannsóknir i þágu atvinnuveganna. Hvað viljið þig gera í þeim málum? Varðandi sjávarútveginn teljum við að eigi að fara svipaða leið og verið er að fara á Skagaströnd, þ.e. efla vöruþróunina. Það verður að fullvinna meira afurðir úr sjónum og gera stórt átak í sölumálunum. Markaðsrannsóknir þurfa að hald- ast þarna í hendur við vöruþróun- ina og teljum við að það eigi að vera hægt að finna markaði í Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir. Sama er að segja um landbúnaðarafurð- irnar, t.d. dilkakjötið. Við viljum stórefla vöruþróun á því sviði. Mjólkuriðnaðurinn er aftur á móti í góðu ástandi og verða þær vörur aldrei annað en innanlandsvörur. En kjötvinnsla er að okkar mati al- gjörlega í molum og viljum við að þar verði reynt að koma þeim vör- um í betra formi á markaði hér inn- anlands og þegar það hefur tekist, teljum við að stefna verði hiklaust að útflutningi á offramleiðslu og finna markað fyrir hana í Evrópu. Tek ekki mark á þessum skoðanakönnunum Nú hafa skoðanakannanir sýnt að Borgaraflokkurinn muni ná miklu fylgi. Eru Alþýðuflokks- menn ekki smeykir við það? Ég tek engan veginn mark á þess- um könnunum sem hafa verið framkvæmdar eftir að Borgara- flokkurinn var stofnaður og mér er óhætt að segja að stofnun flokksins hafi átt sér stað á tilfinningalegum suðupunkti. Auk þess var stefnu- skrá flokksins ekki komin út þegar kannanirnar voru gerðar þannig að þær eru varla marktækar. Því er ekki að neita að Albert hefur komið vel út úr þessum könnunum, en það hefur líka komið fram í þeim að í Vesturlandi fær Alþýðuflokkurinn meira fylgi en Borgaraflokkurinn og miðað við þá útkomu teljum við ótvírætt að við stöndum okkur vel í þessum kosningum og við munum berjast af fullri hörku fram til kjör- dags fyrir góðum árangri. Alþýðuflokkurinn hóf kosningabaráttuna snemma í Vesturlandskjör- dœmi og fjölmargir fundir hafa nú verið haldnir víða í kjördœminu. Þessi mynd var tekin á fundi í Ólafsvík fyrr í vetur. Þetta hús lœtur lítið yfir sér, en hér eru höfuðstöðvar kosningabarátt- unnar í kjördœminu. Þetta er Röst félagsheimili Alþýðuflokksmanna á Skaganum. Það hefur komið mér á óvart hve margt fólk hefur skoðað okkar málflutning og það gefur vísbend- ingu um áhuga fyrir flokknum. Alþýðuflokkurinn vill koma á ein- um lífeyrissjóði í stað 97 eins og þeir eru nú... ...við höfum fengið óvœntan stuðn- ing við þessa fullyrðingu okkarfrá öðrum þingmanni Framsóknar- flokksins á Vesturlandi... ...að fólk geti valið milli þess að kaupa eða leigja. Það er brýnt hagsmunamál unga fólksins. ...það verður að borga þrisvar til fjórum sinnum hœrri hitunarkostn- að en gengur og gerist í Reykjavík. Vegaástandið sem Snœfellingar og Dalamenn verða að búa við er al- gjörlega óviðunandi. Símaþjónustan hér á Vesturlandi öllu er í mjög slœmu ástandi og oft erfitt að ná út af svœðinu. Ég tek engan veginn mark á þess- um könnunum sem hafa verið framkvæmdar eftir að Borgara- flokkurinn var stofnaður. Frá Ólafsvík á Snœfellsnesi. Eitt af þeim málum sem aðkallandi eru í kjördœminu, er að bœta verulega ástand vegamála á Nesinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.