Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 9. apríl 1987 Samtíningur Háttvirtir kjósendur eru ekki alltaf tiltakanlega hátíðlegir þeg- ar þeir fjalla um pólitisk málefni sín á milli. Af mörgum stjórn- málamönnum ganga kímnisögur, sem háttvirtir kjósendur hafa dundað sér við að búa til og sjaldnast munu eiga sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Það nýj- asta sem við höfum heyrt af þessu tagi er að vísu ekki kímnisaga um einstakan mann, öllu fremur er hér fjallað um listabókstaf. Nán- ar tiltekið M. Spurt er hvaða sjúk- dómur sé líklegur til að herja á þá sem kjósa Flokk mannsins og svarið er „EXEM“. ooo Hermannssonar um að hann rnuni ekki starfa með Albert í næstu ríkisstjórn. Það er þó ekki síður broslegt i þessu efni að fyrir skömmu mun Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra hafa lýst því yfir á fundi á Höfn að hann hygðist ekki starfa með neinum þeim í næstu stjórn sem vildi gera einhverjar breytilegar á kvóta- kerfinu. Svo óheppilega vildi til að á sama tíma lýsti Steingrímur Her- mannsson því yfir á beinni línu hjá DV að hann myndi leggja áherslu á einhverjar breytingar á kvótanum. Þá virðist það sem sagt liggja Ijóst fyrir að Stein- grímur og Halldór muni ekki starfa saman í næstu stjórn. m.m., að ekkert hefði tapast í Ut- vegsbankamálinu. Glöggir útvarpshlustendur tóku eftir því þegar útvarpað var frá framboðsfundi á Akranesi fyrir skemmstu að Valdimar þótti ekki mikið til tapsins koma. Hann hafði sem sé reiknað það út að þótt dæm- ið væri gert upp og allar eignir bankans seldar að loknu Hafskips- ævintýri, ætti bankinn eftir eignir upp á 30 millljónir króna. En vel að merkja; þetta þýðir náttúrlega að allar eignir bankans yrðu seldar, þar á meðal stóra húsið við Lækjiar- torg. Ef fara ætti þessa leið, yrði bankinn sem sagt að koma sér upp sölutjaldi á torginu og stunda þar lánaviðskipti með 30 milljónirnar. Hvað sem annars má um þetta segja, yrði það óneitanlega kátleg sjón. Eftir því sem nær dregur kosn- ingum fýsir æ fleiri að vita hvaða stjórnarmynstur komi til greina að loknum kosningum. Sumir hinna varkárari í hópi stjórnmála- manna gefa nú þegar yfiriýsingar i þessu efni sem þeir kynnu að neyðast tilaðdragatilbakaeftir kosningar, eða munu kannski koma í veg fyrir ákveðin stjórnar- mynstur. Sumt er reyndar svolítið kát- legt, svo sem yfirlýsingar Sverris ooo Einhversstaðar segir frá því i Heljarslóðarorrustu Benedikts Gröndal að „mestu var stolið frá þeim sem ekkert áttu“. Það fer ekki hjá því að þessi samlíking komi upp í hugann í sambandi við þá sér- kennilegu fullyrðingu Valdimars Indriðasonar, Álþingismanns, for- manns bankaráðs Utvegsbankans og stjórnarformanns Skallagríms Kosninga- skrifstofur Alþýðuflokksins Opnunartíma kosninga- skrifstofu Alþýðuflokksins í félagsheimilinu Röst á Akra- nesi hefur nú verið breytt og er nú opið þar alla daga frá klukkan tíu á morgnana til klukkan tíu á kvöldin. Þó verður skrifstofan lokuð í matartímum. Starfsmaður skrifstofunnar og kosninga- stjóri er Sigurbjörn Guð- mundsson. Síminn er 1716. Að sjálfsögðu er jafnan heitt á könnunni fyrir þá sem líta inn til skrafs og ráðagerða. Kosningaskrifstofan í Borg- arnesi er til húsa í Svarfhóli við Gunnlaugsgötu og kosn- ingastjóri þar er Sæunn Jóns- dóttir og sími skrifstofunnar er 74 12. Skrifstofan í Borgarnesi er opin á kvöldin virka daga frá klukkan hálfníu til tíu, en um helgar er opið þarna kl. 14—18. Eins og á öðrum kosninga- skrifstofum A-listans er að sjálfsögðu heitt á könnunni og allir velunnarar A-listans eru hjartanlega velkomnir að líta inn. Framboðslistar í Vestur- landskjördæmi við Alþingis- kosningarnar 25. apríl 1987 A-listi Alþýðuflokksins: 1. Eiður Guðnason, alþingismaður, Kúrlandi 24, Reykjavík. 2. Sveinn Gunnar Hálfdánarson, innneimtustjóri, Kvcldúlfsgötu 16, Borgarncsi 3. Málfríður Hrönn Ríkharðsdóttir, kennari, Jörundarholti 194, Akranesi. 4. Guðmundur Vésteinsson, frkv.stj. Sj.saml. Akraness, Furugrund 24, Akrancsi 5. Sveinn Þór Elínbergsson, yfirkennari, bæjarfulltrúi, Engihlfð 22, ólafsvfk 6. Guðrún Konný Pálmadóttir, húsmódir, Lækjarhvammi 9, Búdardal. 7. Davíð Sveinsson, skrífstofumaður, Silfurgotu 2. Stykkishólmi. 8. Ásta Dóra Valgeirsdóttir, húsmóðir, Hraunási 12, Hellissandi. 9. Sigrún Hilmarsdóttir, húsmóðir, Fossahlíð 2, Grundarfiröi. 10. Bragi Níelsson, laeknir, Esjubraut 7, Akranesi. B-listi Framsóknarflokksins: 1. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, Engihlíð 2, Ólafsvík. 2. Davíð Aðalsteinsson, alþingismaður, Ambjargarlaek, I>verárhl.hreppi, Mýras. 3. Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Jörundarholti 43, Akranesi. 4. Sigurður !>órólfsson, bóndi og oddviti, Innri-Fagradal, Saurbæjarhr., Dalas. 5. Jón Sveinsson, lögmaður, Brekkubraut 10, Akranesi. 6. Margrét Magnúsdóttir, húsmóðir, Hvítanesi, Skilmannahr., Borgarfjarðars. 7. Egill Ólafsson, háskólancmi, Hundastapa, Hraunhreppi, Mýrasýslu. 8. Ina Jónasdóttir, húsmóðir, Sjávarflöt 6, Stykkishólmi. 9. Kristján Jóhannsspn, bifreiðastjóri, Gunnarsbraut S, Búðardal, Dalasýslu. 10. Guðrún Jóhannsdóttir, skrífstofustjórí, Bjarkargrund 45, Akranesi. D-listi Sjálfstœðisflokksins: 1. Friðjón Þórðarson, alþingisraaður, Ægisgötu 7, Stykkishólmi. 2. Valdimar Indriðason, alþingismaður, Háteigi 14, Akranesi. 3. Sturla Böðvarsson, sveitarstjórí, Ásklifí 22, Stykkishólmi. 4. Sigríður A. Þórðardóttir, kennari, Eyrarvegi 26, Grundarfirði. 5. Jóhannes Finnur Halldórsson, viðskiptafr., Háholti 15, Akranesi. 6. Sigurbjöm Sveinsson, tseknir, Sunnubraut 7, Búðardal. 7. Jón Pétursson, bóndi, Geirshlíð, Reykholtsdalshr., Borgarfiröi. 8. Helga Höskuldsdóttir, ljósmóðir. Deildartúni 9, Akranesi. 9. Kristjana Ágústsdóttir, húsmóðir, Miðbraut 5, Búðardal. 10. Bjöm Arason, frkv.stj., Helgugötu 9, Borgarnesi. G-listi Alþýðubandalagsins: 1. Skúli Alexandersson, alþingismaður, Hraunási 1, Hellissandi. 2. Gunnlaugur Haraldsson, Esjuvöllum 20, Akranesi. 3. Ólöf Hildur Jónsdóttir, Hlíðarvegi 11, Grundarfirði. 4. Ríkharð Brynjólfsson, Hvanneyri, Borgarfjarðarsýslu. 5. Þorbjörg Skúladóttir, Stillholti 8, Akrancsi. 6. Sigurður Helgason, Hraunholtum, Hnappadalssýslu. 7. Sigurjóna Valdimarsdóttir, Sunnubraut 10, Ðúðardal. 8. Árni E. Albertsson, , Engihifð 18, Ólafsvík. 9. Kristín Benediktsdóttir, Ásklifi 10, Stykkishólmi. 10. Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstóðum, Mýrarsýsiu. M-listi Flokks mannsins: 1. Helga Gísladóttir, kennarí, Engjaseli 72, Reykjavík. 2. Sveinn Víkingur Þórarinsson, kennarí og bóndi, Úlfsstöðum 2, Hálsahr.. Borgarfj.s. 3. Bjöm Anton Einarsson, verkamaður, Krókatúni 5. Akranesi. 4. Þóra Gunnarsdóttir, húsmóðir, Einigrund 8. Akranesi. 5. Sigurvaldi Ingvarsson, kennari, Reykholti, Borgarfjarðars 6. Franciska Gróa Linddís Dal Haraldsd. vcrkamaöur. Krókatúni 5, Akranesi. 7. Ereydís Jóna Freysteinsdóttir, bankastarfsmaður, Einigrund 2, Akranesi. 8. Eyjólfur Sturlaugsson, ncmi. Efri-Brunná, Saurbæ, Dalasýslu. 9. Guðrún Aðalsteinsdóttir, verkamaður, Vesturgötu 69, AkraneSf.' 10. Hreinn Gunnarsson, vcrkamaður, Skarðsbraut 1, Akranesi. S-listi Borgaraflokksins: 1. Ingi Björn Albertsson, forstjóri. Brekkubæ 14. Reykjavík. 2. Óskar Ólafsson, skipsstjóri, Sunnubraut 5, Akrancsi. 3. Hjálmtýr Ágústsson, vcrksmiðjustjóri, Ólafsbraut 46, ólafsvík. 4. Þorgrímur Þráinsson, ritstjóri, Álfaskeiði 86, Hafnarfirdi. 5. Svanhvít Jóhanna Jónsdóttir, húsfreyja, Tjaldanesi, Saurbæ, Dalasýslu. 6. Pétur Björnsson, framkvæmdastjóri, Háholti 1. Akranesi. 7. Sigurður Krístinsson, framkvæmdastjóri, Laufásvegi 9, Stykkishólmi 8. Matthías Hallgrímsson, rafverktaki, Heiðargerði 7, Akranesi. 9. Sigurður Sigurðsson, rafvirki, Garðabraut 45, Akranesi. 10. Skarphéðinn Össurarson, bóndi, Bugðutanga 23, Mosfellssveit. V-iisti Samtaka um kvennaiista: 1. Danfríður Kristín Skarphéðinsdóttir, kennari, Einigrund 8, Akranesi. 2. Ingibjörg Daníelsdóttir, kennari, Fróðastöðum, Mýrasýslu. 3. Birna Kristín Lámsdóttir, bóndi, Efri-Ðrunná, Dalasýslu. 4. Þóra Kristín Magnúsdóttir, loðdýrabóndi, Hraunsmúla, Snæfellsncssýslu. 5. Snjólaug Guðmundsdóttir, húsfreyja, Ðrúarlandi, Mýrasýslu. 6. Halla Þorsteinsdóttir, iðuvcrkakona, Esjubraut 16, Akranesi. 7. Dóra Jóhannesdóttir, húsmóðir, Holti, Búðardal, Dalasýslu. 8. Guðrún E. Guðlaugsdóttir, fiskverkunarkona, Esjubraut 22, Akranesi. 9. Hafdfs Þórðardóttir, bóndakona, KoUslæk, Borgarfjarðarsýslu. 10. Matthiidur Soffía Maríasdóttir, húsmóðir, GunnUugsgötu 20, Borgamesi. Þ-listi Þjóðarflokksins: 1. Gunnar Páli Ingólfsson, bryti, Hvanneyri, Andakílshr., . Borgarfjarðarsýslu. 2. Sigrún Jónsdóttir Halliwell, verkakona, Vcsturgötu 145, Akranesi. 3. Sigurður Oddsson, bóndi, lnnra-Lciti, Skógarst.hr., SnæfeUsnessýslu. 4. Skúli ögm. Kristjónsson, bóndi, Svignaskarði, Borgarhr., Mýrasýslu. 5. Olga Sigurðardóttir, matráðsmaður, Hraunbæ, Norðurárdal, Mýrasýslu Yfirkjörstjóm í Vesturlandskjördœmi alþýöu- i n FT.rr. SKAGINN — VESTURLAND Það er ekki nóg að auglýsa það er líka nauð- synlegt að sjá til þess að auglýsingin sé iesin — helst af sem flestum. Þessu blaði er dreift inn á hvert heimili í kjördæminu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.