Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.04.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. apríl 1987 11 Minning: Sigurður J. Jónasson pípulagningameistari f 10.09. 1896 — d. 28.03. 1987 Ég kynntist honum fyrst í kosn- ingabaráttu 1983. Útlitið var svart. Alþýðuflokkurinn hafði klofnað í guð má vita hvaða skiptið, þess haustdaga. Skoðanakannanir gáfu fyllilega til kynna, að Alþýðuflokk- urinn fengi engan mann kjörinn í Reykjavík í þingkosningum. Hvað var þá orðið okkar starf eftir bráð- um 70 ár? Þessa daga fórum við hamför- um. Það var þeyst milli vinnustaða- funda og annarra fundahalda, linnulaust. Setið við skriftir. Það er fámennt lið sem var að störfum, en enginn uppgjafarhugur í fólki. Það var þá sem ég veitti honum fyrst eft- irtekt. Hann var 86 ára gamall. Þéttur á velli, þéttur í lund, þraut- góður á raunastund. Það var ein- mitt þörf slíkra manna á þessum tíma. Sigurður Jónas Jónasson hét hann. Eitt af því fyrsta sem hann sagði mér, var að hann hefði gengið í Alþýðuflokkinn 1927. Þá fyrir rúmri hálfri öld. Hann var náinn vinur Ólafs Friðrikssonar. Hann gekk í flokkinn einmitt á þeim tíma þegar Héðinn Valdimarsson var hvað aðsópsmestur. Sama árið og hann lagði fram í fyrsta sinn frum- varp sitt um verkamannabústaði, þessa byltingu í húsnæðismálum al- þýðu, sem varð til þess að leiða al- þýðufjölskyldurnar upp úr sagga- kjöllurum og ofan af hanabjálkum í hraklegu leiguhúsnæði þessarar vaxandi höfuðborgar. Það var gaman að taka hann tali. Gaman að hlusta á hann. Þetta var æðrulaust karlmenni. Kannski er hann mér enn í dag sem eins konar ímynd hins fædda jafnaðarmanns. Það var alveg sama hvað gekk á. Himinn og jörð hefði mátt farast. Hann hefði aldrei hvikað þumlung frá lífsskoðun sinni og sannfær- ingu. Hann bifaðist ekki, hvað sem á gekk. Hann var hertur í eldi lífs- baráttunnar. Hann hafði þolað súrt og sætt með þessari hreyfingu, en hann hafði aldrei bilað. Hann var pípulagningameistari að starfi. Fæddur í Reykjavík sonur hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Jónasar Jónassonar snikkara frá Stokkseyri. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum, þar til móðir hans léstaf barnsförum árið 1902. Þávar hann 6 vetra sveinn. Þá fór hann í fóstur að Vorsabæjarhjáleigu í Flóa og dvaldi þar til unglingsára. Til Reykjavíkur fluttist hann ungur að árum og vann þar ýmis störf. En ár- ið 1920 braust hann í því að hleypa heimdraganum. Hann fór til Noregs og var þar við störf og nám í fimm ár. Hann vann við bústörf skógarhögg og fjárgæslu; dvaldi m.a. einn í fjallakofa með mannsins einkavin, hundinn og minntist þeirra tíma einsemdar og íhugunar með ánægju alla tíð. Því næst stundaði hann nám í lýðskólanum í Voss í Noregi 1922—23. Heim til ís- lands kom hann aftur 1925. Þá byrjaði hann starf í Vélsmiðjunni Héðni. Því næst lagði hann fyrir sig pípulagnir og lauk prófi í þeirri iðn- grein 1929. Hann starfaði mikið í sínu stéttarfélagi, sat í stjórn þess í mörg ár og var seinustu árin heið- ursfélagi þess. Árið 1930 kvæntist hann Rannveigu Eyjólfsdóttur. Þau giftust 25. janúar 1930 og áttu þvi að baki 57 ára farsælt hjónaband þegar Sigurður féll frá. Þau eignuð- ust fjögur börn. Þrjú þeirra komust upp, tvær dætur og sonur, en einnig ólu þau upp fósturson. Þegar ég kynntist Sigurði fyrst, þá hálfníræðum öldungi, var ijóst að hann hefur verið heljarmenni að burðum. Hann var ern, andlega vakandi, fylgdist vel með í pólitík- inni, var alltaf sami eldheiti jafnað- armaðurinn. Seinustu árin fór hann gjarnan í gönguferðir frá Ásvalla- götunni, þar sem þau hjónin bjuggu lengst af, niður að tjörn. Þá átti hann það til, öðru hverju, að banka upp á í Skjaldbreið og drekka með mér kaffisopa. Það voru ánægjulegar stundir. Það var á einni slíkri gönguferð sem hann varð fyrir áfalli síðastliðið haust. Féll á hálku og lærbrotnaði. Eftir það var hann lagður á Landakots-1 spítalann. Þá fylgdi annar krank- leiki í kjölfarið. Hann þurfti að gangast undir erfiða skurðaðgerð og lést þann 28. mars eftir fjögurra mánaða legu. Skömmu áður fékk ég boð frá honum þess efnis, að hann krefðist þess að fá að kjósa. Þrátt fyrir allt var ekki hægt að verða við þessari seinustu bón hans. Þegar útförin var gerð frá Dóm- kirkjunni, 7. apríl í hádeginu, var formaður Alþýðuflokksins á vinnustaðafundi. Auðvitað bar mér skylda til að fylgja honum seinasta spölin, en hitt vissi ég að hann hefði sjálfur krafist þess að ég færi frem- ur á löngu ákveðinn fund. í öllu hans lífi og starfi gekk málstaður- inn alltaf fyrir öllu öðru. Þannig hlaut það því að verða. í nafni Alþýðuflokksins færi ég eftirlifandi konu hans Rannveigu Eyjólfsdóttur, börnum þeirra hjóna og afkomendum öllum, inni- legar samúðarkveðjur um leið og ég þakka Sigurði fórnfúst og óeigin- gjarnt starf í þágu málstaðar sem hann unni og trúði á. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins. Tilræði við Ríkisútvarpið ef afnotagjöldin verða ekki hækkuð Starfsmannafélag Sjónvarpsins samþykkti á fundi þann 6. apríl s.l. að líta á það sem tilræði við Ríkis- útvarpið að stjórnvöld standi í vegi fyrir því að afnotagjöld séu hækk- uð. Samkvæmt lögum eru Ríkisút- varpinu lagðar skyldur á herðar umfram aðrar útvarps- og sjón- varpsstöðvar, sem standa ber við. Starfsmannafélagið sér ekki fram á að unnt verði að uppfylla þessar skyldur nema ríkisstjórnin láti af þeirri niðurskurðarstefnu sem ríkt hefur. Starfsmannafélagið bendir á að óhæft sé með öllu að skerða í fjár- lögum þá tekjustofna sem Ríkisút- varpinu áttu að vera tryggðir með útvarpslögum og krefst þess að stofnunin fái sjálf að ákveða sín afnotagjöld. Til þess að stofnunin hafi möguleika á að lifa af þá sam- keppni sem hún býr við í dag, þarf hún að vera sjálfstæð í fjármálum og launamálum. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins um landið allt REYKJAVIK: Aðalskrifstofa Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10 og Kosningamiðstöð Alþýðu- flokksins, Siðumúla 12 eru opnar daglega frá kl. 9.00—19.00. Þar er veitt öll sú aðstoð sem unnt er I sambandi við komandi alþingiskosningar, svo sem upþlýsingar (þ.m.t. kjörskrárupplýsingar), gögn og leiðbeiningar. Simar flokksskrifstofunnar eru 29244 og 29282. Sími kosningamiðstöðvarinnar er 689370. REYKJANES: Hafnarfjörður Skrifstofan er að Strandgötu 32. Opið daglega frá kl. 17—19 og 20.30—21.30 og laugardaga kl. 14—17. Sími 50499, 51506, 51606. Kosningastjóri er Elin Harðardóttir. Kópavogur Skrifstofan er að Hamraborg 14. Opið daglega frá kl. 13— 19 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13—17. Sími 44700. Kosningastjóri erGuðrún Emilsdóttir. Garðabær Skrifstofan er að Goðatúni 2 3. hæö. Sími 43333. Kosningastjóri er Erna Aradóttir. Kjalarnes Skrifstofan er að Esjugrund 40. Opið daglega frá kl. 10—11. Simi 666004. Kosningastjóri er Hulda Ragnarsdóttir. Mosfellssveit Skrifstofan er í Þverholti 2. hæð. Opið daglega kl. 17.30—19 og 14—18 um’ helgar. Keflavík Skrifstofan er að Hafnargötu 31. Opið daglega>frá kl. 14— 19. Slmi 92-3030. Kosningastjóri er Haukur Guðmundsson. VESTURLAND: Akranes Skrifstofan er að Vesturgötu 53 Röst. Opið daglega frá kl. 16—19, og 14—19 á laugardögum. Sfmi 93-1716. Kosningastjóri er Sigurbjörn Guðmunds- son. Borgarnes Skrifstofan er að Svarfhóli v/Gunnlaugsgötu. Opið daglega frá kl. 20.30—21.30 og 14—17 um helgar. Slmi 93-7412. Kosningastjóri er Sæunn Jónsdóttir. VESTFIRÐIR: ísafjörður Skrifstofan er i Alþýöuhúsinu Hrannargötu 2 Opið er frá kl. 16.30—22. Slmi 94-4479 og 4469. Kosninga- stjóri er Árni S. Geirsson. NORÐURLAND—EYSTRA: Akureyri Skrifstofan er aö Strandgötu 9. Opið er frá kl. 9—17 daglega. Sími 96-24399. Kosningastjóri er Jón Ingi Cesarsson. Húsavík Skrifstofan er í Félagsheimilinu Húsavík. Sími 96-42077. Opið er f rá kl. 20.30—22.30 daglega og frá kl. 16—18 um helgar. AUSTURLAND: Egilsstaðir Skrifstofan er að Bláskógum 9. Opió er daglega frá kl. 9—24. Sími 97-1807. Kosningstjóri er Karl Th. Birgisson. Fáskrúðsfjörður. Skrifstofan er að Skrúð. Opið er daglega frá kl. 20—22. Sími 97-5445. Kosningastjóri er Rúnar Stefánsson. Neskaupstaður Skrifstofan er að Hafnarbraut 22. Opið á kvöldin og um helgar-Siraj 97-7801. Seyðisfjöröur Skrifstofan er að Hafnargötu 26 kjallara. Opiö á kvöldin og um helgar. Eskifjörður Skrifstofan er opin öll kvöld og um helgar eftir kl. 14.00. Síminn er 97-6198. SUÐURLAND: Selfoss Skrifstofan er að Eyrarvegi 24. Opið daglega frá kl. 17—19 og 20—22. Simi 99-1055. Kosningastjóri er Sigurjón Bergsson. Vestmannaeyjar Skrifstofan er að Heiðarvegi 6. Opið daglega frá kl. 17—19. Sími 98-1422. Kosningastjóri er Þorbjörn Pálsson. NORÐURLAND—VESTRA: Siglufjörður Skrifstofan er ( Borgarkaffi. Opið er frá kl. 16—19 daglega. Sími 96-71402. Sauðárkrókur Skrifstofan er í Sælkerahúsinu. Opið daglega frá kl. 17—19 og 20—22 og um helgar frá kl. 14—19. HAPPDRÆTTI Alþýðuflokksfólk. Munið heimsenda happdrættismiða. Miðar fást á öllum kosningaskrifstofum flokksins. KOSNINGASJÓÐUR Alþýöuflokksfólk Munið kosningasjóði Alþýðuflokksins. Oft er þörf en nú er nauðsyn. SJÁLFBOÐALIÐAR Við hvetjum allt Alþýðuflokksfólk til að hafa sam- band við kosningaskrifstofurnar og láta skrá sig til vinnu, bæði dagana fram að kjördegi og á kjördag. UTANKJÖRSTAÐAKOSNING Utankjörstaðaskrifstofa Alþýðuflokksins í Reykja- vik er í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10. Skrifstofan er opin frá kl. 9.30—22.00. Símar 15020—29282— 623244—623245. KJÖRSKRÁR Upplýsingar eru veittar um kjörskrár á öllum kosningaskrifstofum Alþýðuflokksins. Athygli kjósendasem ekki verðaheimaákjördag 25. apríl n.k. er vakin á þvi að utankjörstaðakosning er hafin og fer fram hjá hreppstjórum og sýslu- mönnum utan Reykjavíkur. í Reykjavlk fer kosning fram í Ármúlaskóla daglega frá kl. 10.00—12.00, 14.00—18.00 og 20.00—22.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00. Lokaó er á föstudaginn langa og páskadag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.