Tíminn - 02.07.1967, Page 9

Tíminn - 02.07.1967, Page 9
SUNNUDAGUR 2. júlí 1967. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastióri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- búsinu. símar 18300—18305 Skrifstofur- Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — I lausasölu kr 7.00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h t Langur listi Dómarafulltrúafélag íslands hefur á fundi sínum 29. þ.m. vítt harðlega veitingu bæjarfógetaembættisins á Akureyri. Félagið byggir mótmæli sín á því, að þar sem hinir tveir umsækjendur hafi báðir verið hæfir, hefði átt að fara eftir starfsaldri. Sá sem embættið fékk, hafði starfað 13 árum skemur í þjónustu ríkisins en hinn, sem var sniðgenginn. Sá, sem fékk embættið var Sjálf- stæðisflokksmaður, en hinn Alþýðuflokksmaður. Blaðið Alþýðumaðurinn á Akureyri hefur birt eftirfar- andi lista um „embættaveitingar ráðherra Sjálfstæðis- flokksins síðan þeir tóku við dómsmálum frá þvi er viðreisnarstjórnin var mjmduð og nær listinn yfir veit- ingar í embætti sýslumanna og bæjarfógeta út um land: Lögreglustjóraembættið í Bolungarvík: Hafsteinn Hafsteinsson, Sjálfstæðismaður. Borgarfjarðarsýsla: Ásgeir Pétursson, Sjálfstæðism. Hafnarfjörður: Einar Ingimundarson, Sjálfstæðism. Barðastrandasýsla: Ásberg Sigurðsson, Sjálfstæðism. Akranes: Jónas Thoroddsen Sjálfstæðismaður. Snæfells- og Hnappadalssýsla: Friðjón Þórðarson, Sjálfstæðismaður. Dalasýsla: Yngvi Ólafsson, Sjálfstæðisflokksmaður. Húnavatnssýslur: Jón ísberg, Sjálfstæðisflokksmaður. Siglufjörður: Elías Elíasson, Sjálfstæðisflokksmaður. Neskaupstaður: Ófeigur Eiríksson, Sjálfstæðisflokksm. Akureyri: Ófeigur Eiríksson Sjálfstæðisflokksmaður. Suður-Múlasýsla: Valtýr Guðmundsson, Sjálfstæðism. Skaftafellssýslur: Einar Oddsson, Sjálfstæðisflokksm. Keflavík: Alfreð Gíslason, Sjálfstæðisflokksmaður. Vestmannaeyjar: Freymóður Þorsteinsson, Sjálfst.m. Samtals 15 embættisveitingar með hreinum flokkslit“. Þessi listi staðfestir svo ve.1 það, sem Tímirin hefur sagt um embættaveitingar núv ríkisstjórnar, að ofmælt er að fara um það fleiri orðum að sinni. Hækkun hitaveitunnar Á miðju s.l. ári, eða rúmum mánuði eftir borgar- stjórnarkosningarnar i fyrravor beitti íhaldsmeirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur sér fyrir stórfelldustu hækk- un á gjaldskrá hitaveitunnar, sem nokkru sinni hefur verið gerð. í heild voru taxtar hitaveitunnar hækkaðir um 35—40% og einstakir liðir næstum 200%. Fulltrúar Framsóknarflokksins í borgarstjórninni beittu sér eindregið gegn þessum miklu hækkunum og töldu þær ekki ná nokkurri átt. Fluttu þeir ítarlegar breytingartillögur og lögðu til, að hófsamlega yrði farið í allar hækkanir, þótt ekki yrði hins vegar hjá því komizt að auka tekjur hitaveitunnar nokkuð vegna mikilla fjár- hagserfiðleika, sem hún átti þá í. íhaldsmeirihlutinn í borgarstjórninni felldi með sínum átta atkvæðum allar tillögur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og samþykkti síðan hina stórfelldu hækkun. Hins vegar fékkst samstaða um það í borgarstjórninni, að láta hækkun heimæðagjald- anna, ekki ná til þeirra húsa, sem áttu samkvæmt áætlun- um og loforðum hitaveitunnar að vera búin að fá hita- veitu þegar gjaldskrárhækkunm «ar samþykkt. Var þess- um aðiium gefinn kostur á að greiða heimæðagjaldið skv. eldri taxtanum til 1. júii 1967. Vegna stöðvunar- laganna verður hins vegar að telja hæpið að hækkun heimæðagjaldanna núna sé leyfileg og því ráðlegra fyrir hitaveitustjóra að bíða með ahar hækkunarframkvæmdir þar til haustar. TIMINN Tvær forustugreinar úr The Times, London: Dómurinn yfir Mohammed Ali Nýlegar var kveðinn upp dómur yfir hnefaleikakappan- um fræga, Mohammed Ali (Cassius Clay) vegna þess að hann heufr neitað að gegna herþjónustu. Hann var dæmd- ur í margra ára fangelsi. Mál inu hefur hann vísað til yfir- dóms. „The Times“ ræddi um dóminn í eftirfarandi forustu- grein 22. þ.m.: STRÍÐIÐ í Vietnam er orð- ið mikiivægt fyrir bandaríska svertingja á tvennan hátt. Ann ars vegar hafa margir einstak- ir bandarískir svertingjar bar- izt hetjulega í Vietnam og feng ið þar aðstöðu, frama möguleika, tilgang og fjármuni sem þeim hefir verið meinað að njóta heima fyrir. Þeir verða enn óifúsari en áður til að sætta sig við ójafnréttið heima eftir að hatfa notið þessa jafnréttis um sinn við að þjóna þjóð sinni. Hins vegar hneigist skipu- lögð skoðanamyndun meðal svertingja einkum til andstöðu gegn styrjöldinni, og nýtur þar við áhrifa jafn fjarskyldra foringja og dr. Martin Lúther Kings og Stokely Carmicihaels. Afstaðan stafar að nokkru leyti af því, að svertingjarnir líta á þetta sem stríð hvítra manna gegn þjóð með öðrum Litarihætti, en einnig af hinu, að styrjöldin dregur bæði fé og athygli frá ófulnægðum þörfum svertingja heima fyrir. Hiámarkshegningin, sem Mu- hammed Ali (Cassius Olay) var dæmdur í þriðjudaginn 20. júní fyrir að neita að gegna herþjónustu, kann að auka eitt hvað á andstöðu svertingja gegn styrjöldinni, að minnsta kosti ef dóminum verður full- nægt. Þetta gæti einnig vald- ið aukinni andstöðu hvítra manna gegn jafnréttinu, þar sem særð ættjarðarást kynni Cassius Clay. að auka á hneigð til kynþátta misréttis. SATT er að visu, að enn sem komið er hefur Muhammed Ali ekki hlotið mikið fylgi með al svertingja. Til þess að svo megi verða skoríir hann bæði aðdráttarafl og málsnilld, og hefir raunar lagt allt of mikla áherziu á skrípalæti. En þegar dómstóll hvítra manna dæmir svartan hneföleikarameistara í þungavigt til þyngstu refsing- ar fyrir hugsjónir sínar getur auðveldlega svo faráð, að horft verði framhjá vanköntum hans sem manns. Ekki verður komið auga á, að Muhammed Ali hafi orðið fyrir alvarlegu misrétti laga- lega séð. Hann bar því upp- haflega við, að hann væri að sannfæringu og samvizku and stæður styrjöldinni, en tókst hvorki að sannfæra herkvaðn- ingarstjómdna um, að hann sjálfur né samtök svartra mú- hameðstrúanmanna væru yfir leitt í andstöðu við styrjaldir í sjálfu sér, — og þar hafði sitt að segja, að nokkrir félag- ar í samtökum svartra múham- eðstrúarmanna börðust og höfðu barizt á vígvöllunum í Vietnam. Muhammed Ali (Cassius Clay) var heimilað að áfrýjg til landsnefndar, sem svertingi átti sæti í, en þar varð niður staðan hin sama. Hann reyn;l einnig að fá sig undanþeginn á þeirri forsendu, að han-n væri starfandi prestur safnað- ar, en tókst ekki að sannfœra yfirvöldin um að hann gegndi í sannleika fullu prestsstarfi samkvæmt lögum, — og þarf raunar engum að koma sú af- staða á óvart. Héraðsdómur- inn þurfti því ekki að úr skurða um annað en það, hvort hann hefði neitað að gegna kvaðningu til herþjónustu. DÓMARINN hafði að nokkru leyti á valdi sínu að ákveða refsinguna og tók þann kost, að ákveða hana eins þunga og lög framast heimiL- uðu. Hann kann að haifa hugs- að sem svo, að áhættan við að verða sakaður um kynþáttaof sóknir, eða að leggja svertingj um til pislarvott, væri minni en hættan á að efna tiL flóð- öldu mála af bálfu svertingja, sem hyggðust reyna að komast hjá að gegna herþj ón.ustu í Vietnam. Dómarinn ákvað að minnsta kosti að taka þá af- stöðu, að þarna væri ekki um að ræða nein mikilvæg atriði til málsbóta. f flestra augum munu þó þessi atriði þyngst á metun- um. Afstaða Muhammeds Ali stafar fyrst og fremst af því, að hann lítur einkum á stríð- ið í Vietnam sem nýlendustríð Pramhald á bls. 15. Ummæli Kosygins um Svetlönu Áður en Kosygin forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, fór frá Bandaríkjunum, hélt hann blaðamannafund, sem var sjónvarpað samtímis um víða veröld. Hann var m.a. spurður um brottför Svetl önu, dóttur Stalíns, frá Sov- étríkjunum. „The Times“ ræddi um svar Kosygin í eftirfarandi forustugrein 28. þ.m.: SVETLANA Alliluyeva Sta- línsdóttir kom til Bandaiikj- anna fyrir tveimur mánuðum tál þess að „öðlast það sjálf stæði I orðum og athöfnum, sem henni hafði lengst af ver- ið meinað að njóta í Rúss- landi“. Þannig lýsti hún sjálf orsök landflóttans. Kosygin lýsti annarri skoðun á þessu s.l. sunnudag: „Hún er reikul siðferðilega", sagði hann, „og andlega vanheil. Við getum ekki annað en aumkað þá, sem hafa í hygigju að færa sér hana í nyt í pólitískum til gangi, eða Sovétmönnum til álitshnekkis yfirleitt.“ Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem því heyrðist fleygt af hálfu Rússa, að Svetlana væri van- heil á geðsmunum, eða að land flétti hennar væri liður í ein hverju samsæri CIA gegn Sov- étríkjunum. Ekki hafa verið dregin fram í dagsljósið nein rök fyrir þess um ásökunum. Sú staðhæfing, að CIA sé flækt í málið, virð- ist ákaflega ósennileg. Ef kon an hefði verið ginnt úr landi, hefðd henni að öllum líkind- um verið kippt í einum svip vestur yfir Atlantshafið, en í reyndinni fór hún huldu höfði í tvo mánuði í Indlandi og Sviss, meðan bandarísk stjórn arvöld ákváðu, hvað við hana skyldi gera. Hin staðhæfingin, að Svetl- ana sé andlega vanheil, virð- ist ekki á meiri rökum reist en sú sameiginlegia skoðun rétt hugsandi Sovétþegna yfirleitt, að allir, sem flýja land, séu truflaðir á geðsmunum. En svipuð afstaða er algeng á Vesturlöndum til þeirra manna, sem þar flýja land. DAPURLEGT er að heyra forsætisráðherra Sovétríkj- anna faxa niðrandi orðum um siðferði og andlegt ástand ein- staklings, sem er andstæðing- ur hans í stjórnmálum. Satt m,un að vísu, að Kosygin hafi með þessu gert sjálfum sér meira ógagn en Svetlönu Alli- luyevu. Með ummœlum sínum um hana setti hann blett á það góða álit, sem hann hafði á- unnið sér hjá almenningi i Bandaríkjunum. Rökstuddur dórnur um skap- gerð Svetlönu og hæfileika. verður að bíða þar til sjálfs- ævlsaga hennar birtist í hjaust. Víst er mögulegt, og raunar vonandi, að hún geti sýnt manngerð föður síns í nýju ljósi og raunar allt andrúms loftið, sem ríkti í Kreml með- an hann sat þar að yöldum. Haldið er fram, að bókin muni að mestu snúíst um höfund- inn sjálfan og skýra frá, hvers vegna hún ákvað að flýja vest- ur á náðir hins ókunna, undan hefðbundnum leiðindum síns ekkjustands. Fróðlegt verður að sjá, að hve miklu leyti á kivörðun hennar byggist á skoð unum hennar á sovézfcu sam- félagi og að hve miklu leyti var um að ræða tilraun til flótta undan oki faðernisins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.