Tíminn - 12.07.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.07.1967, Blaðsíða 3
MTÐVTK'UDAGUR 12. júlí 1967 TÍMINN í SPEGLITÍMÁNS Hin þekkt,a Hollywood-leik- konan Lana Turner hefur lit- ið verið í fréttum undanfarið, en hún komst þó í blöðin fyr ir nokkrum dögum, þegar hún ræddi við fréttamenn og sýndi þeim staf, sem hún varð að ★ nota, eftir að hafa orðið fyrir slysi, þegar hún var flð skemmta hermönnum í Vief nam. Og hún var draghölt, þeg ar hún gekk af fundi frétta- mannanna. Það var fjöldi manns í strætisvagni í Buenos Aiers, þegar allt í einu heyrðist kall að hárri röddu: Kyssitu mig! Ég elska þig! Allina athygli beindist að Luiz Bernandos og karlmennirnir í vagninum hót uðu að henda honum út úr sitrætisvagninum, ef hann bæð ist ekki afsökunar á því, sem hann hefði sagt. Luiz harðneit aði að hiafa sagt nokkurn skap aðan hlut, en hann var með páfagaukinn sinn með sér og það hefði verið hann sem sagði þetta. Lögreglan var kölluð á vettvang og Luiz var ábærður fyrir ósæmilega hegð un á almannafæri. Um leið og dómarinn ætlaði að fara að fella dóminn opnaði páfagauk urinn aftur munninn og sagði: Kysstu mig! Ég elska þig. Luiz var sýknaður, en honum var bannað að vera með páfa gaukinn á almannafæri. ☆ Karl Jensen í Danmörku á níu syni. Fyrir skemmsfu ætt leiddi hann tvo munaðarlausa drengi. Segir hann tilganginn með þvi, að nú geti þeir stofn að sitt eigið fótboltalið. ☆ Nýjasta tízka meðal kvenna í Japan um þes&ar muntíir er að láta mála örlitlar myndir á eyrnarsnepla sína. Það er jap anskur máiari, Kanko Akigo, sem kom'þessari hugmynd á framfæri. Það gerðist fyrir skemmstu að kveikt var í viðtækjaverzl un nokkurri í Varsjá. Maður- inn, sem það gerði, var stað inn að verki og handtekinn. Við yfirheyrsluna var hann spurður, hvað hefði komið hon um til þess að gera þetta og svaraði hann þvi til, að börn urn hans hefðu verið seld þrjú transistortæki i búðinni og það hefði algjörlega eyðilagt allan heimilisfrið. ★ Richard Franklin Speck, sem var dæmdur til dauða fyrir morð á 8 hjúkrunarkonum í Chicago átti fyrir skemmstu þátt í uppþoti í fangelsinu, sem hann er í. Spack og þrír aðrir fangar tóku upp á þvi einn morguninn að kvarta yf- ir morgunmatnum og köstuðu því næst matnum og sjóð- heitu kaffi í höfuð fangavarð anna og tveggja fanga. Annar fanganna brenndist illa á höfði en báðir fangaverðirnir og hinn fanginn sluppu ómeiddir. Speck hafði áður kvartað yf- ir hávaða í útvarpi og sjón- varpi og sagði, að hann kærni í veg fyrir, að hann gæti sof- ið. 1 F>rir skömmu fannst brezka leikkonan Vivian Leigh látin á heimili sínu í London, tæp- lega 54 ára að aldri. Hún fæddist árið 1913 á Indlandi og hóf kornung nám í leiklist og varð ein af fremstu leik- konum Breta. Hún var tvígift og var síðari maður hennar hinn frægi leikari Sir Laurence Olivers og léku þau saman árum saman bæði á leiksviði og í kvikmyndum. ★ Fyrir skemmstu va refnt til samkeppni um hatta í París. Fyrstu verðlaun 10.000 krónur hlaut Marie-Therese Versois, og hatturinn, sem hún fékk verðlaunin fyrir var tehetta, sem hún hafði prjónað, sem afmælisgjöf handa ömmu sinni ★ Myndir af geimförunum, sem dvöldust hér á íslandi fyr ir nokkrum dögum, hafa farið víða um heim, og í gær, þeg ar við tókum upp myndaum slagið frá Politiken rákumst við á þessa mynd og ef dæmt er eftir líkum hefur hún bor izt til Danmerkur frá Banda ríkjunum. Á myndinni eru Jack Robert Lousma (í svif- flugunni), en á horfa Anna Harðardóttir, flugfreyja og Ásbjörn Magnússon. Á VÍÐAVANGI Beðið um skýringu Eins og öllum er kunnugt af- sakar borgarstjórinn bakreikn- ing sinn á útsvarsgreiðendur í Reykjavík með því, að hann hafi 1. des. í fyrra birt yfirlýs- ingu við afgreiðslu fjárhaesáæt' unarinnar þess efnis að rétt væri að láta framlag til l»æj« -u i: a arinnar bíða, þangað til hvort fært væri að bæta við útsvarupphæðina. Þess vegna ::; alls ekki komið aftan að mönn- um nú með útsvarshækkunina. En við nánari athugun kem- ur í ljós, að sú yfirlýsing, sem borgarstjóri les upp nú og telur rétt hafða eftir sjálfum sér, er allt önnur útgáfa en birt var í Mbl. 2. des. 1966. Þar var ekki minnzt á útsvarsviðbót, heldur bent á aðrar leiðir. Borgarbúar vissu því ekki um þennan fyrir vara borgarstjóra úin hækkuð útsvör, hvað sem hann hefur tal að í barminn í borgarstjórn. Því var nú komið hreinlega aft an að þeim með bakreikning, meira að segja með harla vafa- sömum lagaheimildum. Timinn vill hér með endurtaka beiðni sína til borgarstjóra og Mbl. um skýringu á þeim mismun, sem er á útgáfu Mbl. 2. des. 1966 af yfirlýsingu borgarstjóra ng þetrri útgáfu sem hann veifar nú. Útsvarsgreiðendur eiga heimtingu á svari. „Boginn spenntur til hins ýtrasta" Það vakti óskipta undrun þeg ar fulltrúar Alþýðubandalags- ins studdu alveg útsvarshækkun og bakreikning íhaldsins í borg arstjórn á dögunum — sumir að vísu með lasinni samvizku. Guðmundur Vigfússon rök- studdi þá afstöðu með feimnis- Iegum hætti. Sé fiett upp í Þjóð viljanum og litið í ræðu þá, sem liann flutti við afgreiðslu fjár hagsáætlunarinnar 1. des. 1966, sést að hann hefur m. a. við- haft þessi ummæli um útsvars- upphæðina, sem þá var ákveðin: „Engin mun telja fært að leggja til, að útsvörin verðj hækkuð frá því, sem áætlað er. Þar er boginn án efa spenntur til hins ýtrasta“. Þá taldi hann bogann spennt an tii hins ýtrasta. Nú samþykk ir hann 25—30 millj. útsvars- hækkun með íhaldinu í viðbót. Þar með hlýtur boginn að vera brostinn að dómi Guðmunde — og hanr. hefur sjálfur brotið hann. Góð samkvæmnj þetta. í framhaldi af þessu áliti sínu um boga útsvaranna taldi Guðmundur, að hækka ætti á- lagningu aðstöðugjalda að mun og kvaðst mundi fylgja því fast fram. íhaldið anzaði því engu, og Guðmundur bauð hinn vang- ann og bætti við útsvörin. Stöðvunarforingi hefur orðið Hinn 3. des. 1966 birti Mbl. hástemmdan leiðara um hina ágætu og raunhæfu fjárhags- áætlun Reykjavíkur þá nýaf- greidda. Sérstaklega er farið fögrum orðum um hófsemi borg arstjórans við ákvörðun útsvavs upphæðar og þá viðleitni hans að íþyngja ekki borgurunum. Og síðan segir blaðið: „Borgarstjóri tók skýrt fram, að með þessu móti vildi Reykja Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.