Tíminn - 12.07.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.07.1967, Blaðsíða 2
TÍMINN MIÐVffiUDAGUR 12. júlí 1967. Ungtempl- aramót á Fyrsta Landsmót fslenzkra ungtemplara var haldiS á Sighifírði um mánaðamótin, og vorn þátttakcndur rúmlega þrjú hundruð, víðs vegar að af landinu. Mótið þótti takast mjög vcl í alla staði, en það var ungtemplarafélagið Hrönn á Siglufirði, sem sá um fram- kvæmd mótsins. Myndin er frá mótsetnmg- unni á íþróttavellinum. (Tímamynd: JÞ) BK'Laugafelli, þriðjudag. Grasspretta er hér seinni á ferðinni en í fyrra og 2-3 vikum seinni en í meða'lári. Sláttur er hér hvergi hafinn enn. Nokkuð víða, einkum í Laxárdal og Hvammssveit, ber tailsvert á kali, og er það meira en verið hefur um árabil. Mningar eru rétt að byrja, og eru þeir samuleiðis með seinasta móti. Þeir bændur, sem Býður íslenzkum kennara til Eng- lands Eskur kennari býður ungum íslenzkuim kennara við fram- haldsskóla til dvalar í júlí á heimili sínu í Englandi. Upp- lýsingar hjá formanni LSFK, sími'35894. Fann stolinn hlut eftir tvö ár KJ-Reykjavik, laugardag. Fyrir tveim árum síðan var stolið lítilli rafsuðuvél í sand nátni suður i Grindavík, og upp lýstist þjófnaður þessi núna fyrir tveim dögum. Þá varð eigand- anum litið inn í bíl í Reykjavík cg sér þá, hvar rafsuðuvélin er niðurkomin. Var eigandi bílsins tekinn til yfinheyrslug og viður- kenndi hann að haiía stolið vél- inni fyrir tveim árum síðan. Má segja, um þjófnað þennan,- að upp komist svik um síðir. lokið hafa við að taka af, eru ibyrjaðir að reka fé á afrétt. Að Laugum kom í dag hópur 46 orlofskvenna, sem mun dvelj- ast þar í 10 daga, en annar hópur litlu minni fór eftir jafnlanga dvöl. Munu slí'kir 'hópar dveljast þar í sumar, en Orlofsnefnd Reykjavíkur hefur skólann á leigu í þessu skyni út júlímánuð, og Orlofsnefnd Gullbringu- og ' Kjós- arsýslu í ágúst. Stunda konurnar sund og útivist og halda kvöid- vökur með heimatilbúnu' efni, og eru þær mjög ánægðar með dvöl- ina. Sundlaugin að Laugum er nýlega endurbætt og lagfærð nokkuð. EiS-Reykjavík, þriðjudag. Horfur eru á, að sláttur hefjist með seinna móti vestanlands vegna vorkulda, og nokkuð er þar einnig um kal í túnum. Rúningar standa nú víðast hvar yfir. Blaðið hafði samband við nokkra af fréttariturum sínum á Vesturlandi í dag, og fara frásagnir þeirra hér á cftir. SÞ-tBúðarda'l, þriðijudag. Vorverk og grasspretta eru 'hér þremur vikum á eftir áætl- un. S'Iáttur hefst eftir miðjan mánuðinn, og er það töluvert seinna en venjulega. Noktouð er um kal, einkum hér frammi í Lax árdalnum, og fer upp undir það að vera allt að helmingur af ræktuðu landi. Nokkuð ber einnig á kali í fyrra, Og vcldur það því erfiðleikum hjá þeim, sem hafa orðið fyrir því tvö ár í röð, og gæti jafnvel orsakað niðurskurð. Vegna mikillar úrkomu er ekki enn búið að rýja hér vestra, en sennilega verður það gert í næstu vitou. Félagsheimilið var tekið í end- anlega notkun 24. júní sl. með hófi fyrir Laxdælinga, en Laxár- dalshreppur og ýmis félagasam- tök innan hreppsins hafa staðið að byggingu þess. GG-'Hjarðarfelii, þriðjudag. Sláttur er byrjaður á einstaka bæ, en sprettan er með minnsta móti, miðað við þennan tíma sumars, og heldur lakari en í fyrra. Dálítið er um kal í túnum, einkum nýræktum, en er þó ekki tilfinnanlegt, þótt það komi sér ver núna en í fyrra vegna lítillar sprettu. Sennilega verður aðeins sleginn einn sláttur nú í sumar. Verið var að smala og rýja í gær og í dag, cn vegna rigningar var það ekki hægt í síðustu viku. Ferðamannastraumurinn hef ur verið með meira móti, einkum inn í Breiðafjarðareyjar og vegir eru orðnir ágætir miðað við það sem gerist. GG-iFornahvammi, þriðjudag. H)ér hafa gengið kuldar fram á þennan dag, og sláttur hefst í fyrsta lagi upp úr 20. júlí. Tölu- vert kal er í upphéruðum og hér er um þriðjungur túnsins skemmd ur af kali. Er það með mesta móti, en nýræktir og flæðiengi eru víða illa farin. Heyskapar- horfur eru töluvert undir meðal- lagi, og verri en á sama tima í fyrra. Mningar standa hér nú yfir, og Stafholtstungnamenn ráku á fjal'l í síðustu viku. Um- ferðin er mun minni en venja er á þessum tíma árs, og lítið hefur verið af ferðafólki. LANDKRABBAR Á SJÓ Margt er það, sem menn gera sér til uppörvunar og ánægju. Sl. föstudagskvöld hoppuðu nokkrir landkrabbar og innisetumenn um borð í 60 tonna bát hér í Reykja- víkurhöfn, Hrönn GK 241, og héldu út á mið á handfæra- veiðar. Þetta var . blandaður hópur, bandariskur skiptistúdent frá Kansas í sinni fyrstu sjóferð, tveir erlendir starfsmenn við Straumsvíkurverið, íslenzkir verkfræðingar, ritstjóri Vísis, tveir starfsmcnn hjá Shell, form. Alþýðubandalagsfélags- Reykjavíkur, starfsmaður hjá auglýsingastofu, að ógleymd- um starfsmanni hjá sjónvarp- inu. Já, og ekki má gleyrna tveimur starfsmönnum hjá Loftleiðum. Meginstofninn í þessum hópi voru klúbbfélag- ar hér í borg, sem hafa ofar- lega á stefnuskrá sinni að stunda „utrásir" í einhverri mynd. Sjóferð þes=i var á engan Framhald á bls. 14. Happdrætti Há- skóla íslands Mánudaginn 10. júlí var dregið í 7. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2.200 vinn- ingar að fjárlhæð 6.200.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500.000, krónur, kom á heilmiða númer 59. 595. Annar heilmiðinn var seld- ur í umboði Frímanns Frímanns sonar í Hafnarhúsinu, en hinn í umboðinu á Akureyri. 100.000 króur' komu á hálf- miða númer 57.577. Tveir hálf- miðar voru seldir hjá Arndísi Þor valdsdóttur, Vesturgötu 10, einn hálfmiði hjá Frímanni Frímanns- syni í Hainarhúsinu og einn í um boðinu á Selfossi. 10.000 krónur: 3858 — 5626 — 8645 — 9864 — Vegleg minningar- gjöf til Staðar- kirkju í Hrútafirði Við fermingarguðsþjónustu, sunnudaginn 18. júní, var tekið til notkunar í fyrsta sinn vand- að og myndarlegt kirkjuorgel, sem Staðarkirkju hafði borizt frá systkinum frá Jaðri hér í Stað arhreppi. Sigurður Hjartar- son, Jón Hjartarson, Óli Hjartar- son og Theódóra Hjartardóttir gáfu kirkjunni þessa ágætu gjöf til minningar um elskulega for- eldra sína, Hjört Björnsson og Hólmfríði Jónínu Jónsdóttur, sem bjuggu búskapartíð sína á Jaðri hér í byggð. Mjög var það kirkjunni kær- komið, að eignast orgel þetta þar sem hið gamla orgel kirkjunnar var úr sér gengið og lítt nothæft. Hið nýja orgel er smíðað í Lind- hólm-verksmiðjunum í Svílþjóð og sérstaklega gert til notkunar í kirkju. Um leið og ég færi gef endunum innilegar þakkir kirkju og safnaðar fyrir þessa góðu gjöf, sem ber með sér hlýhug þeirra til kirkjunnar og ræktarsemi við minningu látinna foreldra, vil ég vona, að orgelið verði kirkjulegu trúarlífi til eflingar í byggð- inni og söfnuðinum hvatning til þess að meta vel sinn kristilega trúararf. Yngvi Þórir Árnason, sóknarprestur. 11759 — 12318 — 14989 — 14385 —- 15173 — 17074 — 17014 — 23956 — 26611 — 26726 — 27269 — 27902 — 31701 — 32040 — 32790 — 33549 — 35598 ----- 36528 — 37121 — 37294 — 38053 — 38108 — 43072 — 44089 — 50470 — 50946 — 51547 — 51892 — 52026 — 53125 — 53373 — 53414 — 56634 — 59594 — 59596. Fremstur á myndinni er Guðmundur Ágústsson, næstur Ragnar Jóhannesson, Vilhjálmur Þorláksson, bandarfski stúdentinn frá Kansas og Jóhannes Söivason. (Tímamynd: SJ). i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.