Tíminn - 12.07.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.07.1967, Blaðsíða 1
Auglýsing í TÍMANUM kemur dagiega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gerist áskrifendur að TIMANUM Hringið i síma 12323 154. tbl. — Miðvikudagur 12. júlí 1967. — 51. árg. Alexander Sjetepin Sjelepin lækkar í tign: Upphaf mikilla manna- skipta? NTB-Moskvu, þriðjudag. Alezander Sjelepin, sem eitt sinn var talinn liklegastur til mikilla valda af yngri mönnum í sovézka komniúnistaflokksins, var í dag skipaður eftirmaður V. Grisjins sem formaður sovézka Alþýðusainbandsins. Hefur þessi breyting vakið geysimikla at- hygli í Moskvu. Telja erlendir fréttamenn, að þetta sé athyglis- verðasta breytingin síðan Nikita Krustjoff var steypt af stóli liaust ið 1964, og er þetta talið upphaf að 'i'íðtækri breytingu á skipun flokksstjórnarinnar. Sjelepin, sem er 49 ára, er einnig flokksritari, en búist er við, að hann muni láta af því embætti þegar Miðstjórnin kem- ur saman til fundar næst, og er þá einnig búist við fleiri breyting um. Telj.a fréttamenn, að með skipun Sjelepins sem formanns A1 þýðusambandsins, hafi hann ver ið lækkaður í tign. Framhald á bls- 15. SKATTSKRÁ REYKJAVÍKUR LÖGÐ FRAM: Útsvörin 722,2 milijónir - heildarhækkunin 22,5%! ÞYNGSTI ÚTSVARSBAGGI, SEM LAGÐUR HEFUR VERIÐ Á BORGARBÚA, ÞRÁTT FYRIR „STÖÐVUNARSTEFNUNAí AK-Reykjavík, þriðjudag. Á morgun kl. 9 árdegis verður útsvars- og skattskrá Reykvíkinga lögð fram og mun liggja frammi lögákveðinn tíma, eins og nánar er auglýst í blöðum í dag, til 25. júlí n.k. í Iðnaðarmannahús- inu við Vonarstræti og í Skatt stofu Reykjavíkur. Á skattskránni eru alls 16 tegundir gjalda, og á sömu stöðum liggja einnig frammi skrár um skatta útlendinga hér, aðalskrá um söluskatt árið 1966 og skrá uan landsútsvör 1967. Kærulrestur er til 25. júlí. Útsvör þau, sem Reykvík- ingum er gert að greiða í ár, samkvæmt þessari skrá, bæði af tekjum og eignum, eru 722 milljónir 232 þúsund kr. Á f járhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1967 — að við- bættum þeim 25—30 millj. sem borgarstjórn bætti ofan á með samþykkt fyrir nokkr- um dögum — er útsvarsupp- hæðin áætluð 658,3 millj. kr. 10 hæstu útsvarsgreiðendur — sjá baksíðu auk vanhaldaálags, sem má vera 5—10%, og má hámarks- upphæðin samkvæmt því vera 724 millj. og 130 þús. kr. — Hefur þessi heimild verið dyggilega notuð, þar sem álögð útsvör eru 722 millj. sem fyrr segir, og vanhalda- álagið hefur verið haft 9,75%. Útsvör þessi eru lögð á 27297 einstaklinga, en þeir voru 25818 í fyrra, og á 1289 félög, en þau voru 1146 í fyrra. Tala gjaldenda nú ei því samtals 28586 en þeir voru 26964 í fyrra og hefur fjölg- að 'im 6%. Útsvarsupphæðin í fyrra var U um 590 millj. kr. og er hækkunin í heiid 22,5%. Þegar 6% fjölgun gjaldanda er tekin með í reikning inn hæbkar meðalútsvar á gjald- anda um 16,5% og er það sannar- lega allmikil hækkun á einu ári, ekki sizt þegar höfð eru í huga „stöðvunarlög" s©m banna allar hækkanir. Mönnum verður og miklu erfiðara en áður að greiða iþessi hækkuðu útsvör á þessu ári, þar sem tekjur hafa yfirleitt rýrnað og kaup alls ekki hækkað. Útavörin eru nú lögð á eftir sama stiga og í fyrra, og síðan veittur 6% afsláttur af útsvars- upphæðinni, en hann var 5% í fyrra. Útsvör, sem nema 1500 kr. eða lægri upphæð eru felld niður. Á skránni eru einnig aðstöðu- Framhald á bls. 14. Vopn streyma til Araba Sovétríkin hafa sent Egyptum mikið magn flugvéla og skriðdreka NTB-Washington, þriðjudag. -jf Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Arabaríkin hafi þegar fengið endurbætt helming þeirra flugvéla, sem þau misstu í styrjöldinni við fs.rael, og fjórð- ung allra skriðdreka og annarra hervagna, sem þessi ríki misstu. ic Óstaðfestar fregnir hermia, að Egyptar hafi misst 300—400 orrustuþotur og sprengjuflugvél- ar í styrjöldinni og helming þeirra 1000 skriðdreka af Stalín -111 gerð, sem þeir áttu áður en styrjöldin hófst. Bandaríkjastjórn lét í dag í ljósi áhyggjur síniar yfir miklum vopnasendingum Sovétríkjanna til Egyptalands og annarra Araba- ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs. Er hér bæði um að ræða send- ingu flugvcla og annarra vopna. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði á blaða- mannafundi í Washington í dag, að bandaríska stjórnin hefði á ný skorað á Sovétrikin að takmarka sendingu hernaðartækja til land anna fyrir botni Miðjarðarhafs, svo hægt væri að koma í veg fyr ir nýtt vigbúnaðarkapphlaup þar um slóðir. Talsmaðuri-nn minnli á, að Johnson Bandaríkjafiorseti hefði 19. júní s. 1. sagt, að styirjöldin milli ísraels og Arabaríkjanna sýndi greinilega, hvílik hætta væri fólgin í vígbúnaðarkapp- hlaupi fyrir botni Miðjarðarhafs. — Að okkar áliti ættu stór- veldin að vinna að takmörkun vopnasendinga til þessara ríkja, en ekki að nýju vígbúnaðarkapp- hlaupi, — sagði talsmaðurinn, Robert MeClosky. Hann skoraði einnig á Sovétríkin og öll önnur ríki að fallast á þá tillögu Banda rikjaforseta, að allar vopnasend ingar til þessa svæðis yrðu skráð ar hjá Sameinuðu þjóðunum. McClosky skýrði frá því, að Framhald á bls. 15. t *• ■Lií^vj i - * ■ A -t < ■*’■ ' '+' . ■' ‘ i ** SiÍa V ‘ ** * iié* Margot Fonteyn F0NTEYN 0G NUREJEV FJÓRA TÍMA í FANGELSI NTB-San Francisco, þriðjuáag. Ballettstjörnurnar hcimsfrægu Dame Margot Fonteyn og Rudolf Nurejev voru handtekin í sam- kvæmi i ,,Hippies-hverfinu“ í San Francisco snemnia í morgun- Voru þau sökuð um að trufla frið inn með því að þau voru á stað, þar sem marihuana var liaft um hönd, og þar sem Iögreglan fann klámmyndir. Var þeim sleppt gegn 330 dollara tryggingu fyrir livort þeirra eftir að þau höfðu dvalið á lögreglustöðinni í fjórar klukkustundir. Þessir heimsfrægu danarar voru meðal 18 manns, sem hand tekin voru eftir að lögreglan hafði stöðvað hávaðasamt og fjörugt sam kvæmi í Belvedere Street 42 í hverfi því, sem er aðsetursstaður svonefndra ,,Hippies“ í San Franc isco — en þetta er ungt fólk með langt hár, sem leggur helzt stund á frjálsar ástir og notkun ýmis konar eitur- og deyfilyfja. Eigandi þekrar íbúðar, sem samkvæmið var haldið i, var af lögreglunni sakaður um að hafa undir höndum klámkvikmynd, og fyrir að hafa veitt húsaskjól ein- staklingum, sem verið höfðu und ir áhrifum eiturlyfja. Lögreglan tilkynnti, að hún hefði fundið 7 marihuana-sígarettur i íbúðinni. Þá tilkynnti lögreglan, að með al þeirra, sem handtekin voru, hafi einnig verið aðstoðarhljóm- sveitarstjórinn við sinfóníuhljóm sveitin,a í Seattle. Hann hafði Framhald á bls. 14. Rudoif Nereyev

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.