Tíminn - 05.08.1967, Side 3

Tíminn - 05.08.1967, Side 3
LAUGARDAGUR 5. ágúst 1M7. TÍMINN Eins og gietið var i.m í síð- asta þætti af MEð Á NÓTUN- UM, er ætlunin, að ég haldi álfram að skrifa hljóm- plötngagnrýni hér í Maðinu eftdr því, sem tiiefni gefur til, þó svo, að fyrrnefndur þáttur falli niður um tíma. Og hafi einihvern tíma verið til- efni til siíkra skrifia, þá er það einmitt núna, því mikið er um að vera í fslenzkri hljóm plötuútgófu um þessar mund- ir. Þrjár plötur hafa komið út um svipað leyti, sín fró hverj- um útg'efandanum: þar af trvœr um síðustu helgi og hér birt- ist því í fyrsta sinn þátturinn Á Ií'LJÓM PLÖTUM ARKAðlN- UM. Tvær síðastnefndu plöt- urnar voru með Dumibó og Steina og Svanihildi og sextiett Ólafs Gauiks. Hljómplata er ekki formlega komin út fyrr en hún er auglýst í blöðum og útvarpi, og þar sem platan með Svanhildi var auglýst á undan, tek ég hana fyrir fyrst. Pyrsta platan af þeim þrem, er ég minntist á áðan var með keflvísku hljómsveitinni, er nefnir sig „Óðmenn“, og ef allt hefði verið með eðlileg- um hætti hefði umsögn um hana átt að birtast langsam- lega fyrst, en þar sem mér hefur ekki borizt umrædd hljómplata, get ég að sjólf- sögðu ebki skrifað, um hana. Mlér fannst rétt að taka þetta fnam hér til að forðast hugs- aalegan misakilning. Snemmá á þessu ári kom út fyrsta ^Mjómplatan með Hiljóm sveit Ólafs Gaulks, sem átti þó og á enn miklum vinsældum að fagna. Plata þessi var í heild sérsrtakiega vel unnin, enda fékk hún mjiög góðar móttökur. Nú er komin út önnur plata með þessari sömu hljómsveit og eru S.G. hljóm- plötur útgefandi eins og áður. Hins vegar er ég ekki eins ánægður með þessa plötu eins og þá fyrri. Það sem stingur mig einna mest er, hvað kost- lr þessarar afbragðs hljióm- •sveitar eru lítt nýttir. Það liggur við, að maður dragi í etfa, að sextettinn sé fullskip- aður í sumum lögunum. Svan- hiidur syngur sóló í öllum fjórum iögunum og færist þar fullmikið í fang, enda gér- bylting frá fyrri piötunni. Björn R. er að vísu engjnn úrvalssöngvari, en það hefði verið smekklegra ef hann hefði aðstoðað Svanhildi lítil- lega, ásamt þeim Andrési Ing- ólfssyni og Ólafi Gauk. ,JMrra, nú ætti að vera baíl“ heitir fyrsta lagið. Mér er sagt, að þetta sé gamall slagari af erlendu bergi brot- unn. Lagið er bráfftfjörugt og textinn í sama anda, en sá sem er skrifaður fyrir honum nefnist „Plausor" og er ég engu nær, hver sá heiðursmað- ur er, en víst er um það, að t'extinn er góður. Þetta lag stendur og fellur með söng Svanhildar, en hún skilar sínu hlutverki alveg prýðilega. Við- lagið syngur hún „double- track“ eins og sagt er á tækni- móli, þ.é.a.s. tvíraddað og kem úr það einkar vel út, en er eikki full mikið að nota þetta tæknibragð í öllum lögunum? í þessu lagi má heyra í raf- magnsorgeli, en einhvern veg- inn finnst manni þetta hljóð- færi vera aðskotahlutur í hlj'ómsveit Ólafs Gauiks. His vegar heyrist ekkert í saxa- fóninum hans Andrésar eða básúnunni hans Björns R. og er það miður gott. Næsta lag heitir „Afmælis- kveðjan“ og er það slakasta lagið á plötunni. Ólaf- ur Gaukur er skritfaður fyrir því, en til allra óheilla hefur hann fengið „að láni“ stef úr erlendu lagi, þ.e.a.s. viðlagið, sem ailltatf er sungið á dans- leikjum, ef um afmæliskveðju er að ræða. Hér er það hins vegar gegnumgangandi allt lag ið og kemur þestfi kokteill hálf anlkannlega út. Textinn er einnig eftir hljómsveitarstjór- ann. „Kiveðja til farmannsins“ hefur þegar áunnið sér vin- sældir hér undir nafninu „Now is fche hour“ í flutningi Roek- ing Ghosts. En nú er það hún Svanhildurj sem syngur, en henni tekst ekki eins vel upp við þetta lag og hin þrjú. Textinn er eftir Ágúst Böðv- arsson og stendur hann vel fyrir sínu, þ.e.a.s. að sló í gegn í óskalagaþætti sjó- manna. Ólafur hefur breitt hinni U'pphaflegu útsetningu og gefur það laginu aukið gildi. Hér er það orgelið, sem er í aðalhlu'tverkinu. Inn á millá má þó heyra í blásur- unum, en einhvern veginn hef- ur maður það á tilfinninguni, að þeir séu að halda niðri í sér andanum. Síðasta lagið er jafnframt það al'bezta, en það heitir „Fjarri þér“. Söngur Svan- hildar er með mikilli prýði. Lagið sjálft- er ágeett og textinn haglega saminn og auð lærður, en hann er eftir Ólaf. Til allra guðslukku hefur ongel ið verið fjarlægt í þessu lagi og þeir Andrés og Björn R. fó að blása ótruflaðdr, þannig að þar fer ekki mjlli mála, að þetta er sextett Ólafs Gauks. Benedikt Viggósson. Kápumynd af hinni nýju plötu. Attræð í dag: Ingibjörg Arngrímsdóttir f dag er aimma mín, Ingibjörg Arnignímsdóttir, áttræð. Hún er Skagfirðingur að ætt og ólst upp fyrstu árin hjá foneldrum sínum, Ástríði Si'gurðardóttur og Arn- grími Sveinssyni, sem bjuggu á Gdili í Fljótum, en var síðan tekin 1 fósbur ti'l föðursystur sinn m/, Ingibjangar Sveinsdóttur, þar aacn hún dvaldi síðan til fullorð- pasára. ! tilefni þessa merkisdags í Utl ömmu, langar mig til að mtonast hennar nokkrum orðum, fyrst og fremst tll þess að tjó henni þafcklæti mifct fyrir allt, sem hún hefir fyrir mig gert bæði fyrr og síðar. En hjó henni dvaldi ég fyrstu fjögur bernsku- árin mín norður í Pljótum. Móð- ir mín var þá að ljúka námi er- lendis, og ekkert fannst ömmu sjáilifsagðara en að veita alla þá aðstoð, sem hún gat í té látið tók á sínar herðar að fóstra mig og fræða á öllu því, sem fyrir augu og eyru mín bar þennan tíma. Þegar ég svo að þessum fjórum árum liðnum, yfirgaf sveitina, sew var orðin mér svo undur kær, voru bað mikil þátta- skil í li-fi mínu. Breytingin var mikil fyrir litla stúlku að koma úr afskekktri sveit og fá- menni á fjölmennan stað, þar sem allir staðhættir voru svo ger- ólíkir því, sem ég hafði áður átt að venjast. Enda leið iangur tími unz ég tók gleði mína á ný og samlagaðist hinu nýja um'hverfi. Góður hagyrðingur og vinur okk ar skildi mig og túlkaði vel h.ugs anir mínar í litlu ljóði, m.a. á þessa leið: Gaman var á Gili flest, ég gleymi ei slíkum dögum. Unni ég þó ömmu mest og yl frá hennar bögum. Amma á sjálf létt með að setja saman bögur, enda var hún greind kona og skír í hugsun. Oft hefir hún stytt sér stundir við að botna vísuihelminga, sem fram haifa komið í kv'æðaþáttum Ríkis- útvarpsins á undanförnum áram. En aldrei vill hún flíka nein.u slíku né láta það fara lengra. Einn vísubotninn lærði ég hjá henni eitt sinn, og hljóðar fyrri helmingur vísunnar svo: Útlitið er ekki tryggt, ýfast menn og flokkar. Þá kvað amma á svipstundu: Það er ekki þungt á vigt þjóðarstoltið okkar. Þegar ég spurði hana, hvers vegna hún hefði ekki sent þenn- an ágæta botn til útvarpsins, hristi hún aðeins höfuðið og fannst það nú meiri fjarstæðan að láta sér detta slíkt i hug. Anima er nægjusöm kona með afbrigðnm og kröfur hennar til lífsins hafa ætíð verið litlar. Lífs viðhorf hennar hefir fyrst og fremst mótazt af því, að sælla sé að gefa en þiggja. Hún hefir þó aldrei auðug verið af þessa heims gæðum né sótzt eftir slíku. Hún er ern vel, þrátt fyrir háan aldur og hefir átt því iáni að fagna að vera við góða heilsu fró fyrstu tíð og fram til þessa dags. Þótt eittbvað bjátaði á, myndi hún síðust allra kvarta, því það er svo fjarri eðli hennar að gera mikið úr smómunum. Eigingirni er einnig henni fjarlæg, en fóm- fýsi er hún gædd í þeim mun rífcara mæli. Þessir góðu eigin- leikar hennar hafa komið glöggt í ljós í öllu hennar lífi, en þó ekki bvað sízt nú hin síðari ár, er hún dvelst hér í Reykjavilk hjá fóstursyni sínum, Hjálmari Jónssyni og konu hans, ásamt Jóni Jóakimssyni, sem hefur ver- ið lífsförunautur hennar í nær 50 ár. Jón varð fyrir þ\ú ólóni að missa sjónina fyrir nokkrum árum og er nú bundinn við rúm- ið árið um kring. Hlutverk ömmu er því nú að létta hans þungbæru raun og stytta honum stundirn- ar með þvi að gera honum lífið eins bærilegt og verða má Það gerir hún bezt með þvi að sitja hjá honum öllum stundum með prjónana sína eða bóik í hönd En hún les mjög mikið og fylgj ast þau því bæði vel með öllu markverðu, sem gerist í kringum þau. Á hverju sumri, síðan þau Framlhiald á bls. 13 Á VÍÐAVANGI Endurskipulagning heilbrigðismálanna má ekki dragast f kosningahríðinni svöruðu stjórnarflokkarnir ádeilu Fram sóknarmanna ve"na slæms á- stands í heilbrigðismálum því einu að nánast væri um róg einn að ræða og stjórnin ætti traust eitt skilið fyrir stjórn heilbrigðismála. Á aðalfundi Læknafélags íslands var höfuð málið endurskoðun á stjórn og skipan heilbrigðismála í land- inu! Var það skoðun lækna- stéttarinnar, að mikil hætta væri á ferðum ef framþróun og skipulagning heilbrigðis- mála drægist meira aftur úr en orðið er. Kom fram ákveð- inn vilji Iæknanna í þá átt að félagssamtök lækna í landinu geri allt, sem í þeirra ' ■’-'i stendur til að stuðla að eðli- legri framþróun. Á fundinum var lögð fram greinargerð frá stjórn Lækna- félags íslands um nauðsynleg ar grundvallarrannsóknir vegna heildarskipulags heilbrigðis- mála og mun hún verða lögð fyrir heilbrigðisyfirvöld sem viðræðugrundvöllur um nauð- syniegan undirbúning að þessu mikla og óumflýjanlega þjóð- féiagsmáii. Ábyrgðartilfinning í orði og verki i grein, sem Halldór Krist- jánsson, Kirkjubóii, ritar í blað ið í gær kemst hann m.a. svo að orði: „Morgunblaðið hefur reynt að hafa að spotti ummæli úr blað inu fsfirðingi, þar sem sagt var, að Framsóknarflokkurinn myndi starfa af ábyrgðartilfinn ingu. Þetta er mér kærkomið tilefni tii að rifja upp nokkur atriði um ábyrgðartilfinningu í orði og verki og mun ég þá ekki sneyða með öilu hjá þeim manninum, sem ég hygg, að ráði mestu um stjórnmálaskrif Mbl. en það er Bjarni Bene- dVKtsson forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn heFur tvímælalaust verið miklu ábyrg ar: í stjórnarandstöðunni en Sjálfstæðisflokkurinn var á sín um tíma. Þar ætti að vera nóg að minna á það, að Framsóknar menn brugðu ekki fæti fyrir efnahagsaðgerðir þingsins í upp hafi Viðreisnarstjórnar, enda deiia kommúnistar óspart á Framsóknarflokkinn fyrir að hafa annazt nærkonustörf þeg- ar Viðreisnarstjórnin fæddist. Framsóknarmönum var það Ijóst. að efnahagsaðgerðir voru nauðsynlegar, — höfðu að vísu ekki trú á því að þær blessuð- v.st alls kostar í höndum þess- arar stjórnar eins og hún stóð að þeim, en iétu þær samt ná fram að ganga. Stærsta mál í nútíð oo framtíð V Segja má. að stærstu mál lfð- andi daga á ísland) séu efna- hagsmálin. en stærsta framtíðar máiið réttur til landgrunnsins. fíverjir hafa tekið á þeim mál- um undanfarið al svo mikilli ábyrgðartilfinningu að reynt nafi verié að ná samstöðu aljra iim þaf>. sem gera skyldi? Vænt amega ríkisstjórnin undir for- vstu Bjarrnt Benediktssonar? Fraimihald á bls. 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.