Tíminn - 05.08.1967, Page 8
3
TÍMINN
LAUGARDAGUR 5. ágúst 1967.
f
„ÞAÐ ÓMÖGULEGA ER
SKEMMTILEGAST..
Sveinbjörn Jónsson. Ljósmynd ED.
Norðlendingurinn Svein-
björn Jónsson, kenndur við
Ofnasmiðjuna á síðari árum
en fyrrum við byggingastörf
og verkliegar nýjungar, varð við
þeim tilmælum að svara nokkr
um spurningum um .daginn og
veginn. Hann er nú nýkominn
á áttræðisaldurinn, fœddur í
Syðraholti í Svarfaðardal en
fluttist að Þóroddsstöðum í
Ólafsfirði sjö ára og ólst þar
síðan upp í föðurgarði. Svein-
björn hefur verið sá gæfumað
ur, að eiga óteljandi áíhuga-
mál og vinna að framgangi
þeirra, ýmislegt hefur hann
líka fundið upp og framleitt
til að auðwlda margs konar
störf, svo sem alkunnugt er.
Áhugasvið hans spannar vítt,
allt frá því að varðveita gamla
muni og til þess að koma á
fót mákrJbræðslu til að vinna
brotajárti í landinu. Mest met
ég hann þó fyrir hjálpfýsi og
góðvild i garð umkomulítilla.
Eitt sir.n er hann var að skila
af sér jólapóstinum, mundi
hann eftir sárfátækri og um-
komulítilli einstæðingskonu
norður í Svarfaðardal. Hver
mundi nú gleðja hana? Svein
björn sendi henni jólakveðju
og álitlega peningaupphæð og
vakti sendingin meiri gleði en
orð fá lýst.
Brœður Sveinbjarnar eru
þeir Þórður, Gunnlaugur og
Ágúst. Hjá Jóni föður sínum
sem lært hafði smíðar hjá
Snorra Jónssyni á Akureyri,
nam hann smíði en hélt siðan
til Noregs og vann við trésmið
ar, múrverk og gekk í tækni-
skóla. Eftir heimkomuna sett-
ist hann að á Akureyri og var
þar til 1935 en þá fluttist
hann suður. Á Akureyrarárun
um stóð Sveinbjöm fyrir bygg
ingu aðalverzlunar- og skrif-
stofuhússins KEA, Kaupangs-
kirkju, sá að nokkru um bygg
ingu Kristneshælis o. s. frv.
— Hvaða hús byggðir þú
fyrst, Sveinbjörn?
— Það var smá húsfcofi úti
í Ólafsfirði. Þá var ég 19
ára og Páll heitinn Bergsson
stóð- fyrir því að byggt væri
yfir blásnauðan karl. Hér var
ég svo notaður í allan skratt-
an.
— Byrjaðir þú ekki að hita
hýbýli með heitu vatni?
— Ég hitaði upp Reykhús í
Eyjafirði með laugarvatni.
Laugin stóð neðar og einhverj
ir hlógu að mér fyrir að ætla
að leiða vatnið uppímóti. En
ég leiddi kalt vatn, tekið ofan
við bæinn, niður í laugina og
þaðan upp í íhúðarhúsið. Þá
var kalda vatnið orðið heitt og
gerði sitt gagn. Ég fór með þá-
verandi ritstjóra Dags, Jónas
Þorbergsson, frameftir og
sýndi honum þetta. Ég stríddi
líka mikið við það verk
síðar, að hita upp Kristnes-
hæli.
— Vannstu ekki einnig að
fyrstu bæjarhitavcitunni í
Ólafsfirði og að rannsókn veg
arstæðis i Múlanum?
— Ég átti jú hlutdeild i
hitaveitunni. En það var frem
ur verk bræðra minna en mín,
og svo margra annarra. Við
Höskuldur Baldvinsson gerð-
um uppdrætti að henni á
þeim tíma. Um Múla^eginn er
það að segja, að sumir vilja
eigna mér þar stærri hlut en
ég á. Björn Stefánsson skóla
stjóri í Ólafsfirði var búinn
að mæla fyrir veginum og
merkja, þegar ég kom með
minn norska verkfræðing til
að abhuga staðhætti. Verk-
fræðingurinn sagði strax, að
sjálfsagt væri að leggja veg-
inn, fremur en að gera jarð-
göng, og það var ekki nema
á tveimur stöðum, sem honum
sýndist nauðsyn á að breyta
áætlun Björns Stefánssonar.
Nú er vegurinn gleðileg stað
reynd.
— Þú vannst að ýmsum upp-
finningum á meðan þú dvalílist
á Akureyri?
— Smávegis fikt, sem ekki
er umtalsvert og oft búið að
tala um. Þó var ég með eitt
skrítið. Það var „dráttarkarl"
til að draga línu. Ég hitti ný-
liega einn, sem hafði eignazt
einn slíkan og notað í tvö eða
þrjú sumur. Nú geymir hann
karlinn upp á háalofti og mig
langar til að eignast hann á
ný.
— Það mua oft hafa sótt á
þig, að hafa hlutina öðruvísi
en þeir eru?
— Helzt vil ég orða það
öðruvísi. Ég hef verið haldinn
þeirri ónáttúru, eða hvað á
að kalla það, að hafa alltaf
mest gaman að því, sem er
ómögulegt. Þetta er bæði
ópraktist og vitlaust. Sundum
getur eitthvað fengizt út úr
því, fyrr eða síðar stundum
ekfcert.
Til gamans get ég sagt þér
h'vaö rilfjaðist upp fyrir mér
frá því ég var að byggja kaup-
félagshúsið hérna fyrir meira
en 35 árum. Ég lagði þá til við
þá háu herra, sem kaupfélags
málum stjórnuðu, að grafinn
væri út melurinn, þar sem nú
stendur Kjötbúð KEA, Hótel
ið og fleiri hús. Þá var þetta
óbyggt. Eg gerði áœtlun um
að grafa þetta með vatni og
skutla efninu út í sjó, á þeim
stað, sem nú er verið að fylla
upp með jarðefnum, fluttum á
bifreiðum. Þetta fékk • ekki
hljómgrunn, en var þó ekki
svo vitlaust, það sér maður nú.
— Renndirðu fyrir lax á
ferðalagi þínu hér fyrir norð-
an?
— Hef aldrei gert það- En
ég hefi áhuga á því að rækta
lax og silung til meiri nytja
en nú er. Mér til mikillar gleði
frétti ég að þrjá síðustu dag
ana hefði orðið vart við lax
í Svarfaðardalsá, en ég sbuddi
að því að áin fékk ofurlítið af
gönguseiðum í fyrra. Áður
hafði verið sleppt þar seiðum
í tvö ár. Laxinn er nú að
skila sér. En veiðimálastjóri
segir mér, að áin í Ólafsfirði
sé ekki vel fallin til laxagöngu
Hún rennur þó gegn um stórt
vatn og í ‘ vatninu má eflaust
rækta nytjafiska, ebki trúi ég
öðru. Það voru einu sinni
sett seyði í ána, en laxinn sást
ekki meira. Sumir segja, að
hann hafi villzt upp í Héðins-
fjörð. Einhverntíma verður
ræktaður fiskur ' Ólafsfjarðar
vatni, mikill og verðmætur'
fiskur. Vatnið var fullt af
síld og smálþorski í gamla
daga.
Hvað viltu segja mér um
nýjungar í byggingarmálum?
— Það væri of margt í stuttu
blaðaviðtali. Ef farið verður
inn á þá braut að flytja inn
byggingarefni t. d. frá Noregi
má nefna etimit, gifsplötur og
einangrunarplötur. Ennfremur
má nefna fjöldaframleiðslu
húsa og húshluta til þess einn
ig að lækka byggingakostnað-
inn,
— Þú hefur ætíð verið
áhugasamur bindindismaður?
— Áfengismálin eru hreint
út sagt að gera ókkur vitlausa.
Áfengisbölið, sem menn kom-
ast efcki hjá að sjá og vita
hvarvetna um, er svo yfirgengi
legt, að það er sárara en tár
um taki. Dauði, slys og heim-
ilisböl af völdum áfengisneyzl
unnar er samanlagt einn mesti
bölvaldur þjóðfélagsins. Marg
ir ágætismenn hafa farizt i
þessu helvíti og eru að farast
í áfengisflóðinu fyrir sunnan.
Vonandi er það skárra annars
staðar. Það versta er, að það
er alltof mikið af ráðandi
mönnum og beinlínis allskon
ar fyrirmönnum, sem ýta und
ir þetta böl í stað þess að
vinn'a gegn því. Þeir gera það
bæði viljandi og óviljandi með
þvi að vera háðir drykkjutízk
unni óg taka þátt í henni.
Þeir haida beinlínis uppi þess
ari fáráanlegu og spillandi
tízku. Og þeir standa margir
á móti því, að bindindismenn
fái að starfa í friði. Ég held
að prestarnir séu að skána í
þessu efni en læknarnir ekki.
En yfirleitt er embættismanna
stétt þjóðarinnar illa á vegi
stödd í þessu efni. Mér hefur
oft verið það fhugunarefni, hve
læknar, sem þessi mál þekkja,
eru þögulir um hættuna. Það
er í rauninni vítavert. Guð-
mundur Karl Pétursson yfir-
læknir og slíkir menn eru
allt of fáir, en þökk sé þeim
fyrir þeixra baráttu og að
þeir ganga á undan með góðu
eftirdæmi. Ég þekki raunir
margra áfengissjúklinga og vil
nota tækifærið til þess að vara
menn við áfengisnobkun. Lækn
ing er erfið og afturhvarfið
einnig.
— Þú munt hafa unnið að at
hugunum á, að koma upp járn
bræðslu? }
— Lítilsháttar. Það var Jón
nokkur Ólafsson, ættaður úr
Biskupstungum, en fór vestur
um haf og gerðist þar kunn-
ui járnbræðslumaður, sem
hreyfði þessu mád fyrst, þegar
hann kom til tslands fvrir all
mergurp árum Hann sagði. að
pað ætti ekki að senda brota-
iárnið úi tandí heldur vinna
tir bví hér heima Við skrifuð-
umst sve á. jafnóðum og ég
kynnti mér v-alið eftir föneum.
Iðnaðannálastofnunin kom svo
i málið og fékk bandarískan
serfræðing til ráðuneytis. Hann
skrifað; heil; bók um þetta og
niðurstaðan var neikvæð. Er
Jón Ólafsson sá þessa miklu
greinargerð, kvað hann upp
þann dóm, að hún væri marfc-
leysa og sagðist aldrei haifa séð
vitlausara plagg.
— Voru fleiri kvaddir til
þessu máli?
— Já,^ ég mæltist til þess
við Jón Ólafsson, að við færum
saman til Svíþjóðar og kynnt
um okkur málin sameiginlega
og leituðum ráða Svía. Ekkert
varð úr ferð okkar saman, en
ég komst á snoðir um sænska
bræðslu, þar sem fór fram völs
un á steypustyrktarjárni. En
það var alltaf mín skoðun, að
heppilegast myndi að vinna
steypustyrktarjárn úr brota-
járninu hér heima. Það hafði
komið í ljós, að brotajám á
íslandi svaraði einmitt til þarf-
ar okkar á steypusrtyrktarjárni.
Sviar töldu sæmilegt að byrja
með 5—6000 tonna vinnslu.
fnn er flutt svipað magn eða
meira af steypustyrktarjárni á
hverju ári. Ég hef nú farið
tvær ferðir til Svíþjóðar í þess-
um erindum. Svíarnir tóku
erindi okkar sérstafclega vel og
greiddu götu okkar á allan
hátt. Þeir töldu hugmyndina
álitlega og hafa gert áætlun
um slíkan verksmiðjurekstur
hér. Þeir sendu tvo menn hing
að upp í fyrra til að líta á að-
stöðuna. Nú standa okkur til
boða sænskar vélar í bræðsluna
og hagstætt lán. Sú tillaga hef-
ur verið gerð, að stofn-
kostnaður skiptist á þann veg,
að þriðjungur fjármagnsins
kæmi sem almenningshlutafé,
þriðjungurinn lánuðu íslenzkir
bankar og Svíar lánuðu svo
þriðjunginn. Svíum leizt vel á
þetta. AMt er þetta nú í at-
hugun hjá Iðnaðarmálasbofnrn-
inni.
— Hver heldur þú að fram-
vinda málsins verði?
— Spámaður er ég enginn.
Hitt veit ég, að sænska stál-
bræðslan, sem ég nefndi og er
af svipaðri stærð og sú, sem
hér mundi bezt henta, hefur
byggt sig upp að nýju fyrir eig-
ið fjármagn og reksturinn
gemgur vel. Þar er þó við að
etja samkeppni við þá, sem
vinna málmgrýtið sjálft úr
sænsku námunum. Það sýnist
ekki hagkvæmt fyrir okkur, að
flytja fyrst út brotajárnið og
síðan til landsins aftur sem
steypustyrktar j árn.
— Svo hlaupið sé úr einu
i annað — áttir þú einhvern
þátt í nýrri aðferð f kartöflu-
rækt, sem nú eru gerðar til-
aunir með?
— Maður þarf ekki síður að
hugleiða það sem maður borð
ar. Það var þannig. að norskur
maður, Per Lönning á
Storð í V-Noregi. ræktar kart-
öflur undir plasti með góðum
árangri. Ég kom mér í sam-
band við hann. Hann kom svo
hingað til landsins á minn
kostnað og sagði til u’m,
mversu með skyldj fara. Nú
spretta kartöflur á 10 stöðum
í sumar undir plasti. Aðal-
bækistöð þessara tilrauna
er hjá Norðlendingnum
Finnlaugi Snorrasyni frá
Bægisá bónda á Arnarstöðum
náiægl Selfossi. Þa8 »«bður
ípennandi að sjá uppskeruu*.
— Hvernig er þetta fram-
kvæmt?
- Þar sem um litla garða er
að ræða er jörðin búin undir
íáningu ? venjulegan hátt, síð gj
an er p*astið breitt yfir og það f
fes" niðui oftast aðeins með "
iarðveginum sjálfum. Síðan l
Framirald á bls, 13 '
J
sae