Tíminn - 16.08.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.08.1967, Blaðsíða 2
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 16. ágóst 1967 Bæjarhúsln að Saltvík. (Tímamynd: KJ) SALTVÍK OPNUÐ UM NÆSTU HELGI KJ-Reykjavík, þriðjudag. Um næstu helgi verður Saltvík á Kjalarnesi opnuð sem útivistar- staður fyrir Reykvíkinga, full- orðna jafnt sem unga, en Æsku- lýðsráð Reykjavfkur hefur fengið umráð yfir staðnum. Þeir Reynir Karlsson fram- lrvæmdastjóri ÆskulýðlsraðS, Bald vin Jónsson og Hjálmar Guð- mundsson sem haft hafa umsjón með framkvæmdium á staðnum, ræddu við fréttamenn í dag í til- efni af opnunardeginum á laug- ardaginn. Fer þá fram stutt opn- unarathöfn klukkan tvö, en að öðru leyti verður litið um skipu- lega dagskrá, þvi ætlast er til að hver reyni að hafa ofan af fyrir sér sjálfum og öðrum, og mein- ingin er að láta staðinn þróast eftir þvi sem gestir hans vdlja. Öll hús í Saltva'k hafa verið máluð, og staðurinn snyrfur eftir því sem tök hafa verið á. Piltar úr Vinnuskóla Reykjavífcur hafa unnið þarna undir stjórn Hjálm- ars Guðmundssonar. Þarna er meiningin að jafnt Töpper-Mixa-tón- leikar í kvöld og annað kvöld. Dr. Franz Mixa og kona hans óperusöngkonan Hertlha Töpper- Mixa komu til landsins með Gull- faxa í fyrrakvöld. Þau koma hing að á vegum Tónlistarfélagsins og ætla að (halda hér tvenna tón- leika, í kvöld og annað kvöld kl. 9 í Austurbæjarbíói. Á efnisskránni eru verk eftir Hugo Wolf, Brahms, Schumann og Ridh. Strauss. Meðal viðfangsefn anna er ljóðaflokkurinn „Frauen liebe und Le(ben“ eftir Sehumann. Ýmsar hugmyndir á lofti í útgáfustarfsemi Hins íslenzka bokmenntafélags i ES-Reykjavík, föstudag. BlaSið liafði í dag samband við Sigurð Líndal hæstaréttar- ritara sem eins og kunnugt er hefur nýtekið við embætti for seta Hins íslcnzka bókmennta félags af próf. Einari Ól. Svelnssyni, og spurðist fyrir um það, hvort fyrirhugaðar væru breytingar á starfi félags ins og hvernig útgáfumálum þess yrði hagað í framtíðinni. Sigurður sagði, að lítið hefði gerzt í þeim málum enn sem komið væri, og vcgna anna og fjarveru einstakra manna hefðl ekki enn tekizt að ná hinni nýkjörnu stjórn saman til formlegs fundar. Hins vegar sagði Sigurður, að það lægi Ijóst fyrir, að á- fram yrði haldið þeim útgáfu verkum, sem þegar væri byrj að á, svo sem útgáfu íslenzkra anuála og ljósprentun þjóð- fræðasafns þeirra Jóns Árna sonar og Ólafs Davíðssonar, er hófst fyrir nokkrum árum. Um aðra bókaútgáfu hefðu ekki enn verið teknar ákvarðanir, en í þeim efnum væru ýmsar hug- myndir á lofti, og teldi hann persónulega æskilegt, að félag ið réðist í útgáfu ýmissa er- lendra öndvegisrita í íslenzk- um þýðingum, og einnig hefði hann hug á að fá ýmis meiri háttar íslenzk ritverk til út- gáfu, hliðstæð þeim stórverk- um, sem félagið hefði áður fyrr gefið út. Sigurður sagði vilja vera fyrir hendi til þess að gera vissar breytingar á starfi félagsins, en þau mál væru öll á athugunarstigi enn sem komið væri. Um Skirni sagði Sigurður, að hann myndi koma áfram út ,og yrði liklega lögð mest áherzla á útgáfu hans fyrst í stað. Sagðist hann álita, að Skírnir ætti að koma út á- fram sem tímarit um íslenzk ar bókmenntir og menningu, en á nokkru breiðari grund- velli en verið hefur. Persónu- lega kvaðst hann og vilja auka bókmenntagagnrýni í Skírni og koma henni í betra horf en verið hefur, en við allar breyt ingar á skipulagi ritsins kvað hann verða að hafa í huga, að ekki mætti hverfa frá þeim grundvelli, sem útgáfa þess hefur verið reist á undanfarin ár. Annars sagði hann öll þessi mál vera í deiglunni enn sem komið væri, og ekki full ráðið, hvaða breytingar kynnu að verða gerðar á starfsemi fé- lagsins í framtíðinni. ungir sem gamlir geti slegið upp tjöldum um helgar, og notið um- hverfisins. Sérstakar fjölskyldu- tjaldlbúðir verða þarna, og á þeim stað þar sem aðeins ómurinn frá bítlamúsíkinni úr hlöðunni heyr- ist. Aítur á móti verða tjaldbúðir unglinganna skammt fra hlöð unni í Saltvdk. Hefur verið sett nýtt gólf í hana, og hljómsveit- arpallur, þar sem hljómsveitin Tempó mun leika fyrir dansi. Á laugardaginn verður dansað þarna í hloðunni fra níu um kvöldið til tvö eftir miðnætti, og verður það að sjálfsögðu ærlegt hlöðu- 'ball. Á miðnætti verður marsérað niður í fjöru, þar sem hlaðinn hefur verið bálköstur, og í kring um hann verður lagið tekið með undirleik Tempó. Á sunnudags- kvöldið verður dansinn aftur troð inn í hlöðunni, en að þessu sinni Framhald á 15. síðu. BANASLYS A DJÚPAVOGI BS®jeykjavík, þrdðjudag. Banaslys varð á Djúpavogi s.l. laugardag. 17 ára gamall piltur sem var að vinna í rafmagns- staur, beið bana, er staurinn féll til jarðar. Pilturinn hét Erlingur Jóhannes Ólafsson og var fra Tjörn á Vatnsnesi. Erlingur var að vinna á veg- um Rafmagnsveitna rdkisins við að taka niður gamla raímagns- línu. Var hann að vinnu uppi í einun staumum, er hann brotn- aði og féll til jarðar og Erling- ur með. ^Mun hann hafa fengið höfuðhögg, en hann lézt nær sam stundi's. Slysið varð um kl. 10.30 árdegis á laugardaginn var. MANNLAUS FISKISKIP SMÍÐUÐIRÚSSLANDI ESiReykjavík, þriðjudag. Fullkomlega sjálfvirk fiskiskip, sem eiga að geta siglt og dregið fisk úr sjó án þess að nokkur maður sé um borð, en verið fjar- stýrð frá móðurskipi í nokkurri fjarlægð, eru nú í bígerð hjá Sovétmönnum sem liður í áætlun um aukningar fiskveiða, segir í nýlegu fréttabréfi frá FAO, mat væla- og landbúnaðarstofnun Sam einuðu þjóðanna. Áætlanir um slík áhafnarlaus fiskiskip til veiða á djúpmdðum koma fram í nýútgefinni skýrslu um alþjóðlega hópráðstefnu, sem haldin var i Moskvu í oktöber s.l. ár á vegum ríkisstjórnar Sovét- ríkjanna og FAO. Dr. N. Andreev sovézkur fiskifræðdngur, skýrði frá því á ráðstefnunni, að áætl- anir Sovétmanna um aukningu á f'iskvedðum þeirra víðs vegar í heiminum stefndu að sem fyllstri sjálfvirkni um borð í fiskiskipum til þess að fækka í áihöfmim og auka framleiðni þeirra. í þessum tilgangi vonaðist sovézka ríkis- stjórndn eftir að geta byggt til- raunafiskiiskip, sem hægt væri ð stjórna með hjálp loftskeytatækni frá miðstöðvarskipi á svœðinu. Skipdn yrðu mismunandi að stærð sagði dr. Andreev, og útJbúin nýjasta rafeindaútbúnaði til þess að finna fiskinn í allt að 2.500 feta dýpi stærri skipin og allt að 1.000 fetum minni skipin. Hann gat þess ekki, hve mörg skip yrðu byiggð eða hvenær hinum fyrstu yrði hleypt af stokkunum. Dr. Andreev sagðd, að áætlun- in væri liður í hinni almennu fiskveiðaáætlun Sovétríkjanna, en í henni væri lögð álherzla á stór fiskiskip, sem gætu farið í langar veiðiferðir, þar sem aflinn væri fullunninn um borð. Hann sagði, að stór fiskiskip hefðu óumdeilan lega kosti fram yfir smærri skip. Sovétríkin myndu halda áfram að leggja áherzlu á útlhafsfiskveið ar, en árið 1965 hefðu þær num- ið um 85% af heildarfiskafla þedrra, og stefnt væri að því að au'ka þær enn. „Tækniútbúnað- ur flota okkar“ sagði hann, „ger- ir okkur kleift að auka stöðugt fiskveiðar okkar á úthofunum og notfœra okkur á árangursríkan hátt hinar auðugu lififrœðilegu auð lindir þeirra". Dr. Andreev gat þess einnig, Framhald á bls. 14 SUMARHA- TÍÐ VIÐ EYJAFJÖRÐ Sunxarhátíð Framsókn- armanna við Eyja- fjörð verð- ur haldin laugardag- inn 19. ág. í Sjálfstæð- ishúsinu á Akureyri og hefst kl. 2L Ingvar Gísla son alþingismaður og Jón Baldvinsson nienntaskólanenri flytja ávörp. Leikaramir Eyvindur Erlendsson og Kari Guðmundsson skemmta. Magn ús Jónsson ópernsöngvari syngur og hljómveit Ingimar Eydal leikur fyrir dansi. Söngv arar með hljómsveitinni ern Þorvaidur og Helena. _ Ingvar Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla Helgi Aðalfundur Framsóknar- félags Snæfells ness- og Ilnappdalssýslu verðnr haldinn í Breiðabliki sunnudaginn 20. ágúst n. k. og hefst kL 3 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kosnir fulltrúar á kjördæmisþing, Helgi Bergs ritari Framsóknarflokksins ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Félagsmenn fjölroennið. Um klukkan sjö í gærkvöldi var slökkviliðið kvatt up»p að Rauðavatni, vegna elds í litlum sumarbústað. Brann bústaður- inn til grunna, og hér á mynd- inni sézt hvar slökkvfliðsmenn slökkva í rústunum. Talið er að fjögurra ára drengur, sem var að leika sér með eldspýtur, hafi kveikt í bústaðnum. Eng- inn bjó í þessum sumarbústað, en hann var í eigu fullorðinna hjóna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.