Alþýðublaðið - 01.05.1987, Side 3
Föstudagur 1. ma( 1987
3
Jón Baldvin skrifar þremur ráðherrum, Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka bréf:
Biður um upplýsingar og greinargerðir
— til undirbúnings viðræðna milli stjórnmálaflokka um myndun ríkisstjórnar
Jón Baldvin Hannibalsson hefur
skrifað fjármálaráðherra, landbún-
aðarráðherra, félagsmálaráðherra,
Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka
íslands bréf, þar sem hann óskar
eftir margvíslegum upplýsingum og
greinargerðum til undirbúnings
viðræðna milli stjórnmálaflokk-
anna um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar.
í bréfi til Þorsteins Pálssonar
fjármálaráðherra óskar formaður
Alþýðuflokksins eftir upplýsingum
um framvindu og horfum í ríkisbú-
skapnum 1987, samninga við opin-
bera starfsmenn, endurskoðun
skattalaga, undirbúning frumvarps
til ríkisfjárlaga og lánsfjárlaga fyrir
1988 og endurskoðun lífeyriskerfis.
í bréfinu til landbúnaðarráðherra
óskar Jón Baldvin eftir því að land-
búnaðarráðuneytið láti honum í té
upplýsingar og greinargérð um
samning þann sem ráðuneytið gerði
í mars sl. við Stéttarsamband
bænda um verðábyrgð ríkisins á bú-
vörum næstu fjörur ár, auk greinar-
gerðar um hugmyndir um framvind
búvöruframleiðslu næstu fjögurra
ára. Frá félagsmálaráðherra er ósk-
að eftir upplýsingum um fjárhags-
stöðu og útlánaáætlun Byggingar-
sjóðs ríkisins og Byggingasjóðs
verkamanna fyrir 1987 og fleira.
í bréfi sínu til Þjóðhagsstofnun-
Jón Baldvin Hannibalsson:
Stjórnarmyndun I sigti?
ar biður Jón Baldvin um upplýsing-
ar og greinargerðir um verðlagsþró-
un, þróun utanríkisviðskipta, spá
um viðskiptajöfnuð, ástand og
horfur á vinnumarkaði tekjubreyt-
ingar milli ára, áætlanir um af-
komu atvinnuvega og. horfur um
breytingar þjóðarframleiðslu og
þjóðartekna 1987 og 1988.
Formaður Alþýðuflokksins bið-
ur í bréfi sínu til Seðlabankans um
upplýsingar og greinargerðir um
þróun innlána og útlána, vaxtaþró-
un, greiðslujöfnuð við útlönd og er-
lendar lántökur.
í bréfum sínum ítrekar Jón Bald-
vin Hannibalsson að mikilvægt sé
að umbeðnar upplýsingar berist Al-
þýðuflokknum eigi síðar en 6. maí
n.k. Þá undirstrikar formaður Al-
þýðuflokksins í bréfunum, að æski-
legt sé að þeir embættismenn sem
kunnugastir séu samningagerðum
og ofangreindum málum, komi til
fundar við þingflokk Alþýðu-
flokksins til frekari skýringar ef
þörf krefur.
A næstu dögum mun skýrast
hvort forsendur séu fyrir hendi til
myndunar ríkisstjórnar Alþýðu-
flokks, Sjálfstæðisflokks og
Kvennalista. Þá hefur einnig verið
rætt um hugsanlega myndun nýrrar
nýsköpunarstjórnar, þ.e.a.s. ríkis-
stjórnar Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Sjálfstæðisflokks.
Fjöldi vinnuslysa á ári:
Um 12 þúsund þurfa að leita læknis
Tíöni vinnuslysa talin mun meiri hér á landien á hinum Norðurlöndunum. — Höröur Bergmann
hjá Vinnueftirliti ríkisins segir að mikiö vanti á'að atvinnurekendur sýni starfsumhverfi og vinnu-
verndarmálum áhuga.
Árlega koma um 6000 manns af
vinnustöðum á slysadeild Borgar-
spítalans. Flestir koma vegna
minniháttar áverka, sem ekki hafa
alvarlegar afleiðingar. í Fréttabréfi
vinnueftirlits ríkisins segir að gera
megi ráð fyrir að þessa tölu megi
margfalda með tveimur til að fá
hugmynd um fjölda vinnuslysa sem
komið er með til læknis á landinu
öllu. má því búast við að um 12000
manns þurfi að leita læknis vegna
vinnuslysa árlega.
Að sögn Harðar Bergmann hjá
Vinnueftirlitinu benda athuganir til
þess að vinnuslysum á hinum Norð-
urlöndunum fækkaði meira en hér
á landi. „Við virðumst því vera
nokkuð illa settý sagði Hörður.
„Við höfum verið að reyna að skýra
þetta með t.d. þessari árstíða-
bundnu vinnu, — unga fólkið sem
kemur á vinnustaði á sumrin, og
öðru slíku sem er sérstakt fyrir okk-
ar samfélag. “
Hörður sagðist einnig telja að hér
á landi væri minna hugsað um
starfsumhverfið og vinnuverndar-
mál en víða erlendis. „Þetta er til-
tölulega nýtt viðfangsefni hérlendis
og vantar mikið á vinnuverndarvið-
horf. Mér finnst t.d. mikið vanta á
að atvinnurekendur geri sér grein
fyrir því hvað það hefur mikið að
segja fyrir hag og alla framvindul
fyrirtækjunum, að hugsað sé um
líðan starfsfólksins.“ Hörður sagði
að það væru frekar verkalýðsfélög-
in sem reyndu að taka á þessum
málum. Sagði hann að Vinnu-
verndarár ASÍ árið 1982, hefði t.d.
skilað miklum árangri fyrir verka-
fólk. „Við hjá Vinnueftirlitinu verð-
um einnig vör við meiri áhuga hjá
verkalýðssamtökunum, heldur en
hjá samtökum vinnuveitenda eða
hjá stjórnendum fyrirtækja."
Reykjavíkurborg yfirtekur rekst-
ur Ljósmyndasafnsins hf., senni-
lega frá þessum mánaðamótum, og
er kaupverðið alls tæpar fimm mill-
jónir króna. Kaupin voru samþykkt
á fundi borgarráðs hinn 14. apríl og
þar með aukafjárveiting á þessu ári
upp á nærri tvær og hálfa milljón.
Enn er eftir að ganga frá ýmsum
atriðum í sambandi við kaupin, en
forstöðumaður safnsins, ívar Giss-
urarson, sagði í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær að hann vænti þess
fastlega að samningurinn yrði lát-
inn gilda frá þessum mánaðamót-
um.
Að frátöldu kaupverðinu, er ekki
gert ráð fyrir að rekstur safnsins,
þurfi að kosta borgina mikið fé og
nefndi ívar Gissurarson í því sam-
bandi að reksturinn hefði gengið
allvel síðustu árin og í fyrra hefði
safnið staðið undir sér.
Ljósmyndasafnið hf. var stofnað
árið 1981 af nokkrum einstakling-
um, einkum í þeim tilgangi að
Samkvæmt yfirliti frá Trygginga-
stofnun ríkisins er vitað að 1200
vinnuslys verða skaðabótaskyld ár-
lega. Slys á sjó eru talin þar með.
Vinnueftirlit ríkisins fær tilkynn-
ingu um 350 slys árlega og verður að
Reykjavík:
bjarga gömlum ljósmyndum og
filmum frá skemmdum, en einnig
til að veita almenningi greiðari að-
gang að þessum heimildum um
Iiðna tíma.
Það reyndist þó erfiðara en ráð
hafði verið fyrir gert í upphafi að
reka slíka starfsemi þannig að hún
stæði undir sér fjárhagslega og
fyrstu starfsárin hlóðust upp skuld-
ir, sem að sögn ívars urðu mjög
þungur baggi á rekstrinum, þótt á
síðari árum hafi verið unnt að sýna
fram á mun hagstæðari tölur.
Þrír fastráðnir starfsmenn, starfa
nú hjá Ljósmyndasafninu og hafa
þeir allir verið beðnir að halda
áfram eftir yfirtöku borgarinnar.
Auk ívars er hér um að ræða ljós-
myndara og sagnfræðing.
Á Ljósmyndasafninu er nú varð-
veittur mikill fjöldi gamalla ljós-
mynda, einkum frá Reykjavíkur-
svæðinu, en einnig frá öðrum stöð-
um á landinu. Nefna má filmusöfn
feðganna Magnúsar Ólafssonar og
Ólafs sonar hans. Eru þessi söfn
ætla að það segi nokkuð til um
fjölda alvarlegra slysa, en hvergi
nærri nóg vegna vanskráningar.
Dauðaslys hafa á síðustu 5 árum
verið á bilinu 1—8 ár hvert, flest
1981.
stórmerkar heimildir um mannlíf í
Reykjavík á fyrstu áratugum þess-
arar aldar og ekki síður um bygg-
ingarsögu borgarinnar. En einnig
eru í Ljósmyndasafninu varðveittar
myndir mikils fjölda annarra ljós-
myndara og þar má m.a.'finna tals-
vert af myndum frá síðustu öld.
Ljósmyndasafnið hefur á þeim
árum sem það hefur starfað gengist
fyrir fjölda Ijósmyndasýninga víða
um land og á kaffistofum ýmissa
fyrirtækja hanga á veggjum myndir
frá gamalli tíð sem ættaðar eru úr
Ljósmyndasafninu. Sömu sögu er
að segja um allmargar opinberar
stofnanir.
Ljósmyndasafnið hefur í sam-
vinnu við aðra gengist fyrir útgáfu
bóka með myndasöfnum og daga-
töl Ljósmyndasafnsins hafa einnig
náð talsverðri útbreiðslu og notið
mikilla vinsælda.
Ljósmyndasafnið er til húsa að
Flókagötu 35 í Reykjavík, beint á
móti Kjarvalsstöðum.
1. maí:
Kröfuganga frá
Hlemmi a
1. maí n.k. á alþjóðlegum baráttu-
degi verkafólks, gengst 1. maí
nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík, B.S.R.B. og
I.N.S.Í. fyrir aðgerðum, sem hér
segir:
Kl. 13.30 verður safnast saman á
Hlemmtorgi og gengið þaðan kl.
14.00, undir kröfu dagsins, á Lækj-
artorg, þar sem haldinn verður úti-
fundur.
Fundurinn hefst um kl. 14.30.
Lækjartorg
Ræðumenn verða: Af hálfu
A.S.Í.: Þröítur Ólafsson, starfs-
maður Dagsbrúnar og Hildur
Kjartansdóttir, varaform. Iðju.
Ávarp frá B.S.R.B. flytur: Haraldur
Hannesson, form. starfsm.fél.
Reykjavíkurborgar. Fundarstjóri
verður Pálmar Halldórsson, starfs-
maður Iðnnemasambandsins.
Á fundinum mun Gunnar Eyj-
ólfsson flytja ljóð og Kristinn Sig-
mundsson syngja.
Borgin kaupir Ljósmyndasafnið
Jíatrwinnuftíöcjin áma vimcmdi jvfhi tií
ójávar ocj svcita aífra (teiffa áfarúttu-ccj
mtiíiscfccji affjjáífccjrar ircrfcaf jéjfimjjíivjar.
$ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA