Alþýðublaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. mal 1987
•5
raunverulega tekist að hafa þau
áhrif að verðbólgan minnkaði,
jafnframt því sem við höfum náð
þeim árangri að kaupmáttur tíma-
kaups hefur einmitt á þessum tíma
vaxið mjög hratt.
Það er hins vegar merkilegt að
heyra stjórnarflokkana hæla sér af
því að hafa komið verðbólgunni
niður. Það vita auðvitað allir sem
þarna horfðu á að frumkvæði
þeirra var ekkert. Þeir tóku að vísu
sæmilega við því sem að þeim var
rétt, en unnu ekki beinlínis að nein-
um hlutí*
Húsnœðislánakerfið
framfaraspor
„Með nýja húsnæðiskerfinu er
sett mikið aukið fé í húsnæðislán.
Það er ljóst að þetta kerfi er mikil
bót fyrir það fólk sem er að fara af
stað í íbúðarkaup. Það fær mun
hærri lán en áður. Við stöndum
engu að síður einnig þarna við
dæmi þar sem ríkisstjórnin hefur
ekki staðið við sinn hluta. Eina
framlag ríkisstjórnarinnar hefur
verið að minnka ríkisframlagið
milli ára um einn þriðja. Sú úrlausn
sem kerfið hefur getað veitt ein-
staklingunum hefur því verið minni
sem því svarar og biðlistarnir, sem
myndast hafa, orðið lengri. Þess
vegna þarf meira fé í þetta húsnæð-
iskerfi og það er mjög brýnt að til
þess verði séð strax af nýrri ríkis-
stjórn.
Það er einnig mjög brýnt að stór
hluti af því viðbótarfé, sem þannig
verður sett inn í kerfið fari til fram-
kvæmdalána, — til nýbygginga.
Það er nauðsynlegt að hægt verði
að koma nýbyggingum í gang strax.
Það sem gerst hefur hingað til, er að
fólk hefur óskað eftir lánum til
kaupa á eldri húsnæði. Lán til ný-
bygginga hafa verið mun færri en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta end-
urspeglar verðhlutfall, á milli eldri
og nýrri íbúða og þetta hlýtur að
breytast um leið og þau hlutföll
komast í það horf, að nýbyggingar
teljist hagkvæmar. Þá snýst eftir-
spurnin við og það getur gerst með
mjög snöggum hætti og strax í
haust þarf að gera ráð fyrir því að
nýbyggingar fari í gang.
Það má segja að slík aðgerð sé til-
tölulega auðframkvæmanleg,
vegna þess að víða út á landsbyggð-
inni er ládeyða á byggingarmark-
aðnum og hér á Reykajvíkursvæð-
inu er að Ijúka núna í sumar og
haust þeim stórframkvæmdum sem
mest hefur borið á, eins og flug-
stöðinni, Hagkaupshúsinu og
Seðlabankanum. Þess vegna er
hægt að setja kraft í nýbyggingar,
án þess að það valdi spennu á þess-
um markaði.
Það er mín skoðun að húsnæðis-
lánakerfið sem samið var um í
fyrra, sé mikið framfaraspor. Það
er hins vegar engan veginn galla-
laust og rétt að benda á að í þeim
breytingum, sem þar eru gerðar er
ekki tekið á félagslega hluta kerfis-
ins. Það er auðvitað brýnt að gera
og samræma þann hluta almenna
kerfisins þannig að við fáum sam-
fellda heild. Stærsta málið er, að
það vantar í dag peninga í kerfið, —
hvort sem um er að ræða í félags-
lega- eða almennakerfið. Það er
fjárskorturinn sem háir en ekki að-
ferðafræðin. Mér finnst t.d. að
kaupleiguhugmyndirnar sem kratar
eru með séu grunnur sem að vel sé
byggjandi á, en sú leið leysir ekki
heldur fjármögnunarvandann"
27þúsund krónur er
ekki stefna
verkalýðssamtakanna
„Það sem vó þyngst í samningn-
um í desember var sú hækkun sem
þar var gerð á lágmarkslaunum.
Þau hækkuðu um 40% og í kaup-
mætti talið um 30% við þessa
samninga. Ég held að slík raun-
hækkun í einum samningum hafi
aldrei orðið áður. Það segir hins
vegar ekki að við höfum náð þar á
leiðarenda. Það segir okkur það, að
sú samstaða sem var í hreyfingunni
um það að knýja á um sérstaka
hækkun á lægstu launum, skilaði
okkur stóru skrefi í síðustu samn-
ingum. Það er nauðsynlegt að
fylgja því skrefi eftir og eins og allir
vita höfum við núna óskað eftir
endurskoðun á gildandi samning-
um gagnvart atvinnurekendum, þar
sem við að sjálfsögðu munum
leggja á það áherslu að Iágmarks-
launum verði lyft. Okkar stefnu-
mörkun í desember var að tryggja
að þau laun hækkuðu meira en
önnur og við verðum að tryggja að
sú niðurstaða standi eftir, þegar öll
hringrás samninganna er frá.
Það er athyglisvert í umfjöllun
um þessi mál að undanförnu, að
það virðist vera tilhneiging til þess í
ákveðnum hópum, að gera niður-
stöður af samningum af þessu tagi,
t.d. töluna 27 þúsund, sem stefnu
verkalýðssamtakanna. Menn virð-
ast gleyma því að samningar eru
niðurstaða samskipta verkalýðs-
hreyfingarinnar við atvinnurekend-
ur. í öðru lagi gleyma menn því að
verkalýðshreyfingin hefur aldrei Iit-
ið á niðurstöðu samninga sem sína
óskaútkomu, heldur alltaf sem
áfanga á leið til betri niðurstöðu. —
Þessi hugsun virðist sækja mjög á,
— sú tilhneiging í stórum hópum að
umsnúa heimsmyndinni þannig að
kjarabarátta sé ekki baráttan milli
verkalýðshreyfingar og atvinnurek-
enda og stundum ríkisstjórnar,
heldur sé baráttan á milli verkalýðs-
forystu og fólksins. Sú heimsmynd
er kjarabaráttunni hættuleg, vegna
þess að hún þýðir að þeir sem
standa fyrir úrbótum eru gerðir
tortryggilegir. Þetta veikir stöðu
verkalýðshreyfingarinnar og eykur
innbyrðis sundrunguí*
Vinir og óvinir
„Ég held að það sé nauðsynlegt
fyrir alla sem vilja vinna að bættum
kjörum og traustari stöðu verka-
lýðsstéttarinnar, að þeir geri sér
grein fyrir því um hvað kjarabarátt-
an snýst og hvernig sé hægt að
vinna að henni. Það er mikilvægt
að menn rugli ekki saman vini og
óvini og veiti styrk þeim sem eru að
reyna að knýja fram bætt kjör og
láti ásakanirnar ganga á þá sem þar
standa fyrir í veginum"
— Nú töldu sumir óeðlilegt að þú
sem forseti ASÍ færir i framboð til
Alþingis. Má ekki segja að það séu
breyttir tímar og flokkur og verka-
lýðshreyfing eigi að vera aðskilin?
„Ég held nú að einu mistökin í
sambandi við það hafi verið hjá
fólki, — að gefa mér ekki nægilegt
atkvæðamagn til að komast á þing,“
segir Ásmundur og brosir. „Auðvit-
að eru um margt breyttir tímar, en
eftir stendur að það sem gert er í
samningum er aldrei nema hluti
þess sem gera þarf til að ákveða
kjör og réttindi okkar félagsmanna.
Það er ótalmargt sem þar gerist á
vettvangi stjórnmálanna. Þess
vegna held ég að það sé sjálfsblekk-
ing að ímynda sér að þarna sé hægt
að greina á milli að fullu. Það verð-
ur væntanlega aldrei hægt. Spurn-
ingin er hins vegar hvort rétt sé að
sömu menn séu á báðum stöðum.
Um það geta verið skiptar skoðanir.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé
mjög nauðsynlegt að á Alþingi sitji
menn sem hafi sterk tengsl inn í
verkalýðshreyfinguna. Þeir viti
hvað þar er að gerast. Þess vegna
held ég að það sé nauðsynlegt þeim
flokkum sem telja sig vinstri
flokka, eða verkalýðsflokka, að
hafa i þingliði sínu menn sem upp-
fylla þessi skilyrði. Það hefur Al-
þýðuílokkurinn raunar í dag með
bæði Karli Steinari og Karvel, sem
eru báðir virkir innan hreyfingar-
innar. Ég tel að þeir styrki þing-
flokk Alþýðuflokksins. Á sama
hátt held ég að það sé galli fyrir
þingflokk Alþýðubandalagsins, að
þar skuli ekki vera neinn úr þessum
hópi. Það er líka gott fyrir verka-
lýðssamtökin að á Alþingi séu
menn sem geta túlkað málstað
hreyfingarinnar og komið sjónar-
miðum á framfæri.
Þetta getur aldrei gerst á þann
hátt að flokksvald geti ráðið hvað
viðkomandi maður geri í verkalýðs-
hreyfingunni. Þessi tvö svið verða
aldrei tengd saman á þann hátt í
dag. Menn verða að vinna sjálf-
stætt í hreyfingunni sem hópur og
eru auðvitað þar hver fyrir sig mót-
aðir af sínum pólitísku viðhorfum,
en verða að vinna saman á hinum
skýru forsendum verkalýðshreyf-
ingarinnar sjálfrar en aldrei þannig
að flokksboð geti ráðið þar niður-
stöðum. Þannig held ég að tenging-
in sé báðum til gagns, en að þar sé
ekki gagnkvæmt hægt að tala sam-
an í boðhætti“
Megináhersla á lœgstu
launin
— Hver eru helstu mál framund-
an hjá Alþýðusambandinu?
„Stærstu mál verkalýðssamtak-
anna í dag eru annars vegar að efla
innra starf, sem líður illilega fyrir
takmarkaða þátttöku félaganna.
Hitt verkefnið er að sækja fram til
bættra kjara með megináherslum á
lægstu launin sem þarf að hækka
verulega svo tryggt sé að þau gefi
fólki viðunandi framfærslu. Sam-
hliða því þarf að verða stytting á
vinnutímanum. Meðalvinnutími
karlmanna er í kringum 53 stundir
á viku. Það er ljóst að svo langur
vinnudagur skilar ekki afköstuin
sem skyldi. Með því að stytta vinnu-
daginn kerfisbundið, þá á að vera
hægt að auka afköstin á hverja
stund og stytting vinnudagsins því
að geta orðið án þess að tekjur
minnki. Þetta þarf að gerast eins
hratt og hægt er.
Við þurfum Iíka að knýja á um
úrbætur á ýmsum öðrum sviðum. í
Mjög hefur blásið um
Ásmund Stefánsson,
forseta ASI, síðustu
vikur og mánuði.
Eftir kosningaósigur
Alþýðubandalagsins í
alþingiskosningunum
hefur einnig víða
heyrst hljóð úr horni
og þá ekki síst úr her-
búðum hans eigin
félaga í Alþýðu-
bandalaginu. Ás-
mundur hefur verið
sakaður um að hafa
átt stœrstan þátt í
ósigri flokksins vegna
kjarastefnu sinnar og
A Iþýðusambandsins.
í tilefni baráttu-
dags verkafólks, 1.
maí, ræddi Alþýðu-
blaðið við Ásmund
um verkalýðshreyf-
inguna, nýja tíma og
óánœgjuraddirnar.
því sambandi má nefna lífeyrismál-
in, sem núna eru í endurskoðun,
þjónustu við aldraða og börn.
Hjúkrunarþjónusta við aldraða er
okkur t.d. til háborinnar skammar.
Það fólk sem hefur gefið okkur það
þjóðfélag sem við lifum við í dag,
liggur bjargarlaust heima fyrir í
stað þess að njóta eðlilegrar að-
hlynningar. Börnin eru meira og
minna á vergangi í dag meðan báðir
foreldrarnir vinna úti. Þjóðfélagið
hefur ekki komið upp þeirri þjón-
ustuaðstöðu sem þau þurfa á að
halda.
A Iþýðubandalagið
utan
ríkisstjórnar
„ Ég kvíði nýrri ríkisstjórn. Mer
sýnist að niðurstaða kosninganna
sé nánast sú að stjórnarflokkarnir
hafi fengið syndakvittun og umboð
til áframhalds, — að vísu þá í klofn-
un Sjálfstæðisflokks. Mér sýnist sú
ríkisstjórn, með Sjálfstæðisflokk-
ana tvo ásamt Framsókn, vera lík-
legust eftir þessar kosningar. Sú
ríkisstjórn er ekki björguleg fyrir
þjóðina. Auðvitað kæmu til greina
aðrar samsetningar, en þetta er sú
stjórn sem mér þykir líklegust og ég
kvíði því að þurfa að búa við hana.“
— Væri rétt af Alþýöubandalag-
inu að taka þátt í ríkisstjórn, t.d.
með Alþýðuflokki og Sjálfstæðis-
flokki?
„Ég held að það væri ekki rétt
metið hjá Alþýðubandalaginu að
ganga til ríkisstjórnar, nema það
væri þá mjög vel tryggt að Alþýðu-
bandalagið fengi miklu ráðið um
stefnu þeirrar stjórnar. Við þær að-
stæður sem eru núna, eftir þann
kosningaósigur sem flokkurinn
hefur goldið, þá er útilokað að fara
inn í ríkisstjórn nema flokkurinn
fái mjög skýrt ráðið meginlínum í
stjórnarstefnu. — Að það verði
mögulegt í slíkri rikisstjórn verður
að teljast afar ósennilegt. Ég held
því að sú stjórn verði afar ólíkleg og
tel það sama líka um rikisstjórn
Sjálfstæðisflokks, Kvennalista og
Alþýðuflokks. Ef við fáum á annað
borð ríkisstjórn, finnst mér því lík-
legast að það verði Sjálfstæðis-
flokkarnir tveir og Framsókn sem
taki málið að sér. Það má einnig
gera ráð fyrir því að við fáum
stjórnarkreppu fram eftir sumri og
jafnvel kosningar í haust“ segir Ás-
mundur Stefánsson.