Alþýðublaðið - 01.05.1987, Síða 4
4
Föstudagur 1. ma! 1987
Viötal: Kristján Þorvaldsson
r
Rœtt við Asmund Stefánsson forseta
Alþýðusambands íslands
Það var reyndar strax, er Ásmundur var kosinn formaður ASÍ,
1980, sem gagnrýni kom fram á hann. Margir töldu fullkomiega
óeðlilegt, að hagfræðingur gegndi forystuhlutverki fyrir stærstu
heildarsamtök launafólks í landinu. Árið 1980 stóð valið á milli Ás-
mundar Stefánssonar, sem þá gegndi starfi framkvæmdastjóra ASÍ
og Karvels Pálmasonar, formanns verkalýðsfélagsins í Bolungarvík
og alþingismanns.
Hagfræði og
verkalýðsbarátta
„Bæði Alþýðublaðið og Morg-
unblaðið keyrðu á þeim rökum að
ég væri hagfræðingur og hentaði
ekki til embættisins. Ég held hins
vegar, að í reynd hafi sú forsenda
ekki skipt meginmáli í kosningun-
um. Ég hafði unnið með mjög stór-
um hluta þessa fólks sem var á þingi
Alþýðusambandsins og unnið fyrir
félögin vítt og breytt. Ég held þess
vegna að fólk hafi fundið lítið fyrir
því að ég væri öðruvísi talandi eða
hugsandi, heldur frekar haft þá til-
finningu að ég væri einn úr þeirra
hópi. Það varð líka ljóst að ég naut
þess trausts sem til þurfti og var
kosinn með tveimur þriðju at-
kvæða. En það er rétt, að bæði Al-
þýðublaðið og Morgunblaðið not-
uðu þau rök mjög stíft, að ég væri
háskólamenntaður, með mjög hátt
kaup og hættulegur maður.
Það er líka Ijóst að kosningin var
ekki á neinum hreinum pólitískum
línum, eða flokkslegum, heldur var
um persónulegt kjör að ræða. Ég
hefði t.d. aldrei fengið þetta fylgi út
á að vera alþýðubandalagsmaður!1
Ásmundur gekk í Alþýðubanda-
lagið árið 1974. „Það vissu því allir
hvaða flokk ég kaus og að ég mundi
ekki láta nein flokkssjónarmið ráða
mínum viðbrögðum og ég vona að
þeir hafi ekki orðið fyrir vonbrigð-
um í því efni, því ég hef ekki verið
sakaður um neina flokksþjónkun!*
Lítil þátttaka í störf-
um hreyfingarinnar
— Með nýjum forseta hljóta að
hafa komið nýir tímar. Hvað finnst
þér sjálfum hafa breyst eftir að þú
tókst við embætti?
„Ég held í sjálfu sér, að það hafi
ekki breytt neinu sjálfvirkt, að ég
skyldi taka við sem forseti. Ég held
að það sé ekkert sem hafi leitt til
gjörbreyttra vinnubragða. Ég hafði
unnið mjög náið með forverum
minum þeim Birni Jónssyni og
Snorra Jónssyni. Ég byrjaði hér í
ársbyrjun ’74 og hafði kynnst þeim
náið og fleirum góðum mönnum
eins og Eðvarði Sigurðssyni og öðr-
um sem þar fóru fyrir í hópnum.
Auðvitað eru það þessir menn sem
hafa kennt mér vinnubrögð og mót-
að mína starfshætti fyrst og fremst.
En það er auðvitað alltaf eitthvað
að breytast. Þjóðfélagsgerðin breyt-
ist, forsendan fyrir samningagerð
breytist, þannig að það verður
aldrei endurtekið nákvæmlega það
sem gert var síðast. Það er því alltaf
verið að leita að þeim leiðum sem
best henta.
Það hefur auðvitað margt breyst
í verkalýðshreyfingunni og sérstak-
lega verður manni starsýnt á það
sem breyst hefur til hins verra. Við
sjáum það í hreyfingunni t.d., að
það verður alltaf erfiðara að fá fólk
til starfa. Það er orðið svo margt
sem menn geta gert sér til skemmt-
unar og ánægju, annað en sinna fé-
lagsstörfum í verkalýðsfélögum.
Menn koma eftir langan vinrtudag
heim til fjölskyldu, þar sem ekki
bara þarf að sinna húsverkum og
heimilisstörfum, heldur líka sam-
skiptum við fjölskylduna. Þetta
veldur því, að félagsstarf verður út-
undan. Þetta er mjög hættulegt mál
fyrir þjóðfélagið í heild, því við
þurfum á því að halda að félaga-
samtök séu virk og öflug.
Við reynum að vinna gegn þessu
eftir öllum þeim leiðum sem við
getum fundið þar til. Við leggjum
t.d. mjög aukna áherslu á fræðslu-
starfið, þar sem við rekum nokkuð
langan skóla, Félagsmálaskóla al-
þýðu. Við erum með trúnaðar-
mannanámskeið og við reynum að
fara meira út á vinnustaðina til að
nálgast fólkið sem kemur ekki sem
skyldi á félagsfundina. Við höfum
hins vegar ekki fundið viðunandi
svar við þessari stöðu og það veldur
verkalýðshreyfingunni í dag einna
mestum erfiðleikum, — þessi blá-
kalda staðreynd að fólkið tekur
ekki þann þátt í störfum hreyfing-
arinnar sem þarf!‘
Samningagerð
á einni hendi
„Samningamál og það sem að
þeim snýr hefur kannski breyst
minna heldur en margir hafa á til-
finningunni. Það hafa alltaf verið
sveiflur á því í gegnum tiðina hvern-
ig samningar hafi verið gerðir. Hér
áður fyrr voru samningar yfirleitt
gerðir á vettvangi hvers einstaks fé-
lags og Alþýðusambandið var
aldrei hinn beini samningsaðili fyrir
öll félögin á fyrri árum. Þetta
breyttist á sjöunda áratugnum, þeg-
ar stærri félög fóru að draga sig
saman. Þetta var ekki alltaf undir
forystu Alþýðusambandsins. Það
er ekki fyrr en á áttunda áratugnum
að ASÍ verður leiðandi aðili í því
heildarsamstarfi sem þannig er á
milli félaganna.
Hin síðari ár hefur hin almenna
regla hins vegar verið sú að samn-
ingar væru gerðir á grundvelli
heildarsamkomulags sem gert væri
á vettvangi Alþýðusambandsins.
Það er hins vegar engin sjálfsögð
regla, því það er hvert staðbundið
félag sem fer með samningsréttinn,
tekur ákvörðun um að boða verk-
fall. Hvorug þessi ákvörðun er í
höndum ASÍ eða landssamband-
anna. En landssamböndin hafa líka
fengið aukið vægi á síðari árum, —
þar sem eru félög hinna ýmsu
starfshópa. Það er því stundum ær-
ið skrýtin blanda af öllu þessu
þrennu sem verið er að vinna að
samtímis. Fjórði aðilinn, svæða-
samböndin koma einnig oft inn í
þetta og gera sína sérsamninga.
Þarna togast því ýmislegt á og ég
held að það sé mjög erfitt að gera
samninga mjög lengi á einni sam-
eiginlegri hendi, vegna þess að slíkir
samningar Ieiða oft til þess að ýmis-
legt sem snýr að einstökum hópum
verður útundan, — hverfur í þessa
heildarmynd. Þess vegna held ég,
að þörf sé fyrir það að taka reglu-
bundið á sérmálum þannig að hvert
félag eða samband, eftir atvikum,
fái að beita sér til að ná sínu.
Með þeim samningum sem við
gerðum síðast var verið að blanda
þessu nokkuð saman, vegna þess að
við erum þar bæði með heildar-
samninga og síðan erum við með
fastlaunasamninga í gangi sem eru
byrjaðir núna á vettvangi bæði
sambandanna og félaganna!*
— En hvað með innihald samn-
inga og áherslur í samningagerð-
inni. Hefur mikið breyst í þeim efn-
um?
„Það hefur sveiflast mjög mikið.
Við sáum það t.d. mjög skýrt 1984,
þegar samið var um haustið um
mjög miklar kauphækkanir. Þær
voru yfir 20% i upphafi samnings-
tímans. Sú hækkun dugði þó
skammt til að tryggja bætt kjör,
vegna þess að ríkisstjórnin svaraði
því á þeim tíma með gengisfellingu,
verðhækkunum á opinberri þjón-
ustu, búvöru og nánast öllu. Það
má því segja að kerfisbundið hafi
verið gengið í að koma kauphækk-
unum niður aftur, með því að láta
verðbólguna brenna þær upp. Það
var þá ekki gert beint eins og með
lagasetningunni ’83, þegar kaup-
hækkanir og samningar voru bann-
aðir. Það var gert með því að taka
ákvörðun um það, að láta verðbólg-
una brenna kauphækkanirnar
upp“
Lágtekjufólkið ber
kostnaðinn
af verðbólgu
„Þessi reynsla sýndi fólki fram á
það, að samningar um kauphækk-
un, jafnvel þótt hún sé mikil,
tryggja ekki niðurstöður hvað
snertir aukinn kaupmátt. Því kaup-
mátturinn var að þremur mánuðum
liðnum kominn niður fyrir það sem
hann hafði verið fyrir samningana.
Þetta er eflaust sterkasta forsendan
fyrir því að reynt var að fara aðrar
leiðir í samningunum 1986. Sá
þrýstingur sem kom frá okkar fé-
lagsmönnum, um að reynt yrði að
tryggja að verðbólgan færi niður og
kaupmættinum yrði náð upp án
þess að verðbólgan æddi áfram.
Verðbólgan er auðvitað vandamál
fyrir fólkið. Setur þá í stórvanda
sem eru skuldum vafðir og þeir sem
eru tekjulægri hafa minnsta mögu-
leika á því að stunda verðbólgu-
spekulasjón, — kaupa bílinn fyrir
gengisfellingu eða fylla frystikist-
una af kjöti fyrir verðhækkun, svo
dæmi séu tekin. í þessari hringrás er
það því lágtekjufólkið sem fyrst og
fremst verður útundan og ber
kostnaðinn af verðbólgunni, með-
an þeir sem eru betur megandi, eiga
e.t.v. möguleika á að hagnýta sér
hana.
Niðurstaðan varð alla vega sú, að
þegar við sátum saman í byrjun árs
1986, þá horfðum við á það með
miklum áhyggjum, að allar for-
sendur sem fyrir lágu bentu til þess
að ef halda ætti óbreyttum kaup-
mætti þá þyrfti á milli 35 og 40%
kauphækkanir og þá að verðhækk-
anirnar sem við stæðum frammi
fyrir yrðu að öðru jöfnu hliðstæð-
ar.
Þá tókum við ákvörðun um það
að kanna hvort hægt væri að fara
aðrar leiðir. Það stefndi í fiskverðs-
hækkun í Bandaríkjunum og olíu-
verð fór Iækkandi, þannig að við
töldum að möguleiki væri á að nýta
sér það utanaðkomandi góðæri
sem stefndi yfir okkur, til þess að ná
verðbólgunni niður samhliða því að
kaupmáttur hækkaði stig af stigi.
Við reyndum því að leggja meg-
ináhersluna á að halda aftur af
verðhækkunum og knýja reyndar
fram ákveðnar verðlækkanir sam-
hliða og tryggja þannig að tiltölu-
lega hógværar kauphækkanir
mundu skila auknum kaupmætti.
Það var reyndar þá samið um að
komið yrði á nýju húsnæðiskerfi og
samið um það að lífeyrissjóðirnir
legðu þar aukið fé fram. Þessum
samningi var síðan fylgt eftir með
samningunum sem gerðir voru í
desember, þar sem nokkuð er hald-
ið áfram á sömu braut. Þar var sam-
ið um að gengið yrði fast, — sem er
grundvallarmál gagnvart öllum
innflutningi og reyndar stórum
hluta af innlendri framleiðslu. Það
var samið um að hækkunum bú-
vöru yrði haldið innan ákveðins
ramma og sömuleiðis hækkunum á
opinberri þjónustu og reyndar al-
mennt, að allt yrði gert til að hamla
verðhækkunum.“
Umdeild launastefna
„Þessi nýja leið hlýtur alltaf að
verða mjög umdeild, ekki síst vegna
þess að verkalýðshreyfingin hefur
ekki beina aðstöðu til að sjá um
framkvæmdina að því er snýr að
hinu opinbera. Þar erum við háð
því hvernig stjórnvöld bregðast við
á hverjum tíma. Það sem blasir við
í dag að árangur samninganna hvað
verðbólgu snertir er í verulegri
hættu vegna þess að ríkið hefur
ekki staðið við sinn hlut. Það kem-
ur auðvitað skýrast fram í þeim
mikla fjárlagahalla sem við stönd-
um frammi fyrir, sem á fjárlögum
var tæpir þrír milljarðar, en hefur
síðan vaxið mjög verulega, og veld-
ur spennu í þjóðfélaginu sem dreg-
ur verðlagið upp. Þar er forsenda
samninganna því að bresta og við
sitjum með tímasprengju sem getur
sprungið þá og þegar og er reyndar
þegar farin að springa, og komin
fram í verðlagi.
Þetta sýnir kannski hvað svona
aðferð er erfið og hversu mikilvægt
það er að stjórnvöld taki hlutverk
sitt alvarlega. Ég held hins vegar að
það hafi verið rétt að fara þessa leið.
Ég held að reynslan af þessu hingað
til sýni okkur að með þessu hafi