Alþýðublaðið - 01.05.1987, Síða 14
14
Föstudagur 1. maí 1987
Er verkalýðshreyfingin
áttavillt og framtakslítil?
Árni Gunnarsson:
Kjaramálin komu mjög við sögu
í kosningabaráttunni. Segja má, að
þeir verkalýðsforingjar, sem í fram-
boði voru, hafi liðið verulega fyrir
síðustu kjarasamninga. Þeir samn-
ingar skópu þó láglaunahópunum
meiri launahækkun en aðrir fengu,
og voru undirstaða þess, að rikis-
stjórnin gat farið að takast á við
verðbólgudrauginn. Þeir, sem
högnuðust á þessum samningum í
kosningabaráttunni voru aðrir en
verkalýðsleiðtogarnir.
Eftir slaka útkomu Alþýðu-
bandalagsins í kosningunum og
átök, sem nú eru fyrirsjáanleg inn-
an þess flokks og innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, er ekki úr vegi að
birta erindi, sem Árni Gunnarsson,
alþingismaður, flutti á afmælis-
fundi Verkamannasambands ís-
lands 11. júní 1984, þar sem hann
fjallaði um stöðu verkalýðshreyf-
ingarinnar og helstu verkefni henn-
ar í náinni framtíð. Hugleiðingar
Árna eiga mikið erindi inn í þá um-
ræðu, sem þegar er hafin og á eftir
að aukast og magnast á næstu
misserum:
Baráttumálin
Staða verkalýðshreyfingar í þjóð-
félaginu í nútíð og framtíð. Hver er
hún, og hver verður hún? íslensk
verkalýðshreyfing stendur nú
frammi fyrir meiri vanda en nokkru
sinni fyrr. Þetta er sá vandi, sem gíf-
urlegar þjóðfélagsbreytingar,
tækniöld og gjörbylting atvinnu-
hátta, hafa fært að þröskuldi hreyf-
ingarinnar. Við henni blasir svipað-
ur vandi og verkalýðshreyfingum á
meginlandi Evrópu, þar sem tækni-
byltingin hefur svipt heila kynslóð
réttinum til vinnunnar. Jafnvel hag-
kerfi, sem taka mið af þörfum vinn-
andi stétta, virðast ekki ráða neinu
þar um. — Þó er sú bjarta hlið á
þessu máli, að svo margt er óunnið
í okkar landi, svo margir möguleik-
ar ónýttir, sem aðrar þjóðir hafa
brúkað til þrautar. En engu að síður
verður sá vandi mestur að Iaga sig
að síbreytilegu þjóðfélagi, sem lát-
laust reynir að fækka störfum og
draga úr hinni eiginlegu vinnu.
Þetta kann að hljóma undarlega í
samfélagi, þar sem strit er meira en
þekkist meðal næstu nágranna. En
það strit stafar af öðru en skorti á
tækniundrum. — Ástæðan fyrir
þeim þrældómi er sú, að íslensk
verkalýðshreyfing virðist stundum
hafa misst sjónar á því gamla bar-
áttumáli, að dagvinnutekjur eigi að
nægja fyrir nauðþurftum. Sú
gamla krafa verður að fara sem logi
um akur á næstu vikum og mánuð-
um. Ef ríkisstjórn milliliðanna og
mestu fjármagnstilfærslu um ára-
tuga skeið, getur ekki orðið við
þeirri kröfu, á verkalýðshreyfingin
þann einn kost að reyna að koma
henni frá völdum.
Útþynnt vald
Það er tákn þeirra tíma, sem í
vændum eru fyrir íslenska verka-
lýðshreyfingu, að forseti ASI skuli
vera hagfræðingur og starfsmenn
ýmissa verkalýðsfélaga hafa sömu
menntun eða svipaða. Þetta er ekki
sagt þeim til hnjóðs, heldur til að
leggja áherslu á þá breytingu, sem
er að verða á samtökum hinna eig-
inlegu verkamanna. Upplýsinga-
þjóðfélagið er að taka við, hvort
sem því fylgir betri tíð eða ekki.
Þróunin verður ekki stöðvuð.
En þessu nýja þjóðfélagi má ekki
fylgja sú grundvallarbreyting, að
hér verði viðurkennd sú peninga-
lega stéttskipting, sem endurspegl-
ar það gífurlega launamisrétti sem
hér er veruleiki. Verkalýðshreyfing-
in má ekki láta þynna svo út vald
sitt, að hún geti ekki haft áhrif á
þróunina. Þessi valdsvipting blasir
við, þegar sú stétt er orðin fjöl-
mennari, sem er ofarlega í tekju-
stiganum, en sú, sem neðar stendur.
Sá meirihluti mun kæra sig kollótt-
an um þann minnihluta, sem neðan
nauðþurftarmarkanna er.
Tómarúm
Hér er dregin upp nokkuð ýkt
mynd, en menn skyldu minnast
þess að litirnir til að mála hana eru
allir til. — Það er augljóst, að fram-
undan er mikil breyting á skiptingu
vinnuafls eftir stéttum. Nýleg spá
frá Framkvæmdastofnun gerir ráð
fyrir því, að engin fjölgun verði í
sjómannastétt fram til ársins 2000,
jafnvel fækkun með betri skipum
og meiri tækni. í fiskiðnaði er ekki
spáð fjölgun, jafnvel verulegri
fækkun eftir því sem tækniframfar-
ir verða meiri. Við landbúnaðar-
störf mun fækka mikið. Það verður
aðeins fjölgun í iðnaði og þjónustu-
greinum. Samfara þessu hlýtur
tekjuskipting að breytast og innri
úr Sjálfstœðisflokki
gerð verkalýðshreyfingarinnar. Og
þá hvarflar að mér að ég heyri æ
sjaldnar talað um verkalýðshreyf-
ingu. Það er oftar og oftar talað um
launþegahreyfingu, sem ekki hefur
sömu merkingu í mínum huga. Og
kannske er Verkamannasambandið
hin eina eiginlega verkalýðshreyf-
ing á íslandi. Tölvan og tæknin hef-
ur tekið við af haka og skóflu.
íslensk verkalýðshreyfing er um
þessar mundir í hálfgerðu tóma-
rúmi. Hún er áttavillt, rétt eins og
stjórnmálaflokkarnir, sem eiga
upptök sín í henni. Hin pólitísku
stefnumið eru óljós, sem kemur
meðal annars fram i því, að for-
maður ASÍ kemur úr Alþýðu-
bandalagi, en varaformaðurinn úr
Sjálfstæðisflokki. Báðir eru hinir
mætustu menn, en flokkar þeirra
gætu aldrei orðið sammála um mik-
ilsverðustu markmið verkalýðs-
hreyfingarinnar. íslenskir lýðærðis-
sósíalistar hafa brugðist verkalýðs-
hreyfingunni; þeir hafa beitt kröft-
um sínum í baráttunni hvorir gegn
öðrum. — Það er þess vegna, að
menn slá matarvíxla í bönkum á
sama tíma og aðrir blikka ekki
auga, þegar þeir skrifa ávísun fyrir
Range Rover; litlar 1,4 milljónir.
Það er þess vegna sem staða ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar er
veik; jafnvel þótt hún hafi sýnt
ótrúlega ábyrgð og þolinmæði
gagnvart ríkisvaldi, sem í skjóli
þessarar þolinmæði hefur fært til
meiri fjármuni í þjóðfélaginu en
dæmi eru um. Eða hafa ekki milli-
liðir, bankar, stórfyrirtæki og allt er
tilheyrir pilsfaldakapítalismanum,
allt sitt á hreinu. Er þar nokkur
fjármagnsskortur, — er nokkur
samdráttur í smíði mjólkurhalla og
peningastofnana?
Væri nú ekki rétt að mæla ná-
kvæmlega þann auð, sem vinnandi
hendur skapa, og hve stór hluti af
honum hafnar í Iaunaumslögum,
sem þessar sömu hendur taka við.
Síðan að mæla hvað hverfur á þess-
ari stuttu leið og í hvað það fer. —
Ég hef oft hugleitt af hverju verka-
lýðshreyfingin nýtir ekki betur
þann auð, sem hún skapar, svo hún
megi hafa meiri áhrif á þá þróun,
sem ákvarðar kjörin. Ég er ekki að
tala um alræði öreiganna, né blóð-
uga byltingu. Ég er að tala um áhrif
verkalýðsins á eigin kjör, og póli-
tísk áhrif hinna svokölluðu verka-
lýðsflokka á atvinnuuppbyggingu,
atvinnurekstur.
Svart og hvítt
Á ráðstefnu, sem haldin var fyrir
nokkru, þar sem fjallað var um vel-
ferðarþjóðfélagið, sagði ég m.a.:
„En hvernig getum við varið og
verndað það sem áunnist hefur?
Við höfum á undanförnum árum
barist af heift fyrir félagsmála-
stefnu, sem kostar mikla fjármuni,
og er ekki á færi nema efnaðra
þjóða að standa við. Ég er þeirrar
skoðunar, að á sama tíma höfum
við ekki aðgætt nægilega vel hvern-
ig unnt er að afla fjármuna til að
„Islensk verkalýðshreyfing er í hálf-
gerðu tómarúmi. Hún er áttavillt, rétt
eins og stjórnmálaflokkarnir, sem eiga
upptök sín í henni. Hin pólitísku
stefnuljós eru óljós, sem kemur m.a.
fram íþví, að formaður ASÍkemur úr
Alþýðubandalagi en varaformaðurinn
halda við, styrkja og jafnvel efla
þetta kerfi. Heimur okkar hefur
verið of svartur eða hvítur, og það
kristallast í lítt hugsaðri andstöðu
við atvinnurekstur í nær öllum
myndum.“ Með þessum orðum vil
ég benda á, að vinstri hreyfing á ís-
landi hefur gert alltof mikið af því,
að skapa andstæður úr atvinnu-
rekstri annars vegar og verkalýðs-
hreyfingu hins vegar. Allir hafa ver-
ið bölvaðir kapítalistar, sem at-
vinnurekstur hafa stundað, og
verkalýðsflokkarnir, með örfáum
undantekningum, hafa eftirlátið
hægri öflunum einkarétt á atvinnu-
rekstri. En hví skyldi verkalýðs-
hreyfingin ekki taka upp harða at-
vinnustefnu, og þar með huga
meira að atvinnurekstri en hún hef-
ur gert? Með því gæti áunnist
tvennt, sem lýðræðissósíalistar
verða að gera sér grein fyrir: í fyrsta
lagi, að þeir verða að taka miklu
meiri þátt í atvinnuuppbyggingu og
atvinnurekstri en verið hefur. Þar
verða þeir að beita þeim ráðum,
sem þeir eiga best, m.a. að leiða
stuðning verkalýðshreyfingarinnar
og þeirra félagsmálaafla, sem fyrir
hendi eru. í öðru lagi, að um leið og
þeir gera kröfur um útgjöld til vel-
ferðarsamfélagsins, bendi þeir á
Ieiðir til að afla tekna.
Hreyfiaflið
Af hverju hafa þær andstæður
verið skerptar í þjóðfélaginu, að öll
hreyfing, athafnasemi og upphaf
auðsköpunar komi frá hægri, en
kröfugerð og aumingjaskapur frá
vinstri? Verkalýðshreyfingin og
vinstri flokkarnir hafa m.a. gefið
tilefni til þess með neikvæðu tali og
neikvæðri afstöðu til atvinnu-
rekstrar.
Ég hef alltaf litið svo til að lýð-
ræðis-sósíalismi, sem er undirstaða
nútíma-verkalýðshreyfingar, væri
hreyfiafl, lifandi afl, sem stefndi að
vaxandi hagsæld. Hann væri raun-
veruleg hagsældarstefna. Þetta
hreyfiafl má ekki koðna niður í
höndum okkar vegna þess eins að
við höfum haft alltof klára verka-
skiptingu i þjóðfélaginu, þ.e. að
hlutskipti sósíalista sé að sækja á á
félagsmálasviðinu og innan verka-
lýðshreyfingarinnar með kröfu-
gerðina eina, en íhaldsaflanna að
gleypa með húð og hári atvinnu-
rekstrarþáttinn, og þar með stjórn-
unina á því hverjar þjóðartekjur
verða, svo og hlutur launþeganna
og alls, sem þar er á milli.
Frh. á bls. 11