Alþýðublaðið - 21.05.1987, Síða 2
2
MPYÐUBUBIÐ
Simi: 681866
Útgefandi: Blaö hf.
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Blaðamenn: Orn Bjarnason, Ása Björnsdóttir,
Kristján Þorvaldsson og
Jón Danlelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Filmurog prent Ármúla38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn er 681866
Launamisrétti
jr
I nýútkomnu fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar er
aö finna athyglisverðar tölur um launamismun á höf-
uðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni
hins vegar. Þar kemur fram að fólk á landsbyggðinni
vinnur lengri vinnutíma fyrir um lægri laun en stéttar-
félagar þess á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er
mismikill eftir stéttum en á hinn bóginn án undan-
tekninga. Alþýðublaðið skýrir nánar frá þessum töl-
um í forsíðufrétt í dag. Mestur er munurinn á launum
karlmanna sem vinna skrifstofustörf. Þeir sem vinna
þau störf á höfuðborgarsvæðinu hafa hartnær fjórð-
ungi hærra tímakaup en starfsbræður þeirra á lands-
byggðinni. Þákemureinnig fram (útreikningum Kjara-
rannsóknarnefndar að starfsstéttir á höfuðborgar-
svæðinu vinnastyttri tímaen þeirsem vinnahiiðstæð
störf á landsbyggðinni.
M unurinn á þessum launum á höfuðborgarsvæði og
landsbyggð stafar fyrst og fremst af því, að yfirborg-
anir eru bæði meiri og tíðari í Reykjavlk og nágrenni
höfuðborgarinnar en annars staðar á landinu. Af töl-
um fréttablaðsins virðist einnig mega draga þá álykt-
un að yfirborganirnar aukist hlutfallslega með hækk-
andi taxtalaunum, eða með öðrum oröum í öfugu hlut-
falli við þörfina. Fréttabréf Kjararannsóknarnefndar
ítrekar einnig verulegan launamun karla og kvenna.
Sé þetta tekið til hliðsjónar launamuninum milli höf-
uðborgarsvæðis og landsbyggðar, verður munurinn
gifurlegur á hliðstæðum störfum karla i Reykjavik og
kvenna á landsbyggðinni. Sem dæmi má nefna að
kona sem vinnur skrifstofustarf úti á landi hefur að
meöaltali 195 kr. á tfmann í dagvinnu en karlmaður í
hliöstæðri vinnu á höfuðborgarsvæðinu fær að með-
altali 323 kr. á timann. Þeir bera sem sagt 66% meira
úr býtum.
Alþýðublaðið hefur ítrekað bent á þann gifurlega
mun sem er á högum launafólks á höfuöborgarsvæð-
inu og á landsbyggðinni. Höfuðborgin hefur sogað til
sín fjármagn og þjónustu og skilið eftir landsbyggð-
ina með einhliðastarfsgreinar, dýran aðflutning og lé-
lega þjónustu. Heildarútkoman er verri ytri skilyrði,
lægra kauþ, verri þjónusta og hraþandi fasteignamat.
Eitt af höfuðmálum Alþýðuflokksins i síðustu kosn-
ingum var ný byggðastefna þar sem áhersla var lögð
á þróun byggðar, jafnvægi í byggðaþróun, eflingu
byggðakjarna, og að starfsemi Byggðastofnunarverði
tekin til endurskoðunar með það í huga, að hlutverk
sveitarfélaganna í aðgerðum til styrkingar byggðanna
verði aukið. Alþýðuflokkurinn lagði og á það áherslu
að fjármagn verði í auknum mæli geymt og ávaxtað á
heimaslóð. í þvi sambandi var bent á nauðsyn þess að
nýr og sterkur lifeyrissjóður allra landsmanna og
sameiginlegur fjárfestingalánasjóður atvinnulifsins
starfi i deildum eftir landshlutum.
Nýjar upplýsingar um launamismun á höfuðborgar-
svæðinu og landsbyggð, og launamismunun karla og
kvenna sem vinna hliðstæð störf, er enn ein sönnun
þess að nýrri rikisstjórn er mikið verk á höndum að
jafnaefnahagslegt, félagslegt og menningarlegt mis-
vægi höfuðborgar og landsbyggðar og uppræta
launamisrétti kynjanna.
Byggingariðnaðurinn:
HAGSMUNAAREKSTRAR,
FÚSK OG GRÓÐABRALL
íslensk hús, byggð á síðari árum,
eru sum hver svo illa byggð, að nán-
ast má þakka fyrir að þau standi
undir eigin þunga og hrynji ekki of-
an á eigendur sína. Þetta er í sem
stystu máli niðurstaða könnunar
sem Rannsóknarstofnun bygging-
ariðnaðarins hefur nýlega fram-
kvæmt og sagt var frá m.a. hér í
blaðinu í gær.
Þessi könnun er þó ekki þannig
unnin að af niðurstöðum hennar
einnar saman megi draga þá álykt-
un að ástandið sé almennt svo
slæmt sem hér var lýst. Þetta mál er
hins vegar ekki alveg nýtt af nálinni
og séu þær upplýsingar sem fyrir
liggja, lagðar saman, blasir við
ófögur mynd af fúski, vinnusvik-
um, gróðabrallsþrýstingi og hags-
munaárekstrum.
í byggingariðnaðinum á íslandi
liggja miklir peningar og þangað
sækja ýmsir einstaklingar og fyrir-
tæki gífurlegan hagnað. Það hrika-
lega ástand nýlegra bygginga sem
nú er að koma í opinbert ljós, skap-
ast ugglaust að stórum'hluta af því
hvernig staðið er að húsbyggingum
hérlendis og hversu lélegt eftirlit er
með því að þeim lögum og reglum
sem þó gilda, sé framfylgt.
Flestar stærri byggingar eru ann-
aðhvort unnar eftir útboðum eða
byggðar beinlínis til sölu á frjálsum
markaði. í báðum þessum tilvikum
er það auðvitað hagsmunamál þess
sem framkvæmdirnar annast að
sleppa sem ódýrast frá bygging-
unni. Þetta leiðir til sparnaðar á
ýmsum sviðum, gjarnan á þeim
atriðum sem ekki sjást þegar bygg-
ingunni er lokið. Þannig er reynt að
halda hönnunarkostnaði í lágmarki
og steypustyrktarjárn er í mörgum
tilvikum sparað langt úr hófi.
Afleiðingarnar eru þær bygging-
ar sem nú eru orðnar tilefni rann-
sóknar opinberra aðila, eiga sumar
hverjar nóg með að standa undir
eigin þunga, eru ekki taldar þola
neitt notkunarálag og gætu sem
best hrunið eins og spilaborg í með-
alsnörpum jarðskjálftakipp.
Þótt ástand þessara bygginga
hafi ekki orðið tilefni verulegra
fréttáskrifa, fyrr en með birtingu
Rb-skýrslunnar í fyrradag, hefur
nokkur umræða verið í gangi meðal
fagmanna í þessu efni. Fyrir réttu
ári, í maí 1986, birtist í Verktækni,'
fréttablaði verkfræðinga og tækni-
fræðinga, grein um siðareglur verk-
fræðinga eftir Gunnar Torfason
ráðgjafarverkfræðing, þar sem
m.a. er vikið að ýmiss konar fúski
og hagsmunaárekstrum sem aftur
koma niður á traustleika bygginga.
í erindi sem Gunnar flutti á náms-
stefnu á vegum endurmenntunar-
nefndar háskólans, fjallaði hann
einnig um þetta efni. Þetta erindi
birtist í greinarformi í Morgunblað-
inu í byrjun apríl sl.
Lýsingar Gunnars á ástandinu
eru ófagrar en ekki verður séð að
ástæða sé til að draga réttmæti
þeirra í efa. Gunnar hefur áratuga
reynslu í faginu og var meðal þeirra
sem unnu að könnuninni sem fjall-
að var um hér að framan.
Gunnar telur m.a. algengt að
byggingameistarar sem byggi sölu-
húsnæði, leiti tilboða í hönnun
hússins, þar á meðal burðarvirkis-
teikningar og lagnateikningar. Síð-
an er samið við þann aðila sem býð-
ur lægst verð og „getur tryggt
stimplun teikninga hjá bygingar-
fulltrúa með minnstu járnamagni
og á sem fæstum blöðumí*
Gunnar heldur því einnig fram ,
að sumir byggingameistarar eigi til
að segja hönnuðinum fyrir um
járnamagn og fleira. „Þessir bygg-
ingaraðilar eru margir fastagestir á
byggingarfulltrúaskrifstofunum.
Og einhverra hluta vegna fá lélegar
og oft ófullkomnar teikningar, á
þeirra vegum, frekar fljótari af-
greiðslu hjá kerfinu en hitt, þótt
undarlegt megi virðast"
Við hönnun bygginga starfa
sjálfsagt margir ágætlega hæfir
menn sem hafa til að bera bæði full-
komna þekkingu á viðfangsefni
sínu og þann heiðarleika sem til
þarf að sinna því sómasamlega.
Gunnar Torfason bendir hins vegar
á tilvist allmargra „harkara" í fag-
inu, sem hann segir selja þjónustu
sína ódýrar en svo að unnt sé að
vinna verkin sómasamlega fyrir
þær upphæðir.
Gunnar telur að virkasti hópur-
inn af þessum fúskurum sé ekki
mjög stór og nefnir töluna tuttugu
manns í því sambandi. Síðan segir
hann orðrétt: „Flest nöfnin þekkja
byggingarfulltrúarnir á höfuðborg- -
arsvæðinu og væri því leikur einn
að stöðva þetta fúsk gegnum skrif-
stofur embættismanna. En einnig
hér er ríkjandi landlæg drullu-
sokkadýrkun og Iinka"
Þessar lýsingar kunnugs manns
gefa ekki beinlínis ástæðu til bjart-
sýni um styrkleika eða vönduð
vinnubrögð í íslenska byggingar-
iðnaðinum. Svo gæti virst sem ein-
falt ætti að vera að uppræta spill-
inguna í „bransanum", með því að
auðvelda eftirlitsaðilum að vinna
sín störf, t.d. með auknum mann-
afla.
Þetta gæti þó orðið erfiðara en
sýnist í fljótu bragði. Spillingin
teygir anga sína víða, jafnvel inn á
þær opinberu stofnanir sem við
þessi mál eiga að fást. Þannig munu
finnast dæmi þess að opinberir
starfsmenn sem hafa eiga eftirlit
með þessum málum, séu sjálfir að
vinna að hönnun í kvöldvinnu.,
Þetta fyrirkomulag leiðir auðsjáan-
lega til hagsmunaárekstra og gerir
mun erfiðara að ráðast að rótum
vandans.
Það verður þó að teljast nokkurn
veginn öruggt að stjórnvöld muni
grípa til einhverra bragða, til að
bæta ástand bygginga frá því sem
nú er. Þrátt fyrir allar tilhneigingar
kerfisins til að viðhalda „status
quo“, er ástandið í byggingariðnað-
inum greinilega orðið svo alvarlegt
að ekki verður með nokkru móti
við það unað.
En jafnvel þótt takist að koma í
veg fyrir að fúskið haldi áfram, hef-
ur það þegar haft mikil áhrif og get-
ur átt eftir að hafa uggvænleg áhrif
á fjárhag margra húseigna sem nú
lifa í þeirri sælu trú að þeir hafi gert
góð kaup.
Byggingar sem hannaðar hafa
verið með þeim hætti að þær gera
ekki betur en að standa undir sjálf-
um sér verða væntanlega óseljan-
legar með öllu, eftir að upp kemst
um svikin. Sumar þeirra verður trú-
lega hægt að treysta nokkuð með
ærnum tilkostnaði, en þó má gera
ráð fyrir að margar þeirra verði
aldrei jafngóðar og ætlast var til í
upphafi.
Að koma fram ábyrgð á hendur
fúskurunum, verður bæði tíma-
frekt starf og erfitt og í flestum til-
vikum munu þeir húseigendur sem
það reyna, ekki hafa árangur sem
erfiði, ef að vanda lætur.