Alþýðublaðið - 21.05.1987, Blaðsíða 4
Thailand sendir flóttamennina heim
ÞOLINMÆÐIN
Á ÞROTUM
r
Ahuginn á flóttamannahjálp hefur dvínað. Sífellt
fœrri lönd vilja taka á móti flóttamönnum. Okkar
vandamál er það að við hjálpum flóttamönnum
meira en okkar eigin fólki, segir Mechai Viravaidya,
talsmaður thailensku stjórnarinnar.
Thailenska stjórnin hefur í 12 ár
barist við eitthvert mesta flótta-
mannavandamál okkar tíma. Árið
1975 flykktist fólk hundruðum þús-
unda saman til Thailands í kjölfar
uppreisnanna í Víetnam, Laos og
Kampútseu. Flestir þeirra komu
slyppir og snauðir og margir voru
örmagna, andlega og líkamlega.
Sérstaklega hafði fólkið frá Kamp-
útseu, sem flýði ógnarstjórn rauöu
Khmeranna, ömurlega reynslu að
baki.
Nú hefur Mechai Viravaidya ver-
ið falið að tilkynna opinberlega að
Thailand sé búið að fá nóg. Tími
velgjörðanna er liðinn, flóttamenn-
irnir verða að snúa heim aftur.
Flóttamannabúðum lokað
Sem eitt af fyrstu táknum um
þessa hugarfarsbreytingu, hefur
stjórnin í Bangkok látið loka flótta-
mannabúðunum Khao I Dang við
landamæri Kampútseu, sem hafa
fram að þessu verið helsta von
þeirra sem bíða eftir að fá dvalar-
leyfi í einhverju öðru landi.
Upp úr 1980 voru þessar flótta-
mannabúðir eins og meðalstór bær
með 140.000 íbúa. Nú eru ekki
meira en 50.000 manns eftir, sem
hvorki hafa sérstaka verkþekkingu
né kunningjasambönd erlendis og
hafa því litla sem enga möguleika á
að komast þaðan. Eftir margra ára
bið við allra frumstæðustu skilyrði
hefur fólkið nú misst alla von um
nýja framtíð í nýju landi. Það er
farið að taka saman fátæklegar eig-
ur sínar, ferðinni er heitið yfir
landamærin illræmdu, þar sem
fjöldi fólks hefur látið lífið á und-
anförnum árum.
Til að vekja athygli
Fram að þessu hefur Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
borið ábyrgðina á íbúum Khao I
Dang. Nú þegar búðunum er lokað
þýðir það að íbúarnir verða að snúa
sér til annarra, óskráðra búða sem
eru við landamærin upp á von og
óvon, því þegar þeir missa flótta-
mannsréttindi sín eiga þeir enga að-
stoð vísa — geta jafnvel átt von á að
verða fluttir nauðungarflutningum
til baka til Kampútseu.
Þegar Prasong Sonsiri, leiðtogi
landsins kunngerði ákvörðun
stjórnarinnar um að tæma stærstu
flóttamannabúðir landsins, færði
hann fyrir því þrjár ástæður: í
fyrsta lagi átti að fækka flótta-
mönnum í landinu. í öðru lagi er sí-
minnkandi áhugi á þeim flótta-
mönnum sem enn dvelja þar. 1
þriðja lagi hafa búðirnar virkað
sem segull á þá mörgu heimilislausu
Kampútseumenn sem hafast við
handan landamæranna.
Hjálparstofnanir í Bangkok
segja hins vegar að lokun búðanna
sé fyrst og fremst liður í stöðugum
tilraunum Thailendinga til að vekja
athygli umheimsins á hinu gífurlega
flóttamannavandamáli landsins.
— Thailand hefur gleymst og
þarf að vekja á sér athygli, segir
einn bandariskur hjálparstarfs-
maður í Bangkok.
Búðir til bráðabirgða
í upphafi árs 1987 hýstu Thai-
lendingar flesta flóttamenn allra
landa í Suðaustur-Asíu. Þar voru
86.000 flóttamenn frá Laos, 27.000
frá Kampútseu og 7.000 frá Víet-
nam í hinum ýmsu flóttamanna-
búðum landsins. Þar af höfðu að-
eins 11.000 fengið dvalarleyfi í ein-
hverju öðru landi.
En þessar tölur segja hvergi nærri
allan sannleikann. A landamærum
Thailands og Kampútseu hefst
geysilegur fjöldi óskráðra flótta-
manna við í búðum sem hróflað
hefur verið upp til bráðabirgða.
Talið er að þarna séu um 270.000
manns. Búðunum er stjórnað af
andspyrnuhreyfingunni í Kampút-
seu og þær hafa því enga vernd frá
því opinbera. Fólkið sem hefst
þarna við verður að vera á sífelldum
Eftir margra ára bið, þjáningar og erfiðleika hafa þau tapað i baráttunni fyrir betra llfi I öðru landi. Nú verða
þau að snúast aftur til Kampútseu.
flótta vegna vopnaðra átaka á
svæðinu og flytur sig á milli búða,
sem allar eru langt frá því að vera
mannsæmandi hvað allan aðbúnað
snertir.
Þrjár leiðir eru færar til að leysa
flóttamannavandamál — að koma
flóttamönnunum aftur til síns
heima, að taka við þeim inn í samfé-
lagið eða útvega þeim hæli í ein-
hverju þriðja landi. Thailand hefur
með hjálp Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna reynt allt
þetta og síðastnefnda aðferðin gef-
ist best. Síðan 1975 hefur Thailand
tekið á móti kringum 665.000
flóttamönnum og þar af hafa
547.000 fengið hæli í öðrum lönd-
um.
í fyrra ákvað stjórnin í Bangkok
að reyna að losa sig við sem flesta af
þeim flóttamönnum sem eftir voru
í landinu og pressaði mjög á þau
lönd sem hafa tekið við flestum
flóttamönnum að jafnaði, s.s.
Bandaríkin og Kanada. En undir-
tektirnar voru dræmar í þetta sinn,
þessi lönd voru búin að fá nóg og
Thailendingar eru ekki hrifnir af
því að þurfa að sitja uppi með
flóttafólkið til eilífðar.
Aukin óþolinmœði
Það eru ekki aðeins þessar einu
búðir sem verða tæmdar. Mikið
hefur verið haft á orði að allir
flóttamenn verði látnir yfirgefa
landið áður en langt um líður. Um
er að ræða allmargar búðir og
bráðabirgðamóttökur sem stendur
til að loka í þeirri von að það geti
stöðvað straum flóttamannanna yf-
ir landamærin.
Sama óþolinmæði er farin að
gera vart við sig í nágrannalandinu
Malasíu. Að sögn vara-utanríkis-
ráðherra landsins munu víet-
nömsku bátafólksbúðirnar á Bid-
ong-eyju verða lagðar niður á ár-
inu. 1 Hongkong og Indónesíu er
umræðan um „endanlega lausn“ á
flóttamannavandamálinu orðin há
vær. Það hafa orðið sinnaskipti,
um það er ekki að efast og aðgerð-
irnar gætu verið á næsta leiti.