Alþýðublaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. maf 1987 3 Norskur harmonikku snillingur Norskir harmonikkuleikarar eru nú staddir á fslandi og munu ferð- ast um landið og þenja nikkurnar víða. Leiðtogi dragspilleikaranna heitir Sigmund Dehli en hljómsveit- in er samansett af 4 harmonikkum, bassa, gítar, rafmagnsharmonikku og trommum. Sigmund Dehli hefur tvívegis verið krýndur sem Noregsmeistari í harmonikkuleik og tvívegis unnið til Norðurlandaverðlauna fyrir leik sinn á harmonikku. Hann hefur heimsótt öll Norðurlöndin og hald- ið þar tónleika en þetta er i fyrsta skipti sem hann kemur með hljóm- sveit til íslands og slær upp dans- leikjum auk þess að halda tónleika. A dagskránni verða aðallega norsk- ir gamlir dansar en einnig munu aðrir söngvar og lög hljóma. Það er Félag harmonikkuunnenda sem hefur staðið fyrir ferð Sigmunds og félaga til íslands. Sigmund Dehli var staddur hér á landi í apríl sl. og lék þá í Ríkisútvarpið. í þeirri ferð var einnig gerð sjónvarpsmynd um íslandsferðina. Dehli og félagar halda sex tón- leika á leið sinni um landið, þar af tónleika og dans á Akureyri í kvöld þ. 22/5 og 30. maí í Reykjavík, þar sem þeir munu halda hljómleika í Broadway og efna til dans á eftir. Röntgenminnisvarði, 1960. Abstraktlist Asmundar Sveinssonar Laugardaginn 23. maí kl. 14.00 verður opnuð í Asmundarsafni sýn- ingin ABSTRAKTLIST AS- MUNDAR SVEINSSONAR. Þar verða sýndar 26 abstrakt högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin verður opin daglega í sumar frá kl. 10—16. Þótt Ásmundur Sveinsson sé þekktastur fyrir höggmyndir sínar af fólki — Veðurspámaður, Vatns- beri, Járnsmiður, — þá vann hann lengst af sínum myndferli að óhlut- lægri myndgerð. En abstraktlist Ás- mundar varð ekki til í einu vetfangi heldur óx hún fram og losaði sig smám saman undan augljósari vís- un í hlutveruleikann. En þó lista- maðurinn hafi horfið frá þekkjan- legum hlutum/formum, þá urðu verk hans sjaldnast hrein abstrak- tion, — hugleiðing um massa, línu og rými. Því þegar betur er að gáð kemur í ljós að abstraktmyndir Ás- mundar hafa oftast til að bera skýra merkingu. Þæreru hlaðnar táknum og goðsögnum, sem fleyta þeim inn í fullkomlega táknræna og allegor- íska veröld. En lyklana að merk- ingu þessara verka er í flestum til- fellum að finna í sögunni, bók- menntum og náttúrunni. Slík abstraktion er í raun abstraktion af einhverju. Með nokkurri einföldun getum við dregið abstraktlist Ásmundar saman í einar þrjár gerðir. í fyrsta lagi er um að ræða hugtök sem listamaðurinn myndgerir líkt og Rafmagn, Framtíðin og Tíminn. í öðru lagi eru það sögur sem tákn- aðar eru með formum sem hafa til að bera fjarlæga vísun í viðkom- andi hlutveruleika líkt og Tristan og ísold, Trúarbrögðin, Lokaráð og Fönix. Og í þriðja lagi verk sem ekki hafa neina ytri vísun og lifa al- farið sjálfstæðu lífi. Sjá Galdra- hjallur, Lífsgeisli í minningu óþekkta höfundarins. Þegar á heildina er litið er ljóst að abstraktlistin var eðlilegt framhald í list Ásmundar. Hér var ekki um að ræða neina tímabundna tísku held- ur 30 ára feril þar sem listamaður- inn vann út frá eigin forsendum og sannfæringu. Abstraktlistin er vissulega veigamesti þátturinn í list Ásmundar. Sigmund Dehli leikur fyrir Ingólf Arnarson. Ráðstefna um Nicaragua Stuðningur íslands við Nicaraqua er nafnið á ráðstefnu, sem um 20 samtök efna til n.k. laugardag, 23. maí í Sóknarsalnum, í nýja Sóknar- húsinu, Skipholti 50A. Til að fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna eða til að tilkynna þátttöku má hringja í síma 17966 kl. 17—19 dag- lega. Á ráðstefnunni er ætlunin að veita upplýsingar og fræðslu um ástand mála í Nicaragua, og um það uppbyggingarstarf sem þar á sér stað við erfiðar aðstæður. Mikil- vægasta verkefni ráðstefnunnar er að ræða og móta hugmyndir um stuðning íslands við þjóð Nicaragua. Nicaragua nýtur mikils trausts um allan heim, samtaka og ríkja sem spanna vítt pólitískt svið. Stuðningur þessara aðila er ómet- anlegur fyrir landið. Frá Norður- löndunum, öðrum en íslandi, hefur komið gífurlega mikil hjálp, frá ein- staklingum, fjöldasamtökum og frá opinberum aðilum. Frá íslandi hefur sáralítill stuðningur komið, og er það von þeirra, sem að þessari ráðstefnu standa að á því verði nú mikil breyting. Að undirbúningi ráðsfefnunnar standa: Verkalýðssamtök: Alþýðu- samband íslands, Kennarasam- band íslands. Stjórnmálaflokkar og samtök: Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur, Kvennalistinn, Samband ungra framsóknarmanna, Baráttusamtök sósíalista, Vinstri sósíalistar, Æsku- lýðsfylkingin. Námsmannasamtök: Samband ís- lenskra námsmanna erlendis, Bandalag íslenskra sérskólanema, Félag framhaldsskólanema, Félag vinstri manna v. H. í. Og ýmis fleiri samtök: Mið- Ameríkunefndin, Alþjóðleg ung- mennaskipti, Vináttufélag íslands og Kúbu, Menningar og friðar- samtök íslenskra kvenna, íslenska friðarnefndin, Samtök herstöðva- andstæðinga. Fleiri flokkum og fjöldasamtök- um var boðin full aðild að undir- búningi ráðstefnunnar og á eftir að taka ákvörðun um þátttöku í nokkrum þeirra. Eru líkur til að þeim aðilum fjölgi enn næstu daga sem að þessari ráðstefnu standa. Dagskrá ráðstefnunnar, laugard. 23. maí. (með fyrirvara um minni háttar breytingar). Kl. 10 og til há- degis: Setning ráðstefnunnar: Guð- ríður Eliasdóttir, 2. varaf. ASÍ. Samfelld fræðsludagskrá í um- sjón Einars Ólafssonar og Torfa Hjartarsonar. Milli þátta í fræðslu- dagskránni verður fyrirspurnum svarað. Kl. 13—16.30 Sýnd kvikmyndin Hotet (Ógnunin) efter Peter Tor- björnsen. Björn Lindh frá Svíþjóð segir frá fjölbreytilegu stuðnings- starfi í Svíþjóð og annars staðar á Norðurlöndunum við Nicaragua. Fyrirspurnir og almennar um- ræður. Kaffi og umræðuhópar. Kl. 16.30—18. Pallborðsumræða með þátttöku forystumanna stórra verkalýðs- og námsmannasam- banda, Mið-Ameríkunefndarinnar sem og fulltrúum þeirra stjórn- málaflokka, sem fulltrúa eiga á Al- þingi. í þessari umræðu verður reynt að kryfja til mergjar hug- myndir um stuðningsaðgerðir og hvernig megi hrinda þeim í fram- kvæmd. Laus staða Staöa safnvarðar í Þjóðminjasafni íslands, þjóð- háttadeild, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 15. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 20. maí 1987 pSS Akraneskaupstaður, j^pj Tæknideild Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi fyrir Akranes Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipu- lagi Akraness. Breytingin tekur til breytingar á umferðarkerfinu neðan Akursbrautar, þ.e. legu Faxabrautar á ofangreindu svæði. Teikningar liggja frammi á Tæknideild Akranes- kaupstaðar Kirkjubraut 28, 2. hæð, frá og með 25. maí til 20. júlí 1987. Athugasemdir, ef ein- hverjar eru, skulu vera skriflegar og berast bæj- artæknifræðingi Akraneskaupstaðar fyrir 27. júlí n.k. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tiltekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræðingur Akraneskaupstaður, Tæknideild Auglýsing um deiliskipu- lag á Akranesi, hafnarsvæði Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipu- lagi hafnarsvæðis (neðan Akursbrautar). Einnig er hér um að ræða breytingu á gildandi aðal- skipulagi. Teikningar ásamt greinargerð og skilmálum liggjaframmi áTæknideild Akraneskaupstaðar Kirkjubraut 28, 2. hæð, frá og með 25. maí til 20. júli 1987. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skriflegar og berast bæjartæknifræðingi Akra- neskaupstaðar fyrir 27. júli n.k. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tiltekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræðingur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.