Alþýðublaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 4
filMÐIIBUDIB
Föstudagur 22. maí 1987
í þriðja heiminum deyja 10.000 manns á
ári af völdum skordýraeiturs. Mun fleiri
verða fyrir varanlegu heilsutjóni af sömu
ástæðu. Börn fæðast illa vansköpuð,
sum lifandi, önnur látin.
Visindamenn hafa lengi varað
við því að viss efni sem notuð eru í
landbúnaði gætu haft hinar
hörmulegustu afleiðingar í för með
sér. Ný rannsókn í Brasilíu sýnir hve
vandamálið er orðið brennandi. Á
svæðum þar sem óvenju mikið er
notað af skordýraeitri hafa fleiri og
fleiri börn fæðst heilalaus.
Nú heinast rannsóknir mjög að
þvi að kanna hvort vissar tegundir
eiturefna kunni að hafa áhrif á
erfðaeiginleika manna. Svo hæg-
fara geta slíkar breytingar verið að
ekki verði eftir þeim tekið fyrr en
eftir langan tíma, þegar skaðinn er
skeður.
„Höfuðkúpan er lin og lítur út
eins og hún hafi verið lamin saman
með sleggju", segir einn af starfs-
mönnum heilbrigðiseftirlitsins í
smábænum Ronda Alta í Brasilíu
um barn sem fæddist þar nýlega. í
Brasilíu hefur þeim börnum fjölgað
stórlega sem fæðast alvarlega van-
sköpuð. Félagsskapurinn „Vinir
jarðarinnar“ safnar nú upplýsing-
um um þessa ískyggilegu þróun.
Þeir telja að austur skordýraeiturs
þeirra sem hafa þar stórar ekrur sé
meginástæðan fyrir þessari þróun,
svo og vissar tegundir gerviræktar,
þ.e.a.s. þegar efnablöndur koma í
stað jarðvegs.
Heilann vantar
Vinir jarðarinnar hafa enn ekki
Eiturefnahernaður Bandaríkjamanna í Vietnam-strlðinu hafði hinar voöalegustu afleiðingar I för með sér eins
og sést á meðfylgjandi myndum. Sömu áhrif hefur plöntueitur sem er notað I stórum stll vlóa I þriðja heimin-
um.
fengið fulla yfirsýn yfir vandamál-
ið, en þau gögn sem þegar hefur
verið safnað gefa ekki ástæðu til
bjartsýni. Eitt lítið dæmi um það er
að á árinu 1983 fæddust átta börn
heilalaus í smábænum Ronda Alta,
sem er á einu helsta jarðræktar-
svæðinu í suðurhluta landsins, Rio
Grande do Sul. Næringarfræðing-
urinn Angela Escosteguy, sem er
ráðgjafi um notkun skordýraeiturs,
staðfestir það einnig að einmitt á
þessu svæði jókst fjöldi sýkinga og
krabbameinstilfella hjá börnum um
150% á tímabilinu 1971—1981.
Hún óttast að nú muni athyglin
öll beinast að hinum sýnilegu af-
Ieiðingum eiturefnanotkunarinnar,
en það gleymist hin ósýnilega hlið
málsins. Breytingar sem e.t.v. hafa
þegar átt sér stað í erfðavísum, en
verða ekki sýnilegar fyrr en eftir
nokkurn tíma og lýsa sér í aukinni
tíðni krabbameins, heilaskemmd-
um eða meiri og minni vanskapnaði
á börnum.
Tímaritið „South“ hefur tekið
þetta vandamál fyrir og lýsir mikl-
um áhyggjum af þessari þróun.
Brasilía er eitt þeirra fimm landa
sem nota mest af skordýraeitri í öll-
um heiminum. Þar eru notuð kring-
um 150.000 tonn af ýmiss konar eit-
urefnum á einu ári.
Áhrif á erfðavísa
Enn sem komið er hefur það ekki
verið sannað svo óyggjandi sé að
skordýraeitrið sé bein orsök þess að
börn fæðast heilalaus í Brasilíu. En
þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið á virkni vissra eiturefnasam-
banda á mannslíkamann benda til
þess að þarna sé samband á milli.
Að fósturskaðar aukast í réttu hlut-
falli við aukna notkun eiturefna í
landbúnaði benda einnig til að svo
sé. Það þykir fullsannað að mörg
þeirra eiturefna sem notuð eru um
allan heim, svokölluð „mutagen“-
efni hafi skaðleg áhrif á erfðavísa
manna. Mörg eiturefni innihalda
einnig s.k. „teratogene", en til þeirra
má rekja fósturlát, fæðingargalla
og andvana fædd börn. Þess er
skemmst að minnast að tíðatrufl-
anir og andvana fædd börn voru al-
geng fyrirbæri í námunda við efna-
verksmiðjuna i Bhopal á Indlandi
eftir slysið þar.
Dioxin
Efnin Dioxin og 2—4—5T koma
alltaf annað slagið fyrir í skordýra-
eitri og þau valda mestum skaða af
öllum þeim efnum sem nú eru
þekkt. Dioxin, sem er lífshættulegt
eitur var notað í smáum skömmtum
í stríðinu í Víetnam og notað til að
eyða gróðri frumskógarins. Síðar
kom í ljós að á þessum svæðum
fæddist mikill fjöldi barna, sem
voru meira og minna vansköpuð.
En einnig aðrar tegundir eitur-
efna virðast hafa svipuð áhrif. Vest-
ur-þýska fyrirtækið Boehringer
Ingelheim neyddist til þess fyrir
nokkrum árum að hætta starfsem-
inni í Hamborg eftir að grunur
kviknaði um að efnið dioxin ætti
sök á aukinni tíðni fæðingargalla
hjá börnum, m.a. grunsamlega
mörgum tilfellum barna með
„vatnshöfuð".
Árið 1980 var haldin ráðstefna á
vegum bandarískra umhverfis-
verndarsamtaka um hugsanleg
áhrif efnanotkunar í landbúnaði á
mannlega erfðaeiginleika. Þá þegar
var því slegið föstu að 10—15%
allra fæðingargalla mætti rekja til
umhverfisáhrifa, þ. á m. efnanotk-
unar í einni eða annarri mynd.
10.000 dauðsföll á ári
Heilalausu börnin í Brasilíu eru
með öðrum orðum ekki aðeins
sorgleg undantekning, heldur dæmi
um vaxandi alheimsböl.
í ritinu „The Organic Food
Guide“ var nýlega sagt frá skýrslu
um þetta efni og þvi slegið föstu að
a.m.k. 10.000 manns í þriðja heim-
inum létust ár hvert af völdum skor-
dýraeiturs. Þar að auki líði um 400.
000 manns þjáningar meira og
minna vegna áhrif eiturefna í land-
búnaði.
Þetta eru ekki nákvæmar tölur
og ómögulegt að geta sér til um
hversu útbreitt vandamálið í raun-
inni er. Eitt af því sem gerir slíkt
mat erfitt er að eiturefnaáhrifin
fara að nokkru leyti gegnum fæðu-
keðjuna — frá plöntum yfir í dýr og
þaðan í menn með kjötvörum.
Gróðavegur
Hvergi er öðru eins magni af eitri
ausið yfir plöntur eins og á ekrum
stórra matvælaframleiðenda, sem
framleiða t.d. hamborgara eða aðr-
ar vinsælar neysluvörur. Þeir eiga
gríðarstórar lendur í Brasilíu og
víðar í þriðja heiminum og leggja,
allt kapp á sem mesta framleiðslu,
sama hvað það kostar. Þar má til
dæmis nefna McDonalds, og
General Food frá Bandaríkjunum,
Nestlé frá Sviss og bresk-hollenska
félagið Unilever, svo að aðeins fá
dæmi séu nefnd af mörgum.
Skordýraeitur gæti verið og ætti
að vera til þess eins að létta mönn-
um tilveruna, því að enginn vill láta
skordýr og önnur meindýr eyði-
leggja uppskeruna. En þegar gróða-
sjónarmiðin eru farin að ráða ferð-
inni snýst dæmið við og hagnaður-
inn af stóru plantekrunum í
Brasilíu og fleiri þriðja heims lönd-
um kemur sannarlega ekki íbúum
viðkomandi landa til góða. Þeir
sitja uppi með skuggahliðar fram-
leiðsluaukningarinnar og fá enga
rönd við reist.