Alþýðublaðið - 02.06.1987, Side 2

Alþýðublaðið - 02.06.1987, Side 2
Þriöjudagur 2. júní 1987 MÞYBVBLMIÐ öimi: 681866 Útqefandi: Blað hf. Ritstjóri:: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaöamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Virðing og ábyrgð stjórnmálamanna Þriðja lotan í formlegum stjórnarmyndunarviðræð- um er rétt að hefjast. Fimm vikur rúmar eru liðnar frá kosningum og enn er þjóðin án rikisstjórnar. Hingað til hefur umboð forseta til stjórnarmyndunar verið í höndum Steingrlms Hermannssonarformanns Fram- sóknarflokksins og Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæöisflokksins. Formenn fráfarandi stjórnar- flokka hafa báðir skilað af sér umboðinu eftir árang- urslausartilraunirtil myndunar þriggjaflokkastjórna, og reyndar hefur formaður Sjálfstæðisflokksins lýst því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki taka þátt í myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar. Um hríð virtist svo, að takast mundi að koma saman ríkisstjórn Sjálf- stæöisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista undir for- sæti Þorsteins Pálssonar. Hins vegar fór svo að óhagganleg krafa Kvennalistans um lögbindingu lág- markslauna og stirðleiki Sjálfstæðisflokksins varð- andi fyrstu aðgerðir, ollu þvi að viðræðurnar sigldu i strand. Meðan timinn liður án þess að rikisstjórn komist á laggirnar, hrannast margvísleg vandamál upp í þjóðfé- laginu, sem kalla á úrlausnir. Mikill fjárlagahalli, vax- andi verðbólguspá og ólga á launamarkaði eru nokkur teikn um þau hættumerki sem við blasa. Það er þvi bráð nauðsyn að starfshæf rikisstjórn sé mynduð hið bráöasta. í forystugrein Morgunblaðsins s.l. laugar- dag var staðhæft, að óþolinmæði og áreitni i garð við- mælenda ( stjórnarmyndunarviðræðum einkenndu málflutning Alþýðuflokksins og að engu sé Ifkara en að talsmenn flokksins séu enn I kosningaskapi. Það er rétt hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins að ákveð- innar óþolinmæði er farið að gæta hjá Alþýðuflokkn- um. Alþýðuflokkurinngerirsérgreinfyrirþeirri ábyrgð sem hvilir á stjórnmálamönnum. Þeir eru lýðræðis- lega kosnir á þing til að móta löggjafann og úr þeirra röðum veljast að öllu jöfnu menn sem mynda rikis- stjórnir. Þeim er með öðrum orðum falið að stjórna. Þvi er ekki að neita að mikill timi hefur farið til spillis og stjórnmálaflokkar þeir sem setið hafa við stjórnar- myndun hafa ekki sýnt þann vilja og frumkvæði sem til þarf við raunsæja könnun á snertiflötum flokka til myndunar samsteyþustjórnar. Allt of miklum tíma hefur verið varið í ófrjósamar viðræður og fastheldni í kröfur einstakra flokka i stað einlægs vilja til mynd- unar starfshæfrar ríkisstjórnar. Ummæli einstakra stjórnmálamanna I garð hvers annars eru einnig fyrir neöan virðingu þingmanna. Móðganir og barnaleg skeyti eru ekki til að vekja traust eða virðingu á störf- um manna ( þingsölum eða i ráöuneytum. Slík um- mæli eru heldur ekki til að efla traust manna eða trú á ábyrgum tökum þingmanna á þjóðmálum eins og við myndun rikisstjórnar. Persónuleg pólitík hefur ávallt verið stunduð á ís- landioggeturveriðskemmtilegur útúrdúr i heitri kosn- ingabaráttu. Þegar kemur að ábyrgum aðgerðum I þjóðmálum og myndun rikisstjórnar til að takast á við þann vanda sem við blasir, er hins vegar ekki viðeig- andi að stjórnmálamenn haldi áfram skotárásum gegnum fréttaglaða fjölmiðla. V/anvirðingu þing- manna fyrir sjálfum sér er varla bætandi á upplausn- ina i þjóðfélaginu. Mikil umræða hefur verið í gangi síðustu vikur um stöðu fiskvinsl- unnar hér á iandi vegna aukins út- flutnings á óunnum fiski. Sitt sýnist hverjum, en öllu þessu vant virðast þó forsvarsmenn fiskverkafólks og eigendur fiskvinnslustöðva geta verið sammála, sammála um að aukin ferskfiskútflutningur vinni gegn hagsmunum beggja. Sjómenn og útgerðarmenn standa hins vegar utan við og njóta yfirleitt góðs af, þegar um er að ræða hærra verð fyrir fiskinn á erlendum ferskfisk- mörkuðum og þar af leiðandi hærra skiptaverðmæti. Á aðalfundum S.H. og S.Í.F. sem haldnir voru fyrir skömmu kom fram mjög hörð gagnrýni forsvars- manna á núverandi skipan mála. í því sambandi vöktu m.a. orð Magn- úsar Gunnarssonar forstjóra SÍF mikla athygli, en hann benti á að í sumum tilfellum væru íslendingar að halda lífinu í fiskvinnslu erlend- is, á sama tíma og þrengt væri að heima og víða vantaði fisk til vinnslu. Magnús benti á að ýmsar Evrópuþjóðir sem höfðu gengið of nálægt sínum fiskauðlindum og væru nær fisklausar, héldu lífinu í staðbundinni fiskvinnslu hjá sér með fiski frá íslandi. í ræðu sinni sagði Magnús m.a.: „Með því mikla magni, sem flutt er út af óunnum fiski erum við ekki eingöngu að halda lífinu í þeirri fiskvinnslu, sem til skamms tíma var að leggja upp laupana í Hull og Cuxhaven, heldur verðum við alvarlega varir við það, að þeir aðilar sem voru búnir að leggja fiskvinnslu á hilluna og ein- göngu farnir að stunda verslun með fiskafurðir eru búnir að dusta rykið af flaka- og flatningsvélum sínum og byrjaðir að vinna fisk á ný, m.a. til að selja í samkeppni við annan íslenskan fisk á unnum fiskmörk- uðum. Má þar nefna dæmi, sem koma beint við íslenska saltfisk- framleiðendur, eins og aukin söltun á ufsaflökum í Þýskalandi og sölt- un á Spáni, Englandi og Frakk- landi“ Magnús sagði ennfremur að það væri ekki furða þótt forsvarsmenn borganna Hull, Grimsby, Cuxhaven og Bremerhaven komi í hópferðum til íslands og lýsi því yfir fjálglega í fjölmiðlum að íslenski fiskurinn sé eins og lífsblóð fyrir fiskvinnslu þessara borga. Magnús bendir á að þetta gerist á sama tíma og fjöldi fólks undirbýr flutning úr íslensk- um sjávarplássum vegna samdrátt- ar í atvinnu. Auk þess segir Magnús að þetta séu einmitt þær þjóðir sem harðast berjast gegn íslendingum í tolla og magntakmörkunum á salt- fiski og öðrum unnum sjávarafurð- um hjá Evrópubandalaginu. Á sambandsfundi Verkamanna- sambands íslands sem haldinn var um helgina var sömu sjónarmiðum haldið á lofti og fram komu í ræðu Magnúsar. Fundarmenn lýstu yfir miklum áhyggjum sínum vegna þeirrar byggðaröskunar sem fram væri að koma. Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verkamanna- sambandsins segir t.d. að um 50% bolfiskafla í Vestmannaeyjum sé fluttur út í gámum. Guðmundur segir að um 200 manns muni flytj- ast frá Eyjum í sumar vegna minnk- andi tekna. Fyrrihluta maímánaðar var í Verðlagsráði sjávarútvegsins þrátt- að um frjálst fiskverð. Líkast til hefur aldrei verið svo nærri komist því takmarki að gefa fiskverð frjálst. Það sem á strandaði var hins vegar ágreiningur um stöðu inn- lendu fiskvinnslunnar gagnvart út- flutningi á ferskfiski. Kaupendur, fiskverkendur, voru ekki tilbúnir að gefa fiskverð algjörlega frjálst en buðu sjómönnum og útgerðar- mönnum að í gildi yrði frjálst fisk- verð með ákveðnu lágmarksverði, sem fæli þannig í sér ákveðna trygg- ingu fyrir sjómennina, en sett yrði jöfnunargjald á ferskfiskinn sem færi til útflutnings. Forsvarsmenn fiskvinnslunnar telja óeðlilegt að ferski fiskurinn sé án nokkurrar skattlagningar á sama tíma og salt- fiskframleiðslan og frystiiðnaður- inn þurfa að greiða verulegar upp- hæðir í verðjöfnunarsjóð, á góðum árum. Saltfiskvinnslan hefur t.d. þurft að greiða verulegar upphæðir upp á síðkastið og allt stefnir í að frystingin geri það líka, vegna verð- hækkana á erlendum mörkuðum. Um þetta sagði Friðrik Pálsson for- stjóri S.H. meðal annars í samtali við Alþýðublaðið: „Það er algjör Iágmarkskrafa að fiskvinnslan i landinu hafi jafnan rétt á við er- lenda fiskkaupendur til að sækja í þann afla sem kemur frá íslands- miðum. Við erum nánast að niður- greiða íslenskan fisk til erlendra vinnslustöðva með þessum hætti.“ Það er því ljóst að forsvarsmenn ís- lenskra fiskframleiðenda og fisk- vinnslufólk ætlar ekki að una nú- verandi skipan mála öllu lengur. Það eru þó ekki allir á sama máli og þessir hagsmunaaðilar. Þeir eru til sem leiða getum að því að kerfis- bundið séu forvígismenn þeirra að knýja stjórnvöld til aðgerða til að sporna gegn þróun sem í allan stað sé óeðlileg. Síðustu vikur hafa mál einnig þróast í þá átt að auðveldlega má fá á tilfinninguna að verið sé kerfisbundið „að þrýsta“. Magnús Gunnarsson og Friðrik Pálsson hafa komið fram í fjölmiðlum og lagt fram sjónarmið og staðhæfing- ar sem sannarlega hafa náð athygli fjölmiðla. í Morgunblaðinu um helgina er síðan settur punkturinn yfir i—ið þar sem vitnað er til Magnúsar Gústafssonar forstjóra Coldwater Seafood í Bandaríkjunum og talað um neyðarástand vegna birgðastöð- unnar sem aldrei hefur verið jafn slæm. Magnús segir að Coldwater hafi nú þurft að tilkynna umboðs- mönnum sínum að fyrirtækið hafi engin þorskflök til afgreiðslu á al- mennum markaði í júnimánuði. Magnús undirstrikar að þorskflök- in hafi verið einkenni fyrirtækisins í gegnum tíðina vegna áreiðanleika í gæðum og þjónustu. í leiðara í DV fyrir helgi segir Jónas Kristjánsson ritstjóri, að um- ræður um stöðu fiskvinnslunnar séu að verða jafn vonlausar og um- ræður um hinn hefðbundna land- búnað. „Talsmenn fiskvinnslunnar endurtaka bara í síbylju gömlu slag- orðin um hráefni og fullvinnslu, þegar þeir berjast gegn frjálsu fisk-. verði, fiskmarkaði og gámafiski“, segir Jónas, sem kallaði leiðara sinn „Síbylju í sífurtóni“. Jónas segir einnig að „sífrað" sé um efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar í voða, ef útgerðarmenn og sjómenn græða stórfé á að selja verðmætan fisk til landa Evrópubandalagsins, í stað þess að selja hann á lágu verði til v fiskvinnslu, svo þar megi varðveita ' vítahring lága kaupsins. í leiðaran- um segir ennfremur að eðlilegt sé að hlutdeild ferska fisksins í útflutn- ingnum fari vaxandi með auknu áliti erlendra neytenda á ferskum fiski og tilsvarandi hækkun á verði hans, og ekki sé fráleitt að stefna að um það bil helmingi útflutningsins. Sjónarmið Jónasar eiga auðvitað alveg rétt á sér í umræðunni þessa dagana. Það verður líkast til að líta á leiðarann sem andsvar við sjónar- miðum hagsmunaaðilanna og sem þann ásetning DV ritstjórans að skapa umræðu um málið utan hagsmunahópanna. Umræður um undirstöðuatvinnuvegina hafa því miður fyrst og fremst farið fram hjá sérstökum málpípum og blaðafull- trúum og oft út úr veruleika og heildarmynd þjóðfélagsins. Von- andi munu einnig stjórnmálamenn ræða málið og taka ákvarðanir um framtíðarskipan þeirra óháð sér- stakri kortleggingu beinna hags- munaaðila. Þetta með þjóðarhag- inn getur nefnilega reynst snúnara en við fyrstu sýn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.