Alþýðublaðið - 06.06.1987, Síða 1
Fundur um burðarþol í verkfræðingafélaginu:
FAIR VÖRÐU SKÝRSLUNA
Ýmsir veigamiklir gallar á rannsókninni. Ekki sammála um reikningsstuðla. Átök
framundan meðal verkfræðinga sjálfra.
atriði. Þá hefur Þórður Þorbjarn-
arson, borgarverkfræðingur, einnig
látið falla orð í líkum dúr.
Þótt verkfræðingar virtust flestir
á einu máli um skýrsluna á fundin-
um i fyrrakvöld, voru ekki sam-
þykktar neinar ályktanir á fundin-
um, beinlínis um þessi atriði. Slíkar
tillögur komu vissulega fram, en
voru felldar.
Þeir fundarmenn sem Alþýðu-
blaðið hefur rætt við eftir fundinn,
hafa látið í ljós tvenns konar skýr-
ingar á þessu atriði. Annars vegar
að verkfræðingar vilji ekki flana að
neinum yfirlýsingum um málið.
Hin skýringin er sú að umfjöllun
fjölmiðla um þetta mál hafi verið
með þeim ósköpum að verkfræð-
ingar hafi ekki áhuga á að blása
málið út meira en orði er.
Það eru þó talsverð líkindi til að
burðarþolsmálið sé komið inn á
blaðsíður og Ijósvakabylgjur til að
vera, a.m.k. enn um hríð. Annars
vegar eru niðurstöður burðarþols-
skýrslunnar svo alvarlegar, að
reikna má með frekari rannsóknum
á burðarþoli húsa á næstunni.
Hins vegar telja margir það
hvernig staðið var að skýrslugerð-
inni og rannsókninni sem á undan
fór, sé órækur vottur þess að átök
séu framundan milli verkfræðinga
sem starfa á þessum markaði.
Þannig séu nú að ráðast inn á mark-
aðinn verkfræðingar sem fram að
þessu hafi haft framfæri sitt af
hönnun stærri mannvirkja, svo sem
virkjana o.fl. Til að komast inn á
markað hinna smærri bygginga
þurfi þeir að rýmka þar til og marg-
ir vilja skoða skýrsluna að hluta til
í þessu ljósi.
Um „hina hliðina" á burðarþols-
skýrslunni er fjallað í fréttaskýr-
ingu í Alþýðublaðinu í dag.
Burðarþolsskýrslan margumtal-
aða var mikið rædd á fundi í Verk-
fræðingafélagi íslands í fyrrakvöld.
Fáir urðu til þess á fundinum að
mæla skýrslunni bót, þegar frá eru
taldir höfundarnir sjálfir. Meðal
verkfræðinga og ýmissa annarra
sem til þekkja eru taldir ýmsir
veigamiklir gallar á því hvernig
staðið var að burðarþolsrannsókn-
inni eftir fundinn í fyrrakvöld virð-
ist mega telja þetta nokkurn veginn
samdóma álit manna í verkfræð-
ingastétt.
Það eru einkum tvö stór atriði
sem menn finna skýrslunni til for-
áttu. Annars vegar hvernig húsin
voru vaiin, nins vegar hvaóa reikn-
ingsstuðlar voru notaðir til að
reikna jarðskjálftaálag á húsin.
Þessi atriði hafa reyndar verið
gagnrýnd áður opinberlega og má í
því sambandi minna á viðtal Al-
þýðublaðsins við Gunnar Sigurðs-
son byggingarfulltrúa Reykjavíkur
sem birtist um sióustu helgi. Þar
gagnrýndi Gunnar einmitt þessi
Á blaðamannafundi I Seðlabankanum I gær þegar kynnt var frumvarp um starfsemi llfeyrissjóða, sagði Jó-
hannes Nordal, formaður endurskoðunarnefndar lífeyriskerfis, að nýja frumvarpiö muni leiða til fækkunar llf-
eyrissjóða og aukins samstarfs milli sjóða. í dag eru um 95 lífeyrissjóðir I landinu.
Yfirmenn herliðsins
um íbúðabyggingar:
„NO COMMENT"
Yfirmenn bandaríska herliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli, sjá
ekki ástæðu til þess að tjá sig
um kostnað við fyrirhugaðar
íbúðabyggingar á vallarsvæð-
inu, þar sem samningar við ís-
lenska aðalverktaka hafa ekki
verið gerðir. Þetta stutta og lag-
góða svar barst Alþýðublaðinu í
gær, eftir rúmlega sólarhrings
umhugsun yfirmanna.
Alþýðublaðið sneri sér til
blaðafulltrúa bandaríska her-
liðsins i fyrradag með beiðni um
álit yfirmanna liðsins á kostnaði
við fyrirhugaðar byggingar-
framkvæmdir á vellinum. Svar-
ið barst i gær og sagði Friðþór
Eydal, blaðafulltrúi, að yfir-
menn herliðsins sæju ekki
ástæðu til að tjá sig um málið
þar sem engir samningar lægju
fyrir við íslenska aðalverktaka.
Þeir menn sem Alþýðublaðið
hefur rætt við í þessu sambandi
og þekkja vel til þessara mála,
segja að bandaríski herinn sé í
nokkurri klemmu þegar mál af
þessu tagi komi upp, vegna þess
að þótt menn séu út af fyrir sig
hundóánægðir með gegndar-
laus gróðasjónarmið Islend-
inga, séu þeir tilneyddir að verja
þennan kostnað gagnvart
Bandaríkjaþingi til að fá fjár-
veitingar til framkvæmdanna
gegnum þingið. Þetta gerir þeim
óhægt um vik að senda frá stór-
orðar yfirlýsingar í málum af
þessu tagi.
Þeir heimildarmenn Alþýðu-
blaðsins sem best þekkja til
þessara mála, segja þó jafn-
framt að það fari í vöxt að sjóðir
NATÓ séu notaðir til að kosta
framkvæmdir á vegum herja
Atlantshafsbandalagsins og á
næstu árum geti því orðið erfið-'
ara að útskýra hina gífurlegu
fjárþörf til framkvæmda á Is-
landi, þar sem öðrum aðildar-
þjóðum bandalagsins sé sárara
um sína peninga en Bandaríkja-
mönnum.
LfFEYRISKERFIÐ „POPPAÐ UPP“
Endurskoðunarnefnd lifeyriskerfis hefur lagt fram nýjar tillögur á gömlum grunni.
Endurskoðunarnefnd lífeyris-
kerfis hefur skilað fjármálaráð-
herra frumvarpi til laga um starf-
semi lífeyrissjóða. Nýja frumvarpið
er byggt á endurbótum á núvcrandi
kerfi lífeyristrygginga. Öllum þeim
sem taka laun eða afla annarra at-
vinnutekna verður nú skylt að eiga
aðild að lífeyrissjóði. í frumvarpinu
er gert ráð fyrir að lágmarksiðgjald
verði 10% og greiðist af öllum laun-
um, en ekki bara dagvinnulaunum
eins og verið hefur. Þeir sem ekki
greiða í lífeyrissjóði, eins og heima-
vinnandi húsmæður verða áfram
að sætta sig eingöngu við lífeyris-
greiðslur almennra trygginga.
Endurskoðunarnefnd lífeyris-
kerfis var stofnuð 1976 og hefur
síðan starfað að frumvarpinu um
starfsemi lífeyrissjóða auk laga-
setningar um lífeyrismál. í nefnd-
inni eiga sæti 17 fulltrúar, helstu
samtaka aðila vinnumarkaðarins,
samtaka lífeyrissjóða og frá stjórn-
völdum. Allir fulltrúarnir sam-
þykktu frumvarpið nema fulltrúi
Launamálaráðs BHMR sem lýsti
sig andvígan mörgum megin-
ákvæðum frumvarpsins.
Nýja frumvarpið gerir ráð fyrir
að Iífeyrir verði tryggður miðað við
lánskjaravísitölu í stað þess að
fylgja breytingum kauptaxta eða
launa, eins og nú er algengast. Meg-
inatriði þessarar tillögu er, að með
þessu verða lífeyrisréttindin tengd
með beinum og opinskáum hætti
við þá vísitölu, sem verðtrygging
eigna lífeyrissjóðanna miðast við.
Nýja frumvarpið, ef verður að lög-
um, mun hafa í för með sér gífurleg
útgjöld fyrir ríkissjóð á næsta ári
því nú verða svokallaðar ábyrgðir
sem ríkið greiðir til lífeyris opin-
berra starfsmanna teknar af.
Nýja frumvarpið mun einnig
þýða aukið fjármagn til lífeyris-
sjóðanna og þar af leiðandi aukið
fjármagn til húsnæðiskerfisins.
í frumvarpinu er lagt til, að sett
verði heildstæð og samræmd lög-
gjöf um starfsemi allra lífeyrissjóða
í landinu, þannig að þeir lúti allir
sömu starfsskilyrðum og starfs-
skyldum. Er þá gert ráð fyrir, að
lögfest verði ákvæði um lágmarks-
skyldur og réttindi lífeyrissjóða og
sjóðsfélaga, þ.e. um greiðslu ið-
gjalda, ávöxtun þeirra og tryggingu
og myndun lífeyrisréttinda, en jafn-
framt taki löggjöfin til skipulags,
réikningshalds og opinbers eftirlits
með sjóðunum. Frumvarpið byggir
á þeirri meginreglu, að sjóðir verði
jafnan að geta staðið undir Iífeyris-
loforðum með ávöxtuðum iðgjalds-
tekjum.
„Það er enginn vafi á því að þetta
frumvarp mun stuðla að því að
sjóðum fækki. Ég held t.d. að við
nánari úttekt á sjóðunum samfara
gildistöku laganna muni ýmis
vandamál koma í ljós sem leiði til
þess að sjóðirnir leiti eftir samvinnu
eða sameinist í einhverjum tilfell-
um“, sagði Jóhannes Nordal for-
maður nefndarinnar í samtali við
Alþýðublaðið.
Það lífeyriskerfi, sem gert er ráð
fyrir í þessu frumvarpi, er í megin-
atriðum byggt á endurbótum á nú-
verandi kerfi lífeyristrygginga hér á
landi. Er þá reiknað með, að al-
mannatryggingar annist grunn-
tryggingar í lífeyriskerfinu eins og
nú er, og greiði m.a. áfram elli- og
örorkulifeyri, sem sé óháður tekj-
um manna á starfsævinni. Til við-
bótar þessu grunnkerfi starfi svo
lífeyrissjóðir og lúti starfsemi
þeirra einni löggjöf, sem taki með
sama hætti til allra sjóða og skyldi
þá m.a. til að veita elli- og örorkulif-
eyri, sem er háður iðgjaldsgreiðsl-
um og þar með tekjum manna á
starfsævinni. Öllum sem taka laun
eða afla annarra atvinnutekna, skal
skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði.
Tillögur frumvarpsins um lág-
marksiðgjald til lifeyrissjóðs mið-
ast við það iðgjaldshlutfall, sem nú
er yfirleitt samningsbundið á
vinnumarkaðnum, 10%. Hins veg-
ar er lagt til, að í stað þess að iðgjald
greiðist eingöngu af dagvinnulaun-
um svo sem nú er í flestum sjóðum,
verði öll greidd laun iðgjalsskyld.