Alþýðublaðið - 06.06.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.06.1987, Qupperneq 2
Laugardagur 6. júnl 1987 MÞYBVBllÐIÐ öimi: 681866 Útaefandi: Blað hf. Ritstjóri:: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaðamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Naflaskoðun í Sjálfstæðisflokknum Nýjasta tölublaö VOGAR — blað sjálfstæðismanna í Kópavogi — hefurvakið verðskuidaðaathygli. Þarer fjallað um innri vandamál Sjáifstæðisflokksins af meiri hreinskilni og opnari hug en tíökast hefur í sam- anlagðri sögu flokksins. Tölublaðið er merkilegt fyrir þær sakir að í blaðið rita margir forystumenn Sjálf- stæðisflokksins og vitnað er í ræður þingmanna og svöráfundum þeirrai Reykjaneskjördæmi. Umræðan og gagnrýnin sem fram kemur í blaðinu öilu, á stefnu og forystu Sjálfstæðisflokksins, er mislit en fellur samt í einn farveg. Raddirnar mynda einn kór sem heimtarnýjaog breiðari forystu og víðfeönari flokk.Þá er ekki hægt að skilja heildarsamtekt á efni blaðsins á annan veg en þann, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hvatturtil að taka Borgaraflokkinn inn í móðurskipið á nýjan leik, annað hvort í stjórnarsamstarfi eða hrein- um samruna flokkanna. Kenning þeirra Sjálfstæðismanna sem rita í VOGA, að samruni Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks sé aðalforsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn nái full- um styrk að nýju, er á margan hátt forvitnileg. í fyrsta lagi hafaýmsileg teikn bent til þess að stór hluti sjálf- stæðismanna væri slíkum samruna fráhverfur. Sú heift sem ríkt hefur í stórum geira Sjálfstæðisflokks- ins út í Albert Guðmundsson og hans menn er slík, að ekki hefur komið til álita, hvort samvinna þessara tveggja fylkinga geti átt sér stað. Það hefur einnig sannast best í stjórnarmyndunarviðræðunum undir verkstjórn Þorsteins Pálssonar, að lítill sem enginn áhugi ríkti meðal forystusveitarSjálfstæðisflokksins um stjórnarsamtarf við Albert Guðmundsson. Radd- irnaríVOGUM bendahins vegartil þess aðandstaðan við Borgaraflokkinn sé ekki alger, heldureigi samein- ingarmenn talsvert bakland í flokknum. Flestir sem fylgjast með stjórnmálum gera sér hins vegar Ijóst að samruni Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks gerðist trauðla nema með mannfórnum í forystuliði Sjálf- stæðisflokksins og þá beindust spjótin fyrst að for- manninum sjálfum. Eigi jafn samstilltar raddir og hljóma á síðum VOGA, eftir að bergmála víðar í Sjálf- stæðisflokknum, kemst formaðurinn varla hjá því að kalla saman landsfund til að hreinsa loftið, kanna eig- in stöðu og fá fram niðurstöður sem forystunni bæri að fylgja. Eins og fram kemur í skrifum ábyrgðarmanns blaðs- ins, Halldórs Jónssonar, er Sjálfstæðisflokkurinn óvenjulegur að því leytinu til, að hann er stærsti flokk- ur þjóðarinnar án þess að fylgja neinni skýrri hug- myndafræði. Flokkurinn hefur breyst úr breiðum lýð- ræðislegum flokki í anda Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar í margar minni fylkingar og forystan hefur einangrað sig æ meira frá hinum almenna kjósenda. Lýðræðisleg þróun innan veggja annarra flokka hefur einnig sljóvgað muninn á Sjálfstæðis- flokknum og pólitískum mótherjum hans. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur þó haldið styrkleika sínum vegna harðra sérhagsmunagæslu peningamanna og því út- breiddaviðhorfi að stefnaflokksins væri hiðeðlilega, ópólitíska velferðarástand. Úrslit síðustu kosninga og upplausnin sem fylgir uppgjörinu í Sjálfstæðis- flokknum bendir hins vegar til þess að þessi mynd sé að breytast. ÖNNUR SJÓNARMIÐ DÁLTIÐ líf er að færast í komm- ana eftir daufan tón að loknum kosningum. Ef mæla má geðsveifl- ur félaganna í Alþýðubandalaginu eftir hækkandi hitstigi á ritstjórn Þjóðviljans, er ljóst að allaballar eru þegar komnir í stjórnarand- stöðuskap þótt formlegar stjórnar- myndunarviðræður krata, sjálf- stæðismanna og frammara séu rétt að byrja. En lái það þeim hver sem vill, kommarnir eru jú bestir og vanastir í stjórnarandstöðu þar sem þeir geta gagnrýnt, verið í fýlu, á móti öllu sem sýnir lífsmark og hef- ur vaxtarbrodd. Eftir kosningar sátu þeir mikið á þingum og skrif- uðu naflaskoðunargreinar upp og niður í Þjóðviljann, héldu ráð- stefnu á Varmalandi og enn eru for- ystumenn að vinna heimastíla eftir þann fund. En engum allaballa kemur í hug að ástæðan fyrir fylgis- hruni þeirra sé einföld: Hver nennir að kjósa flokk sem er sundraður, forystulaus, og á móti öllu og öll- um? Ritstjórar Þjóðviljans eru greinilega fegnir því að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórn enda muna menn þar á bæ eftir hörmungunum 1983 þegar viðskilnaður Alþýðu- bandalagsins blasti við með 130% verðbólgu. En þar sem ritstjórar Þjóðviljans hafa alltaf verið langt á undan sínum tíma, og þar af leið- andi hafa lesendur hans ekki alltaf skilið hvert blaðið stefnir eða hvaða meiningu það hefur yfirleitt, — er ekki nema von að ritstjórarnir séu komnir í stjórnarandstöðu áður en fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja í bókasafni Dagsbrúnar hafa einu sinni komist að umræðu- efnunum, hvað þá farið að ræða málefnasamning. Það fer greinilega fyrir hið breiða brjóst Þjóðviljarit- stjórans að þessi fundarstaður varð fyrir vali Jóns Baldvins. Honum finnst greinilega að þarna sitji toll- heimtumenn í musteri. En gefum leiðarahöfundi Þjóðviljans í gær orðið: „Á hillunum glottir félagi Djúga- svíli innan í austurevrópskum safn- ritum frá löngu horfnum tíma. ís- lenskar frumútgáfur af Kommún- istaávarpinu í bland við Háskóla mína eftir Gorký. Kannski Móður- ina sé líka að finna nærhendis inn- an um rykfallnar útgáfur Marx og Engels. Sviðið er bókasafn Dagsbrúnar á fjórðu hæð og handan við götuna er ieikhús þjóðarinnar. í þessu leikriti eru þrír þreyttir leikarar. Þeir eru þreyttir hver á öðrum og þreyttir á sjálfum sér. Þjóðin er sömuleiðis þreytt á þeim og leikaraskapnum síðustu vikur. Hún vill frekar kaupa sig inn í leik- húsið handan götunnar til að horfa á tilbúna farsa gerast á tilbúnu sviði fremur en raunverulega farsa gerast í raunveruleikanum. Umhverfis langt borð sitja Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Páls- son. í húsakynnum þess félags sem glæstasta sögu á að baki í baráttu verkalýðshreyfingarinnar smíða þeir stjóm, sem er allt eins líkleg til að snúast öndvert hagsmunum þessara sömu erfiðismanna. Félagi Djúgasvíli, sem á frera- flákum Síberíu þróaði með sér sér- kennilegan húmor, hlýtur að reka upp hláturskjöltur annað veifið innanúr skruddunum uppi í hillum bókasafns Dagsbrúnar.“ Síðan er stutt í geðvonskuna, enda allaballar sárir að allir eru hættir að taka mark á þeim og bún- ir að gefast upp á að rétta þeim sátt- arhönd eða reyna að hefja sam- vinnu með þessu sundraða liði. Leiðarahöfundur sullumbullast: „Á tvisvar sinnum eitt hundrað fundum hefur formaður Alþýðu- flokksins barið sér á brjóst og sagt: Allt nema Framsókn! Siðasta kjörtímabil gekk hann berserksgang kringum landið og á gunnfána kempunnar var letrað: Allt nema Framsókn! í aðfara kosninganna beit hann í skjaldarrendur, sveiflaði sverði og Leiðarahöfundur Þjóðviljans er þeirrar skoðunar að félaga Djúla- svlla Stalln sé skemmt I bókasafni Dagsbrúnar. lofaði þjóðinni ríkisstjórn, undir herópinu: Allt nema Framsókn! í fyrstu viðræðunum að kosning- um loknum lofaði hann þjóðinni enn öllu nema Framsókn. Enginn maður hefur jafn sterk- lega ráðist gegn Framsóknar- flokknum, kallað hann til ábyrgðar fyrir stirðnað kerfið, sem við búum við, lýst jafn grimmilega yfir að Framsókn væri helsti dragbíturinn á framfarir í landinu. Öll þessi orð er formaður Al- þýðuflokksins nú búinn að éta ofan í sig og hlýtur að vera mettur vel. Þegar hann loks fékk umboð for- seta til að mynda ríkisstjórn var hans fyrsta verk að fara á fjörur við Framsóknarflokkinn, bjóðast til að verða þriðja hjól undir vagni fráfar- andi ríkisstjórnar, halda flokknum sem hann áður lýsti óferjandi, inn- an ríkisstjórnar. Framsóknarflokkurinn, sem áð- ur var tákn hins versta í íslenskum stjórnmálum í augum Alþýðu- flokksins er nefnilega orðinn eini bjarghringur krata. Aðgöngumið- inn að kjötkötlum rikisstjórnar. Ávísun upp á ráðherrastóla. Er þetta stefnufesta Alþýðu- flokksins í hnotskurn? Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn eru á öndverðum meiði í öllu því sem lýtur að byggða- málum og landbúnaði. Kratar tala gjarnan um landbúnaðinn sem 28 milljarða hítina og það hefur ekki verið hægt að skilja þá öðru vísi en svo, að forsenda fyrir þátttöku Al- þýðuflokksins í ríkisstjórn væri gagnger uppstokkun á landbúnað- inum. Uppskurður á niðurgreiðslu- og styrkjakerfinu sem Alþýðu- flokkuVinn hefur hingað til sagt að þjóðin hafi ekki efni á.“ Það er eins gott að leiðarahöf- undur minntist á félaga (Jósef) Djúgasvíla (Stalín) í upphafi leiðar- ans, því greinilega situr eftir eitt- hvað af verkum þess merka manns í lýðræðislegum kolli ritstjórans, nefnilega sögufölsunin. Menn skulu þess minnugir að Alþýðu- flokkurinn lagði höfuðáherslu á að ná samstöðu með Alþýðubandalagi og Kvennalista eftir kosningar. En hundurinn sagði ekki ég, og köttur- inn sagði ekki ég. En nú er hins veg- ar eftir að sjá hvort svínið segi ekki ég. ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti ASÍ er greinilega búinn að gefast upp á að skrifa í málgang sitt Þjóð- viljann. Hann ritar grein í Morgun- blaðið í gær sem nefnist „Philips og Kodak okra á íslendingum!1 Nú hafa margir gagnrýnt forystu ASÍ fyrir að dansa of mikið í takt við VSÍ og óreyndur lesandi gæti hald- ið að þarna skrifaði maður úr heild- salastétt en svo er nú reyndar alls ekki þegar greinin er betur lesin. Ásmundur gerir nýlega könnun á innkaupsverði íslenskra heildsala á mat og hreinlætisvörum að umtals- efni og segir á einum stað: „Könnunin leiðir aðeins í Ijós eina skýra afleiðingu af frelsinu. Ekki þá að umboðslaun hafi lækk- að; ekki þá að gerð séu hagkvæmari innkaup en áður; heldur að frelsið hefur verið notað til þess að hækka álagninguna hér heima frá því sem áður var. Frelsið virðist því hafa skilað þeim árangri einum að hækka heildsölu- og smásöluverð vegna hærri álagningar. Þrátt fyrir langtum lægri laun á íslandi en í Bergen er álagning almennt tölu- vert hærri krónutölu hér en þar. Könnunin sýnir að hér skortir á að skilyrði frjálsræðisins séu upp- fyllt. Markaðskerfið skilar ekki skynsamlegri niðurstöðu. Skýrast kemur þetta fram varðandi rakvélar og filmur, en á báðum þeim sviðum munar um 40°7o á innkaupsverðinu hér og í Bergen í þeim dæmum sem tekin veru í skýrslu Verðlagsstofn- unar. 70°7o rakvéla sem seljast hér eru Philips og 80% filma eru Kodak. Þessi þekktu merki hafa því nánast einokun á markaðnum og sú afstaða er greinilega nýtt til ófyrir- leitins okurs.“ Allaballi laumaði því hins vegar að skrifara að ástæðan fyrir óánægju Ásmundar á verðhækkun rakvéla og filma væri augljós: For- setinn væri orðinn svo hægrisinn-, aður að hann íhugaði að raka sig, og greinilega hefur hann skýrt fáar fréttamyndatökur af sjálfum sér með því að filmuverð hafi hækkað. En ekki getur þó blekberi þessara Iína tekið undir jafn fólskulega skýringu. Það er hins vegar athyglisvert að Morgunblaðið virðist hafa geymt grein Ásmundar á góðum lager, því í greininni skrifar Ásmundur orð- rétt: „í síðustu viku birti Verðlags- stofnun niðurstöður könnunar . . . “ En eins og menn muna birtust niðurstöðurnar alls ekki í síðustu viku, heldur upp úr miðjum maí. Ásmundur Stefánsson er þeirrar skoðunar að rakblöð séu alltof dýr.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.