Alþýðublaðið - 06.06.1987, Side 6
6
Laugardagur 6. júní 1987
Aðalfundur Félags íslenskra rithöfunda:
Samþykkt áskorun til
menntamálaráðherra
Á aðalfundi Félags íslenskra rit-
höfunda sem haldinn var að Hótel
Esju var m.a. samþykkt áskorun á
menntamálaráðherra að létta ein-
okun Rithöfundasambands íslands
af Launasjóði rithöfunda.
Fundurinn var vel sóttur og mik-
ill áhugi félagsmanna fyrir vexti og
viðgangi félagsins endurspeglaðist í
fjörugum umræðum um störf þess
og stefnu, svo og stöðu rithöfunda
í nútíma samfélagi.
Fundarstjóri var Indriði G. Þor-
steinsson og fundarritari Indriði
Indriðason.
Eftir inngöngu nýrra félaga flutti
formaður félagsins, Sveinn Sæ-
mundsson, skýrslu stjórnar. Félags-
starfið var líflegt á árinu og unnið
að ýmsum hagsmunamálum rithöf-
unda. Samningar við útgefendur,
svo og fjölmiðla eru á döfinni og
innganga félagsins í Fjölís, félag
rétthafa vegna fjölföldunar ritverka
í skólum stendur fyrir dyrum.
Þá ræddi formaður úthlutun
starfslauna rithöfunda, sem hann
kvað furðulega og í ýmsum tilfell-
um sneypulega og sagði að stjórn
Launasjóðs rithöfunda síðustu
þrjú ár hefði ekki verið starfinu
vaxin. Hann sagði meðal annars:
„Stjórn Félags íslenskra rithöf-
unda sendi menntamálaráðuneyt-
inu bréf hinn 9. apríl 1986 og spurð-
ist fyrir um hvort verið gæti að
stjórn Launasjóðs, sem tilnefnd var
af Rithöfundasambandi íslands og
skipuð af menntamálaráðherra
hefði brotið reglugerð um úthlutan-
ir starfslauna. Svar barst loks tæp-
lega ári síðar, hinn 27. mars sl. í
þessu bréfi staðfestir ráðuneytið að
stjórn Launasjóðs hafi brotið
reglugerðina i sex tilfellum, en að
ráðuneytið ætli ekkert að aðhafast í
málinu. Þegar svo er komið að rétt
yfirvöld bregðast skyldu sinni í máli
sem þessu, þá er vandséð hvert leita
skal um leiðréttingu!*
Ármann Kr. Einarsson gjaldkeri
las og skýrði reikninga og kom fram
að hagur félagsins er góður.
Sem fyrr segir urðu fjörugar um-
ræður um málefni rithöfunda á
þessum fundi. Ennfremur um starf
Félags íslenskra rithöfunda á því
starfsári sem framundan er. Mikill
áhugi er ríkjandi fyrir vexti og við-
gangi félagsins og fram komu ýms-
ar snjallar hugmyndir. Stofnuð var
sérstök útbreiðslunefnd. í hana
voru kosnir þeir Haraldur Jóhanns-
son, Steinar J. Lúðviksson og
Sveinn Sæmundsson. Meðal álykt-
ana á fundinum var svohljóðandi
samþykkt einróma:
„Aðalfundur Félags íslenskra rit-
höfunda skorar á menntamálaráð-
herra að létta einræði Rithöfunda-
sambands íslands af Launasjóði
rithöfunda. Bendir aðalfundurinn
á að rithöfundar í Félagi íslenskra
rithöfunda hljóti samkvæmt Iands-
lögum og viðteknum siðvenjum að
vera jafn réttháir öðrum íslenskum
rithöfundum enda þótt þeir kjósi
að vera í öðrum rithöfundasam-
tökum. Vísast í þessu efni til bréfs
formanns félagsins dags. 28. mars.
1987.“
í stjórn Félags íslenskra rithöf-
unda eru: Sveinn Sæmundsson for-
maður, Snjólaug Bragadóttir ritari,
Indriði Indriðason gjaldkeri,
Gunnar Dal, Hrafnhildur Valgarðs-
dóttir, Indriði G. Þorsteinsson og
Páll Líndal.
Vigdís fær æðstu
viðurkenningu
Lionsmanna
32. þing Lionshreyfingarinnar á ís-
landi verður sett að Hótel Sögu í
Reykjavík í dag kl. 10:00. Allt að
fimm hundruð Lionsfélagar víðs-
vegar að af landinu munu sækja
þingið.
Við þingsetningu mun alþjóða-
forseti Lions afhenda frú Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta, Lionsvið-
urkenningu sem nefnist „Melvin
Jones Félagi“ og er æðsti virðingar-
vottur sem hreyfingin sýnir ein-
staklingi.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, er fyrsti þjóðarleiðtog-
inn sem hlýtur slíka viðurkenningu.
Því er hér um merkan viðburð að
ræða sem vekja mun heimsathygli.
Heiðursgestir á þinginu verða
Svíinn Sten A. Akestam og Martha
kona hans, en Sten A. Akestam er
alþjóðaforseti Lionshreyfingarinn-
ar þetta starfsár.
Skógræktar-
dagur
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands samþykkti fyrir nokkrum
árum, að fyrsta laugardag í júní
skyldi vekja sérstaka athygli á trjá-
og skógrækt hér á landi. Þessi
„skógardagur“ sem svo hefur verið
nefndur er að þessu sinni 6. júní
n.k. en þá marka skógræktarfélög-
in víðsvegar um land daginn hvert
með sínu móti, efna til gróðursetn-
ingar, skoðunarferða, eða halda
fræðslufundi fyrir félaga sína og
áhugafólk.
Áhugi á trjá- og skógrækt fer
stöðugt vaxandi meðal almennings,
og því til vitnis má geta þess að nú
nýlega hafa bæst við 9 skógræktar-
félög, auk þeirra 30 aðildarfélaga
sem fyrir voru.
Á Seyðisfirði og V-ísafjarðar-
sýslu hafa skógræktarfélög verið
endurvakin.
ST. JÓSEFSSPÍTALI
Landakoti
Starfsmaður skóladagheimili
Starfsmaöur óskast strax til frambúðar í 100%
stöðu á skóladagheimilið Brekkukot. Brekkukot
er skóladagheimili (börn á aldrinum 6-9 ára), rekið
af Landakotsspítala.
Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 19600-260,
alla virka daga frá kl. 9.00-15.00.
Starfsmaður á röntgendeild
Starfsmaður óskast í 100% starf á röntgendeild
Landakotsspítala. Þyrfti að geta hafið vinnu
strax.
Upplýsingar gefur deildarstjóri röntgendeildar í
síma 19600-330 alla virka daga frá kl. 9.00-15.00.
Hjúkrunarfræðingur — vöknun
Hjúkrunarfræðing vantar á vöknun, dagvinna.
Æskilegt að viðkomandi gæti verið í 100% starfi.
Upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarfor-
stjóra í síma 19600-300, alla virkadaga frá kl. 9.00-
15.00.
Hafnarbúðir
Hjúkrunarfræðingur — NV!
Okkur vantar nú þegar hjúkrunarfræðing á nætur-
vaktirl Hafnarbúðir. Hjúkrunarfræðingarathugið,
þeir sem taka 60% NV fá deildarstjórafaun.
Upplýsingar veitir deildarstjóri I síma 19600-200,
alla virka daga frá kl. 9.00-12.00.
Reykjavík 4.6.1987
Bygging K á Landspítalalóð
Tilboð óskast í innanhússfrágang á hluta bygg-
ingar K á Landspítalalóð í Reykjavík. Húsið, sem
er fjórar hæðir, auk þakhæðar, er nú uppsteypt
með ísettum og glerjuðum gluggum og fullfrá-
gengið að utan.
Stærð hússins er 19.060 m3 og heildargólfflötur
um 4.600 m2.
Verkið felur I sér fullnaðarfrágang á tveimur
neðstu hæðum hússins, innrétting og lagnir, ein-
angrun og múrhúðun útveggja tveggja efri hæö-
anna með ofnakerfi og fullnaðarfrágang á þak-
hæð sem lagnarými.
Auk þess uppsteypu á lagnastokk og loftinntaki.
Verkinu áað skilaí tvennu íagi, svæði A, sem skil-
greint er nánar í útboðsgögnum, skal skila full-
gerðu og lögnum að því svæði, eigi síðar en 1. maí
1988, en verkinu öllu fulllokið 1. september 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg-
artúni 7, Rvk. gegn 30.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7.
júlí n.k., kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKÍSINS
Borgartuni 7. simi 25844
Arsrit,
Kvenréttindafélaga íslands
19. júní
er
komið
Fœst í bókaversl-
unum, á blaðsölu-
stöðum og hjá
kvenfélögum um
land allt.
iK.
Alþingi
ÍSLENDINGA
Skrifstofa Alþingis
óskar að ráða starfsmann í fullt starf til að
vinna við efnisgreiningu Alþingistíðinda.
Umsækjendur skulu hafa lokið (eða vera að
Ijúka) háskólanámi. Æskilegt er að umsækj-
endur hafi menntun í bókasafns- og upplýs-
ingafræði og hafi þekkingu á lyklunarað-
ferðum. Kunnátta í tölvuvinnslu eða áhugi á
henni er nauðsynlegur. — Framtíðarstarf.
Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Alþingis.
Skrifstofustjóri.
: Þetta ættu
kennarar að lesa
Enn vantar kennara við Grunnskóla Hafnarfjarðar
sem hér segir:
Nokkra kennara I almennri kennslu I 1—6 bekk.
Nokkra kennara til að kenna (slensku, dönsku,
ensku og samfélagsfræði í 7—9 bekk og kennara
I tónmennt.
Upplýsingar gefa skólafulltrúi á Fræðsluskrif-
stofu Hafnarfjarðar Strandgötu 4 slmi 53444 og
skólastjórar I viðkomandi skólum.
Það er fallegt og notalegt í Hafnarfirði og gott að
eiga þar heima. Því ekki að athuga þettaog sækja
um kennarastarf þar. Dragðu ekki til morguns það
sem þú getur gert I dag.
Láttu ekki happ úr hendi sleppa.
Skólanefnd Hafnarfjarðar.
Digranesprestakall
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimil-
inu Bjarnhólastlg26fimmtudaginn 11. júnf n.k. og hefst
kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Kosnir verða þrlr menn I
sóknarnefnd og þrír til vara.
Sóknarnefndin