Alþýðublaðið - 17.06.1987, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 17.06.1987, Qupperneq 3
'3 Miðvikudagur 17. júní 1987 Asmundarsalur: Kristján sýnir verk um drauma Kristján Kristjánsson sýnir Ásmundarsal, 13—28. júní, 1987. Á sýningunni eru málverk og collachrome (graf-klipp) myndir. Málverkin eru unnin með acryl lit- um og öðrum efnum á striga og graf-klipp myndirnar eru unnar með collachrome tækni sem er ný- lunda hérlendis. Verkin eru alls 19 og eru unnin á timabilinu 1981— 1987. Flest verkin eiga það sameigin- legt að efni þeirra er sótt í djúp meðvitundar og drauma. Eða eins og skáldið komst að orði. „Hér er horft úr bakspeglinum til fortíðar og framtíðar þar sem sjónglerin sameinast í hvolfspegli nútíðar." Kristján Kristjánsson nam við Myndlista- og handíðaskóla fs- lands 1969—1973 og við Listahá- skólann í Stokkhólmi 1977—1981. Þetta er fimmta einkasýning Kristjáns. Hátíöasamkoma aö Hrafnseyri Hrafnseyrarnefnd gengst fyrir hátíðarsamkomu að Hrafnseyri, fæðingar- stað Jóns Sigurössonar, 17. júní eins og mörg undanfarin ár. Þar flytur Sigurður Samúelsson prófessor ræðu en hann er Arnfiröingur að ætt og lærði undir skóla hjá sr. Böðvari Bjarnasyni að Hrafnseyri. Ágústa Ágústs- dóttir söngkona syngur og sr. Gunnar Bjarnason leikur á selló. Ennfremur mun sr. Gunnar Hauksson messa í Minningarkapellu Jóns Sigurössonar og kirkjukórinn á Þingeyri syngur. Kristjáns Kristjánssonar Prestar sam- kvæmt nýja kerfinu Umsóknarfrestur er runninn út um sjö prestaköll, sem Biskup ís- lands auglýsti nýlega laus til um- sóknar. Eftirfarandi umsóknir hafa Utboð Óskaðereftirtilboðum í sterilahandþvottabursta til notkunar á skurðstofum ríkisspítalanna. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð föstudaginn 24. júlí n.k. kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7. simi 25844 Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að áttadögum liðnum frá birtingu aug- lýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir júlí-des. 1986, og jan., febr. og mars 1987, svo og söluskattshækkunum, álögð- um 1. okt. 1986 til 12. júní 1987; vörugjaldi af inn- lendri framleiðslu fyrir júlí-des. 1986 og jan., feb. og mars 1987; mælagjaldi af díselbifreiðum, gjaldföllnu 11. sept. 1986 og 11. feb. og 11. júní 1987; skemmtanaskatti fyrir júlí-des. 1986 og jan., feb., mars og apríl 1987; launaskatti, gjaldföllnum 1985; skipulagsgjaldi af nýbyggingum, gjald- föllnu 1986 svo og aðflutningsgjöldum, gjald-' föllnum 1986. Reykjavík 12. júní 1987 Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarf.h. Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum I: „Safnæðar — jarðvinnaog undirstöður“, að Nesjavöllum. Verk- ið felst í jöfnun leiðslustæðis, gerð vegslóða, greftri og fyllingu fyrir undirstöðum og festum, steypu á festum og uppsetningu undirstaða. Þá skal leggja hluta vatnsveitu, borveitu og merkjastrengi. Heildarlengd safnæða er um 2,3 km. Bjóðendur skulu bjóða í allt verkið, og eru fráviks- tilboðóheimil nemaeinnig fylgi tilboð I fullu sam- ræmi við útboðsgögn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 30. júní, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik borist: Sauðlauksdalur í Barðastrandar- prófastsdæmi: Jón ísleifsson, cand. theol. Reykjavík Bildudalur í Barðastrandar- prófastadæmi: Sr. Flosi Magnús- son, settur prestur á Bíldudal. Prestsbakki í Húnavatnsprófasts- dæmi: Sr. Bjarni Th. Rögnvalds- son, Reykjavík. Höfðakaupstaður í Húnavatns- prófastsdæmi: Ægir Fr. Sigurgeirs- son, cand. theol. Hafnarfirði. Hrísey í Eyjafjarðarprófasts- dæmi: Hulda Hrönn M. Helgadótt- ir, cand. theol. Reykjavík. Um Ból- staðarhlið í Húnavatnsprófasts- dæmi var einn umsækjandi er ósk- ar nafnleyndar en um Raufarhöfn í Þingeyjarprófastsdæmi var engin umsókn. Skv. nýjum lögum um veitingu prestakalla verða kjörmönnum (þ.e. sóknarnefndarmönnum og vara- mönnum þeirra) fljótlega send gögn varðandi umsækjendur. Síð- an verður viðkomandi prófasti falið að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund þar sem val sóknarprests fer fram. Hellaferöir Nýlega var stofnað fyrirtækið Hellaferðir s/f er vinnur að ferða- málum í samvinnu við Ferðaskrif- stofuna Faranda. Fyrst um sinn verða ferðir í glæsilega nýfundna hraunhella á Suðvesturlandi. Farið verður í hella eins og Kerið í Ölfusi sem er 500 m langur og Tví- botna á Þingvöllum sem er 350 m langur. Hellar sem þessir tveir eru fjölmargir og eiga þáð sameiginlegt að vera ósnortnir og óvíða er glæsi- leiki íslenskrar náttúru meiri. Ferðir eru alla sunnudaga, farið frá bensínsölu við BSÍ kl. 11.00 og tekur ferðin um 6 klst. þar af er dvalið neðanjarðar 2—4 klst. Hellaferðir s/f bjóða auk leið- sögn jarðfræðings, ljós, hjálma og annan þann útbúnað sem þarf til siíkra ferða. Upplýsingar, skráning og far- miðasala er hjá Ferðaskrifstofunni Faranda, Vesturgötu 5, sími 622420. Illl Sit 5;S!!I ~~ er augljóst gildi þess að vinna með öörum - taka sameigin- lega á þeim verkefnum sem eru hverjum og einum ofviða. Án samvinnu og samstöðu lands- manna allra hefði íslensku þjóðinni seint tekist að brjóta á bak aftull áþján erlends valds og öðlast sjálf- stæði 17. júní 1944. Samvinnufélögin eru frjáls og óháð félagasamtök meira en 45.000 einstaklinga. Samvinnuhreyfingin vill vera öflugur þátttakandi í fram- fararsókn íslensku þjóðarinnar. Hún vill vinna með öðrum þjóðhollum öflum við að byggja upp traust efn- ahagslíf og taka á þann hátt virkan þátt í ævarandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.