Alþýðublaðið - 26.06.1987, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 26.06.1987, Qupperneq 1
Stjórnarmyndunarviðrædur Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks: BRUGÐK) GETUR TIL BEGGJA VONA í gær ríkti hófleg bjartsýni í herbúðum flokkanna um framhald stjórnarmyndunar- viðræðnanna. — Ef þeim yrði fram haldiðvar talið ólíklegt að hægt yrði að Ijúka málum um helgina. I gær ríkti hófleg bjartsýni um framhald stjúrnarmyndunarvið- ræðna Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Ef við- ræðunum yrði fram haldið vartalið ólíklegt að þeim gæti lokið fyrir eða um helgi, eins og talað hefur verið um. Klukkan 13:30 í gær hittust full- trúar flokkanna sem unnið hafa að gerð málefnasamnings, þeir Jón Sigurðsson, Friðrik Sophusson og Guðmundur Bjarnason. Klukkan 15 í gær hittust síðan formenn flokkanna og til þess fundar boð- uðu þeir nefnd þá sem leggur drög að fyrstu aðgerðum í efnahagsmál- um. í þeirri nefnd sitja Jón Sigurðs- son, Geir H. Haarde og Bolli Héð- insson. A fundi formannanna átti að ræða hvort gera skuli breytingar á stjórnarráðinu strax, eða miða verkaskiptingu flokkanna við nú- gildandi lög um Stjórnarráð ís- lands. Auk þess ætluðu formenn- irnir að fara yfir þá málaflokka sem enn virtist nokkur ágreiningur um, landbúnaðarmálin, hugmyndina um kaupleiguíbúðir auk smærri málaflokka. Formennirnir höfðu ekki mikinn tíma til viðræðna í gær, því klukkan sex þurftu ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Páls- son að hverfa til konungsveislu með Karli Gústaf og Silvíu drottningu. Áður en Alþýðublaðið fór í prentun í gær var þvi talið ólíklegt að tækist að útkljá þau ágreinings- mál sem enn voru í veginum. Því var álitið að ef stjórnarmyndunarvið- ræðunum yrði enn fram haldið, þá tækist ekki að Ijúka málum fyrr en í næstu viku. Verkalýðsfélög á landsbyggöinni: Fjölgun fisk- markaða óæskileg — Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á lands- byggðinni telja að ræða þurfi til hlítar hvaða áhrif fiskmarkaðir á Reykjavíkursvæðinu hafi á atvinnulíf á landsbyggðinni. — Vilja doka við og meta reynsluna af þeim mörkuðum sem þegar hafa verið stofnaðir. Hjá verkalýðsfélögum víða um land er þessa dagana ítarlega rætt um hvaða áhrif nýju fiskmarkað- irnir á Reykjavíkursvæðinu muni hafa á atvinnulíf á stöðunum. Að mati forsvarsmanna verkalýðsfé- laga sem Alþýðublaðið ræddi við hefur engan veginn verið nægi- iega ígrundað hvaða áhrif fisk- uppboðin á Reykjavíkursvæðinu hafi á atvinnulífið til lengri tíma litið. Telja þeir því fjölgun fisk- markaða óæskilega fyrst um sinn og skynsamlegra að takmarka fjölda markaða og meta reynsl- una af þeim mörkuðum sem þeg- ar hafa verið stofnaðir. Helsti kostur markaðanna á Reykjavíkursvæðinu er að fisk- vinnslustöðvar á markaðssvæð- inu geta sérhæft betur sína vinnslu og þannig náð meiri hag- ræðingu. Þetta þýðir að þær geta boðið hærra verð. Fiskvinnslu- stöðvar á landsbyggðinni verða hins vegar áfram að sætta sig við að þurfa að vinna margar ólíkar tegundir jöfnum höndum eftir því sem afli berst að landi. Fisk- vinnslustöðvarnar munu þó, að margra mati, þurfa að greiða það sem samsvarar meðalverði á mörkuðunum á Reykjavíkur- svæðinu, — þrátt fyrir að hag- kvæmnis forsendur séu ekki fyrir hendi. Viðmælendur blaðsins bentu á að stofnun fiskmarkaðanna hefðu eflaust þau jákvæðu áhrif að tekjur sjómanna aukist. Það er hins vegar ekki séð að hagur fisk- vinnslufólksins vænkist að sama skapi. í flestum tilfellum er út- gerðin í eigu fiskvinnslustöðv- anna, eða um 85%. Sjómennirnir hafa því mun betri aðstöðu til að þrýsta á um hærri skiptahlut, en landverkafólkið sem hefur þá grýlu yfir sér að aflinn fari til vinnslu fyrir sunnan. Endurskoðun kjarasamninga: Beöið nýrrar rikisstjornar Vinna vegna endurskoðunar kjarasamninga ASÍ og vinnuveit- enda liggur að mestu leyti niðri vegna dráttar á stjórnarmyndun. Vinnuveitendur vildu á dögun- um ekki samþykkja endurskoðun samninga né hefja viðræður á þeim nótum fyrr en ljóst væri hvaða ríkisstjórn tæki við völdum og hvaða efnahagsstefna. Vinnu- veitendur hafa hins vegar þegar hafið viðræður við einstaka hópa og sambönd. Efnislegar viðræður um heildarendurskoðun verða því enn að bíða þar til ný ríkisstjórn tekur við. Heimsmeistari unglinga (skák, Hannes HllfarStefánsson hefur verið býsna upptekinn að undanförnu og ekki gef- ist tfmi til að njóta sigursins. í gærkveldi var haldið hóf honum til heiðurs f Reykjavlk og var myndin tekin við það tækifæri. Bankar og sparisjóðir: Neyslulánin aukast — Lausafjárstaða banka og sparisjóða góð og fer batnandi, að mati Seðlabankans. Lán til einstaklinga og heimila jukust verulega fyrstu fimm mán- uði ársins mióað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands námu lán til einstaklinga 2,3 milljörðum króna frá áramótum til mailoka. Á sama tíma í fyrra lánuðu bankar og spari- sjóðir 1,3 milljarða króna til ein- staklinga. Miðað við lánaflokkun bankanna hafa því neyslulán aukist enn á ný. Heildarútlán eru, fyrstu fimm mánuðina, 56,1 milljarðir. Heildarinnlán eru 58,2 milljarðir og með áætluðum vöxtum 60,1 millj- arðir. Frá áramótum til maíloka jukust útlán nokkuð umfram innlán. Inn- lán jukust um 13,8% á þessu tíma- bili. Með áætluðum vöxtum jukust innlánin um 18,6%. Útlánin jukust á sama tímabili um 19,7%, saman- borið við 8,1% í fyrra. Að sögn Eiríks Guðnasonar, hag- fræðings hjá Seðlabankanum, virð- ist innlána aukningin nokkuð hlið- stæð og í fyrra, miðað við verð- bólgu. Lánskjaravísitalan hefur hækkað töluvert meira í ár en á sama tímabili í fyrra, um 7,8 í ár en 6,2 á sama tímabili í fyrra. Mikil aukning útlána stafar fyrst og fremst af mikilli aukningu afurða- lána auk útgáfu ríkisvíxla sem kom til þegar bindiskylda var lækkuð. Aukning afurðalána kann að stafa af því að öllu meira er verkað í salt- fisk en var á sama tímabili í fyrra, og saltfiskverkun á sér sem kunnugt er nokkuð langan framleiðsluferil. Aukning afurðalána virðist því ekki gefa til kynna nein söluvandamál hjá freðfiskframleiðendum, sem undanfarið hafa kvartað undan því að geta ekki sinnt nægilega vel mörkuðunum. Þrátt fyrir mikla útlánaaukningu er lausafjárstaða bankanna góð og virðist fara batnandi, að sögn Eiríks Guðnasonar. Aukningin stafar sem fyrr segir fyrst og fremst af afurða- lánunum, en það eru lán sem bank- arnir geta fjármagnað með því að taka erlend lán.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.