Alþýðublaðið - 26.06.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.06.1987, Qupperneq 2
fUYmntiiiD Slmi: 681866 Útaefandi: Blað hf. Ritstjóri:-; Ingólfur Margeirssoa Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaðamenn: Orri Bj'arnason, Asa Björnsdóttii og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Hvaða kostir eru fyrir hendi, ef...? tf stjórnarmyndunarviðræður Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fara út um þúfur, sem ekki var Ijóst þegar þessi leiðari var skrifaður, fer mjög fækkandi þeim stjórnarmyndunarkostum sem eftir eru. Hugsanlega er unnt að mynda fjórflokka- stjórn eðaminnihlutastjórn, en hvorttveggjaeru held- ur slæmir kostir. Við ríkjandi aðstæður er mikil nauð- syn á sterkri stjórn, sem getur tekist á við mjög vax- andi efnahagsvanda, þar sem verðbólgudraugur og gengisfellingarhætta eru við bæjardyrnar. Frá því að Jón Baldvin Hannibalsson fékk umboð for- seta íslands til stjórnarmyndunar hefur verið gengið til verks af miklum krafti. Málefnavinna hefur verið óvenjumikil, og jafnvel svo að samstarfsflokkarnir í viðræðunum hafa kveinkað sér. Alþýðuflokksmenn hafa gengið til þessara viðræðna undir kjörorðinu, að vel skuli vanda það sem lengi skuli standa. Þetta eru nýjar aðferðir í stjórnarmyndunarviðræðum, en eiga að tryggja málefnasamning, sem farið verði eftir. Á undanförnum áratugum hafa málefnasamningar vart verið teknir upp úr skúffum ráðherra eftir að stjórnar- myndun hefur lokið. IVI istakist þessi tilraun, verða menn að velta fyrir sér hvað framundan sé. Hættan á því að mynduð verði málamyndastjórn, sem lætur reka á reiðanum, ein- hverskonar göslarastjóm, fer vaxandi. Þjóðin hefur orðið vitni að því undanfarna daga og vikur, að innan- hússvandamál Alþýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks eru veruleg. Alþýðubandalagið og Kvennalist- inn virðast ekki treysta sér í ríkisstjórn, og eru úr leik, amk. í bili. Yfirmaður Borgaraflokksins kvað flokk sinn ekki tilbúinn í ríkisstjórn, en skipti síðan um skoðun. Um sinn er Borgaraflokkurinn ekki hrífandi samstarfskostur. tn það sem meira er; fari þessi tilraun út um þúfur, er það umtalsvert áfall fyrir stjórnmálamenn og stjórnmálalífið í heild. í raun og veru er þjóðin búin að mynda þessa ríkisstjórn, þ.e. Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, enda sjá glöggir menn ekki marga aðra möguleika í stöðunni. Formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur hafnað hugmyndinni um samstarf við Framsóknarflokk og Stefán Valgeirs- son, sem hefði meirihluta í Sameinuðu þingi og gæti afgreitt fjárlög, en yrði í minnihlutaí deildum. Þáervit- að að fjórflokkastjórnir endast sjaldnast lengi og verulegurfími þeirrafer i látlausar málamiðlanir. Auð- vitað kemur utanþingsstjórn til greina, en hún er neyð- arúrræði og niðurlæging fyrir stjórnmálamennina. Þ á geta menn einnig hugað að minnihlutastjórnum. Þar kæmi til greina minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar, sem Sjálfstæðismenn telja engan kost. Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflökks og Alþýðuflokks er ekki fráleitur möguleiki, né heldur minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Framsóknar. Allt er þetta mögulegt, og menn skyldu hafa það hugfast, að stjórnmál eru list hins ómögulega. En það skal ítrakað, að verði núverandi stjórnar- myndunarviðræðum slitið, mun það valda miklum vonbrigðum og jafnvel reiði meðal almennings. Ástæða sjálfstæðismanna eða framsóknarmanna fyrirslitum yrði að vega mjög þungt og veratrúverðug. ISvavar Gestsson vill aö Þjóðviljinn 'verði málgagn Alþýðubandalagsins á sama hátt og Morgunblaðiö er málgagn Sjálfstæðisflokksins. X — X — X flokknum og ástæðurnar fyrir kosningaósigrinum í vor. Svo sem von er, eru ekki allir sexmenning- arnir sammála. Einkum er mikill ágreiningur um tengslin milli flokksins og verkalýðshreyfingar- innar. Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ segir þannig í sinni greinar- gerð að hann telji tengslin allt of lít- il eins og þau hafa verið síðan 1978. Hann vill að sjálfsögðu bæta úr þessu með því að efla tengslin. Kristín Á. Ólafsdóttir, varafor- maður Alþýðubandalagsins, segir á hinn bóginn í sinni greinargerð að flokkurinn þurfi aukið sjálfstæði frá Alþýðusambandsforystunni. Kristín er sem sé þeirrar skoðunar að tengsl flokksins við ASÍ-foryst- una sé stærsta orsökin fyrir því að svo fór sem fór í kosningunum. í þessu sambandi bendir Kristín á að margir kjósendur hafi sett einskon- ar samasem merki milli flokks og ASÍ-forystu eftir þjóðarsáttina. Hún er líka eindregið þeirrar skoð- unar að flokkurinn hefði átt að gagnrýna þjóðarsáttina í stað þess að taka þátt í að samþykkja hana á Alþingi. Kristln Á. Ólafsdóttir vill aftur á móti að Alþýðubandalagið öðlist sjálfstæði gagnvart ASÍ-forystunni. Ragnar Arnalds vill ekki ganga mjög langt I sjálfsgagnrýni flokks- manna. GREINARGERÐ Ragnars Arn- alds hefur nokkra sérstöðu í skýrsluhópnum. Ragnar vill nefni- lega ekki ganga of langt í sjálfs- gagnrýni flokksmanna og segir að stóran hluta vandans megi rekja til utanaðkomandi áhrifa sem flokks- menn hafi ekki getað haft nein áhrif á. í þessu sambandi rekur Ragnar sig gegnum fylgi ýmissa smáflokka, svo sem Þjóðarflokks- ins og Flokks mannsins og segir að helminginn af fylgistapinu megi rekja til þess að kjósendur sem ann- ars ættu heima hjá Alþýðubanda- laginu hafi kosið þessa flokka. Asmundur Stefánsson vill efla tengslin milli Alþýðubandalagsins og Alþýöusambandsins. Föstudagur 26. júní1987 ÖNNUR SJÓNARMIÐ KOLLEGI okkar á Morgunblaði allra landsmanna, hann Stakstein- ar, fyllist jafnan mikilli Þórðar- gleði, þegar uppákomur verða í stjórnmálaflokkum (þó ekki Sjálf- stæðisflokknum). Um þessar mundir skemmtir hann sér ágæt- lega við að lesa skýrslur Alþýðu- bandalagsmanna fyrir miðstjórn- arfundinn sem hefst í Reykjavík í dag. Eitt atriði í skýrslunum varð þó greinilega til að spilla gleði Stak- steinars. Hann rakst sem sé á það í tillögum Svavars Gestssonar í til- lögum hans til úrbóta í flokknum, að hann hallast að því að gera Þjóð- viljann að málgagni Alþýðubanda- lagsins og að tengsl blaðs og flokks verði svipuð tengslum Morgun- blaðsins við Sjálfstæðisflokkinn. Hér var Staksteinari nóg boðið. í dálkum þeim sem vandlega eru nterktir honum í Morgunblaði allra landsmanna í gær skrifar Stakstein- ar talsverða langloku um vanþekk- ingu Svavars á tengslum Morgun- blaðsinS og Sjálfstæðisflokksins. Staksteinar heldur því fram að Morgunblaðið sé hreint ekki mál- gagn Sjálfstæðisflokksins, en líti hins vegar á sig sem málsvara Sjálf- stæðisstefnunnar. Staksteinar lætur þó hér ekki staðar numið, heldur bætir því við að Morgunblaðið sé „sjálfstætt" Staksteinar segir að Morgunblaðið sé alls ekki málgagn Sjálfstæöis- flokksins. Ef bæði hann og Svavar hafa rétt fyrir sér, þá þýða ummæli Svavars kannski að hann vilji hafa Þjóðviljann óbreyttan. fréttablað og þar að auki „opinn vettvangur til skoðanaskipta“. Við sjáum svo sem ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þess- ar digurbarkalegu yfirlýsingar Staksteinars. Þó væri kannski gam- an að heyra álit manna, sem and- stæðir eru „sjálfstæðisstefnunni" og hafa lent í því að finna á „afvikn- um stað“ í Morgunblaðinu, greinar sem þeir skrifuðu fyrir þrem mán- uðum um málefni sem þá voru efst á baugi. Annað eins hefur borið við. Og kannski sýnir það einmitt „sjálfstæði“ blaðsins. X — X — X STJÓRNARMYNDUN hefur nú þegar tekið tvo mánuði og margir orðnir langþreyttir að bíða sem von er. Það skiptir hins vegar miklu máli fyrir marga, hvernig til tekst, þegar ný ríkisstjórn er mynduð. Að vísu er alkunna að flestar ríkis- stjórnaraðgerðir bitna fyrir rest á pyngju almennings. Einstaka sinn- um ber þó við að það ber á góma þegar verið er að mynda nýja stjórn, að leggja einhverjar byrðar á „breiðu bökin“ í samfélaginu. í stjórnarmyndunarviðræðum und- anfarnar vikur hefur þetta komið fyrir og öfugt við almenning eru ýmsir hópar sem betur mega sín, duglegir við að vara væntanlegar ríkisstjórnir við afleiðingum af nýj- um álögum. Þannig hafa dunið yfir viðræðu- nefndir flokkanna, ályktanir ýmissa hópa, sem hafa haft grun- semdir um að einhverjar af væntan- legum aðgerðum væntanlegrar rík- isstjórnar, kynnu að snerta hags- muni þeirra. Almenningur þegir hins vegar þunnu hljóði og sendir ekki frá sér neinar ályktanir, á hverju sem dynur. Kannski er þarna fundin skýringin á því hvers vegna byrðarnar lenda alltaf á almenningi á endanum. En snúum okkur aftur að Al- þýðubandalagsmönnum. Sex slíkir hafa eins og alþjóð veit, skrifað ít- arlegar greinargerðir um ástandið í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.