Alþýðublaðið - 07.07.1987, Side 1
Einkunnarorð nýrrar ríkisstjórnar:
JAFNVÆGI OG JÖFNUÐUR
Fyrstu aðgerðirnar sagðar miða aö betra jafnvægi í efnahagsmálum og auknum
jöfnuði lífskjara. Aðgerðirnar leiða til hækkunar framfærsluvísitölu í byrjun en
leggja jafnframt grunn að lækkun verðbólgu til lengri tíma. Ný byggðastefna á
dagskrá
Alþýðuflokkurinn:
Stjórnar-
þátttakan
samþykkt
Jón Baldvin
Hannibalsson
fjármálaráð-
herra. — Karvel
Pálmason
andvígur
stjórninni, —
að óbreyttu.
Ráðherrar Alþýðuflokksins í
væntanlegri ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar verða Jón
Baldvin Hannibalsson, Jó-
hanna Sigurðardóttir og Jón
Sigurðsson. Á flokksstjórnar-
fundi á sunnudag skýrði Jón
Baldvin Hannibalsson fundar-
mönnum frá tillögunum, en fyrr
um daginn hafði á þingflokks-
fundi verið gengið frá vali á ráð-
herraefnum. Samkvæmt eigin
tillögu verður Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra, Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra, og Jón Sig-
urðsson viðskipta- dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Á flokksstjórnarfundinum
virtist meirihluti fundarmanna
ánægður með væntanlega
stjórnarþátttöku og aðeins Kar-
vel Pálmason lýsti beinni and-
stöðu sinni. Karvel hafði áður
lýst því yfir að hann styddi ekki
stjórnina, að óbreyttu. Hann
hefur ekki tekið ákvörðun um
að segja sig úr þingflokknum.
Auk Karvels lýstu nokkrir fund-
armanna yfir efasemdum vegna
stjórnarþátttökunnar, en engin
lýsti sig andvígan, — þótt menn
teldu ýmis baráttumál flokksins
fyrir borð borin í málefnasamn-
ingi væntanlegrar ríkisstjórnar.
Nokkrir flokksstjórnarfulltrúar
frá Vestfjörðum mættu ekki til
fundar og vildu með því mót-
mæla hvernig þátttöku flokks-
ins í stjórninni væri háttað.
Á fundunum um helgina kom
mönnum nokkuð á óvart að Jón
Baldvin Hannibalsson skyldi
gera tillögu um, að hann tæki
við embætti fjármálaráðherra.
Að undanförnu hefur Jón Sig-
urðsson eingöngu verið nefndur
fjármálaráðherraefni. Almennt
virtust menn hins vegar sáttir
við niðurstöðurnar og telja eðli-
legt að formaður flokksins axl-
aði þá miklu ábyrgð sem fjár-
málaráðuneytinu fylgir.
Um helgina gengu framsókn-
armenn einnig frá sínum ráð-
herralista og í dag verður tekin
ákvörðun um ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins. Nánar er fjall-
að um ráðherramálin í frétta-
skýringu í blaðinu.
Ný ríkisstjórn með aðild Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknarflokks
og Alþýðuflokks og undir forsæti
Þorsteins Pálssonar, tekur við völd-
um að afloknum ríkisráðsfundi á
morgun. Fyrstu aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar eru í málefnasamn-
ingi sagðar miða að því að koma á
betra jafnvægi í cfnahagsmálum og
stuðla að auknum jöfnuði í lífs-
kjörum. Að öðru leyti segir um
markmið málefnasamningsins í
heild að auka eigi einstaklingsfrelsi
og jafnrétti, vinna að valddreifingu
„Það er fyrirsjáanlegt að fjöl-
margar skrifstofur utan Félags fast-
eignasala munu þurfa að leggja upp
laupana á næstunni. Ég tel að fast-
eignasölunum fækki vegna þess að
þeir sem ekki uppfylla lagaskilyrði
til þess að stunda fasteignasölu,
eiga ekki að geta keypt þær trygg-
ingar sem ráðuneytið krefst sam-
kvæmt nýju reglugerðinni,“ sagði
Þórólfur Halldórsson, formaður
Félags fasteignasala í samtali við
Alþýðublaðið. Með nýjum lögum á
Alþingi á síðasta ári auk lagabreyt-
inga í vor, voru settar mun strangari
reglur um starfsemi fasteignasala.
Reglugerð á grundvelli laganna tek-
ur gildi 1. september, en þar er gert
ráð fyrir að fasteignasalar, hver og
einn, leggi fram 10 milljóna króna
tryggingu vegna rekstursins. Lík-
legt er talið að fastcignasalarnir
og félagslegum umbótum og treysta
afkomuöryggi allra landsmanna.
Þetta eru fögur fyrirheit, þótt
tíminn verði að leiða í ljós hversu til
tekst. Steingrímur Hermannsson,
sem verður utanríkisráðherra hinn-
ar nýju stjórnar, sagði í þessu sam-
bandi í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld
að það væri kraftaverk ef allar 24
síður málefnasamningsins yrðu
framkvæmdar.
Fyrstu aðgerðum ríkisstjórnar-
innar má skipta í tvo flokka. Ann-
ars vegar eru aðgerðir í fjármálum
kaupi sér vátryggingu og framvísi
skírteini þar um í ráðuneytinu.
Að mati Félags fasteignasala eru
í dag sárafáar skrifstofur það stór-
ar, að þær geti veitt þá þjónustu
sem ný lög um fasteignasölur krefj-
ast. „Þetta eru lög sem gera geysi-
lega strangar kröfur, t.d. um upp-
lýsingaskyldu, tryggingaskylduna,
auk þess sem þau þýða aukin út-
gjöld. Ef skrifstofurnar eiga að
geta sinnt þessu verða þær að hafa
aðstöðu til þess. Það gerist ekki
með því móti að einn og einn maður
sé að hokra, — þurfi jafnvel að loka
skrifstofunni meðan hann sækir
veðbókarvottorð. Það verður því
aldrei nein mynd á þessu fyrr en
hægt verður að reka skrifstofurnar
eins og alvöru fyrirtæki og veita þá
þjónustu sem nauðsynleg þykir í
og peningamálum, sem einkum er
ætlað að koma á betra jafnvægi og
draga úr þeirri þenslu sem verið
hefur að myndast síðustu mánuð-
ina. Hins vegar eru svo aðgerðir
sem miða að því að auka jöfnuð í
lífskjörum. Hér er einkum um að
ræða hækkun elli- og örorkulífeyris
og hækkun barnabótaauka. Þessar
aðgerðir munu hefjast 1. september
og kosta ríkissjóð um 190 milljónir
króna á þessu ári.
Miklu viðameiri eru aðgerðir í
ríkisfjármálum og peningamálum.
mannsæmandi þjóðfélögum,“
sagði Þórólfur Halldórsson.
Umsvif fasteignasala eru að
sjálfsögðu mismikii, en talið er að
um 20—30% af innkomu meðal
skrifstofu fari i kostnað vegna aug-
lýsinga í Morgunblaðinu. Getum
hefur verið að því leitt að á þessu ári
renni um 50 milljónir til Moggans
vegna auglýsinga. Þórólfur vildi
aðspurður ekki staðfesta þessar
tölur: „En ég þekki ekki nokkurn
annan atvinnurekstur sem setja
þarf jafn stóran hluta af innkomu í
auglýsingar. Ef fasteignasölur
þurfa að auglýsa jafn mikið og þær
hafa gert og jafnframt veita þá
þjónustu sem ný lög krefjast, þá tel
ég óhjákvæmilegt að þær komi til
með að innheimta auglýsingarnar í
framtíðinni," sagði Þórólfur Hall-
dórsson.
Tekjur ríkisins verða auknar um
samtais 900 milljónir, þegar útgjöld
vegna bótahækkana hafa verið
dregnar frá. Þessu til viðbótar kem-
ur svo frestur á endurgreiðslu sölu-
skatts til sjávarútvegs upp á 300
milljónir.
Tekjuaukningin felst í því að
undanþágum frá söluskatti fækkar
verulega. Þá verða einnig lagðir á
ýmsir nýir skattar, svo sem sérstak-
ur bílaskattur, sem verða 4 krónur á
hvert kg., kjarnfóðurskattur, ríkis-
ábyrgðagjald verður hækkað og
tekið lántökugjald af erlendum lán-
um.
í peningamálum eru ýmsar að-
gerðir fyrirhugaðar strax. Þannig
verða nú vextir af spariskírteinum
ríkissjóðs hækkaðir um 1,5% og
settar reglur um fjármögnunarleigu
og notkun greiðslukorta og sömu-
leiðis koma til nýjar reglur um af-
borgunarviðskipti.
Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar eru í heild taldar munu valda
nokkurri hækkun framfærsluvísi-
tölunnar til að byrja með, en jafn-
framt munu þær draga úr þenslu og
eftirspurn. Af þeim sökum er gert
ráð fyrir að aðgerðirnar muni skapa
grundvöll til að draga úr verðbólg-
unni þegar til lengri tima er litið.
I málefnasamningnum segir að
aðgerðirnar muni halda aftur af
þjóðarútgjöldum sem nemur einu
til einu og hálfu prósenti og draga
úr viðskiptahallanum sem nemi allt
að einu prósenti af þjóðarfram-
leiðslu.
Þegar til lengri tíma er litið, má
lesa í málefnasamningi ríkisstjórn-
arinnar að lögð verði áhersla á stöð-
ugt verð og atvinnuöryggi. Nefna
má að genginu á að halda stöðugu,
stefna að hallalausum utanríkisvið-
skiptum og ná jöfnuði á fjárlögum
á næstu þremur árum. Tekjuöflun
ríkisins á að verða einfaldari, rétt-
látari og skilvirkari, hér er með öðr-
um orðum átt við heildarendur-
skoðun skattakerfisins.
Byggðaröskun undanfarinna ára
virðist eiga að snúa við, því í máK
efnasamningum segir ennfremur að
ríkisstjórnin hyggist stuðla að eðli-
legri byggðaþróun í landinu og
fylgja byggðastefnu sem byggist á
atvinnuuppbyggingu, eflingu í sam-
göngumálum, eflingu þjónustu-
kjarna og bættri fjármagns þjón-
ustu heima í héraði.
Þá vekur athygli að ríkisstjórnin
hyggst taka upp samstarf við aðila á
vinnumarkaði urn aukna fram-
leiðni og styttingu vinnutíma á
þeim forsendum. Ríkisstjórnin
hyggst ennfremur bæta kjör kvenna
og aðstöðu barna. Þá á að koma á
samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla
landsmenn, tryggja fjárhagsgrund-
völl húsnæðiskerfisins og auka val-
frelsi í húsnæðismálum. Hér er að
sjálfsögðu átt við kaupleiguíbúð-
irnar. Síðast en ekki síst er svo ætl-
un nýju ríkisstjórnarinnar að auka
virkni hins opinbera stjórnkerfis og
leggja traustan grunn að samfélagi
framtíðarinnar með því að efla ís-
lenska menningu, menntun, rann-
sóknir og vísindi.
Nærri 180 manns tóku þátt I sumarferð Alþýðuflokksfélaganna I Reykjavlk og á Reykjanesi á laugardaginn. Fjór-
arsneisafullar rútur fluttu mannskapinn um héruð Borgarfjarðarog Mýra undir leiðsögn valinkunnra heimamanna.
Ferðalangarnirvoru heppnirmeð veðurog ferðin I allastaöi afaránægjuleg að sögn. Hérsiturferðafólkið aö snæð-
ingi úti I náttúrunni. Nánar verður sagt frá ferðinni [ laugardagsblaöinu. A-mynd:ÖB
Strangari reglur um fasteignasölur:
Fasteignasölum fækkar?
„Þær sem ekki uppfylla lagaskilyrði eiga ekki að geta keypt þær tryggingar
sem ráðuneytið krefst samkvæmt nýju reglugerðinni,“ segir Þórólfur Hall-
dórsson formaður Félags fasteignasala. — Getum að því leitt að fasteigna-
sölur greiði 50 milljónir króna vegna auglýsinga í Morgunblaðinu á þessu ári.