Alþýðublaðið - 07.07.1987, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 07.07.1987, Qupperneq 3
Þriðjudagur 7. júlí 1987 3 Minning Steingrímur Magnússon verkstjóri, Siglufirði Fæddur 3. okt. 1918. Dáinn 7. júní 1987. Með Steingrími Magnússyni í Hlíð er til foldar hniginn einn af merkari borgurum þessa bæjar, heilsteyptur maður, traustur og ábyggilegur sem mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Hann var fæddur að Hóli á Ól- afsfirði, sonur hjónanna Jónu Stef- ánsdóttur og Magnúsar Ólafsson- ar, eitt af átta börnum þeirra hjóna. Tvö systkina hans eru á lífi, Ólöf búsett í Reykjavík og Ingólfur bú- settur í Ólafsfirði. Er Steingrímur var 3ja ára missti hann föður sinn og var þá komið í fóstur til hjón- anna Sólveigar Jóhannsdóttur og Sigfúsar Ólafssonar í Hlíð á Siglu- firði en Sigfús var föðurbróðir Steingríms. Þau Sólveig og Sigfús ólu upp mörg börn og reyndust þeim öllum sem bestu foreldrar. Heimili þeirra hjóna í Hlíð var víðfrægt fyrir rausn og myndarskap allan. Þar fór saman atorkusemi, hlýlegt viðmót og alúðleg framkoma við alla. Þar voru allir jafnir. Margir voru þeir sem hjónin í Hlíð studdu á lífsleið- inni en aldrei var haft hátt um þá hluti. í þessu umhverfi ólst Steingrímur upp og án efa hefur hinn góði andi sem ríkti á heimilinu í Hlíð mótað að einhverju leyti viðhorf hans seinna á lífsleiðinni. Sextán ára að aldri hóf Stein- grímur störf hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Siglufirði og hafði starfað hjá fyrirtækinu í rúm fimm- tíu ár, er kallið mikla korh. Hann var einn af þessum sam- viskusömu verkamönnum sem stunduðu vinnu sína af sérstakri iðjusemi. Traustur var hann og ábyggilegur, rólegur og yfirvegaður og það sem Steini í Hlíð sagði og lofaði stóð eins og stafur á bók. Hann var því virtur og vel liðinn af vinnufélögum sínum. Eftir að Steingrímur gerðist verk- stjóri hjá fyrirtækinu leit hann á undirmenn sína sem jafningja og var samvinnuþýður í starfi. Þetta kunnu þeir vel að meta. Hann var því góður verkstjóri sem hugsaði ekki aðeins um hag fyrirtækisins heldur Iíka verkamannanna enda vildu þeir ávallt allt fyrir hann gera. Það þurfti mikið að ganga á til að koma Steingrími úr jafnvægi. Hann hélt fast á skoðunum sínum ef hann taldi þær réttar og gaf þá ekki eftir sinn hlut. Steingrímur var félagslyndur og sómi sinnar stéttar. Hann var um margra ára skeið virkur félagi í Verkamannafélaginu „Þrótti“ og í stjórn félagsins í nokkur ár og í samninganefndum félagsins við at- vinnurekendur. Hann stóð fast á málstað verkamanna enda átti hann alltaf tiltrú þeirra. Steingrímur skipaði sér snemma í raðir siglfirskra jafnaðarmanna. Hann vildi að jafnrétti og bræðra- lag fengi að ríkja og móta í ríkara mæli líf samferðamannsins. Frá þeirri sannfæringu sinni hvikaði hann aldrei. Um langt skeið var Steingrímur einn af bestu bridsspilurum bæjar- ins og vann til fjölda verðlauna í þessari íþrótt bæði innan bæjar og utan. Þótti hann skemmtilegur og vandvirkur spilari og eignaðist lceland Seafood í Bretlandi: Söluverðmæti aukist um 10% — Ástand fiskmarkaða í Evrópu gott. — Aukið framboð ferskfisks frá íslandi er þó talið hafa áhrif á eftirspurnina og leiða til verðlækkana. Heildarverðmæti frystra sjávar- afurða hjá Iceland Seafood Ltd., sölufyrirtæki Sambandsins í Bret- landi nemur 16,5 milljónum sterlingspunda fyrstu 6 mánuði þessa árs. Á sama tíma síðast liðið ár nam saian 14,9 milljónum punda. í Bretlandi einu nemur salan 10,3 Danir fengu afreksmerki Forseti íslands hefur sæmt 4 Dani afreksmerki hins íslenska lýð- veldis úr silfri fyrir björgun skip- verja af m/s Suðurlandi 300 sjómíl- ur aust-norðaustur af Langanesi á jólanótt 1986. Þeir sem heiðurs- merkið hlutu voru áhöfn þyrlu danska varðskipsins Vædderen og heita: Jan Rasmussen, liðsforingi, Arne Fröge, liðþjálfi, Claus T. Eriksen, liðþjálfi og Jörgen Laursen, lið- þjálfi. Afhending afreksmerkisins fór fram í Kaupmannahöfn 2. júlí. Afreksmerki hins íslenska lýð- veldis var stofnað árið 1950 og má sæma merkinu innlenda menn og erlenda, er hafa hætt Iífi sínu eða heilsu við björgun íslenskra manna úr lífsháska. Forseti íslands hefur ennfremur sæmt Preben A. Andersen, skip- herra á Vædderen, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. milljónum punda, en það er 10,8% aukning frá fyrra ári. í magni talið er salan í Bretlandi um 6 þúsund tonn, eða 3% meiri en fyrstu 6 mán- uði í fyrra. Nokkur samdráttur hef- ur orðið í sölu til Frakklands, Belgíu og Hollands, sem rekja má fyrst og fremst tii minnkandi fram- leiðslu á karfaflökum fyrir Evrópu- markað, en eins og kunnugt er hef- ur karfi í auknum mæli verið seldur ferskur á markaði í Evrópu. Mikil aukning hefur orðið á sölu hjá skrifstofu Iceland Seafood Ltd í Hamborg. Söluverðmæti fyrstu sex mánuði ársins nemur 8,1 mill- jónum marka og hefur aukist um tæp 70% í verðmæti og um 23% í magni frá fyrra ári. Almennt er talið að ástand fisk- markaða í Evrópu sé nokkuð gott og eftirspurn stöðug. Töluverðrar samkeppni gætir þó á markaðnum, fyrst og fremst vegna mjög aukins framboðs á ferskum fiski frá ís- landi, sem dregið hefur úr eftir- spurn á frystum afurðum og haft áhrif til verðlækkana. Ennfremur hafa Norðmenn aukið frystingu um borð í fiskiskipum og dregið á móti úr frystingu í landi, en þeirra stærsti markaður fyrir sjófrystar afurðir er Bretland. /'T - N A mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin yujFBnw fjölda kunningja meðal bridsspil- ara um land allt. 25. apríl árið 1942 var mikill hamingjudagur í Iífi Steingríms Magnússonar en þá kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ester Sig- urðardóttur, dóttur hjónanna Ólaf- ar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Sig- urðssonar sem aldraðir Siglfirðing- ar minnast sem sómafólks. Hjónaband þeirra Esterar og Steingríms var afar farsælt. Hlýtt viðmót mætti hverjum þeim sem til þeirra kom. Húsmóðirin elskuleg og alúðleg í framkomu, húsbónd- inn vingjarnlegur og yfirvegaður. Steingrímur var heimakær maður og góður heimilisfaðir, laghentur og snyrtilegur enda ber heimilið vott um myndarskap þeirra hjóna. Auður þeirra hjóna var mikið barnalán. Börn þeirra eru: Sigfús, kvæntur Sædísi Eiríks- dóttur, Ölöf gift Jónasi Jónssyni, Sólveig gift Jóni Bjargmundssyni og Sigurður kvæntur Sólveigu Þor- kelsdóttur. Þeir bræðurnir eru bú- settir á Siglufirði en systurnar í Reykjavík. Steingrímur var hamingjusamur maður og stoltur af börnum sínum og afkomendum þeirra, vildi alltaf allt fyrir þau gera. Kallið mikla til hans kom óvænt og enginn tími var til að kveðjast, en þetta er lífsins saga. Við Stein- grímur höfðum verið kunningjar og vinir í 45 ár. Eftir að við urðum verkstjórar hjá S.R. varð samstarf okkar náið, einnig lágu leiðir okkar saman innan verkalýðshreyfingar- innar og innan raða siglfirskra jafn- aðarmanna. Aldrei bar skugga á samstarf okkar. Ég er harmi sleginn og kveð kæran vin með söknuð í huga. Það er huggun harmi gegn að minningarnar um þann mikilhæfa mannkostamann sem Steingrímur Magnússon var, verða ekki frá okk- ur teknar. Ég flyt Ester, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum Stein- gríms mínar dýpstu samúðarkveðj- ur, það gera einnig samstarfsmenn hans og siglfirskir jafnaðarmenn. Blessuð sé minning Steingríms í Hlíð. Jóhann G. Möller Siglufirði. Seölabankinn: Nýr aðstoðar- bankastjóri Eiríkur Guðnason hefur verið ráðinn aðstoðarbankastjóri við Seðlabankann frá og með 1. júli 1987, en hann hefur verið forstöðu- maður peningamáladeildar frá 1977 og hagfræðingur bankans frá 1984. Eiríkur er fæddur 3. apríl 1945 og lauk námi frá Háskóla lslands árið 1970. Hann hefur unnið við Seðla- bankann frá 1969, einkum að pen- ingamálum, við mótun lánskjara- stefnu, við samningagerð við banka, ríkissjóð o.fl. Hann hefur verið formaður stjórnar Verðbréfa- þings íslands sl. ár og hefur verið fulltrúi bankans í nefndarstörfum um efnahagsmál við Efnahags- og framfarastofnunina í París (OECD) og við Fríverslunarsamtök Évrópu (EFTA) í Genf. Eiríkur mun starfa áfram að sömu verkefnum og vakin er athygli á því, að búið er að greina á milli peningamáladeildar og hagfræði- Jeildar í starfsskiptingu við bank- ann. Minning Kristín Þorgrímsdóttir Fædd 2. ágúst 190í í dag verður tengdamóðir mín, Kristín Þorgrímsdóttir, jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju en hún lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkis- hólmi eftir skamma legu aðfaranótt mánudagsins 29. júní siðastliðinn. Kristín fæddist í Ólafsvík og bjó þar alla sína ævi. Foreldrar hennar voru Sigrún Sigurðardóttir og Þor- grímur Vigfússon, kennd við bæinn Baldurshaga í Ólafsvík. Kristín var elst barna þeirra og ólst hún upp ásamt systrum sínum Laufeyju og Þórdísi og bróðurnum Kristni. Árið 1932 giftist Kristín Ottó A. Árnasyni síðar bókara í Ól- afsvik. Sama ár eignuðust þau tví- burana Hallgrím og Örn og á árun- um 1935 og 1938 fæddust þeim dæturnar Nanna og Þuríður. Árið 1939 tóku berklar sig upp í gömlu meiðsli hjá Ottó og varð hann að dvelja samfellt í 4 ár á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þennan tíma varð Krist- ín að sjá heimilinu farborða og hafa þau ár efalaust skilið eftir sig sín spor hjá henni. Skal í þessu sam- bandi sérstaklega minnst fjöl- skyldna bræðra Ottós sem tóku drengina til dvalar um tíma og minnist ég hlýhug ar Kristínar til þeirra fyrir aðstoðina sem þeir veittu á þessum erfiðu tímum. Eftir að Ottó komst til heilsu aftur eign- uðust þau tvo syni, Vigni árið 1944 og Gunnar ári síðar. Fóru nú bjart- ari tímar í hönd hjá þeim og byggði Ottó nýtt hús þar sem heimili for- eldra hans hafði staðið. Skin og skúrir vilja tíðum skiptast á í lífi fólks. Urðu þau hjónin fyrir því að árið 1950 misstu þau soninn Vigni af slysförum aðeins 6 ára gamlan. Nokkru síðar kynntist ég þeim hjónunum og hreifst ég strax af þeim áhuga sem Ottó sýndi hinum fjölbreyttu viðfangsefnum sem hann fékkst við svo og því hve Krist- ín helgaði sig heimili sínu, manni og börnum. Var sem henni fyndist aldrei full bætt fyrir þá erfiðleika sem að heimilinu höfðu steðjað. Ingibjörg móðir Ottós var þá á lífi og dvaldi hún hjá sonum sínum til skiptis en andaðist 93 ára gömul á heimili Kristínar. í. Dáin 29. júní 1987. Ottó lést árið 1977 og bjó Kristín áfram í Nýjabæ. Eftir síðustu ára- mót fór hún til dvalar á Dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík og var þar með Laufeyju systur sinni sem var hennar stoð og stytta þar. Starfsfólki heimilisins og vistfólki eru hér með færðar þakkir fyrir ágæta umönnun síðustu mánuði svo og systrunum á St. Fransiskus- arspítalanum í Stykkishólmi sem önnuðust hana síðustu dagana í lífi hennar. Þegar komið er að kveðjustund vil ég þakka Kristínu einlæga vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Bless- uð sé minning hennar. Bjarnar Ingimarsson Vinningsnúmer í stuðningshappdrætti Kvennalistans Dregið var í stuðningshapp- drætti Samtaka um Kvennalista 30. júní. Upp kom númerið 623 og er eigandi miða með því númeri vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Kvennalistans, Hótel Vík, s. 13725 sem fyrst. Kennarar — Kennarar Kennara vantar við grunnskólann á Stokkseyri næstkomandi skólaár. Kennsla yngri barna og enskukennsla. Upplýsingar I símum, 99-6300, 99-3244 og 99- 3267. Dvalar og hjúkrunarheimili Egilsstöðum: Óskað ereftirtilboðum í innanhúsfrágang á Dval- ar- og hjúkrunarheimili aldraðra á Egilsstöðum. Byggingin ertværhæðirog ernú tilbúin undirtré- verk með frágengnum niðurhengdum loftum (að mestu) og loftræstingu uppsettri. Alls er byggingin um 1870 ferm., en þar af er full- gerður hluti hússins, sem er um 160 ferm. Innifalið í verkinu erallt sem þarf til að Ijúka bygg- ingunni (timburveggir, hurðir, innréttingar, málun, gólfefni raflagnir o.s.frv.) að undanskilinni lyftu. Verkinu skai vera lokið eigi síðar en 1. júlf 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavlkog hjáframkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum gegn 10.000.- króna skilatryggingu. Tilboðverðaopnuðáskrifstofu vorri þriðjudaginn 28. júlí 1987 kl: 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Boig;irtuni 7. simi 25844

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.