Alþýðublaðið - 07.07.1987, Page 4

Alþýðublaðið - 07.07.1987, Page 4
MMUBLMII Þriöjudagur 7. júlí 1987 ■hbsbheh Danmörk: „SVARTIR" PRESTAR I SOKN Heiðnum sóknarbörnum og kvenprestum verður hent á dyr. Kynlíf fyrir hjónaband er bannað og eyðni er guðs refsing. Alda ofstækis breiðist út innan þjóðkirkjunnar. „Svartir" prestar virðast vera í sókn innan dönsku þjóðkirkjunn- ar. Ætlunarverk þeirra er að hreinsa þaðan öll miður æskileg öfl. Heiðn- um sóknarbörnum og kvenprestum verður varpað á dyr. í safnaðar- stjórn mega ekki sitja aðrir en þeir sem sækja kirkju reglulega. Pró- fessorar sem annast almenna trúar- bragðafræðslu guðfræðinema verða látnir víkja úr háskólanum. Siðfræðileg innræting verður tekin upp og mun þá væntanlega halda fólki frá því að stunda kynlíf fyrir hjónaband. Víxlspor í hjóna- bandinu jafngilda glötun. Eyðni er refsing guðs. Fráskildu fólki verður meinað að gifta sig aftur. „Svörtu“ prestarnir eða rétttrún- aðarsinnarnir, eins og þeir kallast klekjast úr frá Safnaðarskólanum í Árósum og Hinu danska biblíufé- lagi i Kaupmannahöfn, sem hafa 100 lærisveina hvort. Þetta eru einkareknar menntastofnanir, sem komið var á fót vegna óánægju með hina ókristilegu, opinberu guð- fræðimenntun í landinu. Rétttrúnaðarprestarnir sækja á, sérstaklega úti á landsbyggðinni. Kristindómurinn sem þeir boða er mjög hlaðinn siðferðisboðskap. Það hefur fólk í óvígðri sambúð fengið að reyna, hvort heldur um er að ræða skírn, fermingu eða jarðar- farir. Samfélag heilagra „Sjálft nafnið, Safnaðarskóli, er villandi", segir Inge Lorentzen sóknarprestur í Rorvig, sem hefur komist í kynni við rétttrúnaðar- söfnuðinn. „Frá skóla útskrifast menn að loknu prófi, en Safnaðar- skólinn hefur ekki réttindi til að út- skrifa presta og fær þau tæpast. Þetta er klíka eða e.k. samfélag „heilagra", þar sem menn sitja og fá staðfestingu á skoðunum sem allir meðlimir hópsins eiga sameiginleg- ar. Siðan fara þeir í háskóla til að taka próf, en snúa svo aftur til safn- aðarins til að fá að heyra sannleik- ann“ Inge Lorentzen telur þetta samfé- lag heilagra ókristilegt í hæsta máta. jFólk veröur að vinna til þess að fá lað vera i þjóðkirkjunni. Annars hefur það ekkert þar að gera, segir Carl P. Behrens sóknarprestur. Kvenfyrirlitning Hún var áður prestur á Borgund- arhólmi, þar sem rétttrúnaðarsöfn- uðurinn hefur mikla útbreiðslu og kom þá til harðra árekstra. Meðal annars höfðu „svörtu" prestarnir hótað að fleygja prestshempunum, ef búningnum væri sýnd sú óvirð- ing að hún, kvenmaðurinn, mætti í prestshempu til guðsþjónustu. „Þjóðkirkjan á í vök að verjast gegn innrætingu, andlegu ofbeldi sem fer með báli og brandi. Rétt- trúnaðarsöfnuðurinn á fylgi að fanga um allan heim. Hann upp- fyllir greinilega óskir fólks um trausta handleiðslu“, segir Inge Lorentzen. Burt með alla linkind „Ég neita að gifta fráskilið fólk“, segir Carl P. Behrens, sóknarprest- ur í Naskov og einn af leiðandi safnaðarmönnum rétttrúaðra. Jafnframt er hann áhrifamaður í trúfélaginu „Indre Mission". Hann vísar til þess ákvæðis hjónabands- sáttmálans „þar til dauðinn aðskil- ur“ og um eyðni segir hann að óhlýðni við guð hafi jafnan hinar alvarlegustu afleiðingar. Aðspurður um kvenpresta, segir hann að þar hafi verið gerð alvarleg mistök. Klofningur hafi komið upp í kirkjunni vegna tilkomu kven- presta og því vill hann breyta skipu- laginu til fyrra horfs. Konur sem eru guðfræðingar geti unnið gagn engu að síður, t.d. sem barnakenn- arar. Hann segir að nú verði að láta af allri Iinkind, ekki sé hægt að keyra á varadekkinu til lengdar. Safnað- arstjórn sem aldrei sést í kirkju sé alveg gagnslaus og það sama gildi um trúarbragðafræðslu þeirra manna sem ekki trúi einu sinni á einn, sannan guð. „Þjóðkirkjan á ekki að vera háð skilyrðum fólksins", segir hann. „Það hefur verið tilhneiging í þá átt að lýðræðið segi kirkjunni fyrir verkum. Þessu þarf að breyta. Það er Herrann sem ræður“ Ofstækisprestar eru á uppleið inn- an Þjóðkirkjunnar. Hér sést Peter Age Bak við draumabíiinn sinn, Noregur Opinber ákæra í ofbeldis- málum gegn konum og börnum Norska stjórnin hefur betrum- bætt refsilöggjöfina á þann hátt að gera allt ofbeldi gegn konum og börnum refsivert án sérstakrar ákæru. Það þýðir í reynd að ekki er beðið eftir iögregluskýrslu áður en viðkomandi mál kcmur til kasta þess opinbera. Dómsmálaráðherra Helen Boste- rud sagði að kostir opinberrar ákæru í slikum málum væru fyrst og fremst þeir að sönnunarbyrði er aflétt af konunni (eða barninu) og ennfremur losnar hún við að vera beitt þrýstingi til að draga ákæruna til baka, en það hafa verið algeng- ustu málalyktir í þessháttar málum fram til þessa. Rannsókn sem var gerð á þessum málum í Noregi, sýndi að kæra er sjaldan borin fram gegn karlmönn- um sem misþyrma konum. Á ára- bilinu 1981—84enduðu 76% kæru- mála af þessu tagi með því að kær- an var dregin til baka eða málinu vísað frá. Besterud telur að ef hinu opinbera ákæruvaldi sé falið að annast of- beldismál gegn konum og börnum, muni það leiða til strangara aðhalds og réttlátari málsmeðferðar og þar að auki muni það síuðla að breyttu almenningsáliti gagnvart slíkri hegðun.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.