Alþýðublaðið - 22.07.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 22.07.1987, Page 1
íslensk ættarnöfn hætt að beygjast? Ættarnöln og erlend manna- nöfn, eru nú sjaldnar látin sæta íslenskri beygingu en áður var. Það er Ingólfur Pálmason, fyrr- um lektor við Kennaraháskóla íslands, sem kemst að þessari niðurstöðu í nýútkomnum bæklingi. Ingólfur telur þetta beyging- arleysi mjög varhugavert og seg- ir að það muni fyrr eða síðar smita út frá sér og veikja beyg- ingakerfi málsins. Að baki bæklingum liggur könnun Ingólfs á fjölda blaða, tímarita og bóka frá því á seinni hluta síðustu aldar og fram á þennan dag og hann vitnar einn- ig í útvarp, máli sínu til stuðn- ings. Ingólfur kemst að þeirri nið- urstöðu að ættarnöfn séu nú áberandi sjaldnar beygð en áð- ur. Á 19. öld fengu ættarnöfnin yfirleitt a. m. k. eignarfallsend- ingu, en nú er algegnt að þau séu höfð eins í öllum föllum. Bæklingur Ingólfs heitir „Um ættarnöfn og erlend manna- nöfn í íslensku“ og er ríflega 50 blaðsíður að stærð. Ólæsi er enn til á íslandi Jafnvel á íslandi er til fólk sem ekki kann að lesa. Ólæsi er annars fyrirbrigði sem við al- mennt álítum að sé bundið við þriðja heiminn að mestu. Ár- lega leita þó einn eða tveir ein- staklingar til Námsflokka Reykjavíkur vegna þessa vanda- máls. Þetta kemur fram í grein sem Guðrún Halldórsdóttir, forstöðukona námsflokkanna skrifar í nýjasta hefti tímaritsins „Ný menntamál,“ sem er ný- komið út. Guðrún segir í greininni að þótt ótrúlegt virðist, þá sé til ólæsi meðal fólks með venju- Iega greind. Engin könnun mun hafa verið gerð á því hversu út- breitt þetta vandamál er. Grein Guðrúnar er hluti greinaflokks, þar sem fjallað er um „hornrekur skólakerfisins," fólks sem af einhverjum ástæð- um á erfiðar uppdráttar innan skólanna en aðrir. Bankar og sparisjóðir: Þróunin að snúa við eftir innlánasprenginguna í fyrra? Lausa- fjárstaða bankanna góð og eykur hættu á nýrri útlánaaukningu. Seðlabankinn eykur lausafjárskyldu. Útlán bankanna jukust hlutfalls- lega meira en innlánin á fyrri hluta þessa árs. Þetta er öfugt við það sem gerðist á fyrra ári, þegar sparifé landsmanna streymdi inn í banka- kerfið, en útlán jukust ekki nándar nærri að sama skapi. Innlán hafa þó aukist nokkuð á þessu ári, ,ef áfallnir vextir eru reiknaðir með. Að áföllnum vöxt- um meðtöldum telst aukningin frá áramótum til maíloka nema tæp- lega 19%, en á sama tíma hefur verðbólga verið um 8%, hvort held- ur sem miðað er við framfærsluvísi- tölu eða byggingarvísitölu. Aukning útlána hefur orðið held- ur meiri á þessum sama tíma. Bein útlán jukust um 19,7% á þessum sama tíma. Lausafjárstaða bank- anna hefur þó batnað um rífa fjóra milljarða frá áramótum. Til samanburðar má geta þess að á arinu 1986 jukust innlán banka og sparisjóða um nærri 35%, meðan útlánin jukust einungis um ríf 20%. í báðum tilvikum var um raun- aukningu að ræða, því lánskjara- vísitala hækkaði á árinu um 15%. Unt þetta er fjallað í nýjasta hefti af Hagtölum mánaðarins og segir þar m. a. að hin sterka lausafjár- staða bankanna nú bjóði heim Aukin fjölbreytni I byggingaraðferðum hefur sett nokkurn svip á húsbyggingar íslendinga á slðari árum. Hér má sjá enn eina nýjung, sem fólgin er I þvl að steypumótin eru úr einangrunarplasti. Þegar steypt hefur verið I þau, er einangrun jafnframt lokið. Sniðug hugmynd sem auk þess er sögð spara stórfé. A-mynd: Róbert. Jóhanna Sigurðardóttir um húsn. vextina: Fyrst rætt í ríkisstjórn Tíminn, málgagn Framsóknar- flokksins, eyðir mest allri forsíðu sinni í gær undir vangaveltur þess efnis, hvort Jóhanna Sigurðardótt- ir, félagsmálaráðherra, muni hækka vexti af húsnæðislái'um. Telur Tíminn þetta blasa við þar sem lífeyrissjóðirnir vilji endur- skoðun á vöxtum lána sinna til hús- næðisstofnunar vegna vaxtahækk- unar spariskírteina ríkissjóðs. Alþýðublaðið hafði samband við Jóhönnu Sigurðardóttur vegna þessa ummæla Tímans og sagði Jó- hanna meðal annars: „Ég hef alveg ákveðnar skoðanir á því, hvernig á að taka á þessu máli, en ég tel ekki rétt að ræða það við fjölmiðla fyrr en ég hef kynnt þær í ríkisstjórninni,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra. Umferðarslys á þjóðvegum: Hafnarfjarðarvegur verstur Flest slys urðu á Hafnarfjarðar- veginum árið 1986. í um 22% til- fella urðu meiðsli á fólki, þar af 10 dauðaslys. Alls bárust upplýsingar um 1046 slys og í lögregluskýrslum kom fram, að af þeim urðu um 134 slys og óhöpp á Hafnarfjarðarveg- inum. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkomnu hefti Vegagerðar ríkis- ins, um umferðarslys á þjóðvegum árið 1986. Þar segir ennfremur að um 39% slysanna verði við útafakstur, og um 59% allra slysa með meiðslum á fólki verði í útafakstri. Þetta er um 12,8% allra slysa, sem upplýsingar bárust um. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar, er áætlað að fram- kvæmdum við stækkun Hafnar- fjarðarvegarins, verði lokið haustið 1989, en hann verður stækkaður frá Arnarneshæð við Kópavogslæk. Nær öll fjárfesting síðasta árs, eða um 70 millj kr., fór í nýju Reykjanesbrautina og á næstu ár- um fara allar fjárveitingar til ársins 1990, á Arnarneshæð og Stór- Reykjavíkursvæðið. Reikna má með, að slysaathug- unum verði haldið áfram og niður- stöður þeirra verði notaðar áfram, til að ákvarða þá staði sem sérstak- lega þarfnast endurbóta frá örygg- issjónarmiði. hættunni á enn frekari útlánaaukn- ingu. í framhaldi af þessu hefur Seðlabankinn ákveðið að hækka lausafjárskyldu bankanna úr 7% í 8% af ráðstöfunarfé. Þessi hækkun kom að hluta til framkvæmda um síðustu mánaðamót, en að fullu hinn 1. ágúst. Hin mikla aukning innlána á síð- asta ári er fyrst og fremst þökkuð mjög háum raunvöxtum, en þeir eru einnig taldir hafa hamlað gegn aukningu útlána. Á allra síðustu vikum hafa bankar og sparisjóðir enn hækkað vexti og má því kannski vænta þess að þróun þess- ara mála á síðari hluta ársins verði svipuð því sem var í fyrra. Neytendasamtökin: Mótmæla skattheimtu af mat og kjarnfóðri Neytendasamtökin sendu í gær frá sér yfirlýsingar, þar sem skattlagningu ríkisstjórnarinn- ar á kjarnfóður og matvæli er harðlega mótmælt. Neytendasamtökin benda á að verð matvöru sé almennt mun hærra hér en í nágranna- löndunum og því augljóst að 10% söluskattur á ákveðnar matvörur muni enn auka þann mun. Auk þess telja samtökin að þessi hækkun komi hlutfalls- lega verst niður á þeim sem lægst laun hafa. Kjarnfóðurgjaldið mun einn- ig hafa áhrif til hækkunar mat- vöru, segja Neytendasamtökin, sem ennfremur telja hér á ferð- inni grófa mismunun milli bú- greina, þar sem gjaldið leggist þyngst á afurðir alifugla og svína. Þá telja Neytendasamtökin rangt að beita þeirri röksemd fyrir kjarnfóðurgjaldinu, að það sé lagt á til að draga úr áhrifum tímabundinna niður- greiðslna erlendis. „Lágt kjarn- fóðurverð á heimsmarkaði er vegna tækniframfaraþ segja samtökin í yfirlýsingu sinni og telja það ámælisvert að land- búnaðarráðuneytið skuli „grípa til villandi upplýsinga til að rök- styðja yfirgang gagnvart ís- lenskum neytendum og fram- leiðendum svína- og fuglaaf- urða“.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.