Alþýðublaðið - 22.07.1987, Page 2

Alþýðublaðið - 22.07.1987, Page 2
Miövikudagur 22. júli 1987 MÞBUBMÐIB Simi: 681866 Útoefandi: Blaö hf. Ritstjóri:: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson Blaöamenn: Ása Björnsdóttir, Elinborg Kristín Kristjánsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Filmurog prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsfminn er 681866 SIÐVÆÐUM VEGAKERFIÐ Hásumariö er tími sumarleyfa og ferða. Á þessum tíma árs stíga fjölskyldur og einstaklingar upp í bif- reiðar sínar og aka út á þjóðvegina. Sömu sögu er að segja af erlendum ferðamönnum sem hingað koma; æ fleiri taka bílasína meðferðis með Smyrli og aka um landið. Bílferð um ísland er upplifun út af fyrir sig. Ekki aðeins með tilliti til náttúrufegurðar og tærleika lofts og lands, heldur eru akandi ferðalangar í stöð- ugri hringrás til heljarog heim aftur; allt eftir því hvort þeir eru akandi á hreinum vegleysum eða fá skamma líkn frá þjáningum malarvega á bundnu slitlagi. í aug- um útlendinga hafa íslenskir þjóðvegir ávallt verið hin furðulegasta þversögn; í landi velferðar og nútíma- þæginda er vegagerðin á lægra stigi en víðast hvar í þróunarlöndunum. Höfundur þessara lína varð fyrir þeirri lífsreynslu að aka þjóöveginn frá Borgarnesi til Stykkishólms um síðustu heigi. Undirritaður leyfirsér að fullyrðaað fyr- ir utan hina andlegu spennu og vanlíðan bílstjóra og farþega á umræddri vegleysu, hafi endursöluverð bif- reiðarinnar hrapað um umtalsverð prósentustig vegna hristings, grjótkasts, högga og sandblásturs. Sömu sögu hafa tugþúsundir vegfarenda að segja sem eyðileggja bíla sína á sumri hverju á vegleysum þeim og ófærum sem kallast íslenskir þjóðvegir. I fjárlögum síðasta árs var rúmum 2 milljörðum varið til Vegagerðar ríkisins. Þar af fóru 878 milljónir í svo- nefnd viðhaldsverkefni sem að mestu leyti felst í að bera möl í vegleysurnar, hefla ofan af ófærunum og svo framvegis. 913 milljónir fór í stofnkostnað sem þýðir þjóðvegi, brýr og nýframkvæmdir. Afgangurinn fór í almennan rekstur, fjallavegi, tilraunir, sýsluvega- fé og vegagerð í þéttbýli. Með öðrum orðum; stór hluti af framlagi ríkisins til Vegagerðar rikisins fer í að halda við ónýtu vegakerfi. En ekki er við Vegagerðina að sakast. Þingmenn kjördæma eru nefnilega með puttana í ráðstöfunarfénu eins og víða annars staðar. Fulltrúar löggjafasamkundunnar sitja langa fundi með Vegagerðinni við gerð fjárlaga, þar sem hver og einn heimtar sína brú og sinn vegspotta i sínum kjör- dæmum. Og auðvitað er fremur verið að hugsa um at- kvæði en þjóðarhagsmuni. Það er einnig þekkt stað- reynd að skattar og gjöld sem bílaeigendur greiða í ríkissjóð og eigaað rennatil vegagerðar í landinu, týn- ast að miklu leyti í hítinni. Og eftir situr bílaþjóðin mikla með þjóðvegi þróunarlanda. Er ekki komið mál að dellunni linni? Hvernig væri að endurskoða tilboð Hagvirkis um bundið slitlag á hringveginum á lágu einingarverði sem Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra sópaði undir teppið? Því ekki að fara aðrar leiðir til að siðvæða vegakerfið; eins og t.d. að stofna sérstakan vegasjóð í umsjón óhlutdrægra aðila þar sem bílaeigendur greiddu ákveðið gjald á hvern keyptan bensínlítra? Því ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Það væri vissulega hagur bílaeigenda að greiða einhvern timabundinn skatt gegn því að forða bifreiðum sínum frá eyðileggingu á vegleysum þjóðveganna. Svo ekki sé talað um stórauknaferðagleði og bættarsamgöng- ur sem skiluðu byggðarlögum og þjóðarbúinu öllu auknum tekjum. Nýr samgönguráðherra ætti að hafa það efst á blaði að siðvæða kerfið. Slálurhúsaskýrslan, cða „Nefnd- arálit um hagræðingu í rekstri slát- urhúsa," eins og hún heitir fullu nafni, hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á undanförnum vikum. Enn sem komið er hefur þó farið minna fyrir yfirlýsingum hags- munaaðilanna sjálfra, eigendum sláturhúsanna sem á að leggja nið- ur, eða þeirra bænda sem mega vænta þess á næstu árum að þurfa að aka sláturfé sínu allt upp í tvö hundruð kílómetra. Vegna þess hve þeir sem hags- muna hafa að gæta hafa haft hljótt um sig, gæti maður e. t. v. freistast til að halda að sú athygli sem fjöl- miðlar hafa veitt skýrslunni, sé einkum til komin vegna þeirrar svo kölluðu „gúrkutíðar," sem nú stendur yfir og setur óhjákvæmi- lega mark sitt á fjölmiðlana. Þessi skýring þarf þó ekki að eiga nema takmarkaðan rétt á sér. Það er nefnilega afar sennilegt að meira eigi eftir að heyrast um þetta mál, þegar að því kemur að fara að fram- kvæma það sem í skýrslunni stend- ur. Sláturhúsamálin eru býsna við- kvæm víða á landsbyggðinni og ef til þess kemur að öll þau sláturhús verði lögð niður sem í skýrslunni eru sett í þann flokk, mun sú aðgerð hafa mikil áhrif á mörgum stöðum. Fjölmargir eru reyndar þeirrar skoðunar að niðurstöður skýrslu- höfundanna verði aldrei fram- kvæmdar. Þeir byggja þessa skoð- un sína annars vegar á því að með niðurlagningunni væri ráðist of harkalega að ýmsum hagsmunum, hins vegar er þessi sláturhúsa- skýrslaekki sú fyrsta. Ýmsar nefnd- ir hafa áður lagt til að sláturhúsum verði fækkað, en eftir tillögum þeirra hefur aldrei verið farið að neinu marki og sú fækkun slátur- húsa sem vissulega hefur orðið á undanförnum árum, hefur miklu fremur ráðist af tilviljunum, en að þar væri verið að framfylgja ein- hverri ákveðinni eða fastmótaðri stefnu. Ýmis augljós vandamál blasa líka við, þegar að því kemur að fækka sláturhúsunum með því að leggja niður ákveðin hús en byggja önnur upp. Þannig er t.d. vandséð hvaða rök hníga að því að leggja niður sláturhús, sem þegar hafa fengið löggildingu. I mörgum tilvikum hlýtur það fjármagn sem þegar hef- ur verið lagt í þessi hús að fara for- görðum að stórum hluta. Það er ekki auðséð að slíkt fjárhagstap verði í öllum tilvikum vegið upp af aukinni hagkvæmni í rekstri annars sláturhúss, þegar við bætist að flytja þarf sláturféð um lengri veg. Þó nokkur þeirra sláturhúsa sem nefndin leggur til að verði lögð nið- ur hafa þegar fengið löggildingu. Nefna má t. d. sláturhúsið á Borð- eyri, sem er tiltölulega nýlegt og hefur öðlast löggildingu. Borðeyri mun vera minnsta þorp landsins og ekki ótrúlegt að framtíð þess ráðist að einhverju leyti af örlögum slát- urhússins. Nefndin leggur til að fé þeirra bænda sem nú slátra á Borð- eyri, verði keyrt til Hvammstanga og Búðardals. Að einhverju leyti mun sá akstur hafa aukinn kostnað í för með sér, þótt víða annars stað- ar megi reyndar finna dæmi um meiri kostnaðaraukningu að þessu leyti. Lengsta akstursleið með sláturfé, samkvæmt áætlun nefndarmanna, verður frá Vopnafirði. Nefndin leggur sem sé til að á Vopnafirði verði ekkert sláturhús. Á síðasta hausti var þarna slátrað um 14 þús- und fjár, en nefndarmenn reikna með að árið 1990 verði sláturfé í Vopnafirði einu þúsundi færra. Þessu fé þarf þá að aka annað hvort til Kópaskers, eða til Egils- staða, þar sem nefndin felldi líka dauðadóm yfir sláturhúsinu a Þórshöfn. Það er ekki verulegur munur á vegalengd, eftir því hvor staðurinn verður fyrir valinu. í báð- um tilvikum þarf að aka fénu hátt í 200 kílómetra á misgóðum vegum og á árstíma, þegar allra veðra er von á þessu landshorni. í þessu sambandi eru einkum tvö atriði sem þurfa athugunar við, fyr- ir utan þann möguleika að snjór gæti spillt færð og komið í veg fyrir slátrun. Annars vegar verður að tryggja að vopnfirskir bændur þurfi ekki að greiða flutningskostn- aðinn úr eiginnvasa, hins vegar er stóraukin hætta á því að féð merjist illa á svo langri leið og slíkt kemur að sjálfsögðu niður á gæðum kjöts- ins og þar með verðinu. Hvað því viðkemur að jafna flutningskostnaði niður þannig að allir greiði jafnt, telja nefndarmenn sig hafa fundið leið til að svo megi verða. Nú er sá háttur hafður á, að hver bóndi greiðir sinn flutnings- kostnað, en nefndarmenn leggja til að flutningskostnaðurinn verði tek- inn með í sláturkostnaðinn og jafn- að niður með því móti. Það er þó allsendis óvíst að bændur á þéttbýlli svæðum og í nánd við sláturhús, muni sætta sig við til lengdar að þurfa þannig að greiða niður sláturkostnað fyrir þá sem þurfa að fiytja sláturfé sitt um lengri veg. Það er hins vegar ekki að sjá á skýrslunni að höfundar hennar hafi hugað verulega að erfiðleikum þeim sem því eru samfara að flytja sláturfé á bílum um langan veg. Jafnvel þótt flutningskostnaðinum sé jafnað niður, verður erfitt að koma í veg fyrir að lömb troðist undir og merjist á svo langri leið. Mar kemur mjög snögglega fram á kjötinu og orsakar að sjálfsögðu verðfall. Slíkt verður erfitt að jafna. Bændur og bílstjórar sem vanir eru flutningi sláturfjár, hrista líka höf- uðið yfir þessum hugmyndum og einn viðmælandi blaðsins úr bændastétt, sagði að það væri kannski eðlilegt að hagfræðingarn- ir í nefndinni hefðu ekki hugsað fyrir þessu. Enn mætti telja fjöldamargt sem skapa mun erfiðleika við að koma áformum skýrsluhöfunda í frant- kvæmd. Nú þegar hafa heyrst radd- ir um það að sláturhúsin sem starfa eiga áfram séu valin þannig að kaupfélagshúsin verði látin lifa en nú eigi að pína aðra til að leggja upp laupana. Engu að síður er það vafalaust rétt niðurstaða hjá nefndarmönn- um, að hagkvæmni i slátrun megi auka verulega með því að fækka sláturhúsum frá því sem nú er. Hvort nákvæmlega þau hús sem nefndarmenn Ieggja til að verði lögð niður, verða að lokum fyrir skurðarhnífnum, er svo annað mál. Ljóst virðist hins vegar að þessar aðgerðir munu ekki ganga alls kost- ar sársaukalaust fyrir sig.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.