Alþýðublaðið - 23.07.1987, Síða 2

Alþýðublaðið - 23.07.1987, Síða 2
Fimmtudagur 23. júlí 1987 MÞifiUBMDIB Simi: 681866 Útaefandi: Blað hf. Ritstjóri:-; Ingólfur Margeirsson Ritstjómarfulltrúi: Jón Danlelsson Blaðamenn: Ása Björnsdóttir, Elínborg Kristln Kristjánsdóttii, Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Sföumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Hornrekur skólakerfisins r I nýútkomnu tölublaöi af Nýjum menntamálum sem gefið er út af Bandalagi kennarafélaga, er að finna merka umfjöll- un um hornrekur skólakerfisins — nemendur sem orðið hafaundir í námi og lent utan við almennaskólakerfið. Þess- ari umfjöllun var gefinn gaumur (frétt sem birtist í Alþýðu- blaðinu I gær um að ólæsi fyndist enn á íslandi en fram kom að árlega leita einn eða tveir ólæsir einstaklingar til Náms- flokkanna. Umfjöllun Nýrra menntamála nær til barna sem heltust úr lestinni áður en skyldunámi lauk þegar fræðslu- lögin frá 1946 voru f gildi og möguleika þeirra á að mennta sig á ný sem fullorðið fólk I dag. Einnig er fjallaö um horn- rekur skólakerfisins eftir að ný grunnskólalög tóku gildi 1974 og tíundaðar ástæður fyrir uppgjöf nemenda á skyldu- námi og uppgjöf skólayfirvalda á þessum börnum. Guðrún Halldórsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavikur segir m.a. i grein sem hún ritar i tímaritiö, að það sé ríkis- valdsins að sjátil þessaöfólki með skammaskólagöngu sé búin ódýr leið til náms: „Það er lágmarkskrafa til valdhafa, að fólk sem hlaut stutt nám i æsku fái kennaralaun greidd þegar það sækir i prófanám á fullorðinsaldri. Varla finnast fúsari námsmenn en þetta fólk sem oft eru konur að koma út ávinnumarkaðeftirað hafa komið börnum sínum á legg... Komist fólkið ekki til fræðslunnar, þarf fræðslan að berast fólkinu, þessvegnaþarf að efnatil öflugrarfjarfræðslu sem fatlaðir, vaktavinnufólk og þeir sem afskekkt búa eiga fulla kröfu til. En sfðast en ekki síst þarf að kveikja hjá fólkinu kjark, löngun og trú á aö eftir einhverju sé að slægjast og það geti náð því.“ Undir þessi ummæli skal heilshugar tek- ið. Guðrún Halldórsdóttir ræðirennfremur um hag ófaglærðs starfsfólks og bendir réttilega á, að milli starfsfræðslukerf- is ófaglærðraog hins almennafræöslukerfis ættu að liggja leiðir þannig að hægt væri í báðum kerfunum að nota nám í hinu kerfinu til launa eða eininga. Guðrún skrifar: „Ég er sannfærð um að það varðar þjóðarhag að allir ófaglærðir fái fræðslu I þeim störfum sem þeir fást við. Því menntaðri al- menningur, þeim mun betri árangri nær þjóðin í vísindum, listum, iðn og framleiðslu. Og þeim mun meiri ánægju getur fólkið sjálft notið i frístundum sínum.“ Guðrún drepureinn- ig á tómarúmiö og tilgangsleysið sem einkennir marga þá nemendur sem lenda utan við skólakerfið: „Leið þeirra ligg- uroft I illa launuð störf eöaí þaðsem er miklu verra — vlmu- gjafa. Vímugjafarnireru raunaryfirleitt komnirtil sögunnar áður en skólinn er kvaddur fyrir fullt og allt. Þáeru nemend- urnir komnir í vftahring vonleysis, minnimáttarkenndar og öryggisleysis, allt slævt af vimugjöfum og mannalátum." Hildur Biering og Jóhanna Gestsdóttir kennarar fjalla um sama mál í f róðlegri grein í Nýjum menntamálum. Þar segir m.a.: „Flestir vita að þó nokkur hópur grunnskólanemenda flosnar upp og hættir í skóla af einhverjum orsökum en færri vita að illmögulegt er að fá staðfestar tölur um fjölda þessara nemenda. Það hefur enn ekki verið ákveðið af þar til bærum yfirvöldum og þess vegna er hann ekki til ( opin- berum skýrslum... Við fullyröum að það er ekki vegna með- fæddrar heimsku eða af greindarskorti að þessir nemendur finna sig ekki ,í skólanámi. Einhverra hluta vegna höfðar hinn almenni skóli ekki til þeirra áhugasviða og reynslu og þeir ná sjaldnast nokkurri fótfestu i skólanum og gefast loks upp eða skólinn gefst upp á þeim (oftast er þetta þó gagnkvæm uppgjöf). Hildur og Jóhann gera einnig flokkun hinna afburðagreindu nemenda að umtalsefni: „Þeir af- burðagreindu eru valdir samkvæmt ábendingum kennara og skólastjóra. Við gefum okkur þær forsendur að velgengi í skóla ráðist af því að nemendur njóti uppörvunar og stuön- ings i því sem þeir eru að fást við, innan sem utan skóla. Hvað með barnið sem situr i skólastofunni með allan hug- ann við það sem er að gerast heima? Hvað með börnin sem búa við óreglu, afskiptaleysi, tilfinningalega upplausn? Hvaða tækifæri fá þau til að sýna hæfileika sínar og gáfur? Fá þau tækifæri að komast ( hóp hinna útvöldu — afburöa- greindu?1' 'iá-kxÉi Mikið er nú rœtt um fjárhagsvanda Húsnœðis- stofnunar ríkisins og hvernig stofnunin hyggst mœta þeim vanda. Eins eru mjög skiptar skoðan- ir um hvort rétt sé að fjáröflun húsnœðiskerfis- ins staðið. Um þetta og fleira er rabbað við Pétur Blöndal, formann Lands- sambands lífeyrissjóða hér á eftir. „Það er nýbúið að samþykkja og senda til fjármálaráðuneytisins frumvarp að lögum um starfsemi lífeyrissjóða. Það er svokölluð 17 manna nefnd eða endurskoðunar- nefnd lífeyrissjóðanna sem samdi það, og þar í er gert ráð fyrir því að sjóðirnir verði loksins teknir út, þ.e.a.s. að sá lífeyrir sem sjóðirnir lofa verði að standast á við eignir og væntanleg iðgjöld. Og þetta þýðir mjög verulega skerðingu á lífeyri. Og sú skerðing er þeim mun hærri sem sjóðirnir fá lakari ávöxtun. Þannig að nú standa menn frammi fyrir því, og hafa reyndar alltaf Pétur Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða: „Lífeyrissjóðirnir eru ekki húsnæðislánasjóðir" Talað um skerðingu á lífeyri — reynslu af sölu spariskírteina — markaðsvexti og lánsfé — hvernig lán eru gefin — peningastreymi í eina átt — lögbrot svona eða hinsegin — og íbúðaframleiðslu eftir þörfum. gert, að ef þeir samþykkja lægri ávöxtun á fé lífeyrissjóðanna, þá getasjóðirnirekki borgað eins háan lífeyri og alls ekki þann lífeyri sem þeir lofa að borga í dag. Þannig að fulltrúar lífeyrissjóðanna verða að vera harðir á því að fá þá vexti sem gefast á markaðinum í viðræðum sínum við ríkið. Lífeyrissjóðirnir hafa engin efni á því að gefa, hvorki ríkisvaldinu né húsnæðiskerfinu einhverja fjármuni, enda eru lífeyr- issjóðirnir ekki húsnæðislánasjóðir heldur lífeyrissjóðir. Þessir sjóðir eiga fyrst og fremst að hugsa um líf- eyrisþega, en alls ekki að hugsa um húsnæðiskerfi, halla ríkissjóðs eða áhyggjur einstakra ráðherra. Þetta er vandinn sem við stönd- um frammi fyrir og sú reynsla sem við höfum t.d. af sölu spariskírteina á Verðbréfaþingi íslands, sýnir að vextir á þeim markaði eru um 8*% í dag. Og það að ríkið lækkaði vext- ina ofan í 6,5% hafði það eingöngu i för með sér að spariskírteini seld- ust ekki. Þannig að það er greinilegt að það eru of lágir vextir sem þar eru lagðir til grundvallar og þar af leiðandi er sá grund völlur sem sjóð- irnir hafa haft í vaxtaviðmiðun alltof lágur. Og ég reikna með því að sjóðirnir munu gera kröfu til þess að fá töluverða hækkun, líka á það sem samið var um fyrir árið 1988, nema þá að fáist enn hærri vextir fyrir árið 1989. — Telur þú að ríkið muni ganga að þessum vaxtakjörum? „Ég reikna með að ríkið muni ganga að þessu og þá sérstaklega með hliðsjón af því að ella standa menn frammi fyrir því að þurfa að skerða lífeyri. Og það held ég að sé stjórmálamönnunum einnig ákaf- lega lítið að skapi. — Og hverjar eru þá ykkar beinu kröfur? „Okkar kröfur eru þær að við fá- um þá markaðsvexti sem lánsfé gef- ur af sér í dag. En það er tvennt í þessu máli: í fyrsta lagi þá er verið að tala um mjög stóran pakka af peningum, sem ekki er endilega víst að fáist svo háir vextir fyrir á mark- aðinum, þetta eru það miklir pen- ingar. Og í öðru lagi þá er verið að tala um mjög langan lánstíma eða tuttugu til þrjátíu ár. Þá þarf t.d. að vega og meta hvaða trú menn hafa á því að raunvextir haldist svo lengi og þess vegna hef ég persónulega fallist á að semja um eitthvað lægri vexti heldur en skemmri tíma bréf ganga á í dag. Þannig að þó að vext- irnir á markaðinum í dag séu 8% fyrir sex ára bréf, þá kemur vel til greina að semja um 7% eða 7,5% til svona langs tíma. Svo er húsnæðiskerfið í heild dá- lítið annar handleggur. Hvernig menn ætla sér yfirleitt að fjár- magna þessa niðurgreiðslu á vöxt- um sem er skuggalega mikil. Þrjá- tíu og tvö prósent af lánunum er gefinn. Af tveggja milljón króna láni þá eru það 640 þúsund, eða þar um bil. Spurningarnar eru þá: Hvernig ætla rnenn að fjármagna þetta og svo hvernig-á að borga þetta til baka? Ég hef aldrei séð neinar áætlanir um það. Þannig að þegar kemur að því að lífeyrissjóðirnir þurfa á sínum peningum að halda, sem verður eftir einhverja áratugi, — hvað ætlar Byggingasjóður að gera þá? Við verðum að athuga að hingað til hefur Byggingasjóður og allir þessir opinberu sjóðir aldrei borgað krónu til baka. Lífeyrissjóð- irnir hafa alltaf lánað heldur meira en þeir hafa fengið til baka. Þetta hefur fram að þessu verið einstefna á peningum, þ.e. í Byggingasjóð. Ég sting upp á því við þá sem halda því fram að þessir sjóðir borgi til baka, að þeir taki engin lán á næsta ári en borgi hins vegar einungis til baka. Það verður gaman að sjá hvernig . þeir fara að því! — Hvernig hefur gengið í þess- um viðrœðum við ríkisvaldið? „Það var mjög stuttur og óform- legur fundur í júní ef ég man rétt, en það var um það leyti sem Bygginga- sjóður lenti í þessum vanda hvort hann ætti að brjóta lögin svona eða hinsegin. En Byggingasjóður lenti í því að verða að velja á milli þess annars vegar að hætta að gefa út lánsloforð, sem er lagabrot því það stendur i lögunum að það eigi að af- greiða lánsloforð innan tveggja mánaða en það hefur ekki verið gert þannig að lögin eru brotin, eða þá að fara að veita lán fram í tim- ann, þ.e.a.s. 1989 sem ekki er búið að semja um við lífeyrissjóðina. Þeir lentu í þessum vanda og ákváðu að brjóta lögin. Á þeim tíma var rætt við lífeyris- sjóðina, en þá var allt óljóst, bæði með stjórnarmyndun og eins með vexti, en þær viðræður urðu mjög endasleppar. Líka vegna þess að það á ekki að semja um vextina fyrr en 1. október. Menn hafa sem sagt tíma til að skoða málið þangað til. — En húsnœðiskerfið í heild sinni. Er eitthvað að segja um það á þessu stigi? „Það er auðvitað alveg sér kapituli að ræða um húsnæðiskerf- ið í heild. Og þeir annmarkar sem ég benti á í upphafi, hafa allir kom- ið fram og sumir meira að segja verr heldur en ég hafði búist við. Til dæmis það að lána hverjum sem er, og jafnvel fólki sem er að minnka við sig er della og eins það að vera að lána mönnum aftur og aftur stórlega niðurgreidda peninga. Það er ákaflega hæpið. Þetta hefur auð- vitað kallað á alveg stóraukna eftir- spurn eftir þessum peningum, sem svo aftur hefur hækkað verðið á markaðinum, þvi það er ekki hægt að framleiða íbúðir bara eftir þörf- um, þannig að niðurstaðan er sú að minnsta kosti fyrir yngra fólkið, að íbúðarverðið hefur hækkað meira en sem nemur lánunum, þannig að einasta breytingin er hærri skuld þessa fólks. “

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.