Alþýðublaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. júlí 1987
3
Talað um fiskveið-
ar — heimsfrœga
hafnargerð —
sundlaugarbygg-
ingu og fjársöfnun
— ríkisskip og
stundvísi — vega-
gerð og grjótvönt-
un — veðurblíðu
og lœknaþjónustu.
„Hér í Grímsey er nánast ekkert
um að vera í atvinnulífi annað en
fiskveiðar. Frá eynni róa tólf eða
fjórtán opnar trillur og þrír ellefu
tonna dekkbátar. Einn bátur er svo
þrjátíu og níu tonn, en það er algert
hámark á bátstærð hér vegna hafn-
araðstæðna, sem löngu eru lands-
frægar.“
— Hvernig hafa bátarnir
fiskað?
„Það hefur verið hrein og klár
hörmung undanfarið, eða eftir að
handfæravertíðin hófst. En það var
gott hér í vetur á þorskanetunum,
og alveg fram á vor, en trillurnar
skipta yfir á handfærin á vorin.
Línufiskirí er hins vegar ekki stund-
að hér lengur. Það eru líklega fjög-
ur eða fimm ár síðan hefur verið
bleytt lína. Þetta eru eingöngu
orðnar handfæraveiðar og svo net-
in.“
— Hafnarmálin margfrægu.
Hvernig standa þau?
„Jú, það er víst óhætt að segja að
hafnarframkvæmdirnar urðu
Iandsfrægar hér um árið! En mér
skilst að það liggi fyrir loforð um
fjárveitingu til hafnarframkvæmd-
anna á næsta eða þarnæsta ári. Og
eitthvað er verið að vinna að þessu
í sumar, þannig að við erum örlítið
bjartsýnni en undanfarin ár. En
þetta er auðvitað löngu orðið bráð-
nauðsynlegt að fá hér upp sæmilega
hafnaraðstöðu. Það verður að
minnsta kosti að vera hægt að
frakta þennan fisk sem við erum að
vinna hér. Og mér skilst að sú fjár-
veiting sem búið er að lofa í þetta á
næsta ári eða þarnæsta sé sæmileg
upphæð. Kannski fer að rofa til.
Annars er fólk hér oft búið að verða
fyrir vonbrigðum í þessu máli.“
— Þið hafið lagt mikið á ykkur
við að koma hér upp sundlaugar-
byggingu. Hvernig gengur?
„Sundlaugarbyggingin hefur ver-
ið mjög ofarlega á baugi hjá okkur
og það er verið að keppast við að
reyna að koma henni í gagnið sem
fyrst. Útvarpið stóð fyrir söfnun
fyrir okkur í landi. Þetta vakti
geysilega athygli og fékk skemmti-
legar undirtektir hjá fólki. Það
gladdi okkur mjög að finna allan
þann áhuga sem fólk sýndi þessu
áhugamáli okkar. Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvað það fé er orðið mik-
ið sem búið er að gefa í bygginguna,
en ég heyrði töluna átta hundruð
þúsund fyrir ekki löngu síðan, svo
að ég gæti trúað að þetta sé farið að
nálgast milljón núna. Einstaka að-
ilar, bæði einstaklingar og fyrir-
tæki, hafa gefið stórar upphæðir.
Við Grímseyingar fórum síðan á
laugardaginn var, rérum á öllum
bátum og unnum þann afla í landi
og allir gáfu andvirði þessa dags-
afla og sína vinnu þennan dag í
sundlaugarbygginguna. Þetta varð
reyndar enginn sérstakur afladagur,
en það er sama, ætli að hafi ekki
skafist saman tvö til þrjú hundruð
þúsund krónur. Það verður því ör-
ugglega haldið áfram að vinna við
bygginguna aftur tljótlega. Við
Gylfi Þ. Gunnarsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grímsey:
HÉR UNI
MÉR VEL
ættum núna að geta farið það Iangt
með hana að hún komist í gagnið,
þótt eigi eftir að „fínisera" eitthvað.
En svona bygging er mikið átak fyr-
ir ekki stærra sveitarfélag, sem
stendur svona algerlega eitt pg sér.
Við höfum enga samliggjandi
hreppa til þess að taka á þessu með
okkur. Grímseyingar eru ekki nema
um 116 talsins. Svo er unga fólkið í
skólum og þess háttar í landi, svo að
þetta eru um eitt hundrað manns
sem er hér. Einnig er alltaf eitthvað
um aðkomufólk hér í vinnu.“
— En vörur og þjónusta úr
landi. Er hún nógu góð?
„Hún er svona þokkaleg. Við fá-
um vörur með flugi hér tvisvar í
viku. Ríkisskip á svo að sinna okk-
ur hálfsmánaðarlega, en það vill
verða nokkur misbrestur á því. En
við erum að vona að þeir hressist.
Ég held ég fari rétt með það, að það
leið hátt í þrjá mánuði sem ekki
kom skip frá Ríkisskip. En þeir hjá
Flugfélagi Norðurlands hafa verið
afskaplega liðlegir við okkur, að
mínu áliti. Þeir hafa sinnt okkur
mjög vel, flutt til okkar allar venju-
legar vörur síðan Drangur hætti
reglubundnum ferðum frá Akur-
eyri.“
— Vegir á eynni. Eru þeir nógu
góðir?
„Við erum afskaplega illa settir
með vegagerðina okkar, vegna þess
að við höfum ekki grjót, möl né
sand. Við þurfum að flytja þetta
allt úr landi og steypuefnið líka og
alla iðnaðarmenn. í sumar sem leið
tókum við á leigu norskan bát og
létum hann flytja efni til okkar. Þá
var gert svolítið átak í vegamálum,
en það þarf að gera miklu meira.
Þetta var bara byrjunin. Þar að
auki drabbast vegurinn svo niður
þó að eitthvað sé gert, því það er
ekkert efni fyrir hendi til þess að
halda honum við og vegir hér eru
fljótir að slitna, því hér eru mikið
notaðar dráttarvélar sem spóla
þetta sundur og saman. Varanlegt
slitlag á vegi hér er eina lausnin, en
það svona varla að maður sjái það
fyrir.“
— Veðrið hefur þó leikið við
ykkur undanfarið.
„Já, veðurblíðan hefur verið
alveg einstök, alveg það sem af er
þessu ári. Mannlíf er hér einnig gott
og heilsufar ágætt.“
— En lœknisþjónusta?
„Lækni fáum við frá Akureyri
einu sinni í mánuði. Og það hefur
nokkurn veginn staðist að þeir hafa
komið þá, en við værum ekkert á
móti því að sjá þá eins og hálfsmán-
aðarlega. En það myndi kannski
setja þjóðarbúið á hausinn? Það
virðist að minnsta kosti hafa verið
stefna stjórnvalda á undanförnum
árum, að drepa niður dreifbýlið,
þar er allt skorið sem hægt er að
skera.
En hér uni ég mér vel. Ég er búinn
að vera hér búsettur í ellefu ár og
það er enginn órói kominn í mig
ennþá.“