Alþýðublaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 1
SÍMAKOSTNAÐUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐI GREIDOUR NIÐUR AF LANDSBYGGÐINNI Nokkur leiörétting um síðustu mánaðamót. Reykvíkingar kvarta. Leiðréttingin á hlut landsbyggðarinnar ekki markmið heldur aukaverkun. 85—90% af skrefanotk- un á landsbyggðinni eru langlínusamtöl. Hægt að hringja í opinberar stofnanir á staðartaxta innan tíðar? Þrátt fyrir nokkra leiðréttingu á hlut landsbyggðarinnar við gjald- skrábreytingu Pósts og síma um síðustu mánaðamót, greiða ibúar landsbyggðarinnar enn stórum meiri símakostnað en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Lands- byggðarbúar hafa á undanförnum árum beinlínis greitt niður síma- kostnað höfuðborgarbúa. Þetta var í sem stystu máli niður- staðan af blaðamannafundi sem forsvarsmenn Pósts og síma boð- uðu til í gær, vegna þeirrar fjöl- miðlaumfjöllunar sem kvartanir reykvískra borgarfulltrúa yfir gjaldskrárbreytingunni gáfu tilefni til. Reyndar kom fram í máli fund- arboðenda að sú leiðrétting sem íbúar landsbyggðarinnar fengu um síðustu mánaðamót hefði ekki ver- ið markmið í sjálfu sér, heldur eins konar aukaverkun, sem hlaust af því að verið var að færa gjaldakerfi stofnunarinnar nær raunkostnaði. Meðalhækkun gjaldanna um síðustu mánaðamót hefur af starfs- mönnum stofnunarinnar verið áætluð 9,5°/o, en sú hækkun skiptist verulega ójafnt og langlínusamtöl lækka talsvert hlutfallslega, meðan svokölluð staðarsímtöl hækka á móti. Ástæðan fyrir þessum breyting- um er þó ekki fyrst og fremst sá ójafni símakostnaður sem lands- menn hafa lengst af búið við, held- ur sú staðreynd að kostnaðarhlut- föll innan stofnunarinnar hafa tek- ið breytingum á síðustu árum, þannig að langlínukerfið hefur orð- ið hlutfallslega ódýrara en það var áður, en staðarkerfin dýrari. Jóhanna Siguróardóttir, félags- málaráðherra, hyggst fylgja því eft- ir að opinberar stofnanir og fyrir- tæki standi við fyrirheit þau sem gefin eru um aukið jafnrétti kynj- anna í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar. Hún hefur nú sent þessum aðilum bréf, þar sem mark- miðunum er lýst auk þess sem boð- að er í bréfinu að félagsmálaráðu- neytið muni fylgjast grannt með framvindu mála. Bréfið er sent öllum ráðuneytum, stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. Þar segir m.a. að í þessum málum verði unnið samkvæmt fram- Það er fyrst og fremst þessi breyt- ing sem endurspeglast í gjaldskrár- breytingunni nú. Astæðan fyrir því að breytingin er til hagsbóta fyrir landsbyggðina, er sú að þar eru langlínusamtöl miklu stærri hluti af símakostnaði. Á blaðamannafund- inum í gær, kom fram að um 60% af skrefanotkun á höfuðborgar- svæðinu er vegna langlínusamtala, en samsvarandi tala fyrir lands- byggðina er einhvers staðar á bilinu 85—90%. kvæmdaáætlun til fjögurra ára sem lögð var fram á Alþingi sl. vetur. í þessari framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir markvissu starfi að því að tala kynjanna í stjórnum nefndum og ráðum opinberra aðila verði sem jöfnust. í bréfi Jóhönnu er í þessu sam- bandi vísað til nýútkominnar skýrslu Jafnréttisráðs, þar sem fram kemur að árið 1985 voru karl- menn alls 90% af þeim sem kosnir voru af Alþingi í stjórnir, nefndir og ráð. Þá er einnig greint frá því í skýrslu Jafnréttisráðs, að konur Að sögn forsvarsmanna Pósts og síma í gær, er gjaldskrá stofnunar- innar nú nær því að vera í samræmi við raunkostnað en nokkru sinni fyrr. Þeir töldu þó að fullkomið samræmi næðist aldrei að þessu leyti. Nefna má sem dæmi um áframhaldandi misræmi, að fram kom á fundinum í gær að stofnunin hefur umtalsverðan hagnað af sím- tölum íslendinga tii útlanda. íbúar landsbyggðarinnar hafa árum og áratugum saman farið sem annaðhvort starfa innan hefð- bundinna karlagreina eða eigi að standa körlum jafnt að vígi til að gegna ábyrgðarstöðum, fái síður þessar stöður. Jóhanna bendir á það í bréfi sínu, að í jafnréttislögum er tekið fram að heimilt sé að beita sérstök- um tímabundnum aðgerðum til að bæta stöðu kvenna. Þá vitnar Jó- hanna í nýlega athugun Jafnréttis- ráðs á kynjaskiptingu í helstu stjórnunar og ábyrgðarstöðum hjá hinu opinbera. Þar kemur fram að árið 1985 var engin kona ráðuneyt- isstjóri, af 12skrifstofustjórum var fram á ýmsar leiðréttingar á síma- kostnaði. Meðal annars hefur hvað eftir annað verið ber.t á það misrétti að þjónusta ýmissa opinberra stofnana skuli vera misdýr eftir því hvar menn búa á landinu, vegna þess hversu miklu dýrara er að hringja í þessar stofnanir utan af landsbyggðinni. Nú er hins vegar í undirbúningi að taka sérstök símanúmer fyrir þessar stofnanir, þannig að unnt verði að hringja til þeirra hvaðan ein kona, af 26 deildarsérfræðing- um voru aðeins 5 konur. Að síðustu vitnar Jóhanna einnig til upplýsinga sem fram komu á Al- þingi 1984 um að hátt í 95% af greiðslum fyrir fasta yfirvinnu í ráðuneytum og stofnunum færu tii karla, og boðar að félagsmálaráðu- neytið muni í framtíðinni halda áfram að fylgjast með þessum mál- um. Félagsmálaráðuneytið hefur einnig óskað eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið um endurmat á kvennastörfum og jafnrétti í launa- kjörum og hlunnindagreiðslum hjá ríkinu. sem er á staðartaxta. Að sögn verk- fræðinga Pósts og síma á fundinum í gær, er hins vegar ætlast til þess að stofnanirnar sjálfar greiði mismun- inn á staðartaxta og langlínutaxta í þeim tilvikum sem hringt er utan af landi. Það mun þannig fyrst og fremst undir stofnunum sjálfum komið hvort þetta kerfi verður tekið upp. Þess má geta að þessi aðferð er víða notuð erlendis til að jafna símakostnað í sambandi við þjón- ustu opinberra stofnana. Morandi w i skrumi Nálarstungueyrnalokkurinn sem svo mikið var auglýstur hérlendis á tímabili, er cinber hégómi. Það er a.m.k. álit Læknafélags íslands. Alimikið virðist vera um að fyrir- tæki noti órökstutt skrum i auglýs- ingum sínum og fullyrði mun meira en þeir hafa heimildir til samkvæmt lögum. Mál af þessu tagi falla undir óréttmæta viðskiptahætti og Neyt- cndadeild Verðlagsstofnunar fékk alls 76 slik mál til umfjöllunar á síð- asta ári. Um þetta er getið í nýjasta tölu- blaði „Verðkönnunar Verðlags- stofnunar“. Flestar ábendingar bár- ust stofnuninni frá neytendum en einnig allmargar frá atvinnurek- endum og loks tók stofnunin nokk- ur mál til meðhöndlunar að eigin frumkvæði. Auk nálarstungueyrnalokksins, sem fékk neikvæða umsögn Læknafélagsins, má nefna að á síð- asta ári var auglýst hér enn eitt hár- kremið sem átti að lækna skalla. Var m.a. vísað til þess í auglýsingum hvílíka sigurför hármeðalið færi nú í Bretlandi og á Norðurlöndum. Þegar farið var að athuga málið, kom í ljós að auglýsingar um hár- kremið höfðu verið bannaðar I flestum þessara landa. Þegar síðast fréttist af hárkreminu, var það enn auglýst hér, en nú í smáauglýsing- um DV og á nú einungis að stöðva hárlos og flösu. Að því er fram kemur hjá Verð- lagsstofnun er auglýsingaskrum af þessu tagi algengt í sambandi við ýmsa heilsuvöru, en þó einnig not- að á fjöldamörgum öðrum sviðum. Hjólabáturinn ámyndinni er (eigu Hlutafélagsins Mýrdælings, I V(k I Mýrdal. Hanner notaður til fiskveiöaog einn- ig til að flytja ferðafólk út að Reynisdröngum og I Dyrhólaey. Ekki er að efa, að þessi sniðugi bátur komi sér vel. Jafnrétti: Kominn tími til aðgerða Jóhanna Sigurðardóttir skrifar ráöuneytum, opinberum stofnunum og fyrirtækj- um. Hyggst fylgja eftir ákvæöum málefnasamningsins um jafnréttismál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.