Alþýðublaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 4
MHBMBieiB Laugardagur 25. júlí 1987 ■■■■ ■bbbhbhhi DIPLOMATISKUR DARRAÐARDANS Væringarnar á Persaflóa og lönd- unum umhverfis leyjya anga sína í margar áttir og Iran hefur að mörgu fleiru að hyggja en stríðinu við Irak og veru bandarískra her- skipa á Persaflóa. íranar og Frakk- ar hafa eldað saman grátt silfur að undanförnu og tilefnin fundin upp jafnóðum, gerist þess þörf. Fyrir rétt rúmri viku sagði Frakkland upp stjórnmálasambandi við íran eftir að einn af starfsmönnum íranska sendiráðsins í París neitaði að gang- ast undir yfirheyrslu vegna sprengjutilræðanna í Parísarborg á siðasta ári. Alvara þessarar deilu var undir- strikuð sl. mánudag, þegar tals- maður stjórnarinnar gaf út yfirlýs- ingu um að frönsk skip skyldu framvegis forðast að sigla um Persaflóa. Þau skip sem það gerðu, sigldu algerlega á eigin ábyrgð. Utanríkisráðherra Frakka, Jean- Bernard Raimond, hefur sagt að sendiráðsstarfsmaðurinn, Vahid Gordji, fái ekki að fara úr landi fyrr en hann hefur verið yfirheyrður og sendiráðsins er vandlega gætt af vopnuðum vörðum. Frá íran berast þær fréttir að öll- um vegum að sendiráði Frakka í Teheran hafi verið lokað og aðeins sendifulltrúinn, Pierre Lafrance, fái að yfirgefa bygginguna og þá í fylgd íslamskra byltingarvarða. Sú til- kynning hefur borist frá íran að þar verði ekki hopað um hársbreidd í hinum diplómatísku átökum við Frakkland. Ýmis smærri ágreiningsefni hlað- ast utan á deiluna. íranskur diplómat, sem franskir tollverðir tóku fastan á flugvellinum i Genf, krefst þess að vera lagður inn á sjúkrahús vegna taugaáfalls, sem læknarnir segja að sé uppspuni. Asakanir írana gegn frönskum sendiráðsritara og fleiri starfs- mönnum franska sendiráðsins i Teheran vegna meintra njósna og smygls á gjaldeyri, fornmunum og eiturlyfjum. Öllu sliku er daglega fylgt úr hlaði með gagnkvæmum mótmælaorðsendingum. • Deilan harðnar Sívaxandi ágreiningur landanna tveggja hlaut fyrr eða síðar að enda með slitum á stjórnmálasambandi. Það var Frakkland sem steig skrefið þann 17. júlí sl., en áður hafði mun- að minnstu að sama ákvörðun yrði tekin af írans hálfu. íranir settu Frökkum úrslitakosti og kröfðust þess að umsátrinu um sendiráð þeirra í París yrði aflétt. Öðrum kosti myndu íranir slíta stjórnmála- sambandi landanna. Frakkar gátu ekki unað því að láta undan úrslita- kostum og kusu því að hafa frum- kvæðið um stjórnmálaslit. Átökin hófust fyrir alvöru þann 3. júní, þegar franska lögreglan leit- aði eftir Vahid Gordji, írönskum sendiráðsstarfsmanni, sem var grunaður um að hafa átt þátt í hryðjuverkum og gíslatökum í Frakklandi og Líbanon. Um var að ræða 13 árásir og hryðjuverk í París á árinu 1986, en í þeim létust 13 manns og 200 særðust. Talið var að Gordji hefði leitað skjóls í íranska sendiráðinu og þess vegna sló lögreglan skjaldborg um bygginguna. Það mun hafa haft við rök að styðjast, því að skömmu síð- ar kom hann fram opinberlega á Hatrið gegn Frakklandi á sér ýmsar orsakir, en hæst ber þó að Frakk- land selur vopn og stríðsbúnað í stórum stíl til íraks, sem m.a. gerir írökum kleift að halda áfram stríð- inu við írani, sem engan enda virð- ist ætla að taka. Gíslatökur og hryðjuverk í París og Líbanon eru talandi tákn um þann hug sem íranir bera til Frakka. Enginn efast um að þau séu beint eða óbeint runnin undan rifj- um klerkastjórnarinnar í Teheran, sem svífst einskis til að útbreiða „guðs vilja á jörð“ og notar milli- ríkjasambönd ein$ og hvað annað til að ná því marki. í þessu þrátafli eru Frakkar undir miklum þrýstingi, því að baki hót- unum írana liggur ógnunin um nýja öldu hryðjuverka í París og aftöku þeirra sem haldið er í gíslingu í Beirut. Hótanir hafa borist um af- töku tveggja þeirra, sem ekki er ná- kvæmlega vitað hvaðan eru komn- ar. Stjórn íhaldsmanna í Frakk- landi, sem hefur setið við völd síðan i mars 1986, hefur haldið slökunar- stefnu gagnvart íran og reynt að komast að samkomulagi. Það hef- ur borið nokkurn árangur. Nokkr- um irönskum andófsmönnum hef- ur verið vísað úr landi og nokkuð af keisaralegum eignum hefur verið látið af hendi. í staðinn hafa fimm af tíu gíslum, sendiráðsfólk, prófessorar og blaðamenn verið látnir lausir. Samningum siglt í strand En nú virðast frekari samninga- umleitanir ætla að stranda á kröfu írana um að Frakkar hætti að selja írökum vopn. Frakkar hafa neitað að afsala sér arðbærum vopnaút- flutningi og því fyrirsjáanlegt að ekki yrði hægt að halda áfram á sömu braut. Með Gordij-málinu eru Frakkar skyndilega farnir að sýna klærnar í viðskiptum við írani og utanríkisráðherrann hefur lýst því yfir að horfið hafi verið frá samningaleiðinni. Jafnframt hefur vilji einstakra ráðherra stjórnarinar verið að skýr- ast. í þessu máli er það innanríkis- ráðherrann, Charles Pasqua, hægrisinni og yfirmaður lögregl- unnar, sem hefur fengið vilja sinum framgengt. íransmálið er nú fremur í höndum innanríkisráðherrans, sem er pólitískur þungavigtarmað- ur, en utanríkisráðherrans, Jean- Bernard Raimond, sem er fyrrver- andi diplómat og skipaður í embætti til málamiðlunar milli hægrisinnaðrar stjórnar og vinstri- sinnaðs forseta. Utanríkisráðuneytið hefur reynt í lengstu lög að ná fram lausn mála með samningaleiðinni og leyni- þjónustan er einnig sögð hafa tekið á málum með silkihönskum, t.d. í leitinni að Godij í júni. íranir hafa notfært sér þennan meiningarmun og beitt til þess öll- um brögðum. í París er það út- breidd skoðun að stjórnin í Teheran sé haldin ofsóknaræði og sjái ein- tóma fjandmenn og djöfla í hinum vestræna heimi. Slikir andstæðing- ar eru erfiðir viðureignar, svo lengi sem skilningur er takmarkaður á byltingarhugsjón þeirra og ekki hefur fundist leið til að jafna ágreining eftir friðsamlegum leið- um. En það er hægara sagt en gert. Um það eru menn sammála. Ný stefna hefur verið tekin upp í pólitískum átökum Frakka við íran. Nú er það innanríkisráðherrann og yfirmaður lögreglunnar sem ræður ferðinni. vegum sendiráðsins sem túlkur. Svar Irana við þessum aðgerðum var að þrengja að franska sendiráð- inu með hvers kyns ásökunum, ógnunum og vopnuðu umsátri. Toppurinn á ísjakanum En allt er þetta aðeins toppurinn á ísjakanum eða dropinn sem fyllir mælinn eftir sex ára erfiða sambúð ríkjanna. Frakkland, sem á sínum tíma veitti hinum landflótta stjórnar- andstöðuleiðtoga Khomeini hæli og átti þar með sinn þátt í að styrkja byltinguna, skapaði sér óvinsældir i íran fljótlega eftir það. Ástæðan var sú að þangað leituðu pólitískir flóttamenn og andstæðingar nýju stjórnarinnar og var veitt þar hæli. Næstu árin komst Frakkland fljót- lega í annað sætið á listanum yfir óvinveitt ríki (næst á eftir Banda- ríkjunum) og síðar í efsta sætið. DIPLOMATISK \ HEKSEDANS Franska lögreglan sló fyrst skjaldborg um Iranska sendiráðið I Parls (efri mynd) og íranir svöruðu I sömu mynt við franska sendiráðið i Teheran. (Neðri mynd)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.