Alþýðublaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 2
2 MÞBUBLMB Sími: Útgefandi: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Blaöamenn: Framkvæmdastjóri: Skrifstofa: Setning og umbrot: Prentun: 681866 Blað hf. Ingólfur Margeirsson. Jón Daníelsson. Ása Björnsdóttir, Elínborg Kristin Kristjánsdóttir Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason. Valdimar Jóhannesson. Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og Þórdis Þórisdóttir. Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Fórnir neyslu- samfélagsins Skynugt og eftirtektarsamt fólk í íslenskum heilbrigðis- stéttum, hefur áhyggjur af heislufari þjóðarinnar; bæði líkamlegu og andlegu. íslendingar eru ekki eins hraustir og vel ásig komnir, og margirhalda, og heilbrigði þeirraer um margt mjög ábótavant. En ástæðurnar eru ekki skortur á nægum og góðum mat, hreinu lofti, aðstæðum til útiveru, sómasamlegum hibýlum eða nægri heilbrigöisþjónustu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst glórulaust lifsgæðakapp- hlaup og afleiðingar þess, efnahagsstefna, sem fært hefur þúsundir i skuldafjötraog síðast en ekki síst botnlaus þræl- dómurog stórskaðað fjölskyldulíf. Fyrir nokkru kom það fram, að kostnaður við heilbrigðis- þjónustu í Reykjavik væri hlutfallslega hærri en í Stokk- hólmi og lega í sjúkrahúsum hér hefði aukist. Eðlilegt er að reyna að finna einhverjar tæknilegar skýringar á þessu, ónógt skipulag, skort á hæfu starfsfólki og fleira af þeim toga. En faramenn þáekki barayfirlækinn að sækjavatnið; — skýringin sé einfaldlega sú, að fólk þurfi meira á sjúkra- húsvist að halda í Reykjavík en f þeirri borg heimsins þar sem hvað rækilegast er leitað að vandamálum til að leysa þau. Er þetta ekki bara einfaldur mælikvarði á hið raunveru- lega heilsufar? Hér á landi hafa menn lengi neitað að horfast í augu við þær fórnir, sem færðar eru á altari neyslusamfélagsins og þeirra staðla um „gott líf“, sem m.a. glæsitímarit og auglýs- ingar hafa átt verulegan þátt í að móta. Afleiðingarnar blasa hvarvetna við. Hálf þjóðin býr í alltof stórum húsum. Fjöl- skyldur safnast fyrir framan sjónvarp og videó í stofuhorni, og teppin slitna vart á öðrum stöðum. Tækjaeignin nálgast heimsmet; sum þörf og önnur óþörf. Fótanuddtækið er frægasta dæmið um óþarfann. Við erum að slá Kanann út i bílaeign og fáar þjóðir nota farsíma eins mikið. Loftnet sumra bfla minna á snúrustaura í portum gamalla fjölbýlis- húsa. Fyrir allt þetta og margt annaö, höfum viö þurft að borga. Sumir geta það og aörir ekki, en kaupa samt. íbúöin og húsið verður ein allsherjar skuldamartröð, sem unnt er að deyfa með brennivíni um helgar. Hjónin eða sambýlisfólkið sést vart nema um miðnæturskeiö og börnin verða f ramandi einstaklingar, sem vaxa úr grasi í skjóli opinberra stofnana, án þess að kynnast foreldrunum. Fjölskyldulffið bfðurvar- anlegan hnekki. Átján tima þrældómurinn tekur sinn toll; kertiö er brennt í báða enda. En þaðerekki barahúsið, bílarnir, húsgögnin, heimilistæk- in og „græjurnar" allar. Tiskan gerir líka sínar kröfur. Hún segir hverju skuli klæðast og það er púkó að vera ekki með. Þú þarft lika aö ferðast og yfirleitt þarftu að eyða meiri pen- ingum en þú aflar. Afleiðingarnar: Firring, þegar staðallinn færir ekki ham- ingju. Uppgjörog slit áhjúskapeðasambúð, þegarsú stað- reynd blasir við að fjölskyldan hefur gleymst. Og allt endar þetta með veikindum af einhverju tagi; hrópum um aðstoð. Það kemur ekki öllum á óvart að sjúkrakostnaður á íslandi er hár. — Unga fólkið er að átta sig á þessu. Það hefur foreldrafor- dæmið að gæta sín á. Það vill fleiri tómstundir, hverfa aftur til náttúrunnar og það neitar að láta sölumenn tæknifram- faranna selja sér þær og hirða heilsuna fyrir. Það veit, að engin heilbrigðisstefnayrði mikilvirkari en sú, sem dragi úr fölskum metnaði hins skrumskælda heims sölumennsku og auglýsinga. Það veit, að það getur skipt sköpum fyrir framtiðina, að börnin fái foreldra sína aftur. — Það veit lika að heilbrigði verður ekki búin til í gerviveröld, heldur á grunni þeirra hörðu staðreynda aö hamingja verður ekki keypt fyrir peninga. Menn ættu að hugleiða um helgina af hverju íslendingar gista svo mikið sjúkrahús. Laugardagur 25. júlí 1987 li I f dð rspo ri rvu Karl Th. Biraisson skrifar AÐ KJÓSA RÉTT í síðustu viku veltum við fyrir okkur því vandamáli vestræns lýð- ræðis að stjórnmálamenn hafa til- hneigingu til að hætta að hafa skoðanir, en hegða sér frekar í sam- ræmi við það sem öflugir hópar segja og vilja. Þeir taka sérhags- muni fram yfir almannahagsmuni, hlýða ekki samvizku sinni eins og stjórnarskráin býður þeim, heldur þrýstingi frá fámennum en öflugum hópum. Við þekkjum þetta vanda- mál alltof vel á íslandi. í mínum huga þarf þrennt að breytast til þess að við losnum við þetta vandamál í íslenzkri pólitík eða a.m.k. minnkum það nægilega mikið til að það sé ekki til stórkost- legs skaða. Hér vil ég víkja að einu þessara atriða, en læt hin bíða þar til að viku liðinni. Úti á landi Kjósendur þurfa að endurskoða hvernig við tökum afstöðu til stjórnmálamanna og -flokka. Á því eru margir gallar. Víða úti á landi er tilhneiging til þess að kjósa þingmenn eftir því hvort þeir hafa staðið sig vel fyrir kjördæmið suður í Reykjavík, hvort þeir hafa tryggt sínu fólki skerf af kökunni sem þar er skipt. Þessu tengist andúðin á frambjóð- endum sem koma úr öðrum kjör- dæmum til framboðs, frambjóð- endum sem ekki eru „heimamenn". Að baki þessum skoðunum liggja röksemdir sem eru í höfuðatriðum rangar. Þannig er það hlutverk al- þingismanna skv. stjórnarskrá og vestrænni lýðræðishefð að setja Iandinu lög, almennar leikreglur, og fylgjast síðan með því hvort framkvæmdavaldið framfylgir þessum lögum. Það er ekki hlut- verk þeirra að sitja i bönkum og sjóðum og útdeila fé til fólks og fyr- -irtækja. Þeir eru löggjafar, ekki bankastjórar. Þessi saga er gömul og ný. Samt er það svo að þingmenn eru metnir eftir því hversu vel þeir hafa staðið sig í störfum sem ekkert koma þing- mennsku við. í því felst grundvall- armisskilningur á hlutverki alþing- ismanna. Seinna atriðið er ekki síður und- arlegt. Það er ótrúlegt að heimilis- fang einstaklings og uppruni skipti kjósendur meira máli heldur en þær grundvallarlífsskoðanir sem hann stendur fyrir. Samt gerist þetta hvað eftir annað. Menn eru metnir eftir búsetu, ekki hæfileikum eða skoð- unum. í Reykjavík í Reykjavík er líka að verða til ný pólitík, engu skárri en sú sem hér var Iýst að framan. Það gerðist í kosningabaráttunni í vor að t.d. námsmenn og fatlaðir boðuðu til sérstakra funda með frambjóðend- um til að fá fram afstöðu þeirra til mála þessa fólks. Að loknum fund- um lýstu framámenn hópanna þeirri skoðun sinni að vonandi hefðu fatlaðir og námsmenn fylgzt vel með umræðunum og myndu greiða atkvæði í samræmi við það. Er ekki eitthvað athugavert við svona hugsun? Getur það verið að fatlaðir taki afstöðu til stjórnmálamanna ein- göngu eftir því hvaða skoðanir beir hafa á málefnum fatlaðra? Getur verið að námsmenn — upplýst fólk skulum við gera ráð fyrir — kjósi eftir því hvað flokkarnir vilja í mál- efnum Lánasjóðsins? Varðar þetta fólk ekkert um aðra hluti? Varðar fatlaða ekkert um sjávarútvegsmál? Varðar námsmenn ekkert um ríkis- fjármál eða samgöngumál? Forsvarsmenn þessara hópa virð- ast ekki ganga út frá því. Þarna er að verða til ný pólitík í fjölmiðla- samfélaginu Reykjavík, einsmáls- pólitík eða eigum við að kalla þetta eiginhagsmunapólitík? Hugsunin sem þarna býr að baki er nákvæmlega jafnröng og sú sem býr að baki kjördæmissjóðarmið- unum. Þarna eru kjósendur að taka afstöðu til manna á ákaflega eigin- gjörnum forsendum. Eiginhags- munir eru lykilorðið; almanna- hagsmunir eru aukaatriði. Kjósum öðruvísi Þessum hugsunarhætti þurfum við að breyta. Við eigum að meta frambjóðendur og þingmenn eftir grundvallarviðhorfum þeirra og lífsskoðunum, eftir því hvers konar Iög þeir hafa sett og hvers konar reglur þeir eru líklegir til að setja okkur. Þannig fáum við sjálfstæða lög- gjafa, ekki skaffara eða sendla. Þannig fáum við fólk sem þorir að hafa skoðanir, ekki fólk sem segir það sem sérhagsmunahóparnir vilja heyra hverju sinni. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Gatnamálastjóra í Reykjavík óskar eftir tilboð- um í frágang á svæði milli Bíóhallar og bílastæða austan Þangbakka8—10 í Mjódd í Reykjavík. Verk- ið felur í sér meðal annars hellulagnir, gerð bíla- stæða og fleira. Útboðsgögn eru afhent á skrif- stofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 6. ágúst næstkomandi kl. 14.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.