Alþýðublaðið - 02.09.1987, Blaðsíða 2
2
MPYÐMMÐ
Sími:
Útgefandi:
Ritstjóri:
Ritstjórnarf ulltrúi:
Blaðamenn:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofa:
Auglýsingar:
Setning og umbrot:
Prentun:
681866
Blað hf.
Ingólfur Margeirsson.
Jón Daníelsson.
Ása Björnsdóttir, Elínborg Kristín Kristjánsdóttir
Kristján Þorvaldsson og Orn Bjarnason.
Valdimar Jóhannesson.
Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og
Þórdís Þórisdóttir.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Svavars sögu
Gestssonar lokið
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins hefurtil-
kynnt forystumönnum i Alþýðubandalaginu og svonefndri
Varmalandsnefnd að hann gefi ekki kost á sér áfram til for-
mennsku í flokknum. Svavar Gestsson hefur borið það fyrir
sig, að hann vilji ekki nýta sér undanþágureglu um fjórða
kjörtímabilið en samkvæmt ítrustu flokkslögum Alþýðu-
bandalagsins er kveðið á um, hver félagi geti samfellt mest
setið þrjú kjörtímabil i kjörnu embætti innan flokksins.
SvavarGestsson hefurnú verið formaður Alþýðubandalags-
ins í senn 7 ár eða þrjú kjörtímabil flokksins. Svavar Gests-
son hefureinnig ítrekað, að hann líti svo á, að hann eigi ekki
einn að segja af sér ábyrgðarstöðu innanflokksins heldur
eigi allflestir forystumenn flokksins að segja af sér störfum
innan Alþýðubandalagsins og að flokkurinn þurfi nú nýjaog
samhenta forystusveit. Formaöurinn vill ennfremur undir-
strika aö vandamál Alþýðubandalagsins snúist fyrst og
fremst um menn en ekki málefni. Það er ekki rétt mat.
SvavarGestsson tók við formennsku Alþýðubandalagsins
haustið 1980 af Lúðvík Jósepssyni. Svavar var þá þingmaður
Reykvikinga fyrir Alþýðubandalagið og var áður ritstjóri
Þjóöviljans. Svavar tók við formennskuámiklum blóma —
og uppgangstímum Alþýðuflokksins. Alþýðubandalagið
hafði unniö mikinn siguri borgarstjórnarkosningunum 1978
og sömuleiðis I þingkosningunum sama ár. Alþýðubanda-
lagið myndaði stjórn ásamt Alþýðuflokknum og Framsókn-
arflokknum sem lifði aðeins í eitt áren í nýjum kosningum
1979 komst Alþýöubandalagið á nýjan leik i ríkisstjórn
ásamt Framsókn og hlutaaf Sjálfstæðisflokknum undirfor-
sæti Gunnars Thoroddsens. Svavar'Gestsson er brúarsmið
milli kynslóða i Alþýðubandalaginu. Hann var annars vegar
uppalningurgamallaharðlínumannaeinsog Einars Olgeirs-
sonar með tryggar rætur ( Sósíalistaflokknum og Moskvu-
trúnni. En hins vegar var hann talsmaður nýrri og lýðræðis-
legra viðhorfa sem sneru baki í Moskvutrúboð og hölluðust
að lýðræðislegum sósíalisma. Þetta tvöfalda hlutverk
reyndist Svavari erfitt er fram liðu tímar. Rikisstjórn Gunn-
arsThoroddsen reyndistekki farsæl og ervaldatímahennar
lauk 1983, blasti við mesta óáran í efnahagslífi landsins i
sögu lýöveldisins með 130% verðbólgu og upplausn í þjóð-
lífi. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen gekk ennfremur af Al-
þýðubandalaginu hálfdauðu. Flokkurinn missti mikið fylgi
og ekki gerði það ástand Alþýðubandalagsins betra þegar
mikil innanflokksátök tóku við. Það voru einkum svonefnd
lýðræðisöfl innan Alþýðubandalagsins sem vildu opnari
flokk og minni ítök verkalýðsforystu og flokksforingja. Svav-
ar lenti þará milli steins og sleggju, en tók þann kostinn að
verja flokkseigendafélagið svonefnda og standa vörð um
eldri kjarna flokksins. Á sama tíma og Alþýðubandalagið
tók að leysast upp i miklum innanflokksátökum, óx öðrum
stjórnmálahreyfingum fiskurum hrygg sem tóku fylgi frá Al-
þýðubandalaginu, sérstaklega Kvennalistanum. Afleiðing-
arnar komu i Ijós í siðustu alþingiskosningum erflokkurinn
hrundi um heil 4 prósentustig, niður í 13,3% og varð minni
en Alþýðuflokkurinn í fyrsta skipti frá fjórða áratugnum.
Svavar Gestsson er því formaðurinn sem horfa mátti upp á
eyðimerkurgöngu flokksins síns og Svavars sögu Gests-
sonar lýkur út í miðri auðninni. Flokkurinn hefuraldrei verið
minni en nú, aðeins 8.5% samkvæmt nýlegri HP-könnun.
Það væri óréttláturdómurað kennafráfarandi formanni ein-
um um upplausn flokksins en hins vegar er Ijóst, að Svavari
Gestssyni tókst ekki hið erfiða hlutverk að stýra Alþýðu-
bandalaginu gegnum erfitt rikisstjórnartímabil, sætta and-
stæða hópa innan flokksins eða gera þær nauðsynlegu
breytingar sem þurfti til þegar (lok áttunda áratugarins, er
hann tók við formennsku.
Deilurnar um hlutabréfin í Útvegsbankanum eru að stórum
hluta lögfræðilegs eðlis en þegar svo stórir hagsmunir eru í
húfi,treysta mennekki á úrskurð dómstóla, heldur reyna til
þrautar að semja sjálfir.
Trúlega er enn langt í það að nið-
urstaða fáist í hlutabréfamálum Út-
vegsbankans. Enn er ekki í sjónmáli
nein lausn sem séð verður að allir
geti sætt sig við, en stefna við-
skiptaráðherra virðist umfram allt
sú að finna slíka lausn. Jón Sigurðs-
son virðist gera sér manna best
grein fyrir erfiðleikunum í þessu
sambandi og sagði sjálfur nýlega að
tíminn væri nægur.
I öllum þeim bollaleggingum sem
að undanförnu hafa farið fram um
væntanlegar og hugsanlegar niður-
stöður, hefur næsta lítið borið á
lögfræðilegum vangaveltum.
Deilumálið er þó tvímælalaust lög-
fræðilegs eðlis og eiginlega þyrfti
fyrst að skera úr um lögfræðilega
stöðu aðilanna, allavega ef til þess
kemur að ráðherra þurfi að taka
sjálfstæða ákvörðun um það hverj-
um hann selur þessi eftirsóttu
hlutabréf.
Þegar hafa tveir lögfróðir aðilar
skilað frá sér álitsgerðum um málið
og þeim ber að sjálfsögðu ekki sam-
an. Lögmaður viðskiptaráðherra
telur að viðskiptaráðherra sé heim-
ilt að taka því tilboði sem hann vill
eða hafna báðum (öllum). Lög-
maður sá sem fór ofan í saumana á
málinu fyrir hönd sambands-
manna, er hins vegar á þeirri skoð-
un að hlutabréfin séu þegar seld og
Sambandið sé því í raun réttri þegar
eigandi að Útvegsbankanum.
Þetta er í sem allra stystu máli
það sem frést hefur af áliti lögfræð-
inganna, en álitsgerðirnar hafa að
öðru leyti ekki verið gerðar opin-
berar og því ekki ljóst á hvaða laga-
fyrirmælum þeir byggja þessar
ólíku skoðanir.
Hér er þó af ýmsu að taka og
vafalaust unnt að vitna til hinna
ýmsu laga í þessu sambandi. Nefna
má að hér gilda að sjálfsögðu þau
lagafyrirmæli sem finna má í lög-
um um hlutafélög og sömuleiðis
gilda i landinu tiltölulega nýleg lög
um viðskiptabanka, sem samþykkt
voru frá Alþingi 1985. Að því leyti
sem ekki er að finna skýr fyrirmæli
í þessum lögum, vísast trúlega í
flestum tilvikum til almennra laga-
ákvæða um lausafjárkaup.
í þessum síðasttöldu lögum er
grundvallarreglan sú að bindandi
samningur telst fyrir hendi þegar
tilboð hefur verið gert og því tekið.
Þegar Valur Arnþórsson og aðrir
sambandsmenn halda því fram að
kaupin séu þegar gerð, virðist trú-
legast að þeir vísi þar til þessarar al-
mennu reglu og líti þá einfaldlega á
auglýsingu viðskiptaráðuneytisins
um að bréfin séu til sölu, sem tilboð
af hálfu ríkisins. Við tókum þessu
tilboði, segja sambandsmenn síðan
og telja að þar með hafi tekist bind-
andi samningur.
Frá þessari afstöðu hafa sam-
bandsmenn ekki hnikast enn sem
komið er og þessi skilningur virðist
helsta tromp þeirra í viðræðum
þeim sem að undanförnu hafa stað-
ið yfir um örlög hlutabréfanna í Út-
vegsbankanum.
Það er heldur ekki alveg hægt að
útiloka málshöfðun af þeirra hálfu,
ef svo færi að gengið yrði að tilboði
Kr-inganna sem svo hafa verið
nefndir (eftir Kristjáni Ragnars-
syni).
Því fer þó fjarri að neinar yfir-
gnæfandi likur séu fyrir því að
dómur í málinu félli þeim í vil. Til
dæmis að taka vill svo til að í aug-
lýsingu viðskiptaráðuneytisins er
að finna þann fyrirvara að þegar
um sé að ræða hlutafjárkaup fyrir
meira en 50 milljónir króna þurfi
samþykki viðskiptaráðherra að
koma til. Þegar tekið hefur verið til-
lit til þessa ákvæðis verður að telja
skilning sambandsmanna á kaup-
unum afar hæpinn.
Lögfróðir menn sem Alþýðu-
blaðið hefur rætt við hafa ennfrem-
ur bent á að hæpið sé að tala um
auglýsingu viðskiptaráðuneytisins
sem tilboð í almennum skilningi
orðsins. Tilboð er yfirleitt gert ein-
um ákveðnum aðila en ekki mörg-
um í senn. Meðal annars á þessum
forsendum munu fleiri lögfræðing-
ar vilja líta þannig á að það séu
sambandsmenn sem hafi lagt fram
tilboð, sem viðskiptaráðherra geti
síðan tekið eða hafnað eftir atvik-
um.
Það sem hér hefur verið drepið á,
er auðvitað ekki nema brot af þeim
lagaákvæðum sem gætu komið til
álita ef kveða ætti upp lögfræðileg-
an úrskurð í málinu. Engu að síður
virðist Ijóst að hin lögfræðilega hlið
málsins er ekki alls kostar einföld
og ekki með öllu hægt að slá því
föstu að skilningur sambands-
manna sé rangur, þótt fleiri muni
hallast að því.
Trúlega mun þó ekki koma til
þess að nokkru sinni fáist úr þessu
skorið. Ástæðan er að sjálfsögðu sú
að enginn af þeim sem hlut eiga að
máli, kærir sig um að láta dómstóla
fjalla um málið, eða láta á annan
hátt sverfa til stáls.
Sambandsmenn gera sér að sjálf-
sögðu grein fyrir því að sigurlíkur
þeirra í slíku máli væru hverfandi,
en þeir hafa á hinn bóginn sterka
stöðu til samninga, með sína lög-
fræðilegu álitsgerð uppi í erminni.
Auk þess komu þeir óneitanlega
fyrstir og þrátt fyrir allt tal um það
að ekki hafi verið gert ráð fyrir að
einn aðili gæti eignast meirihluta í
bankanum, stendur sú staðreynd
óhögguð að ekkert ákvæði var sett
inn í lög um sölu Útvegsbankans til
að hindra það. Verði sambands-
mönnum með öllu neitað um bank-
ann, liggur nærri að álykta sem svo
að þar sé fyrst og fremst um póli-
tíska valdbeitingu að ræða og slíkt
geta tæpast kallast góðir viðskipta-
hættir.
Það hefur einnig margoft komið
fram að vilji Jóns Sigurðssonar er
sá að á málinu finnist lausn sem all-
ir geti fallist á og ljóst virðist að
hann muni í lengstu lög reyna að
forðast það að taka einhliða
ákvörðun um það að selja hluta-
bréfin einum þessara aðila.
Þeir einstaklingar undir forystu
Kristjáns Ragnarssonar, sem buðu í
bréfin eftir að Ijóst varð að Sam-
bandið hygðist kaupa, hafa heldur
ekki sterka aðstöðu til að láta sverfa
til stáls í málinu. Auk þess má
benda á að tilboð þeirra virtist fyrst
og fremst hafa að markmiði að
koma í veg fyrir að Sambandið eign-
aðist Útvegsbankann. Fari svo að
hlutabréfunum verði skipt milli
þessara aðila eða fleiri, má því segja
að þessir aðilar hafi náð takmarki
sínu.
Hin lagalega hlið málsins verður
því sennilega áfram óleyst.