Alþýðublaðið - 02.09.1987, Blaðsíða 3
Miðvikudagur2. september 1987
3
Frá hát(ðahöldunum á Akureyri. Akureyringar héldu upp á 125 ára afmæli kaupstaöarréttinda sinnaá laugardaginn
meö miklum glæsibrag. Hér ganga hátiöagestir úr kirkju og I fararbroddi forseti íslands, Vigdls Finnbogadóttir
og Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar á Akureyri og framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar.
Læknadeild Háskóla íslands:
Námskeið fyrir
verðandi læknanema
Dagana 2. til 11. september næst- í læknisfræöi við Háskóla íslands.
komandi verður haldið námskeið Námskeiðið, sem ber yfirskriftina
fyrir stúdenta sem eru að hefja nám „Læknisfræði? Hvað er þaö“, er
Fyrirlestur um samskipti
foreldra
•íVji •
Dr. Thomas Gordon, forseti
Effectiveness Training Inc. í Banda-
ríkjunum, mun dveljast hér á ís-
landi dagana 31. ágúst til 5. septem-
ber n.k. Hann heldur fyrirlestur
fyrir almenning í Biístaðakirkju
þriðjudaginn 1. sept. kl. 20:30.
Dr. Thomas Gordon er lieims-
frægur sálfræðingur fyrir nám-
skeið sín um nýjar aðferðir í upp-
eldismálum og bækur sínar um
sama efni. Eru bækur hans náms-
efni í kennara- og uppeldisskólum
víða um heim, m.a. hér á landi í
kennaraháskólanum, fósturskólan-
um og háskólanum.
Samhliða heimsókn dr. Gordons
kemur út á vegum Almenna bóka-
félagsins í þýðingu Inga Karls Jó-
hannessonar bók hans Samskipti
og barna
foreldra og barna — að ala upp
ábyrga æsku, og verður hún til sölu
á fyrirlestrarstaðnum. Dr. Gordon
nefnir fyririestur sinn sama heiti og
bókina: Samskipti foreldra og
barna.
Með dr. Gordon kemur hingað til
lands kona hans, sem er varaforseti
Effectiveness Training Inc, Linda
Adams M.D. Hún hefur starfað
með dr. Gordon við námskeiðin og
ritað bókina Effectiveness Training
for Women. Hún mun halda fyrir-
lestur í Átthagasal Hótel Sögu
fimmtudaginn 3. sept. n.k. kl.
20.30. Nefnir hún fyrirlesturinn:
Sjálfstyrking — ákveðni — mann-
leg samskipti.
Fyririestrarnir verða fluttir á
ensku.
haldið á vegum Læknadeildar og er
valnámskeið ætlað til þess að kynna
háskólanám í læknadeild.
Fluttir verða 16 fyrirlestrar um
efni sem ætla má að gagni þeim,
sem eru að hefja háskólanám í
fyrsta skipti. Forseti læknadeildar,
prófessor Ásmundur Brekkan og
prófessor Helgi Valdimarsson for-
maður kennslunefndar kynna
læknadeild, starfsemi hennar og
skipulag og Sigurður V. Sigurjóns-
son aðjunkt ræðir um hlutverk há-
skóla. Ásta K. Ragnarsdóttir náms-
ráðgjafi HÍ talar um vinnubrögð í
háskóla. Jón Júlíusson phil.kand.
og læknarnir Jóhannes Björnsson
og Sigurður Árnason tala um orða-
forða læknisfræðinnar með sér-
stöku tilliti til latínu. Þá mun Sól-
veig Þorsteinsdóttir bókasafns-
fræðingur tala um notkun bóka-
safna. Prófessor Páll Skúlason
ræðir um siðfræði læknisfræðinn-
ar og kennarar í lyflæknisfræði,
handlæknisfræði, geðlæknisfræði
og heimilislækningum kynna grein-
arnar. Þá munu fulltrúar frá Félagi
læknanema kynna félagsstarf
læknanema.
Námskeiðið er haldið í stofu 101
í Lögbergi og hefst miðvikudaginn
2. september en lýkur föstudaginn
11. september. Haldnir verða tveir
fyrirlestrar daglega klukkan
17.15-19.00. Einsog að ofan greinir
þá er námskeiðið fyrst og fremst
ætlað þeim sem eru að hefja nám í
læknadeild en öllum læknanemum
er heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir. Umsjón með námskeiðinu
hefur Sigurður Árnason læknir,
kennslustjóri læknadeiidar.
Afmælisrit Prestafélags
Suðurlands komið út
Komið er út afmælisrit Prestafé-
lags Suðurlands í tilefni af því að
þann 7. sept. n.k. eru 50 ár liðin frá
stofnun félagsins.
í ritinu rekur sr. Guðmundur Óli
Ólafsson sögu félagsins í stórum
dráttum samkvæmt fundargerðar-
bókum. Einnig er í ritinu grein um
endurreisn Skálholts eftir sr. Hann-
es Guðmundsson en uppbygging
Skálholtsstaðar hefur verið sérstakt
áhugamál félagsins. Sr. Heimir
Steinsson ritar annál Skálholts-
skóla. Dr. Jakob Jónsson skrifar
um prestsstarfið fyrr og nú. Sr.
Arngrímur Jónsson ritar grein sem
nefnist „Litúrgísk hreyfing á Suð-
urlandi“ og sr. Orn Báður Jónsson
um Náðargjafavakninguna. í þætti
sem heitir „Prestkona í hálfa öld“,
segir frú Stefanía Gissurardóttir
frá, en sr. Sigurjón Einarsson
skráði.
Prestafélag Suðurlands var
stofnað á Laugarvatni 7. september
árið 1937 en þar voru þá ellefu
kennimenn samankomnir og stað-
festu stofnun félagsins og lög. En í
annarri grein félagsins segir um til-
gang þess að hann sé „að glæða
áhuga félagsmanna á öllu því er að
starfi þeirra lýtur, auka samvinnu
þeirra og gæta réttar þeirra“. Sam-
kvæmt því hefur starf félagsins að-
allega verið í því fólgið að efna til
funda um málefni kirkju og kristni
og rætt hefur verið um margbreyti-
leg störf presta í söfnuðum Suður-
lands.
Á þessum tímamótum verður að-
alfundur Prestafélags Suðurlands
haldinn að Laugarvatni sunnudag-
inn 6. september og verður þá sér-
stök hátíðardagskrá í tilefni afmæl-
isins. Núverandi formaður félagsins
er sr. Frank M. Halldórsson.
Ný ættfræðinámskeið að hefjast
hjá Ættfræðiþjónustunni
Tækjabúnaður og gagnasafn hefur verið stóraukið
Ný ættfræðinámskeið hefjast á
næstunni hjá Ættfræðiþjónustunni
í Reykjavík. Standa þau frá fyrstu
eða annarri viku september og fram
undir lok októbcr. Markmið nám-
skeiðanna er að gera menn færa um
að rekja ættir sínar og annarra af
öryggi og kunnáttusemi, með notk-
un aðgengilegra heimilda.
Annað starfsár Ættfræðiþjón-
ustunnar er nú að hefjast, en starf-
semi hennar er fyrst og fremst fólg-
in í námskeiðahaldi. Aðsókn var
mikil fyrsta starfsárið, og því hefur
tækjabúnaður og gagnasafn Ætt-
fræðiþjónustunnar verið stóraukið,
svo þar er nú fyrsta flokks aðstaða
til rannsókna jafnt sem kennslu.
Boðið er upp á 8 vikna grunn-
námskeið og 5 vikna framhalds-
námskeið. Fjöldi þátttakenda er
takmarkaður við 8 manns í hverjum
námsflokki og geta menn valið um
að vera í námsflokki að kvöldi dags
eða á laugardögum.
Kennslan fer fram að hluta í fyr-
irlestrum, en umfram allt í rann-
sóknum á frumheimildum um ættir
þátttakendanna sjálfra. Leiðbeint
er um ættfræðileg vinnubrögð,
heimildir, gildi þeirra og meðferð,
hjálpargreinar ættfræðinnar, að-
ferðir við samantekt ættartölu og
niðjatals, uppsetningu ættarskráa
o.s.frv. Þátttakendum eru útveguð
þau frumgögn sem til þarf, s.s. ætt-
artré, heimildaskrá og aðrir leiðar-
vísar. Þá er veitt sérstök handleiðsla
Forseti íslands
til Færeyja
Forseti íslands, Vigdis Finnboga-
dóttir, fer í heimsókn til Færeyja
dagana 3.—7. september 1987 í
boði færeysku landsstjórnarinnar.
í fylgd með forseta verða Hörður
Helgason, sendiherra og frú Sarah
Ross Helgason, Kornelíus Sig-
mundsson, forsetaritari og frú Inga
Hersteinsdóttir, svo og Kristín Sig-
urbjörnsdóttir, hárgreiðslu-
meistari.
i þeim rannsóknarverkefnum, sem
þátttakendur velja sér.
Forstöðumaður Ættfræðiþjón-
ustunnar og leiðbeinandi á þessum
námskeiðum er sem fyrr Jón Valur
Jensson.
Skráning á námskeiðin er nú haf-
in hjá forstöðumanni í síma 27101.
Ný útvarpsstöð íslenska
útvarpsfélagsins h/f:
Jónas R. Jónas-
son ráðinn
dagskrárstjóri
Jónas R. Jónasson hefur verið
ráðinn dagskrárstjóri nýrrar út-
varpsstöðvar Islenska útvarpsfé-
lagsins hf. Stöðin hefur útsending-
ar fyrir jól og sendir fyrst um sinn
út á Ea xaflóasvæðinu, þar sem ætl-
að er að hún muni ná til um 67%
þjóðarinnar. íslenska útvarpsfélag-
ið hf., hefur rekið Bylgjuna frá
upphafi og með uppsetningu nýrrar
stöðvar er stefnt að aukinni fjöl-
breytni í flutningi tónlistar og ann-
ars dagskrárefnis.
Jónas R. Jónsson er þrautreynd-
ur dagskrárgerðarmaður og stjórn-
andi bæði I útvarpi og sjónvarpi.
Hann hefur unnið að dagsrkárgerð
fyrir ríkisútvarpið hljóðvarp og
sjónvarp og var fyrsti dagskrár-
stjóri Stöðvar 2. Hann lagði stund á
fjölmiðlanám í Bandaríkjunum
með sérstaka áherslu á útvarps-
rekstur.
Hin nýja stöð íslenska útvarpsfé-
lagsins hf, verður undir dagskrár-
stjórn Jónasar en lýtur sömu stjórn
og útvarpsstjóra og Bylgjan.
Nú er unnið að tæknilegum und-
irbúningi hinnar nýju stöðvar og
dagskrárstefna hennar verður
kynnt von bráðar. Gert er ráð fyrir
að stöðin höfði til nokkuð annarra
hópa en Bylgjan, bæði í tónlistar-
flutningi og annarri dagskrárgerð.
I
'RAÐ
Notið bílpúða og belti
þegar barnið er orðið
of stórt fyrir
barnabílstólinn.
||UMFERÐAR