Alþýðublaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 2
MÐUBLMÐ Simi: Útgefandi: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Blaðamenn: Framkvæmdastjóri: Skrifstofa: Auglýsingar: Setning og umbrot: Prentun: 681866 Blað hf. Ingólfur Margeirsson. Jón Daníelsson. Ingibjörg Árnadóttir Kristján Þorvaldsson og Örn Bjarnason. Valdimar Jóhannesson. Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og Þórdís Þórisdóttir. Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Aðgerðir til að bæta þjóðarhag Alþýðuflokkurinn hefur fengið það erfiða hlutverk í núver- andi ríkisstjórn, að koma lagi á ríkisfjármálin. Ekki fer hjá því, að margar nauðsynlegar ráðstafanir í tengslum við fjár- lagagerðina, eru litt til vinsælda fallnar. Vafalaust mun Al- þýðuflokkurinn líðafyrir þetta hlutskipti sitt, a.m.k. á meöan fyrstu aðgerðir eru að skila árangri. Alþýðuflokkurinn hefur lýst yfir því, bæði fyrir og eftir kosningar, að ekki verði hjá því komist að stokka upþ öll rík- isfjármálin, enda þyggir sáttmáli núverandi stjórnarflokka á þvi meginmarkmiði. — Hér á landi hefur verið látið reka á reiðanum í ríkisfjármálum um langt árabil, og það eru fyrst og fremst hagstæð ytri skilyrði og góðæri til lands og sjáv- ar, sem hefur komið í veg fyrir enn lakari útkomu ríkissjóðs en raun ber vitni. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, tók við ríkis- sjóöi í miklum ólestri. Hallinn var gifurlegur og lánsfjárlög höfðu farið gjörsamlega úr böndunum. Við fjárlagagerðina nú var lögð á það höfuðáhersla, að koma á jafnvægi i tekjum og útgjöldum ríkissjóðs. Þetta hefur tekist betur en björt- ustu vonir stóðu til, og innan ríkisstjórnarinnar náðist sam- komulag um áhrifamiklar aðgerðir. Enginn vafi er á þvi, að þessaraðgerðirmunu dragaúrhinni hröðu verðbólguþróun, sem ógnarafkomu ríkissjóðs og heimilanna i landinu. En jafnhliða fjárlagagerðinni hafa starfshópar innan fjár- málaráðuneytisins fjallað um endurskoðun á tekjuöflunar- kerfi ríkisins. Þar er m.a. rætt um framkvæmd tillagna svo- kallaðrar skattsvikanefndar, sem kannaði umfang skatt- svikai samræmi við þingsályktunartillögu Alþýðuflokksins frá 1985. Menn eru sammála um, að meginatriðið varðandi bætt skattskil og upprætingu skattundandráttar, sé ein- földun skattkerfisins. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt með staðgreiðslukerfi tekjuskatts og einföldun söluskatt- kerfisins, er miði í átt að virðisaukaskatti. Mörg fleiri atriði skattakerfisins eru nú í athugun í fjár- málaráðuneytinu, og ef vel tekst til að einfalda úrelt og göt- ótt skattakerfi, er það tvímælalaust eitt mesta hagsmuna- mál almennings í þessu landi. Sá dagur kynni þá að renna upp, að almennir skattborgarar, launamennirnir, hættu að greiða skatta fyrir þann hóp þjóðarinnar, sem hefur haft tækifæri til þess að skjóta undan skatti milljörðum króna ár hvert. En allar þessar breytingar taka tíma. Á meðan verður að gripa til aðgerða, sem geta komið illa viö almenning, en munu að lokum skila umtalsverðum arði. Alþýðuflokkurinn telur svo mikilvægt að knýja fram uþþstokkun á fjármála- kerfi ríkisins, að miklu sé fyrir það fórnandi. Flokkurinn vill ekki kaupa sér stundarvinsældir með því að slá undan. Þjóðin verðursiðar meirað metaog vegahvort rétt hafi verið að málum staðið. Alþýðuflokksmenn hafa lýst yfir andstöðu sinni við ríkis- forsjá og miðstýringu i efnahagslífinu. Á undanförnum ár- um hefur rikisvaldið leiðst út í umfangsmikil afskiþti af at- vinnu- og efnahagslífi, m.a. með pólitískri stýringu fjár- magns gegnum banka-og sjóðakerfi, afskipti af verðmynd- un, beinum rekstri framleiðslu- og þjónustufyrirtækja og jafnvel vernd og ábyrgð á táprekstri einstakra fyrirtækja og atvinnugreina. Þessir stjórnarhættir hafa leitt til óhagkvæmrar ráðstöfun- ar á fjármunum og dæmalausra fjárfestingarmistaka, og til verðmyndunar, sem dregur úreðlilegu aðhaldi í viðskiptalíf- inu. Þjóðnýting á tapi í einstökum fyrirtækjum eða atvinnu- greinum virðist vera orðinn sjálfsagður hluti af starfi hins opinbera. Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér óeðlilega pólitíska fyrirgreiðslu, opinber skömmtunarkerfi, þjónkun við sér- hagsmuni og einokun, sem dregur úr allri framþróun. Þetta fyrirkomulag heyrir fortíðinni til, og þessu vill Alþýðuflokk- urinn breyta. Væntanlega tekst samkomulag innan ríkis- stjórnarinnar um breytingar af þessu tagi. Fyrsta skrefiö hefur verið stigið með samkomulagi stjórnarflokkanna um fjárlagafrumvarpið. Þriðjudagur 22. september 1987 Magnús Marisson skrifar: AF SKÚTUKÖRLUM Á vordögum árið 1983 bar það helst til tíðinda á vettvangi þjóð- málanna að þjóðarskútunni var siglt upp í fjöru þar sem hún var ekki haffær iengur vegna óstöðv- andi leka og æðstu yfirmenn henn- ar afmunstruðu sig á staðnum. Or- sakir atburða þessara voru í skemmstu máli þeir að í kjölfar mikillar og ógætilegrar siglingar undir stjórn þeirra yfirmanna sem frá borði gengu kom upp mikill ágreiningur þeirra á meðal. Þetta leiddi til þess, svo sem áður var sagt, að þjóðarskútunni var rennt upp í' fjöru til að forða henni frá því að sökkva alveg. Undirmennirnir í áhöfninni urðu eftir um borð og sáu sem rétt var að við svo búið mátti ekki standa og gengust í því að ráða nýja yfirmenn á skútuna og koma henni á flot. Heldur þótti undirmönnum vistin ströng framan af undir stjórn hinna nýju yfirmanna og báru hinir lægst settu sig illa en vist hinna hærra settu var bærilegri. Þegar á sigling- una leið fór það samt svo að flestir í áhöfninni voru farnir að una hag sínum bærilega, enda höfðu yfir- mennirnir þegar hér var komið sögu aðeins slakað á aganum vegna Mig langar með örfáum orðum að minnast ömmu minnar, sem í dag verður jarðsungin frá Kirkju Óháða safnaðarins. Amma lést á Landspítalanum þann 13. sept. sl. eftir stutta legu þar, en mestan tímann af sínum veikindum lá hún heima, þar sem hún naut ástúðar og umhyggju afa, sem stóð eins og klettur við hlið hennar á hverju sem gekk, bæði nú undir lokin og eins í gegnum allt þeirra samlíf. Antma var hans lífs- Ijós sem nú er slokknað. Heimili afa og ömmu geislaði af ástúð og innileik, og hverjir sem þangað komu hlutu að verða snortnir, því með breytni sinni og lífsskoðunum, gáfu amma og afi öllum, en þó sérstaklega afkomend- um sínum, trúna á lífið og allt það góða sem það hefur upp á að bjóða, kurrs í áhöfninni. Ekki spillti það heldur fyrir að á meðan á túrnum stóð aflaðist vel og verð á vistum var í lágmarki. Gerðust nú æðstu stjórnendur værukærir og undir lok ráðningartimabils síns settu þeir sjálfstýringuna á og sneru sér að því að kynna afrek sín í sigling- arfræði víða um lönd. Enn hófst nýtt ráðningartímabil og bjuggust flestir við að sömu yfir- menn yrðu endurráðnir. Af því varð ekki, sumir þeirra reyndust að dómi fyrri félaga ekki nægilega miklir heiðursmenn, er hér var komið sögu, iil að sitja áfram við yfir- mannaborðið. Ekki höfðu deilur um heiðursmenn áður orðið til að hindra ráðningu yfirmanna á þjóð- arskútuna, en það breytist eins og annað. Heiðursmannadeilur þessar leiddu svo til þess að fá varð nokkra nýja aðila að yfirmannaborðinu til að hægt væri að láta úr höfn. Eftir mikið japl, jaml og fuður tókst að hóa saman nægilega mörgum að borðinu og er það nú fullmannað. Langt er síðan nýju mennirnir við borðið hafa setið á þessum stað og voru þeir orðnir þreyttir á að standa. Ekki fer mörgum orðum af kátínunni við borðið en borðsiðir eru þar sæmilegir á stundum. Það og þó að erfiðleikar steðjuðu að, að bugast ekki heldur líta fram á veg- inn, og bíða þess með þolinmæði að upp birti aftur. Amma og afi voru aldrei efnuð í veraldlegum skilningi, en samt voru þau efnamesta fólk sem ég hef þekkt, og er ég stolt af því að vera afkomandi frá slíku fólki, og bera nafn ömmu minnar, en því finnst mér fylgja ábyrgð og hún er sú að vera trúr sinni sannfæringu og að breyta réttilega gagnvart öðrum. Lífið verður tómlegra eftir lát slíkrar konu, konu eins og amma mín var en hún skildi eftir sig svo ótal margt, og eru minningarnar um hana, það sem við, sem eftir lif- um munum ylja okkur við í kom- andi framtíð. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir afa, og gefa honum styrk í sinni sem helst veldur þeim borðfélögum lélegri lyst er sú staðreynd að hinir fyrri borðfélagar höfðu stillt sjálf- stýringuna á vitlausa stefnu, á með- an þeir ferðuðust víða um lönd til að kynna færni sína í siglingum. Þetta gerir það að verkum að ónæðissamt er nú við borðið og veltingur fer vaxandi. Ef svo fer fram sem horfir og menn standa ekki upp frá borðum til að taka sjálfstýringuna úr sambandi og leiðrétta stefnuna eða ætla sér að láta hjálparkokkinn einan um að stíga ölduna er hætt við að sjóveiki og kurr meðal áhafnar spilli matar- lystinni með öllu. Ef menn koma sér saman um að taka sjálfstýring- una úr sambandi og fara að sigla eftir viti og þori hvílir alveg sérstök ábyrgð á hinum nýju mönnum við borðið því að þeir eru fulltrúar hins almenna áhafnarmeðlims og ber samkvæmt því að gæta hagsmuna hans í hvívetna. Þegar túrnum lýk- ur og gert verður upp, verður hvort- tveggja skoðað, hvernig siglingin gekk i heild og hvernig hinum al- menna manni í áhöfninni vegnaði. Þeim dómi sem þá verður upp kveð- inn verður ekki áfrýjað í bráð. Magnús Marísson miklu sorg og svo og öllum afkom- endum. Hvíli amma mín í Guðs friði, og hafi hún þökk fyrir allt. Brynhildur Bjarnadóttir. Minning: Brynhildur Ólafsdóttir Fædd: 23.03.1909 Dáin: 13.09.1987

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.