Alþýðublaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 22. september 1987 3 Rafmagnseftirlitið: Vinningar dregnir út í útvarpsþætti Rafmagnseftirlit ríkisins efndi til verðlaunagetraunar í tengslum við þátttöku í sýningunni „Veröld 87,“ sem nýlokið er í Laugardalshöll. Getraunin fólst í því að þátttakend- ur áttu að þekkja tíu tákn eða merki, sem algeng eru á ýmsum raf- magnstækjum. Nær 6000 seðlar voru fylltir út, eða nánar tiltekið 5847. Dregið var úr útfylltum seðlum hvern dag sýningarinnar í réttu hlutfalli við fjölda seðla, eða um það bil tuttugasti hver seðill, sem reyndist réttur. bannig hafa nú ver- ið dregnir út 300 réttir seðlar. Þessir seðlar voru að sjálfsögðu dregnir af handahófi, en ekki valdir, en þó vill svo skemmtilega til, að þá hefur fyllt út fólk frá öllum landshlutunr að segja má, eða 30 stöðum utan Stór-Reykjavíkursvæðisins, og meira að segja gestur frá Kaliforníu hefur fyllt út seðil. Samkomulag hefur orðið unr það við Ríkisútvarpið, að 25 vinnings- hafar verði dregnir úr þessum 300 seðla potti i beinni útsendingu í þættinum Laugardagsrásin nú á laugardaginn 19. september, en þætti þessum stjórnar Sigurður Þór Salvarsson. Vinningar verða síðan sendir heim til hinna heppnu. Rafmagns- eftirlit ríkisins þakkar áhugann og óskar væntanl. vinningshöfum til hamingju. Borgarfjöröur: Stafrænar símstöðvar Nýjar stafrænar símstöðvar voru teknar í notkun í Borgarnesi og á Hvanneyri aðfaranótt laugardags- ins 5. september. Jafnframt var lín- um fjölgað að miklum mun á milli þessara stöðva og til Reykjavíkur. Stöðvarnar að Kljáfossi og Gröf verða stafrænar á næstu mánuðum. Stöðin á Hreðavatni verður lögð niður og notendasímar hennar tengdir stöðinni í Borgarnesi. Þessar framkvæmdir ættu að bæta símakerfið, en þær stöðvar sem fyrir voru önnuðu ekki vaxandi álagi. Eins og áður segir kemst þó ekki fullt stafrænt samband á milli Borgarness og útstöðvanna í Borg- arfirði og á sunnanverðu Snæfells- nesi fyrr en nauðsynlegar breyting- ar hafa verið gerðar. Uppbygging stafrænna sínr- stöðva um landið, fjölgun lína og lagning ljósleiðara stuðla að því að bæta símaþjónustuna. Gerhardsen látinn Einar Gerhardsen, fyrrum for- sœtisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins, lést á sjúkrahúsi í Osló aðfaranótt laug- ardags. Sem stjórnmálamaður markaði Gerhardsen merk spor í sögu norsku þjóðarinnar, en hann var forsætisráðherra frá stríðslokum 1945 til ársins 1963. Gerhardsen var formaður Verkamannaflokksins frá 1945 til 1965. Einar Gerhardsen var níræður að aldri og kom síðast fram opinber- lega á afrnœli sínu 10. maí í vor, en þá hélt Verkamannaflokkurinn honum hóf. Borgaraflokkurinn: Skipuleggur starfsemina á Suðurlandi Undanfarið hefur verið unnið að því að skipuleggja flokksstarfsemi Borgaraflokksins í Suðurlands- kjördæmi. Laugardaginn 12. september sl. var haldinn stofn- fundur félags Borgaraflokksins í Vestmannaeyjum, en áður hafa ver- ið stofnuð félög fyrir Árnessýslu og Rangárvallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu. Þannig hafa þrjú félög Borgaraflokksins í Suðurlands- kjördæmi tekið til starfa. Stofnfundinn í Vestmannaeyjum sóttu um 70 manns. Um leið var haldinn stofnfundur kjördæmis- stjórnar Suðurlandskjördæmis og kom hópur manna frá öllu Suður- landi til fundarins í Vestmannaeyj- um. Hinar þrjár ellefu manna stjórnir kjördæmisfélaganna á Suðurlandi mynda yfirstjórn kjördæmisins. Stofnfundur yfirstjórnarinnar var haldinn um leið, og var Skúli B. Árnason, fulltrúi hjá sýslumannin- um í Árnessýslu, kjörinn fyrsti for- maður yfirstjórnarinnar. Skúli er jafnframt formaður Félags Borg- araflokksins í Árnessýslu. Skúli tekur sjálfkrafa sæti í aðalstjórn Borgaraflokksins á landsfundi flokksins þann 25.—26. september n.k. Almennur fundur Atvinnumálanefnd Vestmannaeyjabæjar boöartil almenns fundar um sjávarútvegsmál „Þróun, staöa og horfur í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum". Fundurinn veróur í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyj- um laugardaginn 26. september kl. 13:30. Dagskrá fundarins: Fundarsetning: Magnús H. Magnússon, form. atvinnumálanefndar. Framsaga: Hilmar Viktorsson, viðskiptafræðingur. Amennar umræður. Fundarslit eru áætluð eigi síðar en kl. 18:00. Atvinnumálanefnd Vestmannaeyja. Bæjarstjóri Vestmannaeyja. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftireindagauns þau er orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til við- bótar fyrir hvern byrjaðan ma'nuð, talið fráog með 16. október. Fjármálaráðuneytið, 18. september 1987 ST. JOSEFSSPÍTALI Landakoti Hjúkrunarfræöingar sjúkraliðar Lyflækningadeildir Lausar eru fáeinar stöður hjúkrunarfræðinga á lyflækningadeildum l-A og ll-A. Einnig 3 stöður sjúkraliða. Um litlar einingar er að ræða, þar sem ríkjandi er góður starfsandi. — Aðlögunarprógram. Gjörgæsla Á gjörgæslu eru lausar stöður hjúkrunarfræð- inga. Góður aðlögunartími er gefinn öllu nýju starfsfólki. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarstjórnar i síma 19600/220. Reykjavik 18.09.1987. 9 Heiöurslaun jr Brunabótafélags Islands 1988 ítilefni af 65 ára afmœli Brunabóta- félags íslands, 1. janúar 1982, stofnaði stjórn félagsins til stöðugildis hjá fé- laginu til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og hei/la fyrir íslenskt samfélag hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn er: Heiðurslaun jr Brunabótafélags Islands Stjórn B.í. veitir heiðurslaun þessi samkvœmt sérstökum reg/um og eftir umsóknum. Reglurnar fást á aðal- skrifstofu B.í. að Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1988 (að hluta eða allt árið) þurfa að skila um- sóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. október 1987. Brunabótafélag Islands Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga nú þegar eða síðar. Góð launakjör í boði. Aðstoðum með húsnæði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i síma 92-27151. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum. Garðvangur Pósthólf 100—250 Garði. ffl) Útboð Tilboð óskast í innréttingar rannsóknastofu í byggingu no. 7 á Landspítalalóö.' Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000.- skila- tryggingu. Opnun tilboða fer fram á sama stað kl. 11:00 f.h. mánudaginn 12. októberi987. INNKAUPASTOFNUN RIKÍSINS eorgartuni 7, simi 25844 Slys gera ekki boð á undan sér!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.