Alþýðublaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 2
MÞYBUBMBIB S(mi: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Blaöamenn: Ingólfur Margeirsson. Jón Daníelsson. Ingibjörg Árnadóttir og Kristján Þorvaldsson Framkvæmdastjóh. Skrifstofa: Setning og umbrot: Prentun: Valdimar Jóhannesson. Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir og Þórdís Þórisdóttir. Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Einar Gerhardsen „Við verðum að standasaman," var það síðasta, sem Ein- ar Gerhardsen sagði við Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, er hún heimsótti hann á banabeð. Þá var þessi aldna kempa að ræða um samstarf norrænu þjóð- anna, sem hann barðist fyrir og var honum hugleiknara en flest annað á síðustu árum ævinnar. Einar Gerhardsen verður borinn til grafar i dag. Hans verð- ur ávallt minnst sem eins gagnmerkasta stjórnmálamanns þessarar aldar, — manns, sem átti meiri þátt í því en nokkur annar, að gera norsku verkalýðshreyfinguna að voldugu afli og Verkamannaflokkinn að stærsta stjórnmálaflokki Noregs. Það hefur verið sagt um Einar Gerhardsen, að eng- inn maður hafi átt stærri þátt í því, að umbylta norsku sam- félagi, brjóta af því f jötra fátæktar og vonleysis og gera það að efnahagslegu stórveldi á grundvelli jafnaðar, samvinnu og velferðar. Einar Gerhardsen var fyrsti forsætisráðherra Norðmanna eftir stríð, en hann var forsætisráðherra í 16 ár. Hann átti verulegan þátt í mótun utanrikisstefnu Norðmanna, og hvatti eindregið til aðildar landsins að Atlantshafsbanda- laginu. Samstarf Norðurlandaþjóðanna var honum mjög hjartfólgið, og íslendingum sýndi hann ávallt mikinn hlýhug og vináttu. Saga Einars Gerhardsens er stórbrotin og merkileg. Hann varverkamaðurallt sitt lif. Þegarhann ungurhóf stjórnmála- afskipti var hann mjög róttækur, enda skar fátækt og mis- rétti i augu. Hann aðhylltist kommúnisma, og fór til Sovét- rlkjanna til að kynnast byltingunni af eigin raun. En alræði kommúnismans féll ekki að hugmyndum hans um frelsi og réttlæti. Hann sveigðist að róttækri jafnaðarstefnu, og bar fram til sigurs mörg helstu grundvallarstefnumið jafnaðar- manna. r I öllu stjórnmálastarfi sínu ávann Einar Gerhardsen sér virðingu og traust. Hann varótrúlegafljóturað greinakjarn- ann frá hisminu. Leiðin að velferðarríki jafnaðarmanna var skýr í hans huga. Hann var mikill málafylgjumaður, og lét aldrei smáatriði eða aukaatriði trufla framtíðarsýnina. Einar varð níræður i maí sl. og másegja, að hann hafi verið virkur í norskum stjórnmálum allt til dauðadags. Hann var óþreytandi við að koma á fundi og halda ræður, og á síðari árum beindi hann athygli sinni að starfi unga fólksins i Verkamannaflokknum. Hann brýndi fyrir ungdómnum, að ekkert gæti komið i stað samstöðu og samstarfs. Án sam- stöðu kæmist heimurinn ekki af. r A síðasta ári var Einari boðið til flokksþings Alþýðuflokks- ins. Hann tók boðinu, þrátt fyrir viðvaranir læknis, en síð- ustu árin þjáðist hann af hjartabilun. Einar veiktist hastar- leganokkrum dögum fyrirflokksþingiö, og harmaði mjög að getaekki komist til Islands. Hann sagði við leiðarahöfund, að það væri verst hvað skrokkurinn væri orðinn lélegur; — það væri svo margt sem hann vildi gera, segja og reyna að hafa áhrif á. Einar Gerhardsen lifði ávallt fábrotnu lífi. í hugum Norð- manna var hann og veröur landsfaðirinn mikli, sem deildi kjörum með hinu óbreyttu fólki og setti málstað þess áodd- inn. í minningabók um Einar skrifaði aldraður verkamaður: „Þakkirfráfulltrúafyrstu kynslóðarungraverkamanna, sem hlaut menntun." Stjórnmálastarf Einars Gerhardsens spannar langt tima- bil; frá örbirgð hins norska verkamanns til hagsældar- og velferðarsamfélags. Hann var mikill maður! - ÁG - / * Föstuda* * Föstudagur 25. september 1987 Jón Daníelsson skrifar M) F 00000000 5AMKVÆMT LÖGUM NR.IO 29 MARS 1961 SEÐLABANK! ÍSLANDS Fjármögnunarfjaðrafok Fjármögnunarleigufyrirtækin hafa allt í einu skotið upp kollinum í umræðu síðustu daga, eftir að hafa stundað viðskipti sín að mestu í hljóði og án verulegrar athygli fjölmiðla frá því að þau komu til sögunnar. Ástæðan er sú að á mánudaginn taka gildi nýjar reglur um erlendar lántökur sem munu draga nokkuð úr möguleikum þessara fyrirtækja til að koma höndum yfir erlent fjár- magn til útleigu. Starf lánanefndar sem verið hefur viðskiptaráðuneyt- inu til ráðgjafar í sambandi við lánsheimildir, verður endurskipu- lagt á næstunni i tengslum við um- bætur á framkvæmd lánsfjárlaga og lánsfjáráætlunar og lánsheim- ildir verða framvegis veittar eftir ströngum reglum, sem meðal ann- ars kveða á um að erlend lán séu ekki notuð til að kosta meira en 70% heiidarverðs og ekki nema 60% þegar innlendar bankaábyrgð- ir eru með í spilinu. Þessi regla verður framvegis líka látin gilda um hina almennu heim- ild til erlendrar lántöku vegna inn- flutnings á vélum og tækjum. Þessi krafa um a.m.k. 30% innlenda fjár- mögnun verður látin ná til allra að- ila sem selja fjármuni á leigu í krafti lánsfjár frá útlöndum. Fjármöngunarfyrirtækin eru nýtt fyrirbrigði á íslenskum pen- ingamarkaði og umsvif þeirra hafa aukist gífurlega á þessu ári miðað við árið 1986. Það ár munu erlend lán til starfsemi fjármögnunarfyr- irtækjanna hafa numið um 740 milljónum króna en fyrstu 8 mán- uði þessa árs hefur sú tala tvöfald- ast og stefnir í það að erlendar lán- tökur þessara fyrirtækja fari vel yf- ir tvo milljarða á árinu. Ummæli Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fjármálaráðherra, í Morgunblaðinu í fyrradag, í þá veru að samkvæmt nýjustu upplýs- ingum hafi um 1 milljarður af þessu fé farið til bílakaupa, hafa vakið mikið fjaðrafok. Fjármögnunar- fyrirtækin sendu frá sér stórorða yfirlýsingu samdægurs. Sú yfirlýs- ing er raunar birt hér neðar á síð- unni. Þar er því harðlega mótmælt að nokkrir útlendir peningar hafi farið til bílakaupa, allt slíkt hafi verið fjármagnað með lántökum á innlendum fjármagnsmarkaði. Fjármögnunarfyrirtækin munu hafa keypt bíla fyrir hátt i 25% af því fjármagni sem þau hafa leigt út fram til þessa. Þetta er óneitanlega talsvert hátt hlutfall en þó ekki stærra en svo að innlenda lánsféð dugar vel til. Samkvæmt reglum þeim sem þessi viðskipti hafa farið eftir, hefur ekki verið heimilt að fjármagna bílakaupin með erlendu lánsfé. Ef allt innlent lánsfé fjármögn- unarfyrirtækjanna fer til að fjár- magna bílakaup og önnur þau kaup sem ekki má fjármagna með út- lendum peningum, gefur hins vegar auga Ieið að önnur kaup eru fjár- mögnuð með erlendu lánsfé ein- vörðungu. Það virðist því byggt á hæpnum forsendum þegar fullyrt er að ákveðin vörutegund sé fjár- mögnuð með innlendu láni en önn- ur með erlendu. Aðgerðir ríkisvaldsins nú munu aftur á móti bitna á fjármögnunar- fyrirtækjunum í fleiru en áður- nefndum takmörkunum á erlend- um lánsheimildum. í fréttatilkynn- ingu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í gær, segir að fjármálaráð- herra muni á næsta þingi flytja frumvarp til breytinga á skattalög- um, sem miði að því að tryggja jöfnuð í skattalegri meðferð mis- munandi fjármögnunarforma. Ljóst er að slík jöfnun mun bitna á fjármögnunarfyrirtækjunum, þótt enn liggi ekki endanlega fyrir á hvern hátt það muni verða. í áður- nefndri fréttatilkynningu ráðuneyt- isins, segir að fyrstu hugmyndir um þetta geri ráð fyrir að leigumunir skoðist eign leigutaka en ekki við- komandi fjármögnunarfyrirtækis í skattalegu tilliti. Á blaðamannafundi í viðskipta- ráðuneytinu í gær, þar sem Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra kynnti hinar nýju reglur um erlendar lán- tökur, sagði hann m.a. að hann reiknaði með að ásamt með öðrum aðgerðum myndu nýju reglurnar valda samdrætti í erlendum lántök- um sem næmi einum og hálfum til tveimur milljörðum króna. Það er því ekki nema von að fjár- mögnunarfyrirtækin snúist til varnar. Fjármögnunarfyrirtækin: Fullyrðing fjármálaráðherra röng Undirrituð fjármögnunarfyrir- tæki vilja taka fram að fullyrðing fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 23. september um fjármögnun bif- reiða með erlendu lánsfé á ekki við rök að styðjast og er leitt til þess að vita að rangar upplýsingar eru lagð- ar til grundvallar ákvörðun stjórn- valda. Samkvæmt reglugerðum sem fyrirtækin starfa eftir er óheimilt að fjármagna bifreiðar með burðargetu undir 3 tonnum með erlendu fé. Slíkar bifreiðar eru því alfarið fjármagnaðar með inn- lendu fé. Þess ber einnig að geta að fyrirtækjunum er aðeins heimilt að fjármagna tæki og búnað til at- vinnurekstrar en ekki til einstakl- inga utan atvinnurekstrar. Fjármögnun bifreiða þ.e. vöru- bifreiða, fólksflutningabifreiða, sendibifreiða og annarra bifreiða til atvinnurekstrar nemur 20%—25% af verðmæti samninga hjá félögun- um. Fjármögnun þessara atvinnu- tækja er því aðeins hluti af starf- semi fyrirtækjanna. Félögin eiga nú viðskipti við allar atvinnugrein- ar. Stór fyrirtæki jafnt sem smá, opinber fyrirtæki og sveitarfélög. Tækjabúnaður sem félögin fjár- magna er einnig fjölbreyttur, svo sem alls konar framleiðslutæki, vél- búnaður, tölvubúnaður, jarðvinnu- tæki, skipsbúnaður. íslenskt atvinnulíf á í harðri sam- keppni við erlend fyrirtæki, bæði hér á innanlandsmarkaði og eins á útflutningsmörkuðum. Hinir er- lendu samkeppnisaðilar búa flestir við frjálsari og fullkomnari fjár- magnsmarkað en íslensk fyrirtæki. Þessir aðilar hafa því betra tæki- færi til að fjárfesta á hagkvæman hátt í tæknilega vel búnum atvinnu- tækjum og er samkeppnisaðstaða íslensku fyrirtækjanna fyrir vikið verri. Á síðastliðnu ári var stigið skref í frjálsræðisátt á hinum íslenska fjármagnsmarkaði. Vonast var til að þetta væri aðeins fyrsta skrefið af mörgum í þessa átt, þannig að innan tíðar yrði íslenski fjármagns- markaðurinn eitthvað í líkingu við fjármagnsmarkaði nágrannaland- anna. Samkeppnisstaða íslensks at- vinnulífs myndi því batna. Þegar fjármögnunarleiga með erlendu fé var leyfð á síðastliðnu ári mátti búast við mikilli ásókn og ör- um vexti fyrst í stað, því mikil ófull- nægð eftirspurn eftir fjármagni til fjárfestinga var til staðar í atvinnu- lífinu. Þessari uppsöfnuðu eftir- spurn hefur nú verið mætt og hefur komist á meira jafnvægi eftir mitt þetta ár. Endurgreiðslur vegna leigu fara einnig að segja til sín með vax- andi þunga og má gera ráð fyrir að jafnvægi komist á afborgannir lána og töku nýrra lána innan þriggja til fjögurra ára. Þörfin fyrir erlendar lántökur vegna þessarar starfsemi kemur því til með að minnka hröð- um skrefum. Fjármögnunarfélögin harma að stjórnvöld hafi ekki gert sér grein fyrir á hvern hátt þessi breyting hef- ur áhrif á erlendar lántökur, en telja að ekki sé við félögin að sakast né atvinnulífið þótt röng lánsfjáráætl- un hafi verið gerð. Hafa ber þó í huga að þótt þessi mistök í lánsfjár- áætlun hafi átt sér stað er ekki ástæða til að kippa að sér hendinni og hverfa á vit hafta því eins og áður er lýst fjara áhrifin á erlendar lán- tökur fljótt út. Vonast félögin því til að hinar nýju reglur sem viðskiptaráðherra hefur látið gera komi ekki til fram- kvæmda. Slíkt yrði skref aftur- ábak. Féfang hf. Glitnir hf. Lind hf. Lýsing hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.