Alþýðublaðið - 09.10.1987, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 09.10.1987, Qupperneq 3
Föstudagur 9. október 1987 3 FRÉTTIR Það er víst hægt að selja lambakjötið! — Möguleikar eru taldir á því aö selja íslenskt lambakjöt til bandarískra veitingahúsa. Samkvæmt niöurstööu sér- stakrar skýrslu sem útflutn- ingsráð geröi fyrir Landbún- aðarráðuneytið og markaðs- nefnd landbúnaðarins eru taldir möguleikar á þvi að hægt sé að selja islenskt lambakjöt á Bandaríkjamark- að. Aö mati skýrsluhöfundar er veitingahúsamarkaðurinn vænlegasti kosturinn og yrði þá ákveöið svæði valið til til- rauna. í því sambandi telur höfundur að heppilegasta svæðið með tilliti til neyslu og samganga væri Nýja Eng- landsvæöið svo kallaöa. Markmiðið með skýrslunni var að fá hugmynd um það hvort möguleiki væri fyrir hendi á að selja íslenskt lambakjöt til Bandarlkjanna, og þá í framhaldi af þeim nið- urstöðum hvar, hverjum og hvernig. Skýrsluhöfundur, Sighvatur Bjarnason hjá Út- flutningsráði, telur að þremur fyrstu spurningunum sé svar- að á fullnægjandi hátt en eft- ir sé að svara hvernig varan á að seijast, þ.e.a.s. inn á hvaða markað á að halda. Ennfrem- ur telur hann að þurfi að fara út I viðameiri rannsóknir. í skýrslunni segir að það sé grundvallaratriði fyrir ís- lenska lambakjötsframleið- endur að valið sé ákveðið svæði til þess að fara inn á, vegna þess að þeir ráða ekki yfir miklu magni og féð sem að hugsanlega yrói varið til kynningar nýtist best á af- mörkuðu svæði. Til þess að þetta sé raun- hæft er talið að veitingahús- in verði að fá eitthvað fyrir sinn snúð, og þvi nauðsyn- legt að eitthvað yrði gert til þess að laða fólk og fjöl- miðla til þess að kynna bæði íslenska lambakjötið, ísland og hin amerisku veitingahús. Lífeyrissjóðir sameinast Lífeyrissjóðunum fer fækk- andi og nokkrir litlir sjóöir hafa í ár og síðustu ár sam- einast öörum staerri eða hætt starfsemi. Á þessu ári hefur Lifeyrissjóöur verk- smiöja SÍS sameinast Sam- vinnulífeyrissjóðnum og lif- eyrissjóöur afgreiðslustúlkna í brauöbúöum og sjóöur bak- arasveinafélagsins hafa sam- einast lífeyrissjóði Dagsbrún- ar. Lifeyrissjóöur verksmiðja SÍS er sá stærsti sem lagt hefur niöur sjálfstæöa starf- semi til þessa. Vörubifreiðastjórar hafa lokað sinum sjóði og hafiö greiðslur i aóra. Stefnt er að því að leggja sjóðinn niður fyrir árslok 1989. Sjóefnavinnslan: Skaöinn er skeður — segir Friörik Sophusson idnaöarráö- herra. Óhjákvæmilegt að ríkið veröi að afskrifa stóran hluta af útlögöum kostn- aði. Friörik Sophusson segir óhjákvæmilegt aö ríkissjóður beri skaöa vegna Sjóefna- vinnslunnar á Reykjanesi. Nefnt hefur veriö aö ríkið tapi hátt í 500 milljónum,en Friörik vildi ekki staöfesta þaó. „Paö er Ijóst aö stór hluti þess kostnaðar sem hefur veriö útiagður, næst aldrei aftur og verður aö líta á sem hreinan rannsóknarkostnaö sem rikiö veröur aö afskrifa," sagöi iönaöarráöherra. Fjármálaráðherra og iönað- arráðherra hafa falið tveimur mönnum að kanna málefni Sjóefnavinnslunnar og skila ítarlegri greinargerð. Þessir tveir menn ásamt stjórn Sjó- efnavinnslunnar hafa síðan átt í viðræðum viö aöila til þess að kanna möguleika á leiðum út úr því ástandi sem fyrirtækið er í, að sögn Frió- riks. „Við Jón Baldvin erum sammála um að fela þessum mönnum að finna lausn sem heþpilegust er fyrir ríkið. Það er allt sem hægt er um málið að segja að svo stöddu,“ sagði iðnaðarráðherra. Talið er að heildarskuldir Sjóefna- vinnslunnar nemi um 550 milljónum króna. A síðustu árum hafa nokkr- ir sjóðir verið lagðir niður, t.d. sérstakur lifeyrissjóður Sjóvá og lifeyrissjóðir endurskoð- enda og lögmanna. Félag netagerðarfólks lagði sinn sjóð niður fyrir nokkrum ár- um og eins og voru lagðir niður sjóðir Ijósmæðra og sérstakur Iífeyrissjóöur kenn- ara. Að sögn forsvarsmanna líf- eyrissjóðasambandanna gæt- ir vaxandi tilhneigingar til sameiningar hjá Iífeyrissjóð- unum. Helsta skýringin er talin sú að lánveitingar eru ekki eins stór liður i starf- seminni og áður, eftir að verðtrygging var tekin upp. Völd einstakra sjóðstjórna skipta því minna máli og sið- ur eftirsóknarvert að halda úti smásjóðum ef sjóöstjór- arnir hafa ekki lengur að- stöðu til þess að skammta út lán. Nyja húsnæðislánakerfiö hefur ennfremur átt þátt í að draga úr lánastarfsemi sjóð- anna. Þetta má ekki endurtaka sig. Rauói krossinn er i viðbragðsstööu vegna ytirvofandi hungursneyðar i Eþiópiu. Rauði krossinn í viðbragðsstöðu Rauði krossinn á Islandi er nú í viðbragðsstöðu vegna yf- irvofandi hungursneyðar í Eþíópíu. Þar í landi hefur ver- ið mjög þurrkasamt að und- anförnu og uppskerubrestur- inn í kjölfar þurrkanna mun óhjákvæmilega leiða til neyð- arástands nema að til komi stórfelld aðstoö! Enn liggur ekki fyrir hversu mikil matvælaþörfin veröur, en nú er áætlað að kostnað- urinn verði kringum 500 millj- ónir íslenskra króna. Rauði kross íslands hyggst taka þátt I því að koma í veg fyrir að aftur skapist svipað ástand og 1984 og segir i frétt frá Rauða krossinum að hann treysti á aðstoð frá al- mennir.gi. Framlög má leggja inn á gíróreikning Rauða krossins nr. 90000-1. Sjálfvirkni sparar milljarða Ný skýrsla boðar aukna sjálfvirkni í fiskvinnslu, bætta stjórnun fyrirtækja og öfl- uga vöruþróun. Hátækniátak sem eykur framleiðni og gæti sparað þjóðarbúinu milljarða á hverju ári. Samkeppni um hráefni, lág laun og mannekla, en nægir markaðir fyrir afuröirnar.Þetta hefur að undanförnu verið dæmigerð lýsing á fisk- vinnslunni, en samkvæmt nýrri álitsgerð frá rannsókn- arráði ríkisins, gætu vanda- mál hennar leystst innan tíö- ar meö aukinni sjálfvirkni og viðtækum tæknibreytingum. Með bættri stjórnun og hag- ræðingu mætti auk þess að spara stórfé. Starfshópur á vegum Rann- I sóknaráðs hefur nú skilað af sér skýrslu um þessi mál. Kemst hópurinn að þeirri nið urstöðu að með samstarfi fyrirtækja I fiskvinnslu og iðnaði megi þróa aðferðir og tækni sem annars vegar geti auðveldað jöfnun á hráefnis- flæði, hins vegar stóraukið sjálfvirkni í vinnslunni. Með þessari auknu sjálf- virkni megi auka framleiðni og þar með arðsemi fyrir- I tækjanna stórlega, ekki sist ef til kemur aukin sérhæfing vinnslustöðvanna. Þá er i skýrslunni ennfrem- ur vikið að bættri stjórnun og telur starfshópurinn að öflug vöruþróun og endurbætur á stjórn fyrirtækjanna í þessari atvinnugrein geti enn aukið hinn fjárhagslega ávinning. Er jafnvel talið að arðsemi af aukinni tækni bættri stjórn- un og vöruþróun geti numió milljörðum króna á ári hverju. Þetta markmið næst þó ekki alveg fyrirhafnarlaust. Starfshópurinn telur í álits- gerð sinni, að þurfi aö leggja fram 150-200 milljónir króna árlega næstu árin til rann- sókna og þróunarvinnu á þessu sviði. Hópurinn leggur til að ríkið leggi til þriðjung af þessu fjármagni en tveir þriöju hlutar komi frá atvinnufyrirtækjunum sjálf- um. Þá er á það bent að veru- legur hluti af þessu verkefni varðar hátækni, en það er margyfirlýst stefna islenskra stjórnvalda að leggja áherslu á þróun hátækni hérlendis og mætti því kannski slá tvær flugur í einu höggi. Að lokum segist Rann- sóknaráð „vonast til að rikis- stjórnin sjái sér fært að taka á þennan hátt myndarlegt skref í mótun nýsköþunar- og tæknistefnu í þágu atvinnu- lífsins í upphafi kjörtímabils, er sjá megi árangur af á starfstima hennar."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.