Alþýðublaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. október 1987 7 tlönd Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Veislunni er lokið Bob Fosse kvik- myndaleikstjóri og danshöfundur, sem meöal annars stjórnaöi kvik- myndinni „Cabaret“ vildi reyna aö gera allt, og tókst það að mestu leyti. Rauðsprengd augu, titr- andi fingur fálma í öskubakk- ann og finna stóran stubb sem kveikt er í, reykurinn sogaður niður í lungu. Tauga- piliunum er skolað niður með freyðandi Alka Selzer. Eftir svolitla stund, undir köldu sturtunni virðist smám sam- an færast líf i úttaugaðan skrokkinn. „Showtime“, (sýning að hefjast) hvislar rám röddin að spegilmynd sinni. Joe líður fjandi illa. Og það á eftir að versna. Danshöfundurinn fær hjarta- áfall og dettur niður og á skurðborðinu rennur lifsskeiö hans ímyndum í gegn um huga hans. Þetta er atriði úr kvikmynd- inni „All That Jazz“, Bob Fosse var bæði höfundur dansanna og kvikmyndaleik- stjóri og myndin hefurverið kölluð æviminning eða dauðaminning (nekrologi) hans sjálfs árið 1979. Þann 24. september sl. andaðist Bob Fosse, sextíu ára gamall. Með „All That Jazz“ var Bob Fosse að gera úttekt á lífi sínu. Þetta er fyrsti söng- leikur (musical) um dauðann sem sýndur hefur verið í heiminum. Dregnar eru hliðstæður milli hins fárveika manns i sótthreinsuðu andrúmslofti skurðstofunnar og fáránleika skrautfjaðranna og álagsins á Broadway. Persónan Joe, í kvikmynd- inni er eins likur Bob Fosse og hugsast getur, sömuleiðis allur hans lífsmáti. Barnastjarna Bob Fosse ólst upp í heimi söngleikja og var barna- stjarna, sem söng og dans- aði með föður sínum í litlu söngleikjahúsunum í smá- borgum víðs vegar um Bandarikin. Seinna varð hann skemmtikraftur i næturklúbb- um, þar sem hann var meðal annars dansfélagi fyrstu konu sinnar. Um 1950 tékk hann smáhlutverk í kvik- myndum og þá sem dansari. Hann vakti fyrst athygli, svo nokkru næmi i „Kiss me Kate“. Sem dansahöfundur varð hann fyrst vel þekktur af söngleiknum „Pajama Game“. Frumraun Fosse sem kvik- myndaleikstjóra var „Sweet Charity", árið 1969, en hug- myndinni að þeim söngleik var nappað úr kvikmynd eftir Fellini. Dansamir sem hann samdi fyrir þann söngleik þóttu góðir, en ekki mjög frumlegir. Heimsfrægðin kom með söngleiknum „Cabaret", sem fékk afbragðs dóma, bæði frá listrænu sjónarmiði og vin- sælda. „Cabaret", var sýndur á Broadway og tekið fádæma vel. Gerð var kvikmynd eftir söngleiknum og Liza Minelli lék og söng aðalhlutverkið og hlaut heimsfrægð fyrir. Nú var Bob Fosse talinn vera einn besti dansahöfund- ur í heimi og Oscars verð- launum og gullpálmum rigndi yfir hann, Broadway, Holly- wood og yfirleitt flestir sem eitthvað máttu sín í skemmtanaiðnaðinum, vildu fá hann til starfa. Honum var illa við smjaður og fyrirleit ríka fólkið i New York, sem nú gat vart vatni haldið af hrifningu sinni á honum. Hann var „showman", sem vildi sífellt prófa eitthvað nýtt. Skyndilega breytti hann um stíl, hætti að semja dansa og byrjaði að gera kvikmynd um Lenny Bruce, sem þá var látinn. Lenny Bruce var afskaplega sérstak- ur skemmtikraftur hann gerði í því að hneyksla áheyrendur, hann stakk á mörgum kýlum í bandarísku þjóðfélagi, var hinn mesti klámkjaftur, var eiturlyfjaneytandi mikill og lést að lokum af of stórum skammti. Bob Fosse var mik- ill aðdáandi Lenny Bruce og vildi gera hann ódauðlegan með kvikmyndinni, sem og tókst, með Dustin Hoffman í hlutverki Bruce. Það var margt svipað með Bob Fosse og Lenny Bruce, þetta vilita og grófgerða. Á meðan á töku myndar- innar stóð, fékk Bob Fosse alvarlegt hjartaáfall. Drykkja, eiturlyf, sígarettur og vinnu- álag hafði komið honum í koll. Hann lifði þetta áfall af, með margra mánaða sjúkra- húslegu og eftir alvarlegan hjartauppskurð. Þá, alveg eins og í „Allt That Jazz“, horfðist hann í augu við dauðann. Bob Fosse var bæði frama- gjarn og atorkusamur. Vildi gera allt og gaf skít í afleið- ingarnar. Hann hafði hug á að gera kvikmynd um stúlku, sem hafði „rétt“ útlit, „réttan" líkamsvöxt, en lætur óprúttna dela koma sér á framfæri á niðurlægjandi hátt. Talið er, aö hann hafi haft i huga Hugh Heffner og Playboy samsteypuna, en á þvi liði hafði hann megnan viðbjóð. Myndin átti að verða einskonar uppgjör við „amer- íska drauminn", þar sem oft vill verða ytri fullkomleiki en innra tóm. Hinn „ameríski" draumur Bob Fosse rættist. Honum hlotnaðist frægð og frami, en það varð honum dýrt. „Það er showtime", hvíslaði Joe rétt áður en hann datt niður. Veruleikinn varð svipaður, Bob Fosse datt niður í leik- húsinu þegar verið var að ' sviðsetja „Sweet Charity". (Det fri Aktuelt) Roy Schneider (stóra myndin) kvikmyndaleikarinn frægi, lék aðalhlut- verkiö i kvikmyndinni „All That Jazz“, sem Fosse stjórnaði og byggði raunverulega á sínu eigin lifi. (Neðst) Liza Minelli og Bob Fosse slógu bæði i gegn, i kvikmyndinni „Cabaret“. Bob Fosse (efst) varð sextiu ára gamall.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.